Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 7
•etti Innozenziusar X. Litógrafía frá afmæl- „Mynd af George Dyer á reiðhjóli“, 1966. Við sama heygarðshornið: A áttræðisafmæli sínu hefur Bac- on málað þessa mynd, „Maður í baðherbergi“, og getur hún talizt dæmigerð fyrir túlkun hans á manninum, sem hann stílfærir á sinn hátt og málar næstum alltaf sem einangrað fyrirbæri. Maðurinn er víst alltaf einn. Mest af öllu stílfærir Bacon andlit þeirra sem hann málar. Og það er ekki fegrunarað- gerð. Stundum gæti manni virzt að andlitið á viðkomandi hefði verið lamið í sundur með hryllilegum pyndingum. Og hörundslit- urinn er ekki eins og sá sem auglýstur er í ferðum til sólarlanda: fjólublár, stundum bleikur, eða grár. En hvort sem mönnum þykja þessi efnistök geðfelld eður ei, þá eru víst flestir myndlistarmenn sammála um að verkin lofa mikinn meistara. Bacon er aug- ljóslega afburða teiknari og litinn 'notar 'hann ávallt til listræns ávinnings, svo sem er aðall hvers góðs málara. Um Francis Bacon sjálfan hefur lítið ver- ið skrifað. Hann er fæddur 1909 og varð áttræður seint á síðasta ári, þó þess sé minnst nú með stórri yfirlitssýningu í Muse- um of Modern Art í New York. Um tvítugt var hann um tíma í París og 1928 var hann í Berlín þar sem hann fékkst við húsgagna- hönnun ásamt myndlistinni. Þar hefur hann kynnst hinni sérstæðu myndlist Weimar-lýð- veldisins með málurum eins og Otto Dix og George Groz, sem túlkuðu á eftirminni- legan hátt spillinguna og úrkynjunina áður en Hitler kom til skjalanna til að fullkomna ragnarrökin. Á áttræðisafmælinu var Bacon sagður vera við hestaheilsu. Á mynd sem þá var tekin af honum, sést að vísu að þar er full- orðinn maður, en af og frá að hann geti verið áttræður. Bacon heldur sínu rauða hári og er ekki einu sinni farinn að hærast. Bústnar kinnar hafa löngum einkennt hann og augnaráðið er fremur stingandi. Bacon hefur tamið sér borgaralegan klæðnað og á myndum frá ýmsum tímum er hann yfir- leitt með hálstau og í skinnjakka eins og hér. Michael Levey, fyrrum forstöðumaður National Gallery í London, sem skrifaði um Bacon í tímaritið Art news, sagði að mynd- in sýndi tvo menn: Annarsvegar væri bjart- ari hlið andlitsins á myndinni, sem sýndi öldrun og þunglyndi, en á hinni hliðinni væri auga sjáandans ennþá vel vakandi. GÍSLI SIGURÐSSON Francis Baconí Berlín, líklega 1928. Bacon stendur þarnaá tvítugu. Nýleg mynd af Francis Bacon áttræðum. Skarpskyggnt auga skoðandáns er ennþá vel vakandi. stíl, sem var fullkomlega hans eigin. Afrek hans er ekki sízt að taka ævagamalt og klassískt yrkisefni myndlistarinnar, mann- inn sjálfan, og túlka með þeim hætti, að það stendur sér og minnir ekki á neitt ann- að. Á þessari öld hefur leitin að því frum- lega verið sett flestu ofar; samt er það hlut- skipti fjöldans að ná aldrei í skottið á neinu frumlegu, enda gæti manni virst, að fátt sé nýtt undir sólinni. Ekki hafa myndir Bacons mætt einberri aðdáun. Sumir segja, að hér sé aðeins á ferðinni dýrkun ljótleikans. Aðrir tala um mannfyrirlitningu málarans, og sjá ekki annað en afskræmingar. Rétt er það að vísu, að sætleiki er ekki það sem einkennir Bac- on. Hann setur fyrirmyndir sínar á svið, ef svo mætti segja; einangrar þær með ab- strakt umhverfi og stundum málar hann einhverskonar búr utanum viðfangsefnið. itendur á áttræðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18 ÁGÚST 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.