Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Page 11
Giugiario
hannar
r •
nyjan
Jagúar
Abílasýningunni í Genf nú
í vetur, vakti einna
mesta athygli ný út-
færsla á 12 strokka
Jagúar, eftir hinn heims-
kunna ítalska hönnuð
Giugiario, sem rekur
hönnunarfirmað Italde-
sign. Hann hefur oft verið ráðinn til að fara
höndum um nýjar gerðir ýmissa dýrra bíla,
þegar mikið stendur til og stundum verið
gagmýndur fyrir að teikna bara Giugiario-
bíla, sem bera augljósan svip hönnuðarins,
en hinsvegar hafi gleymst að viðhalda því
Óneitanlega svipsterkur bíll og
legur: 12 strokka útfærsla Giugiarios.
sérstaka svipmóti, sem tegundin þykist hafa
áunnið sér.
Giugiario vildi taka tillit til þessarar gagn-
rýni þegar hann fékk tækifæri til að endur-
hanna stóra Jagúarinn, enda hefur það
tekizt í þeim mæli að allir sjá við fyrsta
augnakast, að þarna er Jagúar. Breytingin
felst einkum í því að fleiglagið hefur verið
aukið; Jagúarinn er lægri að framan og
hærri að aftan en áður og til þess hefur
þurft að minnka kæliristina og halla henni
meira aftur en áður var.
Giugiario nefnir nýju gerðina Kensington,
en yfirhönnuður Jagúar, Geoff Lawson, er
ekki allskostar ánægður og telur að 12
strokka Jagúarinn verði aldrei framleiddur
alveg svona. En sjálfsagt er eins þungt á
metunum hvað nýr eigandi fyrirtækisins
segir, nefnilega sjálfur Ford í Ameríku, sem
ætlar að hressa uppá ímynd sína með þess-
um fræga gæðingi. Það er eftirtektarvert,
að þessi teikning minnir talsvert á milistærð-
ina af Jagúar, eins og hún var fyrir um það
bil tveimur áratugum, og vegna fleigforms-
ins og hækkunar afturhlutans er trúlegt að
hann sé ekki eins rennilegur eins og sá
Jagúar, sem nú fæst og hefur verið fram-
leiddur óbreyttur í tvo áratugi. GS
Gamli tíminn
Timbraður
eftirstríðs-
áravagn
Margir kannast eflaust við svipinn á honum
þessum, þótt trúlega hafi enginn verið flutt-
ur inn hingað til lands af nákvæmlega þess-
ari gerð. Ford V8 Super DeLuxe Sports-
man, ekki dugir minna í nafngiftina og ár-
gerðin er 1946 til ’48. Fyrsta framleiðslan
eftir stríð og hönnunin síðan fyrir stríð.
Þegar ekki var hægt að bjóða nýja hönnun,
svo skömmu eftir heimsstriðið mikla, varð
að gera eitthvað annað til að laða kaupend-
ur að, og það var gert með timburverki!
Hliðar bílsins voru smíðaðar úr harðviði og
þótti flott. Þessi var sá dýrasti af Fordunum
og seldist fremur illa. ’46 voru framleiddir
1.209 bílar þessarar gerðar, ’47 voru þeir
2.250, en ’48 aðeins 28, enda fallnir á tíma
þá. Engar nýjungar voru í bílnum, vélin var
gamla góða Ford átta gata flathaus maskín-
an, 240 kúbiktommur og skilaði 100 hestöfl-
um. Þótt bílinn hafi verið gamaldags á sínum
tíma og selst illa, hefur tíminn breytt dæm-
inu svolítið. Nú er hann eftirsóttur af söfnur-
um og safnarahandbókin okkar segir að
góður bíll kosti 6.000 til 10.000 dollara, það
gera 360 til 600 þúsund krónur á Banda-
ríkjamarkaði. Óaðfinnanlegur bíli kostar
allt að 18 þúsund dollurum, eða tæpar 11
hundruð þúsund krónur. ÞJ
Hraðbrautagæðingur frá
Mitsubishi og Chrysler
Þessa dagana virðist svo sem ótal iðnrisar
séu í samstarfs- ef ekki samrunahugleiðing-
um hver við annan. Taiið er að stór flugfé-
lög þurfi að sameinast til að lifa af í sam-
keppninni og risarnir þrír í bandarískum
bílaiðnaði eru orðnir á hálfgerðum brauð-
fótum og reyna nú að styrkja stöðu sína
með eignarhaldi eða samvinnu við evrópska
og japanska framleiðendur.
Chrysler berst nú um á hæli og hnakka
til að bæta bágborna stöðu sína og hefur
leitað eftir samstarfi við Mitsubishi f Japan.
Arangurinn þótti óvenju fljótur að sýna sig,
Samvinnuverkefni japanskra og banda-
rískra bílasmiða: Mitsubishi 3000GT -
Dodge Stealtli.
því á bílasýningu í Detroit í janúar, var
sýndur hraðbrautagammurinn Mitsubishi
3000GT/Dodge Stealth. Það er sami bíllinn,
en seldur undir Dodge-nafninu í Banda-
ríkjunum.
Þetta er meira kraftalegur en rennilegur
sportbíll, enda er kraftur í kögglum. Hann
er knúinn 3 lítra, 296 hestafla V-6 vél og
vinnslan er með þvílíkum ágætum, að að-
eins Ferrari Testrarossa er 0,2 sek fljótari
í kvartmíluna, sem er um 400 metar. Aflið
fer síður í að spóla á fyrstu metrunum, því
hér er sítengt aldrif og seigjutengsli. Þar
að auki er stýring á öllum hjólum og raf-
eindastýrð fjöðrun og ÁBS hemlakerfi með
16 tommu diskum, sér um leiftursnögga
hemlun og að sjálfsögðu er loftpúði, sem
kemur til sögunnar ef eitthvað ber útaf.
Að lokum má geta þess, að herlegheitin
kosta sem svarar 3 milljónir króna í Banda-
ríkjunum. GS
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. MARZ 1990 1 1