Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Side 6
Að þessum punktí
sem skapar jafnvægið
Með Jóni Guðnasyni og félögum á farskipinu Reykjafossi í aprfl 1990
I. Skip Er Lítill Staður
Landgangnum er svipt burtu. Hann er hífður upp
og skipið mjakast frá. Eitthvað brestur milli
mín og lands. Nálægðin. Mér finnst frelsið eitt-
hvað þungt. Mér finnst hann sem stendur eftir
á bryggjunni vera fangi landsins. Svíþjóðar.
Sjórinn er lygn og ísland
lygnt í fjarska. Eitthvað
barnslegt grípur um sig.
Stýrimaður stefnir á
Reykjanestá. Leiðin
tekur sinn tíma. Nú er
það Miðnessjór og þarna
erþað sem fískimenn
kalla Garðsjó. Dagurinn
flýtir sér ekki, síðasti
vetrardagur.
Eftir KRISTÍNU
BJARNADÓTTUR
Dagurinn er föstudagurinn iangi og skip-
ið er Reykjafoss. Það var við landfestar í
Gautaborg snemma í morgun. Byijað að
losa klukkan sjö, með einu gengi og land-
krana, þótt annars væri kyrrlátt í höfninni
vegna helgidagsins. Laust fyrir hádegi var
lokið við að lesta og það á að halda áfram
til Noregs. Að öllu jöfnu tekur Reykjafoss
ekki vandalausa um borð, sem farþega, en
af því mér lá lítið við, nefndi ég nafn Jóns
Guðnasönar skipstjóra. Og nú flýt ég með.
Það_ er hlýtt í lofti, sólskin og hægviðri.
Vor. Ég stend á dekkinu og veifa sænska
skeijagarðinum með augunum þegar siglt
er út Alvsborgsfjord. Þegar ég stend þama
eins og túrisjt á lystisnekkju, hugsa um elds-
voða og kafbáta og góni svo á alla þessa
vorkyrrð, rennur það upp fyrir mér að hér
er enginn farþegi. Enginn stendur aðgerðar-
laus nema ég. Hér hafa allir hlutverk. Þekkj-
ast. Og svo er ég. Á ieið heim til íslands,
kannski að kveðja föður minn. Veit að nú
er það alvara. Eitthvað er alvara. Eitthvað
sem ég á eftir að komast að, bæði í vöku
og draumi. Hvaðan maður kemur og hvert
maður fer verður allt eins og örlítið skýrara
á sjó en í lofti, þegar flogið er á svipstundu
af einum stað á annan.
Farkosturinn er þijú þúsund sjö hundruð
tuttugu og sex tonna gámaskip (brúttó),
sem breyta má í stórflutningaskip, smíðað
í Hamborg 1979 og leigt þaðan en skráð í
Antigua. Haraldur Ingólfsson yfirvélstjóri
sýnir mér inn í undraheima vélarrúmsins,
síðar í ferðinni, en það sem drífur þennan
furðulega jámkassa áfram er fjögurra
strokka vél, fj ögur þúsund hestafla. Örtölv-
ur sinna ýmsu og alls em hundrað og fimmt-
án þreifarar á sjálfvirkri vakt. Kallvaktin
vaknar við ýlfur í flautu, ef eitthvað er
ekki nákvæmlega eins og það á að vera,
svo vélstjóramir þrír geta blundað allir í
senn að loknum vinnudegi. Svo ömggt er
sjálfvirka viðvörunarkerfið. Það segir Har-
aldur. Nánustu samstarfsmenn hans í
páskatúrnum em vélstjórarnir Öm Engil-
bertsson og Gústaf B. Pálmason.
Á svona fallegrí föstudagssiglingu um
Skagerak, út af Víkinni sem Víkverjar vom
kenndir við, finnst mér aumt ef ég næ ekki
að þekkja farmennina ellefu með nöfnum.
En þeir em eins og allstaðar og hvergi á
þessum vinnustað og heimili sem skipið er.
Og hver og einn er nefndur margt.
Maggi bátsmaður, sem heitir fullu nafni
Magnús Gunnarsson, fræðir mig á að ef ég
heyri háseta tala um „helvítis fíflið“, þá sé
það líka hann. Auðskilið mál þegar maður
veit hver skipar hveijum fýrir um borð. Að
kunna að bölva yfirmanni eða verkstjóra
getur verið gott. Hér em fjögurra tíma vakt-
ir hjá hásetunum þrem og sá fjórði lánar
mér káetuna sína án þess að vita af því,
hann er í fríi heima á Islandi. Klukkan tólf
og klukkan sex eru vaktaskipti í brúnni, á
matmálstímum, miðnætti og meðan flestir
sofa á siglingum, eða fjórum sinnum á sólar-
hring. Nú em það Sigurður Sveinsson og
Árni Karlsson, sem leysa hvor annan af.
„Það er sagt þú hafir komist að því að
þú sért eini farþeginn um borð,“ segir Ólaf-
ur Jensson háseti og brosir laumulega, þeg-
ar við kynnum okkur í sólinni úti á dekki.
„Já, já, maður er eins og hver annar asni,
ég var augnablik um borð í skemmtiferða-
skipi, fannst mér.. .“ Ég blaðra eitthvað
áfram meðan ég reyni að rifja upp hvar ég
hafí látið í ljós hug minn fyrir stundu. Eina
niðurstaðan sem ég fæ er: Skip er lítill stað-
ur.
Um kvöldmatarleytið er siglt um Koster-
fjord. Enginn dansar á dekkinu í dag. Ekki
heldur brytinn. Hann heitir Erlingur Hauks-
son og hefur öðm að sinna. Nefnilega steik-
inni, sem ég held hann sé búinn að gæla við
í allan dag og sjálfsagt lengur. Hann kann
sitt fag, og það svo vel að mér dettur í hug
hvort hinir tíu viti allir af því hvað þeir
borði góðan mat. Svo margt sem verður
sjálfsagt á litlum stað. Og ég fer upp í brú
til að horfa. Til að missa ekki af kvöldinu
meðan sólin er að setjast. Horfi á stýrimann-
inn, Sigga Sveins, stjóma vandasömum valsi
milli skeija. Hann stýrir eftir landsýn. Sólin
er að síga bak við norsku tijátoppana á
skeijunum og lítil vinaleg hús falla hvert
af öðm í skuggann. Siglingaleiðin er þröng
og við erum skringilega nálægt landi á þetta
stóm skipi. Stýrimaðurinn bjargar mér frá
því að verða strandaglópur í huganum, seg-
ir ristuna vera sex metra og dýpið fimmtíu,
bara nokkra faðma frá landi,
Jón skipstjóri er kominn upp í brú og
bregður upp sjónaukanum: Nú ætti lóðsinn
að vera á leiðinni. Það er hann líka, fyrst
eins og lítill depill á Óslófírðinum, svo eins
og bátur sem loks smeygir sér upp að skips-
hliðinni og hafnsögumaðurinn frá Fredrik-
stad vippar sér um borð. „Ég treysti honum
fullkomlega fyrir stjóminni, en það er ég
sem ber ábyrgðina ef eitthvað ber útaf,“
segir Jón. „Sama hvað gerist, ég ber ábyrgð-
ina.“ Hann segir að nú eigi að taka því
rólega í kvöld, en fyrst þegar við liggjum
við landfestar í Fredrikstad. í rnorgun var
hann eini maðurinn um borð sem ég var
nokkurn veginn málkunnug og það er hann
enn. Þrátt fyrir vingjamlega framkomu
hvers og eins, hef ég ýmist á tilfínningunni
að mér gæti orðið á að tmfla menn, eða
þá að ég veit ekki hvernig ég á að bera
mig að, án þess að valda vitleysum og mis-
skilningi. Veit bara að hér ríkja óskráð lög
sem ég ekki þekki.
Það eru ekki margar hafnir sem legið er
í heila nótt. Og mín gamla götótta hugmynd
um sjómenn í millilandasiglingum tekur
stakkaskiptum aðra hverja klukkustund.
Enginn virðist eiga sérstakt erindi í land.
Og því skyldu skipveijar ekki geta verið
sjálfum sér og hver öðrum nægir, þegar
loksins má gera sér glaðan dag? Það er
safnast saman í einni og annarri káetu,
sagðar sögur af svarta genginu og því hvíta,
búin til ævintýri úr löngu liðnum atburðum
og gerðar skrýtlur úr næstum því engu.
Gamanyrði sem þarf að þýða fyrir þann sem
ekki var með. Það eru rauluð norræn stef
og einkum íslensk. Niðri í messa er sjónvarp-
ið, Vikivaki sýndur einmitt þetta kvöld, óp-
eran þeirra Atla Heimis og Thors Vilhjálms-
sonar. Þótt söguleg samhengi verði brota-
kennt í höfninni þá er ofur notalegt að sjá
gamalkunnug andlit, sem minna mig á hvert
ég er að fara.
Þegar ég fer til koju, geng ég fram á tvo
háseta. Nágranna mína á neðstu hæðinni.
Þeir eru að koma úr göngutúr í næsta ná-
grenni hafnarinnar, koma beint inn úr vor-
golunni og dimmunni, allsgáðir og yndisleg-
ir. Ekkert að leggja það á sig að reyna að
samlagast norsurunum, þótt ungir séu, eða
rétt um þrítugt. Þeir segjast vera kallaðir
Gunni og Lenni. Og stundum Gunni og
Steini, eða þá Lenni og Drengurinn. Og
vera hvor öðrum næstir á sjó, hvort sem
þeir eru saman á vakt eða annar á frívakt
að festa tölur á flík fyrir hinn. Lenni vill
tala um bækur, er smekkmaður á bókmennt-
ir, og býður mér lesefni til láns. Hann seg-
ist sjá um bókasafnið, en segir Drenginn
sjá um disketturnar. Þeir eru fyndnir félag-
ar. Steinþór Hreinsson og Gunnar Eyþórs-
son. Þeir viðurkenna alveg að það sé pínu-
lítið þvingandi að hafa farþega um borð,
að þurfa að vera á varðbergi, vanda orð sín
ef þau eiga ekki að misskiljast. Hér eru
menn búnir að vinna saman svo árum skipt-
ir, lítið um breytingar á áhöfninni. Allir
þekkjast á þessu heimili, það er málið. Og
svo verður hver að hafa einhvern sér næst-
an, sem þekkir mann best, þegar eitthvað
bjátar á. Það segja Lenni og Drengurinn.
IL í Noregi Og á NORÐURSJÓ
„Að koma hingað er eins og að koma
heim til sín,“ segir skipstjórinn og ég elti
hann í land. Til að sjá og heyra eitthvað
6