Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Page 16
Hvers vegna tjaldsvæði? - á bílferð um Evrópu Vorið er að nálg- ast og ferðamenn í óðaönn að skipuleggja sum- arfrí á megin- landinu. Margir gista hótel, aðrir kjósa sumarhús, en enn aðrir vilja ekkert annað en Ijald í skottið og gista á góðum tjaldsvæðum. Við leitum svara (af hveiju?) hjá ferðamönnum, sem kjósa þenn- an gistimáta og voru að undirbúa sig fyrir ferðir sumarsins hjá FÍB. siöwdöidtes lb@g®ini ,3*°' D-?? * * * Camping Timmeler Meer D-2962 Grosselehn 5-Timmel Tlf. (04945)338. Aben 25/3-30/9 7.0 ha- 1 mo.h. _L iéééh Vr O 80 1 KT ÚJ ,B: |!lU^o Xra ? m löi ;<d © P/N3.50 B/N 1.50(0-14) H/N 1.00 A/N 1.50 C/N 3.50 T/N 3.50 EL0.60KWT Pladsen er beliggende pá el jævnt og græsklædt omráde omgivel af træer og buske. samt en badeso rned 30 m bred sandstrand Ad B72 (Hesel mod Aurich) I Ulbargen drejes al mod Timmel Herlra yderligere 4 km til pladsen D-?? * * Nordsee-Camp Norddeich D-2980 Norden-Norddeich/Nordsoen Tlf. (04931)8073. Aben páske-15/10 10.0 ha - 2mo.h. M. m. S0 1 KT ,5 ffl « t oÆoKra '• w li i B P/N5.00 B/N 1.00(0-7)2 50(7-14) H/N 1,50. A/N 4.00 C/N efter slr T/N 5.00 EL/N 3.50 K/T 2 00 FDM-RABAT Plant græsomráde med dels ældre grupper al lovtræer og dels med nyplant- nmg Endel af pladsen ligger ligeoplil di- get Beliggende ca 1 5 km vesl lor den ældre bydel ved kystradiostalionen -Radio Norddeich- í.w^o'o00"'’ ,vW»,se' P»^c< sVlO\Óe Pírtstir- S D©(ksiQ mmk FAM/N Familie pr. nat P/N Voksen pr. nat B/N Barn pr. nat PEN/N Pensionist pr. nat H/N Hund pr. nat A/N Bil pr. nat C/N Campingvogn pr. nat T/N Telt pr. nat ST/N Grundgebyr for arealet pr. nat EL/N El-forbrug pr. nat KT/N Kurskat pr. nat Ekstra gebyr FDM-RABAT gives kun mod forevisning af gyldigt FDM-med- lemsbevis CCI-RABAT gived kun mod Jorevisnig af gyldigt CGI-cam- pingpas ma uuu ,"•> '^^Ikt á'BS W WWé? Góð aðstaða fyrir börn. - Á hótelum er alltaf verið að ýta þér á barinn. Þú ert ekki fyrr kominn inn í hótelanddyri, en þjónn mætir þér, reiðubúinn til að koma með glas. Þú mátt helst ekki sitja þar, nema með glas í hendi. Ekki beint æskilegt fyrir akandi fólk! Á hótelum er maður bundinn af klæðnaði. í frítíma á maður að fá að vera fijáls í klæða- burði, það fylgir fríinu. En á hót- eli þarf að mæta í morgunverð og „uppáklæddur“ í kvöldverð! - Maður sefur betur undir tjaldhimni í notalegu veðri. Og hægt að fara í skógargöngu við sólarupprás. Andrúmsloft er frjálslegra og auðveldara að kynn- ast öðru fóiki. Maður er hressari, fljótari á fætur og allt bragðast betur í útilofti. Komið er með ný, ilmandi brauð á tjaldsvæðin snemma á morgnana. Og yfirleitt er maður kominn með allt út í bíl og tilbúinn í slaginn kl. 7! Síðan er ekið áætlaða vegalengd til há- degis. En um hádegi er farið að setja sig niður á næsta tjald- svæði, hvílst aðeins og síðdegis farið í skoðunarferðir um næsta nágrenni. Þetta væri allt miklu tímafrekara og flóknara, ef gist væri á hótelum. Síðan eru það blessuð börnin, sem fylgja manni. íslensk börn eru vön fijálsræði. Margar heima- gistingar eru hjá eldra fólki, sem finnst gaman að fá gesti - en erfitt að fá ærslafull börn. Mörg húsanna eru úr timbri og hljóðbær að sama skapi. - Og börnin mega ekki hoppa, sippa eða gráta mik- ið. - Eftir að hafa verið í slíkri gistingu, er hvíld fyrir alla í fjöl- skyldunni að komast inn á tjald- svæði. - Hvað ráðleggið þið fólki, sem ætlar að flakka með tjald í bíl um Evrópu? - Veljið þriggja stjörnu tjaldsvæði. Það munar ekki svo miklu á verði. En það munar miklu á hreinlæti í snyrtingum, aðstöðu aliri og vörsiu. Á einnar stjörnu tjaldsvæði getur þú hitt á óhrein- ar snyrtingar og slæma vörslu, en þriggja stjörnu tjaldsvæðum getur þú treyst, eins og undir merki FDM. Takið daginn snemma. Umferð er hægari fyrir hádegi, en þyngist síðdegis. Góð regla að vera búinn að koma sér fyrir aftur um hádegi. - Segja má, að þessi ferðamáti sé ekki „frí“ heldur „vinna“ í leit að þekk- ingu. Alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða. Mjög æskilegur ferða- máti fyrir ijölskyldu með börn - og fyrir þann sem vill fá að ráða sérsjálfur. Á þriggja stjörnu tjaldsvæðum eru hjólhýsi eða lítil smáhýsi víða til leigu. Hringið á undan og pant- ið. Verðdæmi á tjaldsvæði við Svartaskóg í Þýskalandi: Fyrir fullorðna 43 kr., börn 28,50 kr. og fyrir tjald 570 kr. O.SV.B. Beint flug til Parísar Rauða myllan stæða götulífi Parísar. Gott er að byija á að skoða borgina í bátsferð um Signu. Hægri Signubakki geymir ímynd kon- ungsveldis og ríkidæmis, en vinstri bakkinn ímynd mennta- fólks og alþýðu. Og Sorbonne- háskóli, Latínuhverfið og hinar fjölmörgu bókabúðir vinstra megin halda áfram að heilla menntamenn og Iistafólk til sín. París býr yfir iðandi mannlífi allan sólarhringinn. Á hveiju götuhorni eru lítil kaffihús, þar sem hægt að una sér tímunum saman við áð skoða fjölbreytt mannlíf. Tískuklæddar, ilm- vatnsúðaðar Parísardömur á rölti, með hundinn sinn, elskhuga eða eiginmann. Ungt mennta- og listafólk og ferðamenn frá öllum heimshornum. Meðfram Signu opnir sölukassar, sem geyma gamlar bækur, gömul póstkort, málverk og nýtísku veggspjöld. Gangið um göngugötur í Latínuhverfinu og þið verðið ekki í vandræðum að finna veitinga- hús - heldur að velja á milli! Matur þarf ekki að vera dýr á minni veitingahúsum. En veljið ekki þekktari veitingahúsin, ef þið viljið halda í krónuna! AUt er hægt að finna í París - dýrt og ódýrt - hvort sem um er að ræða gistingu eða söluvarning. Verðmunur er mikill, eftir því hvar búðir eru staðsettar. Hand- an við hornið má kannski fínna svipaða vörutegund - helmingi ódýrari! Margt heillar í París, eins og djasskrárnar við Mont- martre, — sérstæðar verslanir við Les Halles, - Pompidou-safnið, Eiffel-turninn og margt, margt fleira. Apex fargjald er á 28.720 kr. En ódýrasta fargjald er á 24.500 kr. sem er fáanlegt, ef gisting er keypt með. O.SV.B. Sunnudaginn 25. mars hefst beint flug til Parísar. Flogið verður á miðvikudögum og sunnudögum í sumar. París er sú heimsborg næst okkur, sem við íslendingar þekkjum einna minnst. Margt kemur til, eins og iramandi tungumál og hingað til óbeinar sam- göngur. En París er engu öðru lík og ef hún er ekki inni í heimsmyndinni, vantar mikið. París er fyrirmynd margra heimsborga - í skipulagi og arki- tektúr,. en engin nær hinu sér- Fjörugt mannlíf við Eiffel-turn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.