Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Side 10
Volvo 740
með ríkulegum
búnaði.
Driflæsingin
Driflæsingin var kynnt í byijun síðasta
árs og er fáanleg á allar gerðir 700 línunn-
ar. Hún er sjálfvirk og er virk allt upp í
40 km hraða. Þegar ekið er á ísingar- eða
hálkubiettum kemur læsingin sér vel. Fari
annað hjólið að spóla grípur læsingin strax
inní og færir átakið á það hjól sem betra
grip hefur. Það getur sveiflast á milli hjóla
en þetta skilar bílnum mun betur áfram
við ákveðnar erfiðar aðstæður og getur
því komið sér mjög vel.
Ólæsanlegu hemlarnir voru til umræðu
í síðasta bílaþætti og skal það aðeins
árétta helstu kosti þeirra. Hemlamir læs-
ast sem sagt ekki, hjólin dragast ekki og
því hefur ökumaður jafnan fulla stjórn á
bílnum þótt snögghemlað sé og stigið af
afli. Skynjarar og tölvubúnaður stjórna
helmun á hveiju hjóli og hemla ótvírætt
til hins ítrasta án þess að láta hjólin drag-
ast. Við allan venjulegan akstur má vissu-
lega segja að þetta ráði engum úrslitum
en við vissar aðstæður geta þessir hemlar
skipt öllu máli. Þegar snögghemla þarf í
hálku, bleytu eða lausamöl vegna þess að
eitthvað kemur uppá er hætta á að öku-
menn læsi hjólunum og fá þá lítið við
bílinn ráðið, geta ekki stýrt honum. Þessi
hætta er ekki fyrir hendi á bíl með læsi-
vörðum hemlum. Því skyldu menn athuga
þennan kost þegar bílakaup eru framund-
an. Þessi hemlategund kostar vitanlega
meira en það hlýtur líka að koma að því
að hún verði útbreidd.
Þægindi
Volvo 740 GLTi með sjálfskiptingu og
vökvastýri er þægilegur á allan hátt. Rý-
mið er gott í framsætum sem aftursætum
og farþegar geta notið stuðnings armpúða
og komið smádóti sínu fyrir í hinum ýmsu
hólfum. Bíllinn er lipur í borgarakstri en
það sem ökumaður helst myndi kjósa til
að fullkomna myndina er meiri snerpa.
Þessum bíl verður ekki hælt fyrir góða
vinnslu þótt vissulega sé hún þokkaleg.
Þægindi og öryggi eru aðalsmerki GLT
pakkans hjá Volvo 740 og það er líka tals-
vert fengið með þeim. Og til þess að öðl-
ast það verða menn að vera reiðubúnir að
leggja fram talsvert fé.
jt
Iveco sendi-
bflum flölgar
Sendibílar frá Iveco hafa ekki verið mik-
ið á ferðinni hérlendis en þó í vaxandi
mæli. ístraktor heitir innflytjandinn og
segir Páll Gíslason að ætlunin sé að selja
milli 20 og 30 bíla í ár.
Iveco Daily heitir sú gerð sem lögð verð-
ur áhersla á. Er það sendibíll er millistærð
og hefur til þessa mestmegnis verið keyptur
til sendiferða en nokkrir þó í öðrum til-
gangi. Þannig hefur Slökkviliðið í Vest-
mannaeyjum fengið slökkvibíl með öllum
Morgunblaðið/Þorkell
Góður Volvo pakki í 740 GLT
Sendibílar frá
Iveco eru að
ryðja sér til
rúms hérlendis.
nauðsynlegum búnaði frá Iveco og Vest-
fjarðaleið hefur látið smíða yfir bíla frá
Iveco, m.a. einn tveggja drifa.
Páll Gíslason segir að sendibflstjórar vilji
í auknum mæli kynna sér Iveco þegar end-
umýjun stendur fyrir dyrum. Segir Páll að
þessir bílar standi sig vel í verðsamanburði
við aðra evrópska sendibíla en japanskir séu
skæðir keppinautar.
Volvo 740 sem við skoðum í dag hefúr
ekki tekið róttækum breytingum frá
því hann kom lyrst á markað. Stöðugt
er þó unnið að endurbótum og með
1990 árgerðinni má finna þær hið ytra
sem innra. Örlitlar útlitsbreytingar má
sjá, sérstaklega hvað varðar framend-
ann, en ýmsar tækninýjungar eru þó
kannski eftirtektarverðari. I síðustu
viku var rætt nokkuð um ólæsanlega
hemla (ABS- hemlakerfið) og verður
það einnig til umræðu nú ásamt dri-
flæsingunni nýju sem er fáanleg í 700
linuna.
Volvo 700 línan hefur alls ekki breyst
mikið hið ytra en ýmislegt er þó þar að
finna. Framendinn er orðinn lægri, vélar-
hlífin meira byggð niður að framan og
grillið því lægra eða mjórra. Sérstakur
rammi markar nú aðalljósin og stuðarinn
og vindskeiðin að framan renna saman í
eitt stykki. Grillið er fáanlegt bæði dökkt
og ljóst. Að aftan hefur ljósum verið breytt
lítillega og að innan má segja að breyting-
amar felist að miklu leyti í meira vali á
innréttingum og samsetningu þeirra.
Hlaðinn aukahlutum
Volvo 740 GLTi með sjálfskiptingu og
hlaðinn aukahlutum er sá bíll sem rætt
verður um í dag. Brimborgarmenn hafa
ákveðið að taka hann með ýmsum sérbún-
aði og bjóða í einum pakka. Hafa náðst
allgóðir samningar um pakkaverð fyrir
bflinn og er hann með svofelldum búnaði:
Vélin er 121 hestafla með beinni inn-
spýtingu, bíllinn er sjálfskiptur, með
vökvastýri og álfelgum, rafmagni í rúðum
að framan og aftan, raflæsingu, rafdrifn-
um hliðarspeglum, hita í framsætum,
hæðarstillingu á bílstjórasæti, hemlaljós-
um í afturglugga, ólæsanlegum hemlum
og driflæsingu. Tvö síðast töldu atriðin eru
þeirra merkust enda dýrust, kosta hátt í
300 þúsund krónur ef þau eru sérpöntuð.
Fyrir þennan pakka þarf að greiða kr.
1.985 þúsund á borðið. Venjulegur GLi
með sjálfskiptingu kostar yfir 1.700 þús-
und krónur og vissulega er hann ríkulega
búinn einnig. Pakkabíllinn hefur hemla-
kerfið, driflæsinguna og álfelgurnar fram
yfir og vilji menn hafa þessi atriði með á
annað borð er einfaldast að kaupa pak-
kann. Fyrir utan þetta má síðan bæta við
sóllúgu og ef menn vilja getur hún verið
rafdrifin. Sú viðbót kostar um 140 þúsund
krónur.
Volvo 740 er 4,785 m langur, 1,75 m
breiður og 1,435 m hár. Lengd milli hjóla
er 2,77 m og hann vegur 1.290 kg og ber
510 kg. Farangursrýmið er 475 lítrar og
má tvímælalaust hæla því fyrir hversu
mikið það gleypir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vestfjarðaleið notar Iveco til farþegaflutninga.
Ólæsanlegir hemlar gera það að verkum
þótt nauðhemlað sé t.d. í hálku í beygju.
Mælaborðið veitir allar nauðsynlegar
upplýsingar.
að hægt er að hafa fúlla stjórn á bílnum
Farangursými ætti að nægja í flestum
tilvikum. Varahjólið er einnig geymt þar.
10