Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Page 2
Á víð og dreif Farand- verka- menn Farandverkamenn eru nú talsverður hluti vinnuafls margra Evrópuríkja. Þetta fólk kemur einkum úr þeim ríkjum, þar sem atvinnutækifæri eru ónóg og laun mjög lág. í iðnríkjum Evrópu vinnur þetta fólk fyrir lífvænlegum launum og getur einnig styrkt sína nánustu heima fyrir, ef skylduliðið hefur ekki flust allt til Evrópu. Hér á landi hefur nokkuð borið á því undan- farið í sambandi við væntanlega inngöngu íslendinga í EB, að ef svo færi þá myndi landið fyllast af farandverkamönnum, sem myndu keppa við íslenskar vinnustéttir um atvinnutækifæri. Streymi vinnuafls milli ríkja EB er fijálst samkvæmt reglum Efnahags- bandalagsins. Eins óg nú hagar hér á landi, þá munu iágmarkslaun „hinna vinnandi stétta“ hvergi vera lægri, sé miðað við iðnríki Vesturlanda. Farandverkamenn sem vinna í þeim ríkjum vinna fyrir snöggtum meiri laun- um en íslenskir starfsbræður þeirra á vinnu- markaði. Þar sem íslenska lýðveldið er lág- launasvæði, sem hefur ekki ráð á að borga lífvænleg lágmarkslaun og menn vinna þau upp með mikilli yfirvinnu, stundum með „óunninni yfirvinnu" sem er reiknuð til launa einkum innan ríkisgeirans, þá kemur í ljós að jafnvel með miklu vinnuálagi, unnu eða óunnu, ná laun hér á landi ekki lífvænlegum launum farandverkamanna frá Tyrklandi, Portúgal, Júgóslavíu eða Asíuiöndum í EB- löndunum. Vegna þessa er ótti um innstreymi Asíu- fólks, Tyrkja eða jafnvel araba ástæðulaus, þessar ágætu þjóðir sækjast eftir lífvænlegum launum fyrir vinnu sína og myndu því aldrei keppa við íslenskar vinnustéttir á vinnumark- aði hér á landi. Auk þess eru þessar þjóðir haldnar annars konar vinnu-siðmenningu en þegnar íslenska lýðveldisins upp til hópa. Það er í sjálfu sér eftirtektarvert, því að tii skamms tíma hefur þrælahald verið viðloða í arabískum og asíöskum samfélögum, en ekki er annað vitað en að þrælahald hafi verið afnumið hér á landi fyrir um 1000 árum. Svo er önnur hlið á þessu máli, sem er streymi íslenskra vinnustétta, einkum til Norðurlanda. Verkamenn, læknar og tækni- menntaðir menn leggja gaman leið sína til nágrannalandanna í leit skárri úrkosta til lífsframfæris, en stéttarsystkinum þeirra býðst innan íslenska lýðveldisins. Þar koma til samskonar orsakir og hrekja Tyrki, Asíubúa, araba og Portúgala úr sínum heima- högum í samskonar tilgangi. Einnig má minn- ast á vinnumat þeirra erlendu aðila, sem reka hér fýrirtæki í annarra eigu en ríkis eða íslenskra vinnuveitenda, þar eru laun talsvert hærri en tíðkast í íslenskum fyrirtækjum. Þar er miðað við lægstu laun, sem greidd eru í samskonar fyrirtækjum erlendis. Eins og nú hagar til er niðurstaðan sú að allur ótti við samkeppni erlendra vinnustétta á íslenskum vinnumarkaði er hreint rugl. Auk þess sem eftir er að semja um undanþágur og vamagla varðandi væntanlega inngöngu í EB. Þeir sem hæst geipa um og magna þessa grýlu gengur það eitt til að afla sér fylgis, og að venju á fölskum forsendum. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Það er lífshættu- legt að fá of lítinn svefn Líf nútímamannsins, sem í 24 stundir á sólarhring streitist við að koma öllu í verk, sem hann þarf að gera eða telur sig þurfa að gera, fær hann til þess að stytta svefntímann. Það er bæði hættulegt og dýrt að mati James Maas, yfirmanns sálfræðistofnunar Cornellháskóla í Bandaríkjunum. Meira en 100 milljónir Bandaríkjamanna stytta svefntíma sinn um eina til tvær klukkustundir á sólarhring til þess að fylgj- ast með eða ná einhveiju settu marki. Að áliti vísindamannanna ættu allir að fá um það bil 8 tíma svefn á hverri nóttu. Það er ekki nokkur vafí á því að neikvæðar afleiðingar of lítils svefns em miklar. Fólk verður slappt. Það skortir frumkvæði og hugmyndaflug, verður eftirtektarlaust og gerir mistök. Alríkisumferðarráð Bandaríkjanna sem fylgist með umferðaröryggi í lofti og á láði og legi í landinu hefur komist að þeirri niður- stöðu að í 69 flugslysum, sem urðu þar á árunum 1983-1986, var svefnleysi annað hvort meðvirkandi orsök eða aðalorsök þeirra. Þessi slys kostuðu 67 manns Iífið. Kjarnorkuslysið á Three Midland Island varð klukkan 4 að nóttu til, slysið í Tjemo- byl klukkan 2 eftir miðnætti og ófarimar í Bhopal um miðnætti. Svona má halda upp- talningunni áfram ef vill. Um það bil 20 milljón Bandaríkjamenn vinna vaktavinnu þar sem einnig er unnið á nóttunni. 55% þeirra sofna í vinnunni a.m.k. einu sinni í viku. Það gerist hvorki í vinnuhléum né þegar fólkið á þess kost að leggja sig útaf. Nei! það gerist þegar það er að reyna að vinna. í annarri rannsóknarmiðstöð komust menn að þeirri niðurstöðu að fólki, sem hefur unnið vaktavinnu í meira en 5 ár, sé helmingi hættara við að eiga í erfíðleikum vegna blóðrásar- og meltingartruflana en fólki sem vinnur að deginum. Samkvæmt því sem James Maas segir er það sannað að fólk, sem fær of lítinn svefn langtímum saman, lifír að jafnaði 8-10 árum skemur en aðrir. Menntaskólanemendur í efri bekkjum þurfa 10 tíma svefn ef þeir eiga að vera í góðu formi að deginum. Svefntími þeirra er að meðaltali 6,1 stund. Það er ekki að undra þótt þeir sofni í kennslustundunum. Allt að 30% menntaskólanema í Banda- ríkjunum sofna að minnsta kosti einu sinni í viku í kennslustundum. Erfðavísir sem veldur alkóhólisma er fundinn Lengi hefur verið deilt um það hvort drykkju sýki er arfgeng eða eigi rót sína að rekja til umhverfísins. Margir eru þeir sem hafa hald- ið því fram að lyndisein- kunn alkóhólista væri einstaklega veikgerð og það sé ekki um annað að ræða fyrir þá en að taka sig bara saman í andlitinu. Nú hafa tveir banda- rískir vísindamenn fundið erfðavísinn sem veldur drykkjusýki. Það hefur sem sé verið upp- götvað að sjúkdómur- Erfðir eiga meiri þátt í því en venjur á æskuheimili, að áfengisflaskan tekur við af kókfloskunni þegar einstakl- ingurinn fullorðnast. inn er arfgengur. Þessi athyglisverða upp- götvun styður kenninguna um að drykkju- sýki sé Iíkamlegur sjúkdómur, sem viðkom- andi persóna á erfítt með að ráða bót á. Vísindamennimir báru saman heilasýni úr 70 líkum. Helmingur þeirra hafði verið áfengissjúklingar en hinn helmingurinn hafði umgengist áfengi í hófí í lifanda lífí. Vísindamennimir voru að leita að svonefnd- um móttöku-erfðavísi (Dopamin D2) sem ákvarðar hæfni fmmnanna til þess að taka við hinu gamla og góða dopamíni. (Þetta dopmín er eitt af fjölmörgum boðefnum heilans og skortur á því er m.a. talin valda Parkinsonsveiki). Það hefur áhrif á nautna- þörf mannsins og gegnir þýðingarmiklu hlutverki við að koma boðum á'milli heila- fmmnanna. Það kom líka á daginn að fyrstnefnda dópamínið (D2) yar aðalorsök drykkjusýk- innar, þar sem þessi erfðavísir fannst hjá 77% þeirra sem voru drykkjusjúklingar en aðeins hjá 28% þeirra sem aldrei höfðu ánetj- ast áfenginu. Vísindamennimir leggja þó áherslu á að þessi uppgötvun útskýri ekki sjálfkrafa allar tegundir drykkjusýki. Áfram verða menn að viðurkenna að umhverfíð eða vissir um- hverfísþættir geta haft sitt að segja. Góð systkini gera ellina léttbærari Náin tengsl systkina í æsku em að því er virðist skilyrði fyrir ham- ingjuríkum elliáram. Þetta er í öllu falli niðurstaðan af rann- sóknum vísindamanna á 173 bandarískum karl- mönnum, sem þeir hafa fylgst með frá því þeir vora um 18 ára gamlir og þangað til þeir nýlega náðu 65 ára aldri. Önnur niðurstaða, sem fékkst í rannsókn- inni, var að menn sem höfðu fengið lyfja- meðferð með taugameðulum þegar þeir vora innan við fimmtugt spjara sig illa þegar þeir eldast. Um 1940 vora 204 karimenn valdir úr stúdentahópnum við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum. Þeir vora allir hraustir bæði til sálar og líkama. Umhverfí og að- stæður ungmennanna í æsku vora kannaðar með samtölum við foreldra þeirra. Síðan vora þeir rannsakaðir með jöfnu millibili ýmist af læknum eða sálfræðingum. Að síðustu, þegar þeir höfðu náð u.þ.b. 65 ára aldri, var líkamlegt heilbrigðisástand svo og félagsleg og sálfræðileg aðlögunarhæfni þeirra metin. A rannsóknartímanum hafa 23 úr hópn- um látist og nokkrir dottið út úr rannsókn- inni af öðram ástæðum. Rannsóknarverkefnið skilaði af sér mjög miklu magni af upplýsingum til tölvu- Þjóðfræði í Háskóla íslands ATHUGASEMD eftir Jón Hnefll Aðalsteinsson í Lesbók Morgunblaðsins 29. september sl. birtist viðtal við dr. Finn Magnússon þjóð- háttafræðing. í þessu viðtali vék dr. Finnur að stöðu þessarar fræðigreinar við Háskóla íslands og lýsti henni á þann veg að ekki verður komist hjá því að gera nokkrar at- hugasemdir við orð hans. Hann var spurður að því hvers vegna hann hefði ekki stundað nám sitt á íslandi og svarði því til, að um það leyti sem hann hóf háskólanám hafí ekki verið um slíkt nám að ræða og bætti við: „En það er enn þannig heima að það er lítið hægt að mennta sig í þessum fræðum svo orð sé á gerandi.“ (bls.4.) í niðurlagi viðtalsins hnykkir dr. Finnur enn á þessum ummælum og segir þá: „Og þjóðháttafræði eins og ég þekki hana er enn ekki til á Islandi. Þar er við lýði ein- hvers konar blanda af íslenskum/norrænum fræðum, listasögu, fornleifafræði o.s.frv. Þetta verða einhvers konar popúliskar bók- menntir án verulegs fræðilegs framlags. Að gera vísindin á þann hátt aðgengilegri almenningi er í sjálfu sér mjög jákvætt. En menn mega ekki gleyma sér alveg þar, til þess að séríslensk reynsla njóti sín til fulls verður að tengja hana alþjóðlegum rann- sóknum og umræðu. Munurinn á þjóðhátta- fræði heima og annars staðar er svo geipi- legur að ég held að ég hafí ekkert heim að sækja hvað það varðar. En trúlega breytist þetta fljótlega, menn átta sig á því heima að þeir lenda á skjön við alla umræðu og þá held ég þetta hljóti að breytast." (bls. 5.) Þannig hljóðaði dómur dr. Finns Magnús- sonar. Staðreyndir málsins era hins vegar í stuttu máli sem hér segir: Fyrir nokkrum áram var þjóðfræði tekin upp sem aukagrein í Háskóla Islands og nú nýlega hefur hún verið gerð aðalgrein. Námið í þjóðfræðinni er byggt upp af þrem- ur megingreinum þjóðfræðinnar, þjóðsagna- fræði, þjóðháttafræði og þriðju greininni þar sem fjallað er um samfélag liðins tíma. Er reynt að gera öllum þessum þáttum jafn- hátt undir höfði, en viðfangsefni í BÁ-rit- gerð geta stúdentar tekið úr hveijum þætt- inum sem vera skal, þjóðsaganfræði, þjóð- háttum eða þjóðlífi. Kröfur þjóðfræðináms- ins í Háskóla Islands era í öllum meginatrið- um nákvæmlega þær sömu og gilda í þjóð- fræði við háskóla í öðrum löndum. Þess má að lokum geta að ugplýsingar um nám í þjóðfræði við Háskóla íslands er að finna í Kennsluskrá Háskólans og þar er einnig skrá um helsta lesefni sem stúd- endum er ætlað. Höfundur er dósent í þjóðfræði við Háskóla Islands. Tengslin við systkini skipta jafn miklu máli fyrir sálarlega og félagslega vel- ferð eins og gæði bernskuheimilisins í heild. vinnslu. Nokkur atriði hafa greinilega meiri áhrif en önnur á heilbrigði og félagslega aðlögun, þegar einstaklingurinn er að kom- ast á eftirlaunaaldurinn. Það var t.d. hægt að sjá tengslin á milli meðal ævilengdar foreldra og afa og ömmu og viðkomandi manns. Það kom á óvart að sambandið milli systk- ina á æskuheimilinu reyndist hafa alveg eins mikil áhrif á félagslega og sálarlegtj. vellíðan eldri karlmanna eins og kostir heim- ilisins í heild. Við fyrri rannsóknir, þegar karlmennimir vora undir fimmtugu, var ekki hægt að greina þessi tengsl. Það lítur því út fyrir að samvistin við bræður eða systur í æsku hafí þeim mun meiri þýðingu því eldri sem maður verður. Það kom minna á óvart að rannsóknimar sýndu að það var lélegt veganesti til elli- áranna að hafa verið alkóhólisti fyrir fímm- tugsaldurinn eða haldinn þunglyndi, sem hefur verið meðhöndlað með róandi pillum eða taugalyfjum. Eins og forstöðumenn rannsóknarinnar benda réttilega á í skýrslu sinni eru 173 karlmenn ekki einkennandi fyrir allan íbúa- fjölda landsins. Þátttakendurnir í rannsókn- inni vora allir við upphaf hennar hraustir, greindir og til þess að gera vel settir fjár- hagslega. Dánartíðni í hópnum, sem fylgst var með, var helmingi minni miðað við 65 ára aldur en meðaldánartíðni fólks almennt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.