Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Page 10
önnur hús á staðnum eru æði hrör- leg. Queens Park Queens Park er opið útivistar- svæði jafnframt því að vera golf- völlur og þessi völlur er inni í miðj- um íbúðarhverfum austantil í bæn- um og blasir við, þegar komið er eftir þjóðveginum að austan. Þarna er talsvert mishæðótt landslag og stórvaxinn skógur og völlurinn er víða afar þröngur og gerir ennþá meiri kröfur um högglengd og nákvæmni í staðsetningum en Meyrick Park. Queens Park er keppnisvöllur á alþjóðlega vísu, eða það sem kallað er á ensku championship course. Þar hafa farið fram stórkeppnir svo sem Benson & Hedges, en ekki lengur. Ástæðan er sú, að selt er inn á slíkar keppnir og þá yrði að loka vellinum. Það má ekki samkvæmt reglugerðum um rétt hins gangandi manns til að nota opið útivistarsvæði. Þessvegna hafa stórmót á Queens Park verið lögð niður. Aftur á móti nota nokkrir golfklúbbar sér aðstöðuna þar. Klúbbhúsið er fremur nýlegt, en nokkuð kassalaga og ekki fag- urt. Bæði þar og á flestum völlum á þessum slóðum er vöntun á góðu æfingasvæði; það er þó einna bezt á Meyrick Park. Þetta stafar af því, að til þessa hefur það ekki verið lenzka í Bretlandi, að kylfíng- ar séu að æfa sig á æfingabraut- um. Þeir fara einfaldlega út og spila. Þetta er samt að breytast, og nú þykir ekki eins og áður hreinasti óþarfí að fara í tíma hjá kennara, eða láta hann leiðrétta villur. Queens Park-völlurinn er 5.954 metrar á lengd, par 72 og SS-skor- ið er einnig 72. Hann er þess eðl- is, að hann hæfir meistaraflokks- mönnum betur en þeim sem hafa hærri forgjöf. Erfiðustu holumar er tvær par-4, sú 13. sem er 410 metra löng og sú 8. sem er 400 metrar. Svo mikla lengd telja ugg- laust magir til ókosta. Kosturinn við þessa velli, Queens Park og Meyrick Park er hinsvegar sá, að hér er tiltölulega ódýrt að leika; það kostar 8 pund á virkum dög-. um. PARKSTONE í POOL Nágrannabærinn Pool er vestan við Bournemouth og eru þeir sam- vaxnir. Frá miðbænum í Boume- mouth er varla nema 10 mínútna akstur að Parkstone-vellinum í Pool, ef rétt leið er valin. En ókunnugum reynist snúið að rata þarna og yfirleitt er flókið að kom- ast leiðar sinnar á bíl í Bourne- mouth, svo það er betra að ætla sér tíma í villumar. Af þeim völlum sem hér eru kynntir, held ég mest uppá Park- stone, vegna þess að þar er ein- Á innanbæjarvöllunum í Bournemouth: Á efri myndinni er hin magnaða 1. hola á Meyrick Park, par-3 yfir dalverpi en skógur báðum megin. Maður stendur við flötina, þangað eru 180-200 m af teignum og boltinn verður að fara þangað á flugi. Neðri myndin: Klúbbhúsið og 1. brautin á Queens Park-vellinum. staklega fagurt skógarlandslag, mátulega mishæðótt. Þetta er ekki lengri völlur en svo, að flestir ráða við hann, lengdin er 5.625 metrar, Parið 72 og SS-skorið 70. En þarna em mjög víða verulegar hættur, ef högg geiga og þá sést, að lengd út af fyrir sig skiptir minna máli en hætturnar. Ein varasamasta holan er sú fjórða og hún er jafn- framt styzta par-4 holan. Menn lenda þar í stórslysum ef annað höggið misferst, því flötin er lítil, mjög varin glompum og síðan snarhallar úr í þéttan skóg báðum megin. Teigskotið að 3. brautinni, sem er par-5, fær menn líka til að skjálfa dálítið, því helzt þarf að stefna yfir stórt tré með uphafs- höggið til þess að eiga góða mögu- leika á framhaldinu. Takist það, em góðar líkur á að draga alla leið í tveimur. Erfiðasta holan er sú 13. þar sem langt upphafshögg er nauðsynlegt og þaðan er þá hægt að draga með tré, en brautin er mjó og öll upp í móti, en hver sá bolti sem fer útaf vinstra megin, hrapar niður brekkur, þar sem einnig er skógur. Þeirri 17. sem er par-5, hefur nú verið breytt og gerir þriðja höggið bæði kröfur um lengd og nákvæmni, því flötin er á stalli uppi í skógi vaxinni hlíð. Að jafnaði em flatirnar á Park- stone mun betri en á almenning- svöllunum og brautimar eru betur grónar. Flatargjald á Parkstone er 20 pund á virkum dögum og 25 um helgar. Þá eru taldir vellim- ir þrír, sem nærtækastir era, ef dvalið er í Boumemouth. En í næsta nágrenni em fleiri, sem lítil- lega verður getið um. ISLE OFPURBECK Frá Pocl er skammt að fara út á Purbeck-eyju og eru bílar settir um borð í feiju, sem dregin er yfir mjótt sund með keðju. Golf- völlurinn svo til nákvæmlega jafn langur og Parkstone, eða 5.654 Haust- og vetrar- ferðir framundan Ferðablaðið heilsar ykkur að nýju eftir fjögurra vikna sum- arfrí. Mesta ferðahelgi ársins að baki og meiri ró að færast yfir ferðalanga. Haustið er framundan, oft yndislegur ferð- atimi. Umferð minni á þjóðvegum. Ekki eins yfírfullt af ferða- mönnum á helstu áfangastöðum. Og gisting fer að komast á tilboðsverð víða, vegna minnkandi eftirspurnar. Vonandi hafa allir notið hvfldar í sumarfríinu. Ekki komið „mikið“ sólbrenndir heim úr sólarlanda- ferðinni! Ekki snúið til baka „mjög“ þreyttir eftir að hafa kembt þjóðvegina! Fréttir hafa borist af ferðafólki, sem fór um- hverfis landið á tveimur dögum! Hætt er við að lítið hafi verið stig- ið út úr bílnum, til að skoða landið. Sömuleiðis hjá íslensku ökuþórun- um, sem lögðu eitt Evrópuland að baki á dag! Hvers virði em slík ferðalög? Umferðarhnútar eru oft slæmir á evrópsku „hraðbrautunum". Austurríski hóteleigandinn í Saiz- burgarlandi, sem stefndi til Týról, árla morguns, fyrsta föstudag í ágúst, þurfti að snúa við. Ekki möguleiki að komast leiðar sinnar, nema að sitja fastur í umferðar- hnútum klukkutímum saman! Fólk er varað við að vera á ferð um helgar og síðdegis. Haust og vor em bestu árstímarnir til akst- urs um meginlandið. Ferðamátinn „lest og hjól“ er að vinna sér sess. Beijaspretta er með besta móti á landinu. Tilhlökkunarefni að fara á beijamó og njóta haustlit- anna. Og samhliða beijamónum, taka menn sér oft göngustaf í hönd. Mesta hitabylgjan er að líða hjá á meginlandinu og þægilegra ferðaveður. Og vínberin hafa þroskast vel í sumarhitunum eins. og berin okkar. Með haustinu duna vínuppskeruhátíðir með söng og dansi — meðfram Rínar- bökkum, við Balatonvatn í Ung- veijalandi og víðar. Þegar sólargangur styttist á norðlægum slóðum, dregur úr hin- um ofsalegu hitum nær miðbaug. Suðlægari lönd fara að heilla okk- ur til sín. Ferðaval er alltaf að verða fjölbreyttara og verð við- ráðanlegra, vegna aukinnar eftir- spumar. Leggurinn til megin- landsins er erfiður fyrir okkur. Það er dýrt að eiga heima á eyju úti í Atlantshafi, ekki síst ef elds- neytisvérð fer stighækkandi, sem hlýtur að hafa áhrif á ferðakostn- að. Borgirnar fara líka að draga til sín. Trier og Frankfurt eru að verða eins vinsælar verslunar- borgir og Glasgow. Sumir fara metrar, par 70 og SS-skor er 70. Hann er lagður í talsverðan halla og þar er öðmvísi skóglendi en víðast hvar í nágrenninu. Hér ber mest á þeim þétta mnnagróðri, sem þekktur er norður í Skotlandi og víðar og nefndur heather og gorse. Heather er skylt íslenzka eininum, lágvaxið og harðgert og þykir vond hindrun í golfleik. Gors- ið er hávaxnara, en samt þétt. Hvorttveggja er í ríkum mæli í kringum um sumar brautirnar á Isle of Purbeck. Eftirminnilegust er þriðja holan, par 4, þar sem slegið er framaf brekkum og út á mjóan rana, þar sem snarhallar útaf báðum megin. Klúbbhúsið fellur vel inn í landslagið og er til fyrirmyndar í útliti og að skipulagi. Ferndown Spölkorn vestur af Bournemouth er Wimbourne í Dorset og við Golf Links Road, sem við tekur af þjóðveginum A 31, er sá golf- völlur, sem ugglaust er langsam- lega frægastur hér um slóðir: Femdown. Þar hafa oft farið fram stórmót atvinnumanna, svo sem Dunhill og Benson & Hedges. Ferndown er þó langt í frá að vera einn af þeim völlum í Englandi, sem ég hef hvað mestar mætur á. Til þess vantar þar landslag og tilbreytingu. Brautirnar em að vísu langar, en yfirleitt beiðar og engar sérstakar hættur eiga að vera þar ef sæmilega beint er slegið. Braut- imar em alltof margar hver ann- arri líkar og eftir á man maður óglöggt eftir þeim. Flatirnar em framúrskarandi. Femdown er tvískiptur. Annars- vegar er Old Course, 18 holur, 5.781m, SS-skor 71. Hinsvegar er 9 holu völlur. Vegna þess að Femdown er úti í sveit, þykir þægilegt að búa á Dormie Hotel við New Road, skammt frá, sem er 4ra stjörnu hótel. Vel er af því látið, en sjálfur hef ég ekki dvalið þar og þekki það ekki. Ef dvalið er í Boumemouth eitt- hvað lengur en nokkra daga og menn hafa áhuga á að kynnast fleiri völlum en hér hafa verið tald- ir, þá er sá möguleiki eftir að halda vestar með ströndinni, til dæmis vestur í Torquay, þó ekki væri til annars en að sjá Manor House Hotel Magnúsar Steinþórssonar. í þetta sinn gafst ekki tækifæri til þess að koma þangað, en þar í kring eru margir vellir. Langsam- lega frægastur þeirra er St. Melli- on, „The course that Jack built“ eins og segir í auglýsingum. Jack þessi, sem völlinn hannaði, er Jack Nicklaus, sem margir telja að sé snjallasti kylfingur fyrr og síðar. Hann hefur snúið sér að golfvalla- gerð, þó enn sé hann að keppa með góðum árangri og í St. Melli- on fékk hann óskaland til umráða og þykir hafa tekizt vel. GÍSLI SIGURÐSSON jafnvel í innkaupaferðir til Istan- bul. En engin borg slær London út, ef sóst er eftir að komast í leikhús. Og söfnin í hinni fögm Parísarborg heilla. Með haustinu eru skíðabækl- ingar dregnir fram — ekki ráð nema í tíma sé tekið! Austurríki er vinsælasta skíðalandið og Klifið upp á tindinn — Austurríki. þægilegt að fljúga beint inn í skíðalöndin umhverfis Salzburg. En Sviss, Frakkland og Ítalía fylgja fast í kjölfarið. Færri fara til Bandaríkjanna. Nægur snjór er á bandarískum skíðasvæðum, enda liggja þau flest mjög hátt. En það eru ekki allir sem þola að skíða í svo mikilli hæð. Mikill hæðarmunur getur orsakað súr- efnisskort og vanlíðan hjá skíða- fólki. Enginn þjáist af hæðarmun á evrópskum skíðasvæðum, en þar hefur snjór verið af skomum 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.