Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 3
F N I T-FgRáHf H ® ® 0 [oj Ln| |b1 B |a| [p| [g [1]® (s) Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsídan Lúpínan er bæði fallegur og gagnlegur landnemi í íslenzka gróðurríkinu. Hún breytir móum og moldarflögum i blátt blómskrúð svo unun er að sjá. Myndirnar á forsíðunni eru teknar við túnfót Reykjavíkur nú í vor. Þar er nóg um móa og mela, sem eru lítið augnayndi. Efri myndin er af lúpínu, sem vex nánast uppúr grjótinu á golfvellin- um í Grafarholti, en í baksýn er Grafarvogshverf- ið. Neðri myndin er tekin á miðnætti eftir lengsta dag ársins, 21. júní og sýnir hún lúpínubreiður við Elliðavatn. Ljósm.Lesbók/GS. Palestínumenn eru oft í fréttum vegna átaka við ísraelsmenn á Vesturbakkanum, en þessar fréttir segja annars næsta fátt af hrikalegri kúgun og óréttlæti, sem Gyðingar beita þá þjóð sem fyrir var í landinu. Séra Rögnvaldur Finnbogason fór til Palestínu í vor; ræddi við fóik og sá með eigin augum hvern- ig það er „að vera Palestínumaður í eigin landi“. Golfvellir í Suður Englandi bjóða uppá tilbreytingu frá því sem við eigum að venjast, ekki sízt skógana og lognið, sem þeim fylgir. Fyrir nokkru var fjallað um ferðamannastaðinn Bournemouth ogþá lofað lýsingu á golfvöllunum þar. Nú kemur sú grein og kylfmgum sem fara á þessar slóðir í sumarleyf- inu, er bent á að að taka kylfurnar með. Francis Bacon er að margra áliti áhrifamesti myndlistarmaður núlifandi, þótt þau áhrif séu farin að dvína. Mynd- efni Bacons er maðurinn, einstaklingurinn í allri sinni nekt, sem hann stílfærir á sinn hátt. Af því hafa margir hrifizt ákaflega, en aðrir sjá ekki annað en hrylling og ógeð í myndum hans. Nú er Bacon áttræður af því tilefni er lítillega fjallað um hann. WILLIAM HEINESEN Myrkrið talar við blómarunna Þorgeir Þorgeirsson þýddi — Ég er myrkríð. Finnurðu ekki vanga minn við þinn? Finnurðu ekki svartan munn á rauðum vörum þínum? — Jú, þú ert myrkrið og þú skelfír mig. Þú ert nóttin og eilífðin. Ég fmn þinn kalda andardrátt. Þú ert dauðinn. Þú vilt að ég sölni. Ég sem vil lifa og fá að standa í blóma. — Ég er myrkríð. Ég elska þig. Ég vil að þú sölnir. ' Standir í blóma og sölnir. Sölnir og standir enn á ný í blóma. Ég er nóttin. Dauðinn. Eilífðin. Ég elska þig. Mér værí lokið stæðir ekki þú á þessari stund og biðir eftir mér í hverfuleikans háskalega blóma með hjúfur systkina í limi þínu og heita rauða kossa dýfst í svartri einsemd hjarta míns. William Heinesen er höfuðskáld Færeyinga á þessari öld. Vaxandi trúarofstæki og þjóðernishyggja Sagan endurtekur sig alltaf. Þetta er eitt harðasta lög- mál, sem mennsk kind býr við, en þrátt fyrir allar svo- kallaðar framfarir, virðist svo sem þetta lögmál sé enn í fullu gildí. Fyrr á öldum háðu menn trúarbragða- styijaldir, en stjórnmálaleg hugsjónakerfi eða ídeólógíur hafa skipt heiminum í and- stæðar fylkingar á þessari öld. Hagsmunir koma þar að sjálfsögðu við sögu, en að verulegu leyti hafa hin mannskæðu stríð snúizt um lífsviðhorf og pólitísk trúmál. Af öfgastefnum hefur kommúnisminn öðrum fremur verið rekinn á trúabragðagrundvelli. Hann átti enda að kom í stað guðstrúar og það að auki að bjarga „hinni kúguðu stétt.“ Stórvirkasti fjöldamorðingi sögunnar, Jósef Stalín, lét í nafni þessara trúarbragða skjóta 15-25 milljónir manna; menn vita ekki töluna nákvæmlega. Trúin á kommúnisma hefur umfram allt virkjað öfl eins og hatur, öfund og ótta, allt máttug öfl í mannssál- inni, en að öðru leyti missá Marx gamli sig á mannlegu eðli og því eru trúarbrögð hans sem rjúkandi rústir. Á þjóðemissósíalisma Hitlers og sósíalisma þeirra Marx og Lenins varð í raun lítill munur þegar til útfærslunn- ar kom. Þetta eru dýrkeyptustu pólitísku trúarbrögðin sem mannkynið hefur orðið að reyna. Þótt nú hafi breyting orðið á, hafa margs kyns hremmingar og mannfórnir af völdum kommúnismans víða um heim stafað mest af trúboðsáráttunni. Ásetningurinn var að breyta öllum heiminum. Sú árátta að verða að þvinga sinni trú uppá aðra, hefur verið ein mest plága mannkynsins um aldir. Því er vel, að kristnir menn eru nú að mestu leyti búnir að afskrifa þá hugmynd, að alls- konar frumstæðum þjóðum farnist svo bezt að þær verði kristnar. Og sem betur fer virðist kommatrúboð á heimsvísu hafa linast. í því felst þó nokkur von. En sagan hefur einhver ráð með að endur- taka sig. Og enn sem fyrr stafar heims- byggðinni hætta af trúboðsáráttu og rétt- trúnaðarstefnum ýmisskonar. Þessa ógn rétttrúnaðarins gerir séra Rögnvaldur Finn- bogason að umtalsefni í einkar fróðlegri grein um níðingsverk ísraela á Palestínu- aröbum í þessari Lesbók. Síðari hluti grein- ar hans birtist í næsta blaði. Fyrr í sumar voru birtar fréttir frá fyrstu frjálsu kosningunum í Alsír og kannski vöktu þær ekki mikla athygli hér. Þar var þó verið að segja frá uggvænlegum hlutum. Það voru nefnilega íslamskir bókstafstrúar- menn, sem þarna unnu stórsigur og kemur heim og saman við mikla sókn ofstækis- fullra bókstafstrúarmanna innan araba- heimsins, þar sem staða íslams er sterkust. í Algeirsborg ríkti herskár fögnuður; jafn- framt sá baráttufólk fyrir jafnrétti karla og kvenna, að nú væri þeirri baráttu lokið. Fransmenn urðu skelkaðir; ekki sízt vegna þess að múslímar hafa flutzt stríðum straumum til Frakklands frá Alsír og Ma- rokkó og öðrum Afríkulöndum, þar sem Frakkar áttu nýlendur og ítök. Nú er svo komið að þijár milljónir múslíma eru í Frakklandi, moskur spretta þar upp og múslímskir norðurafríkumenn byggja heilu hverfin í París. Þetta væri svo sem allt í himnalagi ef ekki stæði það í Kóraninum, að múslímum ber að turna öðrum til réttrar trúar. Engin trúarbrögð geta státað af annarri eins aukn- ingu á síðustu árum og engin önnur trúar- brögð krefjast eins skilyrðislausar hlíðni við bókstafinn. Jafnframt eru orð Kóransiris lög og öðrum lögum æðri. Samkvæmt rétttrún- aðinum eru allir menn sem aðhyllast önnur trúarbrögð „villutrúarhundar". Sú gamla aðferð, sem m.a. Khomeini notaði, hefur reynst áhrifarik; nefnilega sú að koma sér upp sameiginlegum óvini. Óvinur írana und- ir Khomeini var „ríki Satans“, Bandaríkin. Hvort svo er enn, er þó ekki víst. Risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, hafa nú næstum fallizt í faðma hjá því sem áður var. Ef harðlínumenn ná ekki að tefja framþróunina, gæti farið svo áður en þessi öld er öll, að bæði þessi risaveldi ásamt EB-löndunum yrðu friðsamleg heild með náið efnahagslegt samstarf. Svc gæti jafn- vel farið, að þau stæðu saman sem geysi- lega voldugt varnarbandalag. En það er afar skammsýnt að telja heimsfriðnum borg- ið með því. Fyrir aðeins þremur vikum voru menn farnir að tala um „frið á vorum tímum“ eins og Chamberlain eftir fundinn fræga með Hitler, og vakna svo upp við þann vonda draum, að einn ofstækisgikkur er á fáeinum dögum búinn að gerbreyta heimsástandinu til hins verra. Nú standa stríðstólin í viðbragðsstöðu og þótt menn telji yfirleitt ekki hættu á að þriðja heims- styijöldin bijótist út, eru slæmar efnahags- legar afleiðingar fyrirsjáanlegar, bæði hér og annarsstaðar. Von Saddams Husseins er ekki sízt fólg- in í trúarofstækinu; að honum takist að virkja almenning í arabalöndunum til sam- stöðu gegn „villutrúarhundum“ frá öðrum heimshlutum. Lausnin heitir „heilagt stríð“. Hvað sem kann að gerast við Persa- flóann, mun þriðja heiminum vaxa máttur. Færi svo með tíð og tíma, að arabalönd og önnur múhameðstrúarlönd næðu saman, þá gæti orðið „heilagt stríð“ gegn „villutrúar- hundum" í okkar heimshluta. A milli suðurs- ins og norðursins er mikið djúp staðfest. Vestrænar hugmyndir um lýðræði, meiri- hlutavald, minnihlutaréttindi og friðsamlega lausn deilumála, eru suðræna heiminum framandi, þar sem ríkir blóðug refsigleði samkvæmt lögum Kóransins. Vonandi tekst með sameiginlegu átaki margra þjóða að slá á útþenslustefnu Hus- seins og stilla til friðar við Persaflóann. Það væri út af fyrir sig afrek, sem bæri í sér von um friðvænlegri heim í bili. En í ljósi þess að sagan endurtekur sig alltaf, er af og frá að reikna með varanlegum heims- friði. Vaxandi þjóðernishyggja víða um heim ásamt rétttrúnaðarstefnum og trúarofstæki, leiða af sér svarnari óvini en ólík stjórnmála- kerfi og eru eins og tímasprengja. Fyrir engan málstað er mönnum eins ljúft að fórna lífi sínu eins og trúarsannfæringu. GÍSLI SIGURÐSSON SEBSEhSSSSSB LlSiðk MQiQUNBLABSINS 18 ÁGÚST 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.