Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 12
4 Jeppar
1990
Nissan Patrol:
Nissan Patrol jeppinn er
í flokki þeirra stóru og
hefur hann tekið nokkr-
um breytingum með
síðustu árgerðum. Þar
má nefna nýja 2,8 lítra
dísilvél með forþjöppu
og hann er nú kominn
á gormafjaðrir í stað blaðfjaðra áður og
má segja að sú sé þróunin hjá mörgum
jeppaframleiðendum sem bjóða jeppa sem
ætlaðir eru líka til notkunar í borgum. Þá
hefur meira verið lagt í innréttingu og
ýmsan búnað en þó farið varlega í það að
gera úr honum lúxusjeppa. Patrol er ennþá
jeppi, hann er með sætum fyrir sjö manns
og kostar um það bil 2,7 milljónir króna.
Hann er sterklegur og þannig byggður að
hann er traustvekjandi og auk þess má á
einfaldan hátt hækka hann og gera ýmsar
breytingar ef jeppamenn telja sig þurfa eitt-
hvað meira en hann býður upp á eins og
hann kemur til landsins. Nissan Patrol er
einn kosturinn sem skoðaður er í dag.
Ingvar Helgason hf. við Sævarhöfða í
Reykjavík hefur umboð fyrir bíla frá Nissan
eins og kunnugt er. Patrol hefur verið boð-
inn í tveimur lengdum og í dag skoðum við
lengri gerðina sem er 4,81 m langur. Styttri
gerðin, Patrol Hardtop, er 4,24 m að lengd.
Sem fyrr segir er Patrol sterklegur jeppi
að sjá. Úlitið hefur breyst örlítið frá fyrri
árgerð. Hjólaskálar eru vel víðar og stórir
brettakantar umlykja þær. Þolir hann því
vel allstóra barða. Patrol er mitt á milli
þess að vera kantaður og með mjúkar línur.
Það er eins og hann sé í slípun og þróun
án þess að hann sé skyndilega gerður að
straumlínulöguðum hraðakstursbíl.
Er ennþá jeppi
Grillið og framljósin enj í einum ramma
og stefnu- og stöðuljós ná út á framhornin.
Stuðarar falla ekki alveg að yfirbygging-
unni. Gluggar eru stórir, hliðarspeglar eru
einnig stórir, hálfgerðir vörubílaspeglar og
litur skiptist rétt neðan við glugga. Eru til
ýmsar útgáfur í þessum tvískipta lit. Vara-
hjól hangir á afturhurð en hún er tvískipt
og opnast til hliðar. Vinstri hurðin er mjó
en sú hægra mégin breiðari og á henni
hangir varahjólið.
Blaðíjaðrir hafa nú vikið fyrir gormafjöð-
rum. Patrol er á heilum hásingum og þrátt
fyrir gormana verður ekki sagt að fjöðrunin
sé mjúk. En hér sameinast kannski bestu
kostir bílsins. Gormarnir gera hann þó eins
mjúkan og frekast er hægt en með heilum
hásingum er hann ennþá jeppi. Sumir kaup-
endur Patrol vilja fá hann enn hærri og
hafa því sett klossa undir gormana. Hækk-
ar hann við það um tvo þumlunga og hækka
má hann um tvo til viðbótar með því að
Fjölhæfur
Hiklaust má segja að Patrol sé fjölhæfur
jeppi. Hann er stór og rúmgóður, kraftmik-
ill og traustur og hann er þægilegur í með-
förum. Jeppaeinkennin halda sér þrátt fyrir
að ýmisleg fólksbílaþægindi sé að finna í
bílnum og þess vegna má kannski segja að
Patrol sé fremur bíll fyrir jeppamenn og
ferðalanga en þá sem vilja jeppa til borga-
raksturs. Fyrir 2,7 milljónir króna fá menn
því góðan grip fyrir fjárfestingu sína.
jt
Afturhurðin opnast til hliðanna. Farangursrýmið er rúmgott.
hækka hann á grindinni. Kosta þessar að-
gerðir kringum eitt hundrað þúsund krón-
ur. Er þá hægt að setja undir hann allstóra
hjólbarða.
Nissan Patrol er búinn 2,8 lítra dísilvél
með forþjöppu. Skilar hún 115 hestöflum -
með öðrum orðum nægri orku til að knýja
þennan tæplega tveggja tonna bíl rösklega
af stað með fimm gíra beinskiptingu. Heild-
arþyngdin er 2,7 tonn. Innrétting er vel og
smekklega úr garði gerð. Reyndar eru tvær
gerðir hennar í boði og sú dýrari kölluð
hágæða innrétting. Er hún með öðru áklæði
á sætum, hæðar- og hallamælum og raf-
magni í hliðarspeglum og kostar um 80
þúsund krónum meira. Sæti eru fyrir sjö
manns. Framstólar eru góðir og sömuleiðis
fer þokkalega vel um þijá í miðsætinu.
Tveggja manna bekkur er aftast og er hann
ekki ætlaður stórvöxnu fólki. Einfalt er að
leggja fram aftasta bekkinn og yfrið nóg
rými fyrir farangur. Sjái menn ekki fram á
að nota aftasta sætið er næsta einföld að-
gerð að skrúfa það úr. Oryggisbelti eru í
öllum sætum.
Driflæsing
Mælaborð er eins og hliðarspeglamir -
minnir nokkuð á vörubíl. Hraða- og snún-
ingshraðamælar eru í stokki fram af stýrinu
ásamt með olíu- og hitamælum og viðvö-
runarljósum. Stokkur til hliðar hefur að
geyma miðstöðvarrofa og stillingar, vindl-
ingakveikjara, rofa fyrir driflæsingu og
blikkljós og nægilegt iými er til að koma
fyrir útvarpi. Gírstöng er ágætlega staðsett
en mætti e.t.v. vera örfáum sentimetrum
lengri. Við hlið hennar er stöng til að skipta
milli drifa. Skipta má í aldrif á nokkurri
ferð, þó ekki yfir 40 km og með rofa í
mælaborðinu er hægt að læsa drifi 100%.
Ökumaður sem og reyndar aðrir í Pat-
rol, sitja hátt og sjá vel út. Er ökumaður
auk þess fljótur að átta sig á stærð bílsins,
framhomum og breidd en það tekur helst
tíma að átta sig vel á lengd þegar bakkað
er. Einnig þurfti nokkrar krappar beygjur
til að átta sig almennilega á stýrinu. En
-&ð þessu frátöldu er ökumaður fljótur að
ná tökum á bílnum og hann er auðveldur í
meðfömm.
Góð vinnsla
Kraftur og vinnsla eru með ágætum.
Þegar aka á rösklega af stað er eins og
örlítið þurfi að bíða áður en viðbragðið kem-
ur að fullu þegar forþjappann er komin í
gagnið. Þá er hann líka röskur. Vinnsla er
líka góð þegar ekið er á 70 til 80 km hraða
og þarf naumast að skipta úr 4. eða 5. gír
á vegunum til nágrannabæja höfuðborgar-
innar á þeirri ferð. Hámarkshraði er uppgef-
inn 150 km á klukkustund og má segja að
sú tala skipti engu máli í þessu sambandi.
Hún kæmi sér kannski vel í ,sjúkraflutning-
um eða öðmm neyðartilvikum en Patrol er
fyrst og fremst jeppi og ferðabíll en ekki
hraðakstursbíll.
Fjöðrun er hæfilega mjúk og með ágætum
sætum má segja að bfllinn fari vel með far-
þega sína á ójöfnum vegum eða vegleysum.
Við akstur á venjulegum þjóðvegi sem
reyndar var ekki mikill í þessu tilviki virðist
hann taka holur og þvottabretti vel þótt
aðeins séu tveir eða þrír í bílnum. Gripið
verður að sjálfsögðu enn meira með aldrif-
inu en það er langt frá því að vera nauðsyn-
legt til að fá fram góða aksturseiginleika á
malarvegum. Vélin er hljóðlát og er því
Qarri því að vera til ama þótt reynt sé á
hana. Stýri er létt og meðfærilegt og sama
er að segja um hemla og kúplingu. Segja
má hins vegar að olíugjöfin mætti vera
stífari.
Ökumaður situr
hátt og nær vel til
allra átta til að
hafa góða stjóm á
Patrol.
Rúmgóður og
kraftmikill jeppi
12