Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Qupperneq 6
Konan sem hvarf
Smásaga
eftir SIGRÚNU
SIGURÐARDÓTTUR
g kallaði á þjóninn og bað hann um að hella
meira rauðvíni í glasið. Þetta var allt svo undar-
legt. í sjálfu sér var ég ekkert hissa á því að
vinkona mín var farin frá borðinu þegar ég
kom aftur frá því að hafa skroppið á snyrting-
una. Það sem ég furðaði mig á var að ég
hafði rekist á hana fyrir utan Orsay-safnið
í morgun. Við höfðum ekki hist í hartnær
tólf ár og í þessari borg bjuggu margar
milljónir manna. Þetta var því einskær til-
viljun eða hvað. Var nokkuð yfirleitt tilvilj-
un? Voru ekki bara einhver æðri máttarvöld
sem ákváðu og stjómuðu öllu okkar lífi?
Raunar var erfitt að ímynda sér að einhver
gæti stjórnað lífi vinkonu minnar því það
var aldrei að vita uppá hveiju hún tæki næst.
Þjónninn kom nú með vínið og ég reyndi
að bægjaþessum hugsunum frá mér. Hvem-
ig, hversvegna, hvenær, hver? Það var ekki
nokkur leið að komast að niðurstöðu um
þetta frekar en nokkuð annað í lífi vinkonu
minnar.
Ég dreypti á víninu og leit í kringum
mig. Það var komið kolniðamyrkur og upp-
lýstur Eiffeltuminn ljómaði eins og bjartur
sólargeisli á dimmum vetrarmorgni heima
á íslandi. Umferðin á götunni við hliðina
var stöðug. í París er stöðug umferð, líka
á nætuma.
Eg labbaði út á götuna og reyndi að ná
í leigubíl. Það var vita vonlaust svo ég gafst
upp og ákvað að fá mér göngutúr niður að
Signu. Á leiðinni hugsaði ég hvað ég væri
eiginlega að gera, ein á labbi að nóttu til í
París. Einn ósjálfbjarga kvenmaður. Venju-
lega er ég mjög vör um mig en aldrei þessu
vant bægði ég frá mér öllum hugsunum um
hvað gæti komið fyrir mig. Brátt var ég
komin niður að Signu. Ég settist á grænan
bekk og horfði niður éftir ánni. París var
vissulega fögur borg. Á morgun skyldi ég
fara með son minn í siglingu niður eftir
ánni. Það var eitt það skemmtilegasta sem
hann gerði en samt sem áður var langt síðan
hann hafði fengið að sigla og sjá borgina
sína frá öðru sjónarhorni. Já ég segi og
skrifa borgina sína því vissulega var sonur
minn sannur Parísarbúi. Hann var fæddur
á íslandi fyrir átta árum en hafði átt heima
erlendis frá tveggja ára aldri. Fyrst í Dan-
mörku og svo seinna hér í París. Ég ákvað
að fara með hann til íslands í sumar. Við
vorum að vísu búin að planleggja að fara í
frí til Austurlanda í haust en nú var ég
ákveðin í að sonur minn ætti að kynnast
föðurlandi sínu.
Núna uppá síðkastið hafði ég æ oftar
leitt hugann að íslandi og ósjálfrátt fór ég
að hugsa um vinkonu mína sem ég hafði
rekist á fyrr um daginn. Fyrir tilviljun eða
hvað? Ég reyndi enn og aftur að bægia
hugsunum mínum frá mér en þær sóttu
stíft að mér.
Þetta byijaði allt saman fyrir sautján
árum. Um verslunarmannahelgina 1988.
Við fórum tvær saman vinkonurnar á Laug-
arvatn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór
í útilegu án rnömrnu og pabba og eftirvænt-
ingin var því mikil. Á Laugarvatni voru
margir af kunningjum okkar þessa verslun-
armannahelgi og við plöntuðum tjaldinu
okkar inn í miðja hrúgu af fótboltastrákum.
Ég get séð þetta allt ljóslifandi fyrir mér.
Það er laugardagur, heitur og fagur sum-
ardagur. Við tiplum um svæðið á stuttbux-
um í leit að nýju fólki. Alltaf flykkist fleira
og fleira fólk á svæðið. Við komum deginum
áður og höfðum því nægan tíma til að koma
okkur fyrir. Vinkonu minni var orðið illt i
tánni. Eg er ekki að grínast, táin á henni
var stokkbólgin. Ég vildi endilega koma
henni undir læknishendur og bað alla sem
við hittum um að keyra hana á Selfoss. Sem
sagt vinkonu minni var illt í tánni og mér
kalt á nefinu enda var farið að gjóla svo-
lítið. Við fórum þess vegna upp að tjaldinu
okkar. Ég man það greinilega að faðir son-
ar míns lá hijótandi inni í bíl sem stóð við
tjaldið. Ég lagðist því niður og horfði á
hann sofa.
Ég er enn þann dag í dag alveg jafn
hrifin af honum og ég var þá, en á annan
hátt. Nú er hann giftur, ábyrgur fjölskyldu-
Hvaða drepsótt
barst hingað árið 1402 ?
staðhæfingar faraldursfræðinga um að sýkt
nagdýr séu forsenda þess að plágufaraldur
geti gosið upp og haldist við, benda ekki
til að þessi smitleið, úr fötum látinna manna,
sé viðurkennd.
Tilgáta Jóns Steffensens er samt at-
hyglisverð og ástæða til að gefa henni
gaum.4 Samt sný ég ekki aftur með það að
mér sýnist ósennilegt að pestin hafí borist
til íslands. Það kallar á röð tilviljana.
Ef sýktar rottur voru í skipinu sem flutti
pláguna til íslands, hvers vegna smitaðist
áhöfnin þá ekki?
Þar við bætist sú tilviljun að pestin á að
hafa breyst í lungnapest sem næst um leið
og fyrstu íslendingarnir smituðust. Hefði
lungnapest brotist út í skipinu úti á rúmsjó
hefðu skipveijar, eða þeir sem tekið hefðu
getað pestina, verið dánir eða dauðvona
þegar skipið lagðist að landi. Ef veikin hefði
hins vegar ekki breyst í lungnapest í ein-
hveijum þeirra sem smituðust af skipsrott-
unum hefði enginn faraldur náð sér á strik
í rottulausu landi, jafnvel þótt fallist sé á
tilgátur Jóns Steffensens um smitun úr föt-
um.
Ég leitaði álits hérlends sérfræðings,
Kristínar Jónsdóttur læknis á Skýklarann-
sóknadeild Landspítalans. Hún vísaði mér á
heimildir um plágu og plágufaraldra og
skrifaði mér þetta: „Ég held, að það megi
telja mögulegt að svarti dauði hafí borist
hingað annaðhvort þannig, að sýktar rottur
hafí komist um borð í íslenskt skip erlend-
is, drepist á leiðinni og flær af þeim hafí
síðan heijað á skipveija og e.t.v. þeirra eig-
in mannafiær hafi átt þátt í smitburði —
eða þá að sýktár flær hafa lifað í fötum
þess sem dó erlendis og sagan um fata-
smitið sé því sönn. Síðan hafí sjúkdómurinn
farið í form lungnasýkingar og þá ekki leng-
ur þörf á rottum eða flóm til að smita menn.“
Islenskir annaálaritarar gáfu mjög glögga
lýsingu á plágunni í Noregi um miðja 14.
öld, svo að vart orkar tvímælis að um
lungnapest hafí verið að ræða. Þegar far-
sótt brýst út á íslandi hálfri öld síðar er
hvergi að fínna bitastæða lýsingu á sjúk-
dómseinkennum í annálum. Hnignaði ann-
álaritun svona á fímmtíu árum? Líklegri
skýring er að ekki hafí verið um sama sjúk-
dóm að ræða, að hvergi sé minnst á blóð-
spýting meðal íslendinga af því að hann
hafí ekki verið hluti af sjúkdómsmyndinni.
Samkvæmt Jóni Steffensen töldu menn
að sama veikin hefði gengið í Noregi um
1350 og á íslandi 1402-4. Þess ber að
gæta að fréttir af plágunni miklu í Evrópu
hljóta að hafa borist til Islands, og landslýð-
ur hefur því eflaust í hálfa öld beðið drottin
að hlífa sér við pestinni. Þess vegna má
gera ráð fyrir að hver sú drepsótt sem upp
hefði gosið um það leyti hefði hér verið
kölluð pest.
Af því sem ég hef hér rakið, og einkum
haft eftir mér fróðari mönnum, virðist
ósennilegt að plágan hafí borist hingað og
dreifst um landið.
Hafí plága gengið hér sem drepsótt við
upphaf fímmtándu aldar, mun það einsdæmi
í veraldarsögunni að slíkur faraldur hafi
gengið yfír dreifbýlt land án þess að þar
hafi verið nagdýr til að halda sýkinni við.
Þótt Siguijón Jónsson telji nær fullvíst
6