Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 4
! Jórsalaför 1990 „Það er svona að vera Palest- ínumaður í sínu eigin landi“ Ibyijun maímánaðar barst mér boð frá MECC (Kirkju- ráði Miðausturlanda), sem hefur aðalstöðvar sínar í Limassol á Kýpur, um að heimsækja Palestínu og kynnast af eigin raun ástandi mála þar. Með mér í för var Sveinn Rúnar Hauksson læknir í Reykjavk, Höfundurinn fór í vor til Palestínu og sá með eigin augum ástandið á Vesturbakkanum og ræddi við fólk um þá gegndarlausu kúgun og ofbeldi, sem ísraelsmenn beita hvern einasta dag. Hann fjallar einnig um bókstafstrú þar og annars staðar, sem orðin er alheimsvandamál. Eftir RÖGNVÁLD FINNBOGASON sem fengið hafði hliðstætt boð frá palest- ínska Ruða hálfmánanum. Við fórum um Kaupmannahöfn til Kaíró, en þaðan landleiðina um Sínaíauðnina til Palestínu. Það eru svo margir sem sótt hafa heim Ísraelsríki hin síðari ár án þess að huga að þeim íbúum „landsins helga“ sem þar eiga dýpstar rætur og lengst hafa búið, Pal- estínuaröbum sjálfum, að mér finnst óþarfi að biðjast afsökunar á að lýsa því er fyrir augun bar á Vesturbakkanum margnefnda, þ.e. þeim hluta Palestínu er hernuminn var af Israelsmönnum 1967, án þess að setja mig í einhverjar andlegar hlutleysisstelling- ar. Lítils hlutleysis hefur á liðnum árum verið gætt í fréttum af þessum slóðum, þar sem flest hefur verið séð með augum síon- ista og enn fleiru lýst með orðum ísraela. Því hef ég reynt að horfa á menn og mál- efni af palestínskum sjónarhóli. Hinn Nýi Ahasverus Það er liðið á dag þegar langferðabíllinn, sem flytur okkur til Jerúsalem frá Richon le Zion, nemur staðar eftir að hafa kliflð fjöllin neðan frá Ramla. Minjar um bardaga og stríð liðinna ára eru geymdar í líki brunn- Tíu ára drengur, sem varð fyrir táragassprengju Israela á leið heim iir skóla. Andlitið heíur hann endurheimt með skurðaðgerðum á palestínska sjúkrahús- inu Al-Makassed. inna skriðdreka og hervagna þar sem sigur- vegurunum þykir best fara í landslaginu eins og hver annar útiskúlptúr. Þessi sér- stæði skúlptúr meðfram veginum þjónar þó ekki listrænni fegurðarkennd einni, heldur er hann þama settur á stall til að sýna yfir- burði hinna ísraelsku sigurvegara á hernað- arsviðinu. Mega nú langt að komnir pílagrímar og ferðamenn vita að þeir eru meðal manna, sem eru allrar virðingar'verð- ir, enda sáu fjölmiðlar um það á Vesturlönd- um að bera lof á ísraelska herinn og yfír- burði hans eftir 6 daga stríðið 1967. Hold- tekja þessa vígreifa hers var piltur einn Dayan að nafni og hafði svartan lepp fyrir auga - mikill herstjóri Dayan! Þetta heitir á nútímamáli að skapa sér nýja ímynd - image-making upp á enska tungu. Hinn aldagamli Ahasverus, gyðingurinn í gervi okurkarls og guðsmorðingja hefur nú vikið úr sessi fyrir þessu 20. aldar ofurmenni, sem eyðir óvinum sínum af dirfsku og snilld með eldi og sprengjuregni hvar sem hahn hittir þá fyrir. Það er aftansvali í lofti og skafheiður himinn, við emm komnir 800 m yfír sjávar- mál og glóheitir vindar Sínaíeyðimerkurinn- ar langt að baki. Við gefum okkur lítinn tíma til að undrast það að vera komnir á þennan fomhelga stað, en föram að skyggn- ast um eftir vagni til að flytja okkur á áfangastað, hótel í austurhluta borgarinnar, þar sem vinur okkar Salman Tamimi bíður okkar, ef hann er þá ekki farinn, því við eram langt á eftir áætlun, en það er önnur saga. Við þurfum ekki- að bíða lengi, gljáfægð- ur Benz sjömanna rennir til okkar og býður okkur far, en þegar hann heyrir hvert halda skal hristir bflstjórin'n höfuðið og segist ekki leggja bfl sinn undir grjóthríð arab- ískra götustráka og ekur snúðugt burt. Og líður nú nokkur stund þar til annað farar- tæki birtist og sínu risminna en það fyrra, gamall og belgdur leigubfll sem margt hefur orðið að þola á liðnum áram. Þessi tekur áhættuna enda ekki úr háum söðli að detta þótt nokkrar rispur bætist við þær sem fyr- ir era á blikkbelju þessari. Það er ekki löng leið að tröppum YMCA-hótelsins er stendur spölkorn frá St. Georgskirkjunni anglik- önsku í Austur-Jerúsalem. Þó föram við hjá hveijum herflokknum á fætur öðrum og lögreglubflar á öðru hveiju homi. Hér stendur Salman vinur okkar á tröpp- unum og hefur beðið okkar frá því um morguninn. Okkur fínnst við vera komnir heim, enda meðal vina. Allt er hér íburðar- laust en fágað og snyrtilegt og fólk barma- fullt af umhyggjusemi og elskulegheitum, eins og á öllum þeim hótelum sem YMCA rekur og ég hef gist annars staðar í heimin- um, en YMCA er enska skammstöfunin fyr- ir KFUM, sem allir þekkja hér heima. „Ég gekk hér í skóla hjá anglikönum,“ segir Salman og bendir í átt til St. Georgs- kirkjunnar. Og enn er hér rekinn merkur skóli á vegum þessarar kristnu kirkju, ensku biskupakirkjunnar, þótt nú séu breyttir tímar og kostur þessarar kristnu menningar- starfsemi hafí verið þrengdur með lögum þeim er sett vora á þingi ísraels, Knesset, 1977 og varða starfsemi trúfélaga í ísrael og stefnt er gegn trúboði. En þessu áttum við eftir að kynnast betur á næstu dögum. Slysaskotin í Richon Le Zion Þrátt fyrir fegurð himinsins yfir Jerúsal- em er kvelda tók þennan maídag og ilm úr görðum, barst til okkar spangólið úr sírenum lögreglubflanna og einstaka skothvellir kváðu við og minntu okkur á það að hér ríkti hernaðarástand og allsherjarverkfall er staðið hafði frá því 7 verkamenn höfðu verið myrtir á leið heim til sín úr vinnu þremur dögum áður í Richon le Zion. Frá- sagnir blaða og annarra fjölmiðla á Vestur- löndum vora að venju allmjög frábrugðnar frásögnum þeirra, sem lágu særðir á sjúkra- húsum og lifað höfðu af árásina. Að þeirra dómi höfðu hér verið á ferð útsendarar Sharons (sem nú hefur verið gerður að „hús- næðismálaráðherra" hinnar nýju stjómar Shamírs, þótt hann sé þekktari fyrir að sprengja ofan af fólki híbýli þess en að út- vega mönnum þak yfír höfuðið — en kannski er honum einmitt þess vegna falinn sá málaflokkur). Og fáar sögur hafa farið af því að 1.500 manns hafa orðið að fara á sjúkrahús til lækninga eftir árásir hers og lögreglu á samúðargöngur, sem það tók þátt í víða um Palestínu eftir voðaverkin í Richon le Zion. Það er farið að húma er við kveðjum þennan fyrsta áningarstað okkar í Jerú- salem. Salman hefur útvegað okkur gistingu á hóteli í hlíðum Olíufjallsins, ekki langt frá Getsemane-garðinum fræga. Hótelið er rek- ið af Samír og fjölskyldu hans, sem hér hefur stunddað hótelrekstur allt frá miðri 19. öld. „En nú era erfíðir tímar,“ segir Samír hótelstjóri þegar við höfum heilsast á Panórama-hótelinu skömmu síðar. „Við áttum þetta hótel, sem stendur hér ofar í hlíðinni, urðum að láta það af hendi við hin nýju yfirvöld borgarinnar. Þetta er mun Jerúsalem: Klettamoskan fræga með sínum gullna kúpli, ein elzta og fegursta hygging borgarinnar. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.