Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Page 13
FEREHBIáÐ
LESBÓKA R
8. SEPTEMBER 1990
Vezelay
Pamplona^^
'** Lorgono
Burgos
Santiago
Jde Compostella
Götnlu pilagrímaleiöirnar
til Santiago — ?
de ComposteUa
París
Biscayaflói
Le Puy
Arles
Miðjaróarbaf
MbUKG
Stytta af heilögum James í
Puente la Reina, Navarra.
Auðmjúkur pílagrímur prýðir
dómkirkjustöpulinn í Santiago.
1000 ára pflagrímsvegur
yfir Pýrenealjöll
Frá París til Santiago de Compostella — eftir fyrstu ferðamannaleið
Evrópubúa til Spánar, sem fáir íslenskir Spánarfarar þekkja
Á tímum kaþólsku kirkjunnar hér á landi lögðu menn mikið á
sig til að fá syndayfírbót lijá páfanum í Róm. Og á tímum kross-
fara streymdu pílagrímar til hinnar helgu borgar Jerúsalem. Öll
heimsbyggðin þekkir Jerúsalem og Róm. En færri þekkja þriðju
pílagrímsborgina, Santiago de Compostella á norðvesturhorni
Spánar. í haust gefst íslendingum kostur á að fara þangað í
skipulagðri hópferð, frá París, yfir Pýreneaijöll, eftir 1000 ára
pílagrímaslóð, sem er vörðuð klaustrum og kirkjum.
Pílagrímakrossinn í Roncesval-
les.
Um aldir hefur leiðin yfir Pýr-
eneafjöll til Santiago verið fjölfar-
in — áður af pílagrímum, nú af
ferðamönnum, allt frá upphafi 9.
aldar, þegar grafhýsi heilags Jak-
obs eldra fannst í þéttu skóglendi
Galisíu. Til eru sagnir um íslenska
pílagríma á þessari leið. Heilagur
Jakob var píslarvottur í Palestínu
og líkamsleifar hans voru fluttar
af heittrúuðum lærisveinum til
Spánar. Þegar í stað var kirkja
byggð umhverfis grafhýsið. Og
hin heilaga borg, Santiago de
Compostella, reis umhverfis helgi-
reitinn.
Og vegurinn til Santiago frá
meginlandinu opnaðist — líkt og
fyrsta ferðamannaleiðin — strax
á rómönskum tíma. Ferð Gott-
skálks biskups í fararbroddi
franskra pílagríma árið 950 varð
upphaf að pílagrímsferðum, sem
öid eftir öld tengdu ólíkar þjóðir
saman og fluttu menningar-
strauma á milli. Frá hinu mikla
benediktínaklaustri í Cluny í
hjarta Búrgund streymdu pening-
ar til bygginga á kiaustrum, kirkj-
um og sjúkrahúsum, til dýrðar
heilögum Jakob, meðfram
pflagrímsieiðinni að skríni hans.
Fyrsti upplýsingabæklingur
fyrir ferðamenn var ritaður á mið-
öldum fyrir ferðamenn þess tíma,
pílagrímana á leið til Compostella.
I honum eru gefnar upplýsingar
um færð á veginum, greiðastaði,
vatnsból, einkenni íbúa og siðvenj-
ur, frægar kirkjur ... og upplýs-
ingaritið endar á háfleygri lýsingu
á Compostella og hinni frægu
basilíku með skríni heilags Jak-
obs.
Á hveijum degi urðu pflagrímar
vitni að nýjum véfréttum eða
kraftaverkum fyrir milligöngu
dýrlingsins. Hætt við að ferða-
menn nútímans séu ekki eins trú-
aðir. En þeir horfa á sama lands-
lag, sömu byggingar, sömu list-
muni og pílagrímarnir gerðu. En
gististaðir hafa verið endurbættir
og leiðin að helgiskríninu tekur
skemmri tíma.
Kirkjur og klaustur í fótsporum
pílagrímanna eru þverskurður af
mörgum fallegustu byggingum
miðalda og sýna rómversk, got-
neskan, endurreisnar- og bar-
okkstfl. Innan dyra eru verðmætir
listmunir. Og nú gista ferðamenn
í klaústrum eða köstulum, sem
mörg hver hafa breyst í glæsileg
hótel, paradores. „Paradorinn" í
Santiago var byggður sem gisti-
staður fyrir pílagríma á 16. öld,
þegar ísabella og Ferdínand ríktu.
Enn hýsir hann ferðamenn og nú
sem 5 stjörnu hótel.
Það er ferðaskrifstofan Land
og saga sem stendur fyrir ferð í
fótspor pílagrímana, 3.-17. októ-
ber. Lagt er upp og endað í París.
Dvalið þijá daga í Santiago.