Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 11
Þeim snöggbrá. Fannst einhver læðast bak við þá. Þeir litu um öxl, sáu standa yfir sér fjóra hávaxna og skeggjáða menn, klædda eins og þjóna, að þeim fannst, með kolllágar húfur á höfði og miðuðu á þá riffl- um. Þeir misstu stengurnar, þær flutu niður ána. Á svipstundu voru þeir gripnir, bundnir, hent niður í bát og þeim róið yfir í eyjuna. Bak við húsið, sem þeir héldu mann- laust, hittu þeir fyrir um tvo tugi þýskra hermanna. Stór og loðinn rumur sat klofvega á stóli og reykti langa postulínspípu. Hann mælti á lýtalausri frönsku: „Jæja, herrar mínir, góð veiði?“ Hermaður Iagði netpokann fullan af fiski varlega við fætur foringjans. Prússinn brosti. „Ekki ber á öðru. En við höfum öðrum hnöppum að hneppa. Hlustið nú á. Ég hlýt að álíta ykkur njósnara senda mér til höfuðs. Ég tek ykkur fasta og ætla að skjóta ykkur. Þið reynið að villa á ykkur heimildir með því að þykjast vera að veiða. Nú eruð þið gengnir mér í greipar og þar voruð þið óheppnir. Það er stríð. Þið kom- ust framhjá varðliðunum sem sannar að þið þekkið iykilorðið til að komast aftur til baka. Greinið mér frá því, þá skal ég sleppa ykk- ur.“ Vinirnir stóðu náfölir og þegjandi en hendumar skulfu örlítið af taugaóstyrk. Foringinn hélt áfram: „Enginn mun kom- ast að því og þið getið farið rólegir heim. En ef þið neitið, verðið þið umsvifalaust drepnir. — Veljið.“ Þeir stóðu hreyfmgarlausir og mæltu ekki orð. Prússinn benti sallarólegur báðum hönd- um út yfir ána og sagði: „Hugsið ykkur um! Að fimm mínútum liðnum liggið þið á ár- botninum. Eftir fimm mínútur. Þið eruð fjöl- skyldumenn, er ekki svo?“ Valérien-fjall þrumdi. Veiðimennirnir þögðu. Þjóðveijinn gaf skipun á eigin tungu- máli, færði síðan stólinn fjær föngunum. Tólf menn gengu fram, tóku sér stöðu í tuttugu skrefa fjarlægð og settu niður byssuskeptin. Foringinn sagði „Ég gef ykk- ur einnar mínútu frest, ekki sekúndu leng- ur.“ Hann spratt á fætur, gekk til Frakk- anna, tók undir handlegginn á Morissot, dró hann afsíðis og hvíslaði. „Fljótur, lykilorðið. Vinur þinn þarf aldrei að komast að því. Ég læt sem mér hafi snúist hugur.“ Moris- sot svaraði engu. Þá leiddi Prússinn Sauvage til hliðar og spurði hins sama. Monsieur Sauvage svar- aði ekki. Þeir stóðu aftur hlið við hlið, vinirnir. Foringinn gaf skipun. Hermennirnir lyftu rifflum sínum. Morissot varð litið á netpokann fullan af fiskum í grasinu rétt hjá sér. Sólargeislarn- ir glitruðu á þeim, fiskarnir voru enn Iif- andi. Honum féllust hendur. Augun fylltust tárum þótt hann reyndi að harka af sér. „Vertu sæll, monsieur Sauvage!" sagði hann sundurslitnum orðum. Monsieur Sauvage svaraði: „Vertu sæll, monsieur Morissot.“ Þeir tóku hvor í annars hönd, ósjálfráður skjálfti, sem þeir gátu ekki hamið, fór um þá frá hvirfli til ilja. „Skjótið!" hrópaði foringinn. Tólf skot gullu. Monsieur Sauvage féll fram yfir sig eins og drumbur. Morissot, sá hærri, riðaði, sner- ist á hæli og kom niður þvert á félaga sinn, andlitið horfði til himins, blóð spýttist úr brjósti hans og litaði treyjuna. Þjóðveijinn gaf aðra skipun. Hermennirnir hurfu á braut en komu von bráðar aftur með steina, bundu við fætur hinna látnu og drógu þá að ár- bakkanum. Velérien-fjall rumdi án afláts, tindurinn hulinn reykjarmekki. Tveir hermenn tóku undir herðar og hæla Morissots, aðrir tveir monsieur Sauvage á sama hátt. Þeir sveiflu líkunum í boga út yfir ána, fæturnir komu fyrst nið- ur, steinarnir drógu þau í kaf. Vatnið ókyrrðist, öldur bárust að bakkan- um, svo varð allt slétt á ný. Blóðflekki bar niður ána. Foringinn sagði jafnrólegur og fyrr: „Þar fá fiskarnir sitt!“ Gekk síðan heim að húsinu. Allt í einu varð honum litið á netið fullt af fiski, þar sem það Iá í grasinu. Hann tók það upp, skoðaði, brosti og kallaði: „Wil- heltn!“ Hermaður með hvíta svuntu kom hlaup- andi. Prússinn fleygði til hans afla veiði- mannanna tveggja sem ekki voru lengur í iifenda tölu og sagði: „Steiktu þessar bröndur áður en fer að slá í þær. Þetta er fínn matfiskur." Síðan tróð hann í pípu sína, stakk henni upp í sig og kveikti í. Gylfí Pálsson þýddi Er skreytingin að koma inn úr kuldanum? Nokkur orð um sýningu Mari Rantanen í Norræna Húsinu Þegar litið er yfir myndlistarsöguna má sjá, að skreyting sem sjálf- stæður þáttur hefur átt misjöfnu gengi að fagna. í löndum Islams hefur beinlínis verið byggt á skreytingu, enda bannað að gera eftirmyndir af fólki. Forn-Grikkir fóru varlega með þennan þátt, en slepptu honum ekki og í list frumstæðra jrjóða hefur skreytingin verið í fyrirrúmi. Ur okkar eigin arfi má benda á víkingalist- ina með allskonar fléttuskrauti og orna- menti, sem beitt var á afar listrænan hátt. Svo sem sjá má á Þjóðminjasafninu, var skreyting öldum saman megin viðfangsefni í íslenzkum vefnaði og að hluta til í mynd- skurði einnig. í þessu efni eigum við mikinn arf. Um aldamótin síðustu varð til liststefna, nefnd Jugendstíll eða Art nuveau eftir mál- svæðum. Þetta var afar rómantískur stíll, kannski undir áhrifum af bjartsýni aldamót- anna. Þar var byggt á mjúkum línum, sem oft enduðu í fléttum og voru hreinræktuð skreytilist. Þessi stefna varð ekki langlíf. Fullkomin andstaða hennar, kúbisminn varð boðorð tízkunnar frá París og í framhaldi af honum kom geómetrísk strangflatalist. Rómantík hefur ekki átt uppá pallborðið í myndlist og skreytingar hafa verið bannorð. Ef eitthvað hefur verið alveg úti í kuldan- um, þá er það skreytingin sem þáttur í myndlist. Því er minnst á þetta hér, að nú er að byija' í Norræna Húsinu sýning á verkum ungrar finnskrar listakonu, sem heitir Mari Rantanen. Hún er ein af fjölmörgum, sem hafa reynt að endurnýja abstraktið og verð- ur að viðurkenna, að þessi tilraun hennar til þess er ólík flestu sem sést hefur í þá veru. Um leið vekur athygli, að Mari Rant- anen er hvergi smeyk við þá fordóma, sem einmitt postular hinnar óhlutlægu myndlist- ar höfðu gegn hverskonar skreytingum. Fljótt á litið gæti áfiorfandanum sýnst, að hér væru vefmyndir. Svo mjög sveija mynd- irnar sig í ætt við þá skreytilist, sem gjarn- an var beitt í vefnaði. Eins og sést á mynd, sem hér fylgir með, notar Mari Rantanen nákvæmlega útfærða skreytingu sem and- stæðu við fijálst rennsli litarins á vinstri helmingi myndarinnar. Mari Rantanen er fædd 1956, menntuð í heimalandi sínu og New York. Líkt og margir ungir myndlistarmenn núna, hefur hún verið geysilega dugleg við sýningarhald og haldið 15 einkasýningar á Norðurlöndum. í formála í sýningarskrá kallar Halldór Björn Runólfsson listfræðingur afstöðu Mari Rantanen „hetjulega", vegna þess að „samkvæmt ritningu tímans þykir mynstur- gerð miður góð þótt formfræði sé vegsöm- uð. Mynstur er talið of skrautlegt, of fág- að, og fágun er of nákomin siðmenntun“. Ennfremur segir Halldór Björn, að lista- konan bjóði birginn „allsráðandi hughyggju og strangri formhreinsun, sem saman mynda boðorð dagsins“. gs. Málverkin þtjú sem hér eru prentuð, eru öll eftir Mari Rantanen og eru á sýningu hcnnar í Norr- æna Húsinu. Þau eru öll máluð með acryl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.