Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Síða 7
faðir. Ólíkur þeim ærslabelgi sem hann var þegar hann var ungur. Við erum samt sem áður alltaf jafnólík og það eina sem við eig- um sajneiginlegt er sonur okkar. Hann var hálfgert slys eins og annað í sambandi okk- ar. Stundum þegar ég horfi í augun á hon- um fínnst mér eins og ég sé að horfa á föður hans því þeir eru óhugnanlega líkir. Ef ég á að vera hreinskilin er ég mjög feg- in að faðir hans sé sá sem hann er en ekki maðurinn minn. Vissulega þykir mér mjög vænt um manninn minn og við erum mjög hamingjusöm enda vorum við að fá þær fréttir að ég væri með barni. Það barn er nokkuð víst að sé barn mannsins mins. Víkjum nú aftur að vinkonu minni. Faðir sonar míns var ekki eini karlmaðurinn á svæðinu þó svo að ég hafi litið þannig á málið. í mesta sakleysi mínu bað ég einn herramanninn að fylgja vinkonu minni til læknis. Hann hljóp upp til handa og fóta og vildi allt fyrir hana gera en hafði sjálfur ekki bílpróf svo það gekk ekki lengra í það skiptið. Vinkona mín var orðin eldrauð í framan og húðskammaði mig fyrir að hafa spurt drenginn að þessu. Svo sagði hún: „Hann er swoo sætur.“ Seinna um kvöldið hafði vinkona mín skroppið frá og því álpaðist ég inn í næsta tjald þar sem fyrir voru nokkrir fótbolta- strákar. Þar á meðal sá sem hafði heillað vinkonu mína upp úr skónum fyrr um dag- inn. Þegar vinkona miín birtist aftur tók hún andköf og skrikaði fótur er hún sá hjá hveij- um ég var í heimsókn. Hún fór líka í heim- sókn og var bara í heimsókn allt kvöldið en þegar líða tók á kvöldið fórum við hin út að skoða lífið. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að sjarmörinn frá því fyrr um daginn varð eftir inni í tjaldinu hjá vinkonu minni. Vinum hans stóð ekki alveg á sama og beittu öllum ráðum til að kíkja inn í tjaldið og ég þurfti að draga föður sonar míns hvað eftir annað frá tjaldinu. Vinkona mín var týnd allt laugardags- kvöldið og allan sunnudaginn en kom loks í ljós á mánudeginum. Þá var ég búin að ráfa um ein alla helgina og hótaði að hafa hana í bandi næst. Hálfum mánuði seinna fórum við saman . í partý til stráksins sem vinkona mín hitti á Laugarvatni. Allt gekk vel þangað til partýið var búið og við löbbuðum öll saman niður á skemmtistaðinn Broadway. Á miðri leiði hvarf vinkona mín. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig hún fór að því að hverfa án þess að ég tæki eftir því. Eg var skilin ein eftir með öllu fótboltaliðinu og þekkti engan nema föður sonar míns en hann var varla samræðuhæfur sökum áhrifa frá frægum mexíkönskum drykk. Nokkrum mánuðum seinna vorum við þijár vinkonurnar á vappi niðri í miðbæ á föstudagskvöldi. Kemur þá svífandi að okk- ur einn aðdáandi vinkonu minnar og biður um að fá hana lánaða. Við sáum hana ekki meira það kvöldið. Klukkan fimm um nótt- ina sitjum við, ég og önnur vinkona mín, heima hjá mér og hneykslumst við á vin- konu minni sem hvarf. En kemur illur þá um er rætt. Það fyrsta sem vinkonan týnda sagði var: „Ég er byijuð með honum einu sinni enn.“ Það liðu áfallalausir dagar sem urðu að vikum og vikur sem urðu að mánuðum. Svo kom gamlárskvöld. Við vinkonurnar þijár fórum út að skemmta okkur á nýársnótt. Á þessum tíma sá ég ekkert nema strákinn í rauðu peysunni. Ég sá hann líka á gamlárs- kvöld. Ég talaði við hann og var voða glöð. Vinkona mín hvarf. Við þessar tvær sak- lausu héldum áhyggjufullar heim. Daginn eftir fórum við í heimsókn til þeirrar sem hvarf. Eftir harða spurningahríð sagði hún: „Ég var með stráknum í rauðu peysunni." að plága hafi verið hér á ferð, a.m.k. fýrri drepsóttin sem svo var kölluð, veltir hann þó fyrir sér öðrum möguleikum og nefnir m.a. inflúensu og taugaveiki. Um þetta leyti var Island einangrað land, og farsótt sem er meinlítil þar sem hún er landlæg getur valdið þungum búsifjum hjá þjóð sem aldrei hefur komist í snertingu við hana og lifir auk þess við þröngan kost og lítt heilsusamleg skilyrði. Trúlega fæst aldrei staðfest, hvaða drep- sótt eða drepsóttir hafi heijað hériendis á fimmtándu og sextándu öld. ‘Gerillinn er kenndur við franskan gerlafræðing, Alex- andre Yersin, sem greindi hann árið 1894. Önnur fræði- heiti á sýklinum eru Bacillus pestis og Pasteurella pestis. 'Heimildum ber ekki saman um þetta. A.B. Christie, virt- ur farsóttafræðingur, skrifar (tilvitnun í heimildaskrá, 2. bindi, bls. 1046): „... þegar plága gengur í mannabyggð virðist lftill vafi á að Pulex irritans [mannaflóin] geti borið hana milli manna.“ ’Fræðiheiti brúnrottunnar, Kattus norvegicus, norsk rotta, bendir til þess að hún hafi verið óþekkt eða fágæt i heima- landi Linnés, Sviþjóð, á fyrri hluta átjándu aldar, þegar hann var að velja tegundunum nöfn. Ég starði á hana með opinn munn og hristi hausinn. Eftir þetta var ég orðin vön því að vera sífellt að týna henni og var því hætt að kippa mér upp við það. Svona gekk þetta öll menntaskólaárin. Eftir stúdentsprófin fórum við í stúdentaferðalag til Acapulco í Mexíkó. Það var yndislegur tími en þegar tvær vikur voru liðnar af fríinu breyttist skyndilega allt. Við fórum á ball þetta kvöld eins og svo oft áður. Ég sá vinkonu mína vera að tala við ungan Bandaríkjamann sem ég vissi að gisti á sama hóteli og við. Hananú, hugsaði ég og veifaði þeim. Vinkona mín vinkaði mér á móti og sagði eitthvað á táknmáli sem við vorum vanar að nota þegar við vorum yngri en ég var löngu búin að gleyma. Þetta var það síðasta sem ég sá af vinkonu minni þetta kvöld. Það síðasta sem ég sá af vinkonu minni í tólf ár. Ég hrökk upp úr hugsunum mínum þegar ég heyrði fótatak nálgast. Ég leit upp og fyrir framan mig stóð hávaxinn, dökkhærð- ur maður. Þegar ég leit í augun þans sá ég að þau voru villt og ég varð skyndilega lömuð af hræðslu. Voru þetta ekki sömu augun og höfðu horft svo kindarlega á vin- konu mína þegar hún vinkaði mér bless í Acapulco fyrir tólf árum? Alexander kreisti höndina á pabba sínum. Hann grét ekki en samt hafði honum aldrei á ævinni liðið verr. Hann horfði á hvítu kist- una hverfa lengra og lengra niður í jörðina og sá prestinn kasta mold yfir og segja eitt- hvað á íslensku sem Alexander skildi ekki. Hann leit á fólkið í kringum sig. Hann þekkti það ekki. Hann þekkti ekki einu sinni ömmu sína og afa sem stóðu þarna beint á móti honum. Við hliðina á þeim stóð pabbi hans. Hann leit nákvæmlega út eins og hann sjglfur, bara stærri. Þá áttaði Alexand- er sig á því að maðurinn sem hann hélt í höndina á og kallaði pabba var ekki pabbi hans. Hann hafði alltaf vitað það en það var bara svo auðvelt að gleyma því heima í Frakklandi. Alexander sleit sig lausan og hljóp í burtu. Hann hljóp eins hratt og hann gat eitthvað út í buskann. Loks gat hann ekki meir og settist á kirkjutröppurnar og grét og grét. Hann var einn í heiminum. Alexander fann að einhver tók utan um hann og leit upp. Við hliðina á honum sat maðurinn sem hann óskaði að væri pabbi hans. Alexander reyndi að slíta sig lausan en var haldið fast. „Farðu. Þú ert ekki pabbi minn.“ Hann fann að takið utan um hann losnaði og leit upp. Hann sá glitra á tár í augunum á manninum sem hann hafði alltaf Iitið svo upp til og fundist svo stór og sterkur. Maður- inn sem hræddist ekki neitt. „Þú ert það eina semég á, eftir að mamma þín dó,“ heyrði Alexander hann segja. „Við verðum að standa saman. Ég vil ekki missa þig líka.“ Alexander var hálfundrandi. „Viltu þá samt vera pabbi minn þó mamma sé dáin?“ „Auðvitað litli púkinn minn. Lífið heldur áfram þótt öllu hafi verið kippt undan okk- ur. Stundum virðist lífið vera tilgangslaust og óskiljanlegt. Við megum ekki svíkja hvorn annan og gefast upp. Ef við pössum upp á hvorn annan þá bjargast þetta.“ Alexander læddi lófanum í höndina á pabba sínum. Þeir sátu þöglir á kirkjutröpp- unum hvor með sínar hugsanir. Þá sagði sá litli skyndilega: „Pabbi, hvaða kona er þetta sem er að koma hingað?" „Þetta var vinkona mömmu þinnar Alex- ander minn.“ „En ég þekki hana ekki.“ „Nei, það er ekki von. Þetta er konan sem hvarf." ’Sagnir eru af því að her kiptsjaka (mongóia og Tyrkja) hafi varpað pestardauðum líkum inn í víggirta borg Genúu- manna á Krímskaga árið 1347 og komið með þvi af stað plágufaraldri sem síðan hafa orðið upphaf plágunnar miklu i Evrópu. Ef þetta á við rök að styðjast er það fyrsta dæmi í sögunni um sýklahernað og rennir einnig stoðum undir skýringu Jóns Steffensens á eðli plágunnar á íslandi. Heimildir: Albert Camus, La Peste, 1947 (íslensk þýðing, Phígnn, 1952). A.B. Christie, Infectious Diseases: Epidemiology and Clinical Practice. Churcill Liv- ingstone. Edinburg, London, Melbourne & New York 1987. Guðni Jónsson (ritstj.), Annálar og nalhnskrár. íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík 1953. Jón Steffensen, Menning og meinsemdir. Söguféiag, Reykjavík 1974. Colin McEvedy, The Bubonic Plague. Scientific American, febr. 1988. Sigurjón Jónsson, Sjúkdómar og sóttarfar á ís- landi 1400-1800. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1944. Robert M. Swenson, Plagues, History and AIDS. Dialogue, 83, 1/1989. Þorkell Johannesson, Plágan mikla 1402-1404. Skímir 1928. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Hamrahlíð. EGGERT LAXDAL Fegurð lífsins Voríð kom, með sól. Syanurínn er á leiðinni. Vötnin bíða hans, eins og börn, eftir kæru leikfangi. Heiðarnar eru hallir hans, þar sem hann getur sungið, um fegurð lífsins. Beinagrind Lífið, er eins og beinagrind, til einskis nýt, ef holdið vantar. Skröltandi, æðir hún um göturnar, í leit að takmarki, en finnur það ekki. Þannig er sáiin, án anda Krists. Höfundur býr í Hveragerði. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Fatafella Þjóðhátíðarljóð Fjallkonunnar Fjallkonan fríða, fatafellan væna, hátt upp til hlíða hvergi sér í græna bót á blásnum urðum, berjalyng né runna. Allir þér unna. Sauðir sjálfala svíða þínar lendur. Blásnum á bala björkin visnuð stendur. Glatast kjóllinn græni, glæðist fok í hæðum. Kastar hún klæðum. Torfærutröllin töffarana kæta, flengjast um fjöllin festast, spóla, tæta. Skreið í brekku skriða, skolar mold úr götum. Fækkar hún fötum. Djúpum í dali dökkar moldir rjúka, rofbarð og bali burt í mekki fjúka. Gisna gróðurslæðu grímmur vindur sverfur. Hnjáskjólið hverfur. Ástkonan kvalda, kærast manið Ijósa, um aldir alda íslendingar hrósa fegurð þinna forma, fýsir þig að hljóta nakta - og njóta. Höfundur er fyrrum skólastjóri og fræðslustjóri. INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Nr. 10 Einu sinni velti ég því fyrír mér hvað... ef ég ætti heima í kúlu úr sterku gleri sem þyldi kjarnorkusprengingar og eldsloga og inni í henni væru hitabeltisskógar, eyðimerkur og AlpafjöU allt ræktad og fínt hvað myndi ég gera ef heimurinn færist og fólkið þyrptist að læstum dyrum glerkúlunnar til að biðja um inngöngu og ég sæi örvæntingu þess, blóðug andlitin vitfirringuna í augunum gæti ég opnað dyrnar oghleypt þeim inn (Þá væri ég ekki lengur ein) myndu þau ekki eyðileggja garðinn minn, traðka á jurtunum og henda sígarettustubbum á gangstigana myndu þau ekki ryðjast inn íkúluna eins og skynlaus múgur og sprengja hana ... þá værum við öll dauð hvert og eitt einasta og allt mitt væri orðið að engu En nú sé ég að kúlan mín er ekki paradís hún erfull afillgresi og undarlegum jurtum sem allar verður að taka upp með rótum á meðan hlúð er að hinu sem fallegt er og líklegt er til að bera ávöxt með tímanum Og nú sé ég að hún er ekki skotheld fyrir hörmungum eða tilfmningum fólk gengur um garðinn minn eins og skuggar ég get ekki meinað því inngöngu hvernig sem ég reyni svo ég opna fyrirþvíá ólíkum tímum sýni þvi rósagarðinn og tijálundina jafnvel eyðimörkina er ekki hrædd við eyðileggingu skammast mín ekki fyrirfen ogmýrar en byggi brýr yfir þær svo sem flestir geti gengið glaðir um garðinn minn Höfundur er bókasafnsvörður og nemi í Háskóla Islands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNÍ 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.