Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 2
Augnablik í ævi Gauks Gaukur vindur sér inn á Hlemm eitt þungbúið vorkvöld og athugar þar gaumgæfilega áætlun yfir leið 2 sem hann ætlar að taka. Að því loknu tékkar hann á klukkunni og sér að þrett- án mínútna bið er eftir vagninum. Það gæti verið verra, hugsar hann. Á helming þess tíma má gæla við eina Camel- sígarettu. Hann er að velta þessu fyrir sér er hann tekur eftir tveimur sjúskuðum gaurum sem sitja á bekk skammt frá anddyrinu. Báðir eru þeir greinilega röngu megin við fertugt eða líta út fyrir að vera það sem er nokk- um veginn sami hluturinn. Það sem vekur athygli Gauks á þeim, um leið og hann þuklar eftir eldspýtum, er að annar þeirra hrópar upp með viðamikilli handsveiflu: “Nei út með Glaumbæ." Þess- um orðum er greinilega beint að konu nokk- urri sem gengur framhjá þeim tveimur. Gauki finnst hún falla vel að orðunum. Hún er á óræðum aldri en vart yngri en gaurarn- ir og klædd því sem líklega kallast hvít galladrakt vegna skorts á betra orði. Með æpandi appelsínugulan lit á vörunum og tekur Gaukur eftir því að sá litur er í stíl við háhælaða skó hennar. Hún er ekki smáfríð, myndarlegt nef hennar næstum kæfir önnur kennileiti andlitsins. Hún setur nefið upp og arkar út úr biðskýlinu. Sest á bekk fyrir utan skýlið, í eins mikilli fjariægð frá gaurunum og henni er unnt. Sá gau- ranna er virðist eldri fylgdist grannt með ferðum konunnar. “Líklega er hún að koma af fylleríi," seg- ir hann og strýkur grómtekinni hendi sinni spekingslega um hökuna. “Heldurðu það?“ svarar hinn og lyftir annari augnabrúninni. Andlit hans skartar þessum rauðleita lit sem aldrei er settur í samhengi við sólbruná. Upp af enninu er dökk, fitustrokin, stórfengleg Clint Eastwo- od hárgreiðsla en klæðnaðurinn er galla- jakki og buxur auk hins óhjákvæmilega Lee- eða Wranglerbeltis. “Já ég er viss um það,“ kemur svarið frá þeim sem hóf þessa umræðu. Hann er með sama roðan og sömu klippingu en hárið tekið mjög að grána. í stað galla-klæðnaðar- ins er gamall Hagkaupsjakki og slitnar flau- elisbuxur. -smásaga eftir Friðrik Indriðason Eftir að hafa horft á konuna um stund setjast þeir báðir fram í sætum sínum og styðja hönd undir kinn. “Clint“ réttir snöggt úr sér og með vísifingur upp í loftið tilkynn- ir hann: “Ég held ég reyni að meika díl.“ Guð, hugsar Gaukur, hver ætli semji handri- tið fyrir hann. Clint er rokinn út uin leið þar sem hann svífur á bekkinn við hlið kon- unnar. Gaukur finnur eldspýturnar og kveik- ir í sígarettunni um leið og hann virðir fyr- ir sér skilti þar sem á stendur að reykingar séu bannaðar í biðskýlinu. Gaukur horfír út og fýlgist með þessu pari á bekknum. Hugsar sem svo að ef kerlingin þurfí að bíða lengur en tíu mínút- ur eftir sínum vagni eigi Clint góða mögu- leika á kaffi og með því. Eftir örskotsstund hefur Clint tekist að koma fíltertúttu fyrir í appelsínugula litarhafinu og kveikja í henni. Skyndilega stendur Clint upp og kemur aftur inn í biðskýlið. Fær sér sæti við hlið félaga síns. Sá gráhærði horfír á hann með spurulum augum en Clint hristir hægt koll- inn og báðir setja þeir sig í sömu stellingar og áður. Þeir hafa ekki setið lengi þegar “Grá- hærður“ er rokinn á fætur. Hann starir út um anddyrið. Gaukur kveikir sér í annari camel með stubbnum af hinni. Hann sér að fyrir utan stendur kvennmaður, fædd ekki löngu eftir fullveldisdaginn. Hún er með tvo plastpoka í annari hendinni. Klædd grákö- flóttri kápu og með hatt sem örugglega má kalla frúarlegan. Clint er einnig staðinn á fætur og saman góna þeir í átt að kvenn- manninum sem hverfur bakvið vegg. Þeir halda áfram að horfa í þessa átt. “Hvar eru helvítin núna þegar maður þarf á þeim að halda? Hvar eru helvítin núna?“ segir Gráhærður, með reiðiraust um leið og þeir báðir beina augum sínum um Stund yfír götuna að lögreglustöðinni sem þar er. “Sennilega að spila eða tefla þessir aumingjar. Við erum þó skattborgarar og borgum undir rassana á þeim. Þeir gætu hreyft þá.“ “Jæja,“ segir Clint og andvarpar, “ég ætla að reyna.“ “Nei, Nonni það .þýðir ekkert. Þetta er vonlaust dæmi,“ svarar Gráhærður. Gaukur hugsar sem svo að það sé rétt. Alveg vonlaust dæmi. Hann gefur Clint sömu möguleika á að ná í plastpokana tvo og Davíð á að tapa borginni í kosningunum. En Clint er aftur rokinn út. Brátt tekur Gaukur eftir því að þær fáu hræður sem bíða eftir strætó fyrir utan skýlið þetta þungbúna kvöld eru farnar að fylgjast með einhveiju á bakvið vegginn. Tvær unglings- stúlkur færa sig nær veggnum og horfa opinmyntar á eitthvað sem er að gerast handan við hann. Gaukur hugsar með sjálf- um sér að varla nenni hann að fara einnig út og fylgjast með. Sennilega er þetta með afbrigðum klúr sena, fjandinn hvernig opn- unarlínu ætli gaurinn hafí í þessum tilfell- um? Loks verður forvitnin letinni yfírsterk- ari, sérstaklega þegar hann kemur auga á svartan búning með hvítum kolli á vappi þarna. Spil-og taflgengið er greinilega mætt á vettvang. Leið 2 rennir upp að skýl- inu í sömu andrá. Þegar Gaukur gengur úr skýlinu í átt að vagninum sér hann tvo lögreglumenn og skýlisvörðinn stumra yfir manni sem hálf- liggur á bekk undir veggnum. Maðurinn lítur út fyrir að vera fremur döpur útgáfa af Clint, sami klæðnaður nema beltið skortir, sprungnar æðar í roða andlitsins. Hann er með ljótt sár á gagnauganu. Sárið er kúlu- laga, raunar eins og byssukúla hafí plægt upp á honum gagnaugað. Blóð vætlar úr sárinu, niður kinn hans og drýpur af hö- kunni utanverðri á slitinn gallajakkann þar sem rauðbrúnn blettur fer stækkandi. Kipp- ir fara um höfuð mannsins. Clint og Gráhærður fara fljótlega inn í skýlið aftur en skýlisvörðurinn bendir lög- reglumönnunum eitthvað í átt niður Hverfis- götuna. Gaukur nemur ekki orðaskil. Tvo aðra lögreglumenn drífur að. Annar þeirra brosir, í varídræðum með hvaða svipbrigði hann eigi að sýna þeim tug áhorfenda sem slegið hafa hálfhring um bekkinn. Orðið “sumarafleysingar" skín úr brosinu. Gaukur spýtir Camel-stubbnum á milli fíngra sér út á götuna um leið og hann gengur inn í vagninn. Hugsar sem svo að kannski verði nokkrar línur um þennan at- burð í löggufréttum morgunblaðana. Og kannski ekki. Höfundur er blaöamaöur á Morgunblaðinu. KRISTJÁN HREINSSON Eik ástarinnar Við læk í hjarta landsins ég lífsins gróður sé, frá sterkum rótum stígur eitt stórt og mikið tré. Hver draumur vex og dafnar í dagsins gleðileik, ég veit hér lifir vonin, hér vex hin mikla eik. Er blöð í vindi bærast, hún brosir móti sól og fuglar loftsins finna í faðmi hennar skjól. Hún greinir sólarglætu í gegnum þykkan reyk. Ég veit hér lifir vonin, hér vex hin mikla eik. Við læk í hjarta landsins þar lifir þetta tré og dökkir skuggar dauðans, þeir draga sig í hlé. Athugasemd vegna greinar um fölsuð listaverk Hr. ritstjóri. Af gefnu tilefni langar mig til að fá tæki- færi til að leiðrétta leiðan misskilning, sem virðist hafa komið fram í sambandi við grein mína um „Falsaðar myndir" í Lesbók Morg- unblaðsins þann 14. júlí 1990. Myndin af tveim höfðum, sem birt var með greininni, er eftirlíking af frummynd- inni, sem er eftir Jóhannes S. Kjarval. Hún var gerð árið 1987 þegar ég gerði fyrstu drög að greininni. Eftirlíking var sérstak- lega gerð fyrir þessa grein mína til þess að sýna fram á hve auðvelt það getur verið að falsa eða gera eftirlíkingar af framúr- skarandi listaverkum. Því miður láðist mér að geta um þetta í myndartexta. Eftirlíkingar geta aldrei komið í stað frummynda, eins og flestir vita. Frummynd Kjarvals er listaverk, sem vitaskuld stendur fyrir sínu. Á hinn bóginn var eftirlíkingin verðlaus vatnslitamynd gerð á pappír. Eft- irlíkingin var eyðilögð strax og myndin hafði birst í Lesbókinni. Frummyndin er hins vegar olíumálverk á striga, sem Kjarval málaði í júnímánuði árið 1965. Listamaðurinn færði Helgu Frið- fínnsdóttur, eiganda listaverksins,. myndina að gjöf um leið og hann hafði lokið við gerð hennar. Myndin var þá ekki einu sinni fullþornuð. Eigandi þessa fallega málverks og Morg- unblaðið eru beðin velvirðingar á ofan- ■greindum misskilningi. Vonandi verður það aldrei svo, hérlendis, að einfaldar eftirlíking- ar komi í stað verðmætra frummynda. Ríkarður Hördal, N forvörður, Morkinskinnu hf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.