Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 9
FERD4BIAÐ lesbókar 18 ÁGÚST 1990 Golfvellir mouth þessari stuttu samantekt verður getið um 6 golfvelli í Bournemouth og næsta nágrenni og er sú umsögn byggð á því, að undirritaður hefur leikið þá alla og suma margsinnis. Um fleiri er að Meðal þess sem dregur ferðamenn til Bournemouth eru nokkrir fagrir skógarvellir í íjölbreyttu landslagi, þar sem bæði reynir á högglengd og nákvæmni. sjálfsögðu að velja, en ég hef ekki háft tækifæri til að kynnast þeim og þar að auki má segja, að nóg sé að dreifa kröftunum á sex velli í sumarleyfinu. Sumir kjósa frekar að kynnast einum velli náið og þá með það fyrir augum að ná betri árangri. Sé dvalið í Bournemouth er nærtækast að leika á almenn- ingsvöllunum tveimur, sem eru inni í bænum: Queens Park og Meyrick Park. Sé farið út í Pool á Parkstone-völlinn, eða völlinn á Isle of Purbeck, ögn utar, er bæði hægt að taka taxa, eða aka sjálf- ur. Sé farið lengra, t.d. á Broad- stone og Ferndown, er betra að vera á bíl. Allsstaðar er hægt að fá kerrur á leigu, — þó voru þær ekki til á Meyrick Park í nægum mæli í vor — og ekki er víst um aðgang nema pantað sé fyrirfram, jafnvel nokkrum dögum áður. Bretar eru íhaldsamir um klæðnað og hafa mjög ákveðnar hugmyndir um, hvað teljist sæmilegt. Betra er til dæmis að girða ekki buxurn- ar niður í sokkana eins og við gerum hér stundum þegar blautt er á. Og þar eins og annarstaðar er bannað að leika ber; það þykir -líka ósæmilegt að vera ber niður að mitti. A þessum völlum tíðkast ekki golfbílar; menn ganga við golfleik í Bretlandi og yfirleitt leika þeir hraðar en við gerum. Yfirleitt eru sturtur í sambandi við búnings- herbergi, en vilji maður njóta veit- inga inni í klúbbhúsi, þarf helzt að hafa bindi. Rúllukragapeysa getur þó dugað, en með því skii- yrði að verið sé í jakka. í enskum klúbbhúsum tala menn saman hljóðlega. Hávaði og bægslagangur á íslenzka vísu er óþekktur þar. Vallargjöld hafa hækkað um alltað því helming á síðustu þrem- ur árunum og eru frá 8 pundum á ódýrum almenningsvöllum, uppí 20 pund á vel hirtum einkavöllum, én 25 pund um helgar. Þar fyrir ofan eru hinir og þessir frægðar- vellir svo sem St. Andrews og Turnberry norður i Skotlandi og Sunningdale við London, þar sem verðið er 35 pund. Hér á eftir verð- ur vikið að helztu golfvöllunum í og við Bournemouth. MeyrickPark Það er um 5 mínútna gangur á þennan völl úr miðbænum í Bournemouth og hann er um leið Frá Parkstone-vellinum í Bournemouth. Efst: Útsýni frá klúbbliúsinu, séð út eftir 1. brautinni. I miðju: A 3. braut, sem er par-5, verður helzt að slá af teig yfir Ijósgræna tréð á miðri mynd. Hér slær Sveinn Snorrason, en Tómas Árnason og Eiríkur Smith fylgjast með. Neðst: Slegið af 18. teig. opið útivistarsvæði. Kylfingar taka tillit til þeirra, sem þama eru á gangi, en yfirleitt er það fólk sem þekkir svo vel til gangsins í golf- leik, að það veldur engri truflun. Meyrick Park er ekki lángur völl- ur, 18 holur, 5.290 metrar, par 69 og SS er 69 einnig. En hann er lagður í fjölbreytt landslag og mjög víða er hann afar þröngur, því hér er að sjálfsögðu skógur. Fyrsta holan er par-3, um 180 metra löng og einhver erfiðasta byijunarhola, sem ég hef séð og kynnst á golfvelli. Þar er slegið yfir djúpa hvilft með háum skógi báðum megin, en flötin er lítil og sett á stall sem verður inn í hlíðina. Fæstir draga alia leið, en sé högg- ið of stutt og ekki beint, trillar bol'tinn til baka hiður í dalinn. Þriðja holan er mjög strembin par 4, þar sem upphafshöggið verður að vera langt og vel beint, því áframhaldið er geil inn í skóg- inn og kostar aukahögg, ef stað- setningin mistekst. Sú fjórða er einnig mjög krefjandi, par 3, 170 metrar og alger háski, ef boltinn geigar til hægri. Sú 8 er einnig vandasöm og nokkuð löng par 3 og á þeirri 9. verður að staðsetja upphafshöggið af nákvæmni, ella nær boltinn í harðan halla og hafn- ar inni í skógi. Annað höggið inná flötina þar er líka mjög nákvæmt. Sú 11. er örstutt par 4, en gerir kröfu um að maður geti slegið með vinstri sveigju, ella hrapar boltinn niður i farveg, þar sem að vísu má st.illa upp, en þaðan er afleitt að slá inná flötina. Sú 14. er par 5 eftir þröngum dal með þéttum skógi á báða vegu og má þar ekk- ert útaf bera. Sú 17. er einnig vandasöm, upphafshöggið blint og það er einnig svo á þeirri 18. Þetta er svo frábært golfvallarland, að það er í rauninni synd, að völlurinn skuli ekki hirtur eins og bezt verð- ur á kosið, en almenningsvellir eru oftast skör neðar að þessu leyti Klúbbhúsið ber þess og merki, að litlu sé til kostað. Bæði það og í og við Bourne- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18 ÁGÚST 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.