Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Side 16
X
. >
*?
-
Landsbyggðin á línunni:
V c stmannaeyj ar
— Kaprí norðursins
„Nýi báturinn siglir inn í alla hella og eltir uppi háhyrn-
inga,“ segir Páll Helgason í Vestmannaeyjum
Góð aðstaða er til skoðunar bæði uppi á þilfari og neðan þilja
— og útsýnið er stórbrotið!
Það er fallegt að horfa
yfir Vestmannaeyjar í
góðu skyggni.
Förum við ekki oft langt yfir
skammt, í leit okkar að náttúru-
vættum og sérkennilegri fegurð
á ferðalögum? ÖruggJega hafa
flest okkar heyrt talað um Bláa
hellinn á Kaprí, en hve margir
kannast við svipaðan helli, rétt
við túnfótinn hjá okkur — Kaf-
hellinn í Vestmannaeyjum? Og
nú eru ekki vandræði með að
skoða Kafhelli og öll „Fjósin“ í
Stórhöfða! Páll Helgason er bú-
inn að fá nýjan hraðbát til að
sigla með ferðamenn.
„Nú er öll sjóveiki úr sögunni,
segir Páll; — konur geta gengið
um borð með „túberað" hár og í
háum hælum — og lyft kokkteil-
glasi fyrir litadýrð í Kafhelli og í
Fjósum! Sjóferðin tekur nú um 1
'A tíma — fer eftir því hvað við
eltum marga háhyminga! Ég var
yfir 2 '/2 tíma að sigla sömu leið á
gamla Vini og þá þurftu farþegar
að búa sig vel fyrir opna bátsferð
— en nú eru regngallar dottnir út!
Menn brostu í kampinn, þegar
ég kynnti bátinn á ferðakaupstefnu
í Laugardalshöll í haust. Enginn
trúði því, að hann yrði tilbúinn fyr-
ir sumarið! En ég tók við PH Vik-
ing í Hafnarfjarðarhöfn 10. apríl,
kl. 2 e.h. — afhendingin stóðst upp
á mínútu! íslendingar geta staðið
við sitt! Síðan hafa 3.000 manns
siglt með honum. Þessi fullkomni
bátur gjörbreytir allri aðstöðu til
að skoða Eyjarnar.
Á þessum árstíma iða björgin
af fugli og maður getur jafnvel
snert hreiðrin, þegar siglt er í hálfs
metra fjarlægð!"
— Styggjast fuglamir ekki af
hreiðmm, þegar komið er svona
fast upp að þeim?
„Nei, þeir em farnir að þekkja
bátinn og sitja sem fastast. Mér
finnst mjög heillandi að sigla með
fólk inn í Fjósin til að sýna fugla-
björgin og litadýrðina. Margir
standa alveg agndofa og hafa ekki
rænu á að taka upp myndavél!"
— Af hveiju heita hellamir í
Stórhöfða Fjós?
„Á heitum sumardögum lokast
fugladritið þar inni' og orsakar
mikla fýlu.“
— En af hveiju Kafhellir?
„Kafhellir er í eyjunni Hænu,
sem er 78 metra há. I vonda veðr-
inu í vetur gekk sjór svo yfír eyj-
una, að allur gróður er horfinn.
Kómantísk kvöldkyrra í Fjósunum.
Golfvellir gerast óviða myndrænni!
vera þessi Grafið eftir rúgbrauðsdunkum í heitu
hrauni.
Hvaðan úr heiminum skyldi hún
í fanginu á Páli?
Kafhellir fer líka á kaf í miklu brimi
og stórviðmm. Fólk sem sér hellinn
er furðu lostið, að þetta skuli geta
gerst! Aðkoman að hellinum er
mjög myndræn, þegar hinn geysi-
stóri og mikli hellismunni opnast
inni í eyjunni. Guðni Þórðarson
(oftast kenndur við Sunnu) líkti
Kafhelli við Bláa hellinn á Kaprí
vegna litadýrðar — og sagði að
Vestmannaeyjar væm „Kaprí norð-
ursins"! Og marga ferðamenn
dreymir um að heimsækja Vest-
mannaeyjar, þó þær séu ekki eins
þekktar og Kaprí.
Fólki finnst líka gaman að eltast
við háhymingana, sem þekkja okk-
ur og hafa gáman af að sniglast í
kringum bátinn — elta okkur síðan
með sporðaköstum! Háhyrningar
em tignarleg dýr, sem halda sig í
hópum, kannski 20-30 saman.
Ferðir í kvöldkyrru eru líka vinsæl-
ar fyrir hópa, sem vilja gera sér
glaðan dag. Þá býð ég upp á kokk-
teil og snittur.
Við tökum á móti ferðamönnum
kl. 8 að morgni úti á flugvelli og
fömm beint í skoðunarferð um
hraunið og höfnina. Síðan bátsferð,
þar sem við segjum frá sögu eyj-
anna, mannlífi og gosinu. Eftir
bátsferð er vel við hæfi að horfa á
myndina „Reginsund", sem sýnd
er daglega. í henni leikur Guðlaug-
ur Friðþórsson sjálfan sig í sundaf-
reki sínu — að synda 5 ‘A km í
ísköldum sjó og ganga berfættur
yfir hvassar hraunnibbur! Byggða-
safn og náttúrugripasafn, golfvöll-
ur og sundlaug draga til sín. Og
við Vestmanneyingar emm fúsir
að kenna öllum að spranga.
Sprangan hangir uppi fyrir hvern
og einn til að reyna sig.
Allar ferðaskrifstofur selja ferðir
hingað og sumarið lítur vel út. í
maí hefur verið óhemju mikið af
skólakrökkum hér, sem er sérstök
ánægja að taka á móti, en fram-
koma þeirra er til fyrirmyndar.
Eina vikuna gistu daglega 35-40
manns heima hjá mér — annars
staðar var fullt! Kvenfélög fjöl-
menna líka hingað. Ég hef örugg-
lega lést um 1 '/2 kg á hlaupum
með Kvenfélagi Seltjarnarness —
þær voru svo léttar á sér!
í Vestmannaeyjum em yfir 100
gistirám. Hótel eru Ileimir, Gest-
gjafinn og Þórshamar. Skátar reka
farfuglaheimili. Gistiheimilið Hvíld
selur heimagistingu kr. 1.500. Og
gott tjaldsvæði í Heijólfsdal. Skoð-
unarferð með Páli kr. 1.200. Páll
býður pakkaferðir, sem kosta með
svefnpokagistingu: kr. 6.700 —
með uppbúnu rúmi: kr. 8.600. í
þeim er innifalið: akstur til og frá
skipi eða flugvél; gisting í 2 næt-
ur; 2 morgunverðir; 2 kvöldverðir;
skoðunarferð um land og sjó; að-
gangur í náttúmgripasafn. Veit-
ingahús em þijú: Skútinn er
nýtísku veitingastaður, Muninn
aðeins minni og Bjössabar meira
með smárétti. Með Heijólfi fram
og til baka kr. 2.300 og flugfar
báðar leiðir kr. 6.910.
Oddný Sv. Björgvins
16