Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Síða 14
Nútíma skúlptúrar og hreySlistaverk á Markaðstorginu í Stuttgart.
Eitt af musterum myndlistarinnar í Þýzkalandi er Staatsgalerie í Stuttgart, sem
um var fjallað í 39. tölublaði Lesbókar á síðasta ári. Þar er m.a. meistaraverk
Diirers: Kristur 12 ára og hinir skriftlærðu.
það var auk þess sannarlega hægt að láta
fara vel um sig Hótel Steigenberger, enda
er það heldur í dýrari kantinum. Það getur
verið skemmtileg tilbreyting að búa á svona
hóteli í eina eða tvær nætur, en svona að
jafnaði finnst mér það aðeins flottræfils-
háttur að eyða miklurti peningum í þesskon-'
ar tildur og ég reyni að sneiða hjá þvi.
í þetta sinn var ekki ráðrúm til að fara í
ógeruna og ekki heldur á völlinn til að sjá
„Ásgeir Sigurvinsson og félaga". Þeir sem
lesa íþróttafréttir íslenzku fjölmiðlanna,
hljóta að fá þá hugmynd að íslenzku strák-
arnir í atvinnumennskunni séu allt í öllu;
hinir sem heita „félagar" fá bara að gutla
með. Þessa dagana stóð raunar yfír í Stuttg-
art opið tennismót með stjömum eins og
þeirra eigin Boris Becker og Bandaríkja-
manninum McEnroe og fleiri köppum. Af
þessu sést hvað sjónvarpið er gífurlega
áhrifamikill miðill; maður tímir ekki að fara
út úr hótelinu og missa af útsendingu á
íþróttaviðburði í Englandi og tennismótið
var svo vel sýnt í sjónvarpinu, að áhorfend-
ur á staðnum hafa varla séð það betur.
Á sunnudeginum í Stuttgart var mestan
part verið á rölti, en það var fremur dauft
yfír miðbænum og minnti mann jafnvel
aðeins á doðann, sem færist yfir miðbæ
Reykjavíkur á sunnudögum. Að vísu var
miklu fleira fólk á randi á Hallartorginu,
sem svo er nefnt og minnir í stórhuga víðáttu
á Place de la Concorde í París. En daginn
eftir, á mánudegi, var yfirbragð staðarins
gerbreytt; stórborgarysinn kominn í stað
róseminnar. Ef ég man rétt var dijúg sneið
af þessum degi notuð til að fara í búðir í
Königstrasse og við Markaðstorgið gegnt
ráðhúsinu, þar sem Kaufhaus Breuninger
stendur. Þar fæst til dæmis fatnaður eins
og hann gerist beztur í Þýzkalandi og verð-
ið er skikkanlegt. Umfang glæsilegra verzl-
ana i Stuttgart er samt ekki á borð við það
sem gerist í Köln og Diisseldorf. Einn magn-
aðasti iðnaðar- og kaupahéðinn Þýzkalands
er með aðalstöðvar í Stuttgart, nefnilega
Hugo Boss. Þar á bæ er efnið ekki skorið
við nögl og Boss-fatnaður í útstillingum er
gjaman eins og tveimur númerum of stór
og hver silkihúfan utan yfir annarri, ef svo
mætti segja. Módelin, sem íklæðast Boss-
fötum á myndum, segja líka skýrt og greini-
lega hvernig markhópurinn er: Ungir menn
á uppleið, eða uppar, vel fjáðir ungir menn,
sem aka á Porsche eða Jaguar til dæmis.
Þó er annar iðnrisi í Stuttgart, sem ber
höfuð og herðar yfir aðra: Mercedes Benz.
Á nýju og glæsilegu járnbrautarstöðinni í
miðborginni gnæfír stjama Benz eins og
heilagt tákn borgarinnar. Að vísu smíða
þeir nú eitthvað af Bensunum norður í Brem-
en, en mest hér og í Unterturkheim, sem
er rétt hjá Stuttgart.
Mistök er alltaf auðvelt að gera þar sem
maður er ókunnugur. Það er til dæmis vill-
andi að horfa einungis á kortið, þegar dag-
leiðir em ákveðnar, því það er villandi.
Mér virtist til dæmis, að varla gæti verið
nema fjögurra stunda akstur frá Stuttgart
til Garmisch Partenkirchen, þangað sem
ferðinni var heitið í næsta áfanga. Sam-
kvæmt því áttum við að hafa það nokkurn
veginn í björtu, þó ekki værifarið frá Stuttg-
art fyrr en kl. 3 síðdegis. Ég ætlaði mér á
hraðbrautina til Ulm, sem liggur fyrir sunn-
an borgina eins og áður segir, og eftir það
átti gatan að vera greið.
Ég þóttist vera með allt á hreinu, þegar
ég sá skilti austantil í Stuttgart, sem vísaði
á hraðbraut til Ulm. Allt leit vel út í fyrstu;
ekið eftir dalverpi með margskonar stóriðn-
aði, framhjá Esslingen og sem leið liggur
til Göppingen. En viti menn; þar endaði sú
hraðbraut og við tók sannkölluð sniglabraut
gegnum ótal smábæi með umferðarljósum,
sem stöðvuðu alla umferð, svo lestirnar
voru orðnar óhugnanlega langar. Mig minnir
það tæki heila þijá tíma að komast spölinn
til Ulm, sem er þó ekki helmingur leiðarinn-
ar. Það bíður betri tíma að sjá þann gamal-
fræga bæ með einni af tignarlegustu kirkj-
um Þýzkalands. Nú var ekki um annað
gera en að slá í á hraðbrautinni til Augs-
burg, sem er annar gamalfægur bær,
snertuspöl frá Miinchen.
Um leið fór að dimmna.
Við Augsburg er sveigt útaf hraðbraut-
inni og tekin leið 17, sem liggur nánast
eins og beint strik suður yfir Bæjaralandið,
unz fera að halla upp í Álpana hjá Schon-
gau. Það vildi til að umferðin var lítil á
þessum vegi, því komið var myrkur og þar
að auki úrhellisrigning og sumstaðar þoku-
belti. Það er varla hægt að paufast áfram
á meiru en 40-50 km hraða við svona að-
stæður og þegar ofar dregur og vegurinn
ákaflega hlykkjóttur, verður meðalhraðinn
varla yfír 25 km. Það var eins og þessi leið
ætlaði aldrei að taka enda og auðséð eftirá,
að þarna hafði verið lagt í of langa dagleið.
Það var frekar slæptur ökumaður, sem lagði
Kadettinum við járnbrautarhótelið í Garm-
isch. Það var eitthvað í dýrari kantinum og
lifir bæði á gamalli frægð og nýrri. Innan-
stokks er allt á grófu nótunum; mublurnar
úr sverum plönkum og víða eru eldfornir
munir. Þetta er að sumu leyti eins og
byggðasafn. Gfa|i
Framhaldið birtist í næsta blaði.
Frá Luxemburg Til
Stuttgart
Fyrsti áfanginn var ákveðinn frá Luxem-
burg og suður á bóginn til Stuttgart í sam-
bandsríkinu Baden Wúrtemberg. Ætli það
geti ekki talizt skikkanlegur fjögurra tíma
akstur miðað við að vera rúmlega á hundrað-
inu allan tímann. Flugleiðavélin kemur um
hádegi til Luxemburgar og síðan fer ein-
hver tími í að fá sér í gogginn og taka bíla-i
leigubílinn. Það á ekki að vera nein ofætlun
að aka þennan spöl seinnipart dagsins og
reyndist auðvelt. Stefnan er undir eins tek-
in á Saarbrucken, höfuðborgina í Saar-
landi, og skilti með því nafni sjást þegar
við flugvöllinn í Luxemburg. Leiðin út úr
furstadæminu liggur eftir sveitavegum og
búsældarlegum dölum með fima hávöxnum
skógi. Þorp og bæir eru með sama brag og
í Frakklandi; allt dálítið sjúskað og illa við
haldið, - en á því verður heldur betur mun-
ur þegar komið er yfir landamærin til Þýzka-
lands. Landamæraverðir nenna ekki lengur
að tefja vegfarendur; þeir eru eins og verð-
irnir í hliðinu við Keflavíkurflugvöll sællar
minningar og láta nægja að veifa. Þarna
er ekið yfir Mósel, en við látum Móseldalinn
eiga sig núna og eftir skamman akstur er
komið á vatnasvæði árinnar Saar og þar
hefst hraðbraut númer 8, sem liggur í fögru
landslagi meðfram ánni til Saarbrúcken.
Þangað er um það bil hálfs annars tíma
akstur, en örugglega hægt að komast þá
leið á klukkutíma, ef ekið er eins og æði
margir gera á hraðbrautunum. Ég var
ákveðinn í að þreyta mig ekki á hraðakstri
og lónaði á 120 á vörubílaakreininni lengst
til hægri, eða þá á miðjunni. Svo sá maður
þá birtast í baksspeglinum á akreininni
Iengst til vinstri, stundum langt í burtu, en
það skipti engum togum að þeir fóru fram-
úr og voru horfnir um leið; bílar eins og
Mercedes Benz, BMW og Porsche algeng-
astir í þeim flokki. Samt fannst mér þetta
afslappaður og'þægilegur akstur á hrað-
brautinni, vegna þess að maður getur dálít-
ið haft sína hentisemi og ekið út á merkt
hvíldarsvæði ef svo ber undir. Það vakti
aftur á móti undrun mína á allri þessari
leið til Stuttgart, hversu sparir Þjóðverjar
eru á veitingastaði meðfram hraðbrautun-
um. Það er varla nokkur Staðarskáli á þess-
ari leið og vilji maður stansa til að fá sér
hressingu, verður helzt að sveigja útaf og
finna slíka staði í nálægum bæjum.
Saarbrucken er hrífandi borg á fallegum
stað við fljótið, en nú var haldið framhjá
og stefnan tekin í fyrstu á hraðbrautina til
Kaiserslautern. En skömmu áður en komið
er til Homburg verða mikil vegamót, þar
sem önnur hraðbraut að norðan sker austur-
leiðina. Þama hefur maður val um að taka
á sig nokkurn krók og aka leiðina um Kais-
erslautem, Ludvigshafen, Mannheim og
Heidelberg - og þaðan suður til Stuttgart.
Sá kostur væri freistandi, ef gist væri fyrstu
nóttina í Saarbrucken og síðan tekinn heill
dagur í að komast til Stuttgart. Þá væri
þetta ósköp skikkanleg dagleið og hægt að
gera stuttan stanz í Heidelberg, sem er einn
mestur ferðamannastaður í Þýzkalandi og
ekki sízt vegna þess að bærinn hefur af
einhveijum ástæðum orðið draumastaður í
augum Bandaríkjamanna og Japana, sem
beinlínis flykkjast þangað. En vegna þess
að við höfðum áður komið þangað og einn-
ig hins, að tími var ekki til þess, var ákveð-
ið að sleppa olboganum til Heidelberg og
stytta sér leið til Stuttgart gegnum þann
skóg, sem heitir Pfálzerwald. Frá fyrmefnd-
um vegamótum er fyrst stefnt á Zweibruc-
ken og síðan á Pirmasens og þrýtur þar
hraðbrautir í bili.
Þarna liggur leiðin eftir sveitavegum um
hæðótt landslag unz komið er út á sléttuna,
sem verður báðum megin vil Rín. Þar er
á hægri hönd borgin Karlsruhe, sem ugg-
laust væri freistandi áfangastaður. En degi
var tekið að halla og enn dtjúgur spölur
ófarinn til Stuttgart. Þar er enn komið á
hraðbraut númer 8 til Leonberg, þar sem
ber að beygja í vinkil til vinstri inná hrað-
braut 81. Þar svaf ég á verðinum og hafði
í fljótheitum sýnst, að hraðbraut 8 lægi al-
veg framhjá Stuttgart og að það yrði lítið
mál að finna „Ausfahrt", sem vísaði á mið-
borgina. Samkvæmt kílómetratölunni átti
Stuttgart að vera í sjónmáli; samt var að-
eins smábæi að sjá og svo fór að standa
Ulm og Múnchen á skiltunum. Þá vissi ég
að Stuttgart var að baki; borgin sést nefni-
lega ekki frá hraðbraut 8, sem er það langt
fyrir sunnan: Þetta var svo sem augljóst,
þegar kortið hafði verið athugað sem skyldi
og nú var ekkert. annað að gera en snúa
við og halda norður á bóginn. Eftir snertu-
spöl kom Stuttgart í ljós í dvínandi dagsbirt-
unni.
SUNNUDAGURÍ STUTTGART
Sumir vilja helzt af öllu forðast stórborg-
ir, þegar farið er um meginland Evrópu á
bíl. Það er skiljanlegt sjónarmið, en það
eykur á fjölbreytnina að gista eina borg og
auk þess getur Stuttgart kannski ekki talizt
stórborg; mannfjöldi þar mun vera um 700
þúsund. Hún er samt nógu stór til að hafa
til að bera allt það sem einkennir stórar
borgir og ástæðan til þess að ég kaus að
koma þar við var sú, að mig fýsti að sjá
og koma í nýtt og talsvert frægt listasafn,
Staatsgalerie, sem ég hef nú þegar skrifað
um í Lesbók. Um það verður því ekki orð-
lengt hér, en aðeins bent á að húsið sjálft,
sem brezki stjömuarkitektinn James Stirling
teiknaði, er talið meðal úrvalsverka í nútíma
arkitektúr.
Stuttgart er ekki borg umtalsverðra há-
hýsa; hún lætur ekki mikið yfir sér og jafn-
vel af aðaltorginu í miðborginni sér maður
í skógi vaxnar hæðirnar í kring. Þetta setur
á borgina notalegan svip og kannski er það
rétt, sem þýzkur kunningi okkar í Saarbrúc-
ken sagði:,, Stuttgart er hálfgert kmmmask-
uð, þar sem aldrei er neitt að gerast og
ekki sála á ferli á kvöldin, því þessi
schwábíska reglusemi er svo yfirgengileg,
að allir eru famir að sofa klukkan níu á
kvöldin."
Mig granaði að á bak við þetta væri ein-
hver þýzk hreppapólitík, en nennti ekki að
fara út á þessu laugardagskvöldi til að sann-
reyna þetta. Ekki var það sízt vegna þess
að þá stundina stóð yfir bein útsending frá
Ryder Cup-keppninni í golfi, þar sem Banda-
ríkjamenn og Evrópumenn eigast við. Og
Þeim sem koma til Stuttgart og eru í
verzlunarhugleiðingum, skal bent á
stórverzlunina Kaufhaus Breauninger,
þar sem bæði er hagstætt verð og mik-
il vörugæði.