Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Side 11
Toyota Land Cruiser jeppinn erglæsilegur á að líta. Toyota Land Cruiser: Jeppi með fólksbflaþægindi Tveir góðir dísiljeppar írá Toyota og Nissan. Þeir eru skemmtilega ólíkir enda lagðar misjafhar áherslur. Nýr Toyota Land Cruiser jeppi hefur að undanf- örnu verið kynntur af Toyota-umboðinu P. Samúelssyni. Land Cruiser er í flokki stórra jeppa og hefur nú skipað sér í flokk lúxusjeppa því hér er tjaldað því sem til er og ekkert sparað til að framleiða glæsilegan bíl. Fjárfestingin er eftir því - kringum 3,7 milljónir króna. Glæsileikinn nær þó ekki út yfir notagildið og traustið - Land Cruiser virðist ennþá hafa til að bera þann styrk og áreiðanleika sem hann hefur státað af gegnum árin. Meðal helstu breytinga sem gerðar hafa verið má nefna að nú er komin gormafjöðrun í stað blaðfjaðra, hann er nú sídrifinn og með læsingum í millikassa og báðum hásingum og nýrri 4,2 1 dísilvél með forþjöppu. Land Cruiser er einn þeirra jeppa af stærri gerðinni sem við kynnum í dag í þessari jeppasyrpu. Hinn nýi Land Cruiser virðist örlítið minni en fyrirrennari hans en hann er þó í raun bæði stærri og lengri. Eins og títt er um nýja fólksbíla hafa hönnuðir valið honum mjúkar línur og þess vegna virðist hann ef til vill hafa skroppið saman. Er hann líkari Toyota 4Runner eða Foringjanum eins og hann hefur verið kallaður hér heldur en eldri Land Cruiser bróður sínum. Sterklegur Stuðarar bílsins eru sterklegir og á fram- endanum eru aðalljósin mest áberandi og ná þau út á framhornin. Grillið er nokkuð nett milli aðalljósanna. Varla er hægt að hanna jeppa á mjög mismunandi vegu og má segja að útlit Land Cruiser sé nokkuð hefðbundið en með litaskiptingu á hliðum, stórum brettaköntun og gangbretti er settur ákveðinn svipur á bílinn og má segja að með þessum atriðum fari hver framleiðandi sínar leiðir. Ekki væsir um farþega eða ökumann þeirra í Land Cruiser. Útgáfan sem hér er kynnt er 7 sæta. Framstólar eru ágætlega stífir og halda mönnum mjög föstum í sessi. Ökumannssæti má stilla að sjálfsögðu, færa það fram og aftur og stilla halla á baki en auk þess er halli á setu breytilegur, stuðn- ingur við mjóbakið einnig, hliðarstuðningur við bakið og hæð á höfuðpúða. Farþegi í framsæti verður að láta sér nægja hinar hefðbundnu stillingar. Vel fer einnig um farþega í aftursæti eða öllu heldur miðsæti þar sem þrír geta setið og aftast er sæti fyrir tvo. Þar myndi fullvaxið fólk fljótt stirðna á langferð og því vart ráðlegt að búast við að menn uni sér þar nema á styttri leiðum. Þessi öftustu sæti er auðvelt að leggja saman og upp til hliðar og er þá komið ákjósanlegt og rúmgott farangurs- rými. Mörg handföng Það sem einkennir bílinn að innan er fjöldi handfanga sem hvarvetna má grípa í sér til stuðnings. Er þægilegt að halda í þau þegar ekið er í veltingi og geta allir farþeg- ar þannig gripið í sitt handfang nema miðju- maðurinn í miðsætinu. Hann verður bara að fá stuðning af samferðarmönnum sínum. Þá er bíllinn einnig vel búinn af hólfum og vösum. Allt umhverfi ökumanns er mjög vold- ugt. Hann situr í skemmtilegu umhverfí við gott mælaborð, hefur góða yfirsýn og þægi- leg tök á öllum stjórntækjum. Stór stokkur er milli framsæta þar sem er meðal annars nóg rými fyrir farsíma. Mælar sýna allar venjulegar upplýsingar og eru greinargóðir. Útsýni er gott eins og jafnan úr bíl þar sem menn sitja hátt en öftustu sætin trufla út- sýni afturábak þegar þau liggja upp að hiið- argluggum. Aftari hliðargluggar eru opnan- legir þannig að þeim er rennt tii hliðar. Ein aðalbreytingin í hinum nýja Land Cruiser er drifíð. Jeppinn er nú með sítengdu aldrifí og eru læsingar í millikassa og báðum hásingum. Með rafstýringu er hægt að læsa því 100%. Dísilvélin er 4,2 lítra með for- þjöppu, sex strokka og 130 hestöfl. Meðal nýjunga þar má nefna tveggja þrepa spíssa sem gefa jafnari innsprautun á lágum snún- ingi og dregur það úr hávaða vélarinnar í hægum gangi. Má reyndar segja að Land Cruiser sé hljóðlátur af dísilbíl að vera hvort sem menn eru inni eða utan við bílinn. Rafkerfi er 12 og 24 volt og er aflmeiri geymirinn notaður við gangsetningu en hinn annast allt annað. Með því verður gangsetn- ingin mun hraðari og ekki kemur til þess að doka þurfi við - jafnvel ekki í miklum kulda. Toyota Land Cruiser vegur rúmt 2,1 tonn. Bíllinn er 4,78 m langur, 1,83 m að breidd og hæð hans er 1,87 m. Sporvídd að fram- an er 1,535 og að aftan 1,54 m. Hæð und- ir lægsta punkt er 19,5 cm, eldsneytistank- ur tekur 95 lítra og hefur bíllinn eftirtalinn búnað: Diskahemla að framan og aftan, öryggisbelti fyrir alla farþega, rafknúnar speglastillingar og rúðuvindur, svo og loft- netið og útvarpi og segulbandi fylgja 5 Að innan er Land Cruiser allur hinn vandaðasti og þar væsir hvorki um ökumann né farþega. hátalarar. Hiti er í framsætum, litað gler, klukka og þjófavörn. Verðið á Land Cruiser með þessum búnaði er 3,7 milljónir króna. Það er allnokkur fjárfesting en hér fá menn líka talsvert fýrir þetta verð. Fyrir utan það sem þegar hefur verið lýst verður nú getið um eitt og annað varðandi sjálfan aksturinn. Afl og mýkt Það er traustvekjandi að setjast undir stýri. Hér hefur ökumaður verklegt tæki í höndum og verður ekki fyrir vonbrigðum. Bíllinn er búinn öllum þægindum sem hugs- ast getur og það er auðvelt að aka honum þótt stór sé. Vökvastýri, sjálfskipting og góður aðbúnaður leggjast á eitt í því efni og orkan er næg til að knýja bílinn rösklega af stað. Vélin malar líka þægilega þegar bíllinn er settur í bratta brekku og látinn þumlungast yfír torfæru. Gormafjöðrunin gerir bílinn mjúkan við þessar aðstæður og sem fyrr segir verða menn ekki varir við hávaða frá vél hvort sem látið er reyna á kraftinn eða hraðann. Ekki var unnt að reyna þannig á drif eða hæfni bílsins að hægt sé að lýsa dugnaði hans við erfiðar aðstæður en ljóst er að aflið er nægilegt og drifið nógu lágt til að knýja hann upp bratta, yfir ár eða skafla. Toyota Land Crpiser er ótvírætt jeppi og búinn öllum kostum sem jeppar þurfa að hafa en þar fyrir utan er hann hlaðinn ýmsum fleiri kostum og gæðum sem gera hann að lúxusbíl með þægindum fólksbfls. í borgarumferð er hann auðveldur og lipur í akstri, á sléttri hraðbraut getur hann skil- að farmi sínum hraðar yfír en umferðarlög leyfa og á venjulegum íslenskum malarvegi nýtur sín mjúk gormafjöðrunin. Allt þetta býður Land Cruiser fyrir 3,7 milljónir króna. Samspil áhuga og Qárhags í fyrstunni pantaði umboðið 7 bíla og seldust þeir allir svo að segja strax og nú eru fleiri á leiðinni. Land Cruiser sómir sér vel í flokki lúxusjeppa en það er sjálfsagt eins og við önnur bflakaup að hér verða menn að staldra við og láta samspil áhuga síns og fjárhags ráða kaupunum. Hér hafa verið kynntir nokkrir jeppakostir sem von- andi hefur orðið einhver leiðbeining. jt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNÍ 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.