Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 11
Kirkjufell, tákn Grundarfjarðar, er eitt fegursta fjall á Islandi. Fjörðurinn dró áður nafn af því og hét Kirkjufjörður. Litla fellið við hliðina er Stöðin (öðru nafni líkkistan). Þar finnast blaðfarasteinar. Kristinn Jóhannsson á landsbyggðarlínunni GrundarQ örður logar í sólarlagi Og ofan við bæinn Kverná er glæsilegasta sönghöll sem finnst í íslenskum hulduheimum Umhverfí er einstaklega fagurt í Grundarfírði. Hið formfagra Kirkjufell rís eins og kirkja úti í sjó og litla fellið, Stöðin við hliðina, minnir á safnaðarheimili við nýtísku kirkjubyggingu. Danskir sjómenn kölluðu Kirkjufellið „sykurtoppinn“ og lága fellið „líkkistuna". ísland er land sveitarinnar og gott að leita á ferðaþjón- ustubæi, til að kynnast næsta nágrenni og komast í góð tengsl við íslenska náttúru. Bærinn Kverná stendur í dalverpi milli Grundarár og Kvernár, í hvarfí frá Grundarþorpi, þó aðeins sé 1 km á milli. Um Kverná er getið í Landnámu og sama fjölskyld- an hefur búið þar í 110 ár. I Kverná eru bræðurnir Ragnar og Kristinn Jóhannssynir með ferðaþjónustu. í Eyrarsveit er sagan við hvert fótmál og Kristinn bóndi hefur Eyrbyggju á náttborð- inu hjá sér. Hafa margir gestir sótt ykkur heim í sumar, Kristinn? „Þýskir ferðamenn fjölmenna hingað. íslendingar koma mest um helgar og vilja þá dvelja í sumarhúsunum. Þetta fór rólega af stað, en veðrið hefur verið svo fagurt að synd er að fleiri skuli ekki njóta þess með okkur. Grund- arfjörður hefur logað í sólarlagi undanfarin kvöld, svo að þýsku gestirnir hafa gleymt sér og vakað langt fram á nótt.“ - Hvað bjóðið þið gestum ykkar? „Við erum með svefn- pokagistingu í tveimur sumarhús- um og sjö uppbúin rúm með morg- unverði heima í bæ. Auk þess með tjaldsvæði á flötinni, með þvottaaðstöðu, sturtu og snyrt- ingu. Við leigjum líka sumarhúsin yfir helgi eða í viku fýrir fjölskyld- ur ef óskað er. Hestar eru ávallt til reiðu fyrir gestina og boðið upp á skipulagðar stuttar eða langar ferðir. Þriggja tíma reiðleið á fjöru í kringum Kirkjufell er mjög vin- sæl.“ En fjallganga á Kirkjufell er aðeins fyrir vana fjallgöngu- menn.“ - Hvernig kynnið þið um- hverfið og þjónustuna? „Við afhendum hveijum gesti kort. og smáupplýsingar um bæinn. Marg- ir framlengja dvölina, þegar þeir skammti undanfarin ár. Undirrit- uð ræddi við upplýsingaskrifstofu ferðamála í Salzburg og spurðist fyrir um skíðahorfur. Þar sögðu menn að mikið hafi verið um slys á skíðalöndum sl. vetur, vegna snjóleysis. Frosið og blotað á þann litla snjó sem kom og brekkur orðið mjög svellaðar. Hægt hafi verið að halda sæmilegum að- stæðum fyrir byrjendur og miðl- ungs skíðafólk. En brun-fólkið hafi verið í stórhættu. Vel þjálfað skíðafólk hafi yfirleitt ekki komist á skíði í fyrra. Eins gott að fylgj- ast vel með snjóalögum í Austur- ríki í vetur. Oddný Sv. Björgvins sjá hvað margt er hér við að vera. í Kvemá og Grundará eru svip- miklir fossar og gil í fjalli, sem gaman er að skoða. Veiðistangir liggja frammi, en allir geta náð sér í soðið, ef þeir gefa sér tíma. Og veiði er innifalin í dvöl. Þáð er silungur í báðum ánum og ör- ugg veiði í stífluvatni ofan við bæinn, en þar erum við með smá- fiskeldi eingöngu fyrir gestina til að ganga í.“ - Vísið þið á söguslóðir? „í Eyrarsveit er sagan við hvert fót- mál. Landnámsjörðin Hallbjarnar- eyri (Eyri í Eyrbyggju) hérna rétt fyrir innan, sýnir vel hvernig bú- setu landnámsmenn völdu sér. Þar er lygn og aðdjúpur lendingar- staður, flatlendi og góð veiðijörð. Þangað er gaman að fara til að skoða fuglalífið, einkum mófugl- ana. Austan megin við okkur er Berserkjahraun, þar sem enn má sjá veginn eftir berserkina, sem Styrr bóndi á Hrauni fékk til vega- gerðar. Þeir hljóta að hafa verið rammir að afli til að leggja veg um svo úfið hraun. Styrr hét að gefa þeim frelsi og dóttur sína að launum, en kæfði þá í heitu baði!“ - Þið sýnduð mér svo fallega steina, þegar ég heimsótti ykk- ur. Er mikið um litfagra steina á Snæfellsnesi? „Ég held að þurfi að leita töluvert til að finna fal- lega steina. Móðir mín er búin að koma sér upp nokkuð breiðu steinasafni, sem við sýnum gest- um. En mikið er um steingerv- inga, þ.e.„blaðfarasteina“ og' skeljalög í fjöllunum í kring, Bú- landshöfða, Stöðinni og Setbergi. Ferðamönnum má ekki vísa á svo jarðfræðilega merkisstaði, sem eiga að vera friðaðir." - Hvað er við að vera í þorp- inu fyrir ferðamenn? „Margir hafa áhuga á að kíkja í físk- vinnslustöðvarnar. Og gestir okk- argeta fengið að ganga í gegnum alla vinnsluþætti fisksins, frá því honum er landað og þar til honum er pakkað í frysti. Góð útisund- laug er í þorpinu, með grasi grón- um bökkum og skjóli fyrir sól- baðsdýrkendur. En sólbaðsstofa og gufubað er í tengslum við laug- ina. Góður kokkur er í Asakaffi og þar er hægt að fá fisk- og kjötrétti með víni eða léttum bjór. Fyrir kaupglaða er bæði einka- verslun og kaupfélag, bókabúð og apótek.“ - Hvernig eru samgöngur? „Grundarfjörður er miðsvæðis á nesinu. Nú eru daglegar ferðir á virkum dögum til að nálgast Breiðafjarðareyjar og í kringum Jökul, sem áður voru tvisvar í viku. Aðeins 25 km eru að Ólafsvík, en þaðan er að vísu Kristinn leiðir hópinn, sem ríður úr hlaði í Kverná í bleiku skini sólarlags. Kristinn bóndi fylgist með ungum veiðimanni renna færi við foss í fjalli. Dagsveiðin verkuð á flötinni við sumarhúsin í Kverná. lengri leið á Jökul, best að ganga frá Arnarstapa (70 km). En ég á ágætan jeppa og hef ekið með göngufólk upp á jökulháls. Góð samvinna er líka við feijurnar á Breiðafirði." - Ganga einhverjir gömlu alfaraleiðina upp með Kverná yfir í Staðarsveit? „Ég verð lítið var við það, enda er þetta 6 tíma ganga. En við förum yfír Arnar- dalsskarð á hestum. Gistum á Lýsuhóli og förum þar í sund. Ríðum síðan á öðrum degi að Jökli og á þriðja degi heim. Útlendingar eru mjög hrifnir af þessari ferð.“ - Er álfabyggð við Kverná? „Við erum ekki miklir söngmenn hér á Kverná, en í Kvernárgili fínnst ein glæsilegasta sönghöll í íslenskum huldubyggðum. Tón- leikahöll þessi er til húsa í þver- hnípta hamraveggnum, sem Kvernárfoss fellur um. Heillandi söng- og músíktónar berast þaðan til þeirra sem það skynja. Árni Óla hefur skrifað um þessa tón- leikahöll í huldufólkssögum og Margrét frá Öxnafelli kom hingað og skynjaði hana mjög sterkt. Það er alveg þess virði að ganga upp að Kvérnárfossi til að hlusta!" - Ertu með óvæntar uppá- komur fyrir gestina? Rúsínan í pylsuendanum býðst í kvöldstillu og lygnum sjó. Þá bjóðum við gjarnan í siglingu út að Melrakka- ey, sem er láglend eyja rétt fyrir utan - friðlýst vegna hinna mörgu fuglategunda sem þar verpa. Sérstakt leyfi þarf til að ganga um eyjuna, sem fæst aðeins eftir að varp er komið vel á veg. í log- andi sólarlaginu er stórkostlegt að sigla þangað og skoða lunda- og skarfabyggðir.“ Aðrir gististaðir í Grundarfírði Ásafell er tveggja ára gisti- heimili í þorpinu, með gistingu fyrir 12 manns og góða setustofu. Handlaug er í herbergjum, en 2 sameiginlegar snyrtingar. A bæn- um Suður-Bár (9 km frá þorpi) eru tvö gistiherbergi fyrir 5 manns á rishæð. í fjallinu ofan við Suður-Bár er vatn, sem marg- ir trúa að geymi óskastein! Á land- • st námsjörðinni Þórdísarstöðum eru tvö sumarhús til leigu, sem standa við uppistöðulón í fjörunni. Þar gefst einstakt tækifæri til að skoða fuglalíf í fjöru og veiðileyfi í mjög vænan silung fást á bæn- um. Oddný Sv.Björgvins Á Kverná: Uppbúin rúm og morgunverður kr. 2.050 (sama verð á Suður- Bár). Svefnpoka- gisting með eldunaraðstöðu kr. 1.000. Á tjaldsvæði: 125 kr. á tjald og livern tjaldbúa. í sund kr. 100. í Ásakaffí kostar réttur dagsins: með fiski kr. 960; með kjöti kr. 1.190. Gisting í Ása- felli í tveggja manna herbergi kr. 1.750, í eins manns kr. 2.600, morgunverður kr. 600. Viku- leiga á sumarhúsi á Þórdísar- stöðum kr. 24.500. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18 ÁGÚST 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.