Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 6
 Rústir í Qumram, þar sem eitt sinn fundust fræg handrit. einnig tengst hópum gyðinga, sem vilja vinna með okkur að friði í landinu. Persónu- lega bind ég miklar vonir við þessa sam- vinnu milli gyðinga og palestínumanna, hvort sem þeir eru múslímar eða kristnir," segir Khalil. Af Sjónarhóli Khalils Mahshi „Hvað um afstöðu Norðurlanda?" spyr ég. Og Khalil svarar eitthvað á þessa leið: Þau eru mjög hliðholl ísrael og oft gætir fordóma í garð okkar Palestínumanna í við- horfuÉi þeirra. Þó er þetta að breytast. Við höfum tekið á móti sendinefndum frá Finn- landi og Svíþjóð og í Svíþjóð eru viðhorf manna óðum að breytast. Okkur hefur geng- ið verr að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi í Noregi. En hingað hafa á undanförn- um tveimur árum komið sendinefndir hátt- settra kirkjunnar manna frá Norðurlöndun- um og óhlutdrægni þessara manna hefur verið mjög uppörvandi. Við kristnir Pal- estínumenn vonumst til að þau sjónarmið fái hljómgrunn í kirkjum viðkomandi landa. Okkur finnst við ekki eiga margt sameig- inlegt með þeim kristnu gyðingum sem leggjast einvörðungu á sveif með ísraels- stjórn og vinna gegn sjálfstæðiskröfum okk- ar og frelsishugsjón. Við getum ekki átt við þá viðræður. Við eigum miklu betri sam- skipti við marga ísraelska gyðinga, sem styðja kannski ekki stofnun Palestinuríkis, en vilja þó koma af stað friðarviðræðum. Okkur finnst við standa nær þessum mönn- um, þótt við séum ekki alltaf sammála um lausn deilumálá okkar, heldur en kristnu gyðingunum sem tengjast hinu „kristna sendiráði" í Jerúsalem. Þetta er kirkjunnar mönnum hér í landi mikið áhyggjuefni. Mér finnst að kirkjan um allan heim ætti að styðja kristna menn í Palestínu, kristna araba í þessu landi. Þetta land er mjög mikilvægt fyrir heimstrúarbrögðin. þijú, kristindóm, íslam og gyðingdóm. En áhrif kristinna manna hér fara sífellt dvínandi og þeim fækkar stöðugt. Við kristnir menn vorum áður 6-7% af íbúum landsins, en nú fer okkur sífellt fækkandi. Ef áfram heldur sem horfír mun kristinna áhrifa sáralítið gæta hér í landi, hér í þessu landi þar sem vagga kristinnar trúar stend- ur, landi sem er kristnum mönnum öðrum löndum helgara. Eg vil þvf lýsa áhyggjum mínum, áhyggj- um hinna kristnu kirkjudeilda hér, af því- að við horíum upp á það hvernig kristnir menn flýja Palestínu. Þeir flytja héðan vegna þess að þeir óttast um líf sitt, þeir sjá ekki fram á að þeir hafi atvinnumögu- leika og þeir fá lítinn stuðning frá trúbræðr- um sínum erlendis. Gyðingar aftur á móti njóta stuðnings gyðinga alls staðar að úr heiminum og múslímar fá aðstoð frá araba- löndum og öðrum múslímum. Okkur finnst hið kristna samfélag hér ekki hljóta sama stuðning frá trúbræðrum okkar. Þetta dreg- ur úr okkur kjark og margir hyggja á brott- flutning héðan. Einkum þar sem áhrifa þröngsýnna bókstafstrúarmanna gætir æ meir, bæði meðal múslíma og gyðinga. Við vlljum ekki taka þátt í slíkri baráttu. Við erum kristið fólk og við reynum að láta ekki leiðast til ofbeldisverka. - Á þessa -leið fórust Khalil Mahshi skólameistara frá Ramalla orð er við hittumst á uppstigning- dag í höfuðstöðvum Rauða krossins í Jerú- salem. Friðarbarátta Eða FÚNDAMENTALISMI Styijaldartímar eru til alls annars fallnir en laða fram umburðarlyndi og sanna mennsku í samskiptum manna. A síðustu árum og áratugum hefur trúarlegum öfga- hópum vaxxið fiskur um hrygg um leið og ídeólógíur aldarinnar hafa verið að renna skeið sitt til enda eða opinbera gjaldþrot sitt. Fúndamentalismann - bókstafstrúna - má hiklaust nefna meðal þessara fyrirbæra, þar sem hún hefur haft geysileg áhrif á framvindu mála jafnt í hinum íslamska heimi með byltingu Khomenis í íran sem forseta- kosningum í USA, en það er kunnara en frá þurfi að greina að bæði Reagan og Bush hafa verið hafnir til valda með atkvæð- um þessara afla, hvort heldur þau ganga undir nöfnum eins og Moral Majority eða einhverjum öðrum. En hvernig mætti skýr- greina þetta fyrirbæri nánar, fúndamental- ismann sem ég kalla hér bókstafstrú? Fúndamentalisminn er orðinn alheims- vandi. . . í fúndamentalismanum leita menn innan allra trúarbragða andlegrar fótfestu, leita að einhveiju hellubjargi til að standa á, en hann byggist á ósagnfræðilegri og bókstaflegri túlkun á sögulegum og trúar- legum ritum, og þessi túlkun tekur ekkert tillit til þeirrar staðreyndar að reglur og ákvæði í helgiritum trúarbragðanna eru sprottin upp úr og tóku óhjákvæmilega mið af samfélagsháttum síns tíma og eiga því ekki ávallt við gjörbreyttar aðstæður nú- tímans. Hin gagnrýna rannsóknaraðferð sagn- fræðivísinda nútímans er einmitt erkióvinur allra bókstafstrúarmanna. Þar sjá þeir trú- leysi og fráhvarf, og þeir sem beita þessum vísindalegu aðferðum kallast fijálslyndir og eru fordæmdir. Um leið og við Khalil slítum tali okkar fer kliður um hópinn undir satún-tijánum, nýir suðningsmenn á ferð, sendinefnd ísra- elskra friðarsinna er komin á staðin. Ég hugleiði þau orð, sem ég las skömmu áður en ég lagði upp í þessa för, að þeir sem ekkert lærðu af sögunni væru jafnan dæmd- ir til að fremja þau hervirki á öðrum sem þeir sjálfir hefðu orðið að þola af hendi óvina sinna. Seinni hluti birtist í næstu Lesbók. Höfundur er prestur á Staðastað. Francis Bacon s Ekki er ég viss um að vegfarandinn á götunni í London, Reykjavík eða Buenos Aires viti um tilvist Francis Bacon; hvað þá að hann geti lýst myndum hans. Samt hygg ég, að meðal innvígðra í myndlistarheiminum, sé Bacon talin Maðurinn hefur lengst af verið yrkisefni þessa sérstæða og áhrifamikla málara. Bacon málar einangrað fólk, oft í einhverskonar búri og þjáning eða ótti lýsir af þvL Kannski er þetta 20. öldin í hnotskurn. stærsta núlifandi stjarna myndlistar í heim- inum ásamt de Kooning. Og kannski er de Kooning ekki almennt þekktur heldur. Áhrifamestu myndlistarmenn heimsins verða ekki alltaf poppstjörnur þótt Picasso næði því. Líklega eru hann og Dali þeir frægustu meðal myndlistarmanna á öldinni og síðasta poppstjarnan var ugglaust Andy Warhol. Hann brenndi kertinu í báða enda í heimi viltra nautna og var sífellt blaðamat- ur. Aðrir, svo sem milljón marka málarinn Anselm Kiefer, forðast sviðsljósið og gerast óaðgengilegir. Francis Bacon hefur ekki beitt kúnstug- um brögðum til að verða umtalaður éins og Dali og heldur ekki vistað sig í gamalli hlöðu í dimmurn skógi eins og Kiefer. En þegar áhrif Picassos voru búin í þeim mæli sem verið hafði, og þegar fór að sjást út úr rétttrúnaðarfargani abstakt-tízkunnar um 1960, fór nafn Bacons æ oftar að heyr- ast. Menn vissu það eitt um hann þá, að hann var Breti. Á tímabili átti heimurinn eftir að fá yfir sig holskeflu áhrifa frá þessum manni og óhætt að segja, að á síðari hluta aldarinn- ar, hefur enginn málari orðið eins áhrifamik- ill. Það helgaðist ekki sízt af því, að í lista- skólum var hann mjög hafinn til skýja; ann- ar hver ungur málári, sem sýndi á tímabili var undir Bacon-áhrifum. Páfar abstrakt- hyggjunnar höfðu sagt, að geómetrían væri eðlilegur hlutur eftir kaos stríðsins; nú vildu menn koma réglu á hlutina (með reglu- stiku). En það er jafn sannfærandi þegar sagt er, að túlkun Bacons á manninum væri eðlileg eftirstríðsáralist. Þetta er mað- urinn (eða mannskepnan) sem lifði af helför- ina, sem lifði af loftárásirnar, maðurinn sem engdist af ótta og jafnframt af hatri. Það komst í tízku að reyna að túlka þjáninguna eins og bezt kefnur fram í Kristsmyndum þessa tíma. Þar sjáum við ekki Krist Fjall- ræðunnar, ekki Krist kraftaverkanna, ekki Krist upprisunnar, heldur umfram allt Krist þjáningarinnar. Samt hefur Bacon ekki svo ég viti málað Krist. Þjáning van Goghs og geðveiki stóðu honum nær; þaðan komu áhrifin framan af. Fræðingar hafa einnig nefnt áhrif frá Velas- ques og ekki sízt Goya, sem gerði stríðshör- mungum og þjáningu slík skil, að þar er erfitt að bæta um. En þegar frægð Bacons barst út fyrir Bretlandseyjar, var hann löngu búinn að melta þessi áhrif og skapa sér „Portret afIsabcl Rawsthorne standandi á götu íSoho 1967. Frumkast að porti isárinu 1989.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.