Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Blaðsíða 5
 Lamaðir unglingar á Al-Makassed sjúkrahúsinu eftir skotárásir ísraelskra hermanna. fátæklegri staður eins og þú sérð,“ bætir hann við, „og skattamir eru að drepa okk- ur. Það er svona að vera Palestínumaður í sínu eigin landi á þessum síðustu og verstu dögum.“ Ég vakna við fuglskvak næsta morgun snemma, hasúnífuglar syngja hér í sarún- tijánum fyrir utan gluggann. Þetta er morg- unn uppstigningardags (24. maí). Ég opna alla glugga og læt ferskan morgunsvalann leika um mig. Handan við Kidrondalinn blasa múrar Jerúsalemborgar við augum, gullna hliðið sem löngu hefur verið hlaðið upp í, og handan gömlu múranna kirkjutum- ar, mínarettur og hvolfþök á moskum múslíma. Það sem augað nemur staðar við er klettamoskan fræga með sínum gullna kúpli, ein fegursta og elsta bygging þessar- ar borgar frá lokum 7. aldar, og ein feg- ursta bygging, sem ég hef augum litið. Lítið eitt til vinstri séð er svo Al-Aksa-moskan, og sem ég stend þama og gleymi mér við þetta sjónarspil fara klukkur Getsemane- kirkjunnar að hljóma og minna á helgan dag. í slakkanum framundan hótelinu em fomir grafreitir, þar liggja legsteinar á hlið- inni hundmðum saman og mikið umrót á stórri spildu þar sem hin ísraelsku yfirvöld hafa fyrirhugað nýjar stórbyggingar, og er nú ekki hugað að grafarró þeirra er hér hvfla, fremur en í öðram stöðum Palestínu, þar sem reist hafa verið nýtískuhótel í graf- reitum múslíma, án þess að fjölmiðlar á Vesturlöndum hafi rekið upp ramakvein út af vanhelgun á gröfum framliðinna. í kvöld munu leiðir okkar Sveins Rúnars læknis skilja, hann heldur á vit palestínskra kollega sinna og hyggur á ferð suður til Gaza að fáum dögum liðnum, en ég hef mælt mér mót við nokkra trúarleiðtoga, bæði kristna og íslamska, og menn úr öðrum stéttum hins palestínska samfélags. Frá Al-Tur barnaheimilinu. „ Við gætum þegið ullarsokka á beríætt börn hér á veturna ", sagði forstöðukonan. Þama gefur orðið kalt á vetrum. Mótmælasvelti í Jerúsalem Við höfuðstöðvar Rauða krossins í Jerú- salem eru 15 Palestínumenn í hungurverk- falli til að mótmæla morðunum í Richon le Zion sl. sunnudag og framgöngu lögreglu og ísraelshers gagnvart því fólki, sem þátt tók í friðsamlegum sorgargöngum af þessu tilefni, en eftir árásir þeirra á göngumenn liggja nú 1.500 særðir og lemstraðir á sjúkrahúsum. - Það er liðið að hádegi þeg- ar ég kem loks að húsum Rauða krossins, en þar er mannfjöldi fyrir utan og baráttu- söngvar kyijaðir. Með mér er Salman og Sveinn Rúnar og ungur prestur frá MECC, Jim Bamhart að nafni, en hann hefur starf- að hér sl. 5 ár. Ég tek Khalil Mashi skóla- meistara tali, hann er Palestínuarabi og meðal virtustu skólamanna á Vesturbakkan- um. Ég byija á því að inna Khalil eftir stöðu kvenna í palestínsku þjóðfélagi og í ljós kemur að konur gegna fomstuhlutverki víða, bæði í stjórnmálum og á öðrum svið- um. Þetta á jafnt við um íslamskar konur og kristnar. Frelsisbarátta Palestínumanna hefur fengið konum hlutverk, sem þær ekki höfðu áður, og staða þeirra verður aldrei söm og fyrr þótt þeirri baráttu ljúki. Umræð- an um hlutverk kvenna leiðir talið að þröng- sýnum bókstafstrúarmönnum meðal múslíma. Khalil segir kristna menn oft hafa áhyggjur af íslömskum bókstafstrúarhóp- um, sem vilji einangrast og ekki starfa með öðmm, heimti að konur klæðist á íslamska visu o.s.frv. En meirihluti múslíma hér er ekki bókstafstmarfólk og meðal þeirra eru konur í ýmsum áhrifastöðum. Khalil telur bókstafstrúarhópa af öllum trúfélögum, múslíma, kristna og gyðinga, spilla fyrir friðarhorfum í landinu. Þeir vilja enga málamiðlun, ekki deila neinu með öðr- um. Múslímskir bókstafstrúarmenn heimta landið allt og neita að viðurkenna ísrael, bókstafstrúar gyðingar vilja færa út landa- mæri Israels og hrekja alla araba brott. Og kristnir bókstafstrúarmenn hafa stofnað það sem þeir nefna „kristið sendiráð" (Christian Embassy) í Vestur-Jerúsalem, sem styður gyðinga í einu og öllu og er síður en svo til þess fallið að stuðla að friðsamlegum samskiptum. Baráttan hér stendur í raun ekki milli múslíma og kristinna manna ann- ars vegar og gyðinga hins vegar, heldur milli manna af öllum þessum trúarbrögðum, sem vilja frið og þeirra sem ekki vilja frið. „Tengist þetta kristna sendiráð einhverri einni kirkjudeild öðmm fremur?" spyr ég Khalil. „Nei, þetta em einkum meþódistar frá Bandaríkjunum, en sumir líka frá Evrópu, og sem kristnum araba gremst mér mjög starfsemi þessa „kristna sendiráðs" sem kallar sig svo. Þetta em einfaldlega síonist- ar og fylgja ísraelsstjóm í blindni. Sjálfur segist Khalil vera kaþólskur, róm- versk kaþólskur, og starfa um þessar mund- ir sem skólameistari við kvekaraskóla í Rammallah. Trúarskoðanir móta líf manna, andlegt líf þeirra, en ætti ekki að skipa mönnum í pólitíska flokka. Stjórnmál hér ákvarðast ekki af tfuarskoðunum. Þeir sem hér em í hungurverkfalli em t.d. bæði kristnir og múslímar. Þessi barátta hefur fært okkur nær hver öðmm og við höfum Sjá næstu síðu Greinarhöfundurinn í Jerúsalem á leið til fundar við Múhamed Ghamal í AI■ Aksa moskunni frægu. Örtröð í öngstrætum gamla borgarhlutans í Jerúsalem í mai 1990. Ljósm. greinarhöf. LESBÓK MORGtJNBLAÐSINS 18ÁGÚST1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.