Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Page 9
Vínaróperan við „Hringinn“ í miðju Vínarborgar, önnur háborg klassískrar tónlistar og ein af fjórum óperum í heiminum,
þar sem söngvurum þykir bvað eftirsóknarverðast að komast á samning.
Tónlist Jóhanns Strauss er framar öllu
öðru tengd Vínarborg. Þessi rómantíski
minnisvarði hefur verið reistur tón-
skáldinu í heimaborg hans.
T ónlistar-
bylting í
V ínarborg
Lifir Vínarborg á forni frægð í tónlist? Svo kann
að virðast. Sannleikurinn er hins vegar sá, að
þar er nú á ferðinni tónlistarbylting, sem um-
heimurinn þekkir lítið til. Og hvað er það þá,
sem þarna er að gerast? Hvað er nýtt í þeirri
Vínarborg var að verða
að yndislegri
endurminningu um
ástsæl tónskáld og
stjórnendur. En nú hafa
menn þar í borg horfst í
augu við hina íhaldssömu
ímynd og gert stórátak í
þá veru að smm
þróuninni við. í þeim
tilgangi hefur verið efnt
til tveggja nútíma
tónlistarhátíða, sem fram
fara árlega.
Eftir JÓSEF
KA-CHEUNG FUNG
heimspeki, sem að baki býr, markaðsaðferð-
unum og áhrifum þeim, sem slík bylting
hefur í för með sér og sem aðrar borgir
gætu lært af?
Fyrsta janúar á ári hveiju horfa milljónir
sjónvarpsáhorfenda um víða veröld á Nýárs-
tónleikana, sem eru sendir út frá hinum
gullna nítjándualdarsal Musikverein, þar
sem leikin er rómantísk tónlist eftir Strauss-
ijölskylduna — valsakóngana. Tónlistin er
flutt af kjarna 19. aldar hljómsveitarinnar,
Fílharmóníusveit Vínarborgar. Söfnin, sem
komið hefur verið upp í fyrrverandi híbýlum
Mozarts, Beethovens og Schuberts, víðsveg-
ar um borgina, draga að sér fjölda ferða-
manna. Vínaróperan, sem nýtur hefðbund-
innar virðingar sem eitt helsta óperuhús
heimsins, er nú orðin að áfangastað píla-
grímsins fyrir þá óperuunnendur, sem láta
ekki hrífast af neinu því, sem samið hefur
verið eftir daga Puccinis. Það eitt að nefna
þetta musteri tónlistarinnar er nóg til þess
ad í hugann streymi myndir hinna gömlu
risa á sviði hljómsveitarstjómar — ég nefni
Mahler, Richard Strauss, Furtwangler,
Böhm, Karajan o.sv.frv., því þeir voru fræg-
ustu tónlistarstjórar Vínaróperunnar. Svo
að sígild tónlist, ásamt Mozart-konfekti og
öðrum svipuðum þjónustugreinum sem eru
tengdar henni, hefur verið mikilvæg sölu-
vara í Vínarborg. Og fyrir fólk, víðsvegar
um heim er þarna lifandi safngluggi 18. og
19. aldar tónlistar.
Allt þar til í byrjun þessarar aldar, var
Vínarborg Mekka tónlistarinnar. Hér um
bil hvert einasta tónskáld Evrópu, sem eitt-
hvað var spunnið í, lagði leið sína þangað
til að reyna að festa sig í sessi. Engin
önnur borg í veröldinni getur státað af jafn
einstakri og glæsilegri röð tónskálda —
Haydn, Mozart, Beethoven, Schubert, Mahl-
Musikvereinsaal í Vínarborg- einn frægasti og af mörgum talinn bezti kosnsertsal-
ur í heimi. Hér er heimili Vínarsinfóníunnar og hér stjórnaði m.a. Herbert von
Karajan.
er, Bruckner og seinni Vínarskólinn, með
Arnold Schönberg, Alban Berg og Anton
Webern. Þetta voru tónskáldin, sem voru í
fararbroddi evrópskrar tónlistar frá því um
miðja 18. öld og fram á miðja þessa öld.
Heimsstyijöldin fyrri, sem endaði með
upplausn hins volduga keisaradæmis
Austurríkis/Ungverjalands, þar sem Vín var
höfuðborgin, og heimsstyrjöldin seinni, þeg-
ar Vínarbúar börðust harðri baráttu fyrir
aðskilnaði frá Þýskalandi nasismans og
tókst síðan að staðfesta hlutleysi sitt, tóku
báðar sinn toll af sköpunarþrótti tónskáld-
anna í Vín. Þau hættu að vera leiðandi afl
nýsköpunar í tónlist. Þráðurinn slitnaði.
Vínarbúar lifðu nú á fornri frægð, ekki
ólíkt Kínverjum — með sína stórkostlegu
sögu. 1 Vín gerðist þetta ekki síst fyrir at-
beina nokkurra kynslóða heimsfrægra
hljómsveitarstjóra, sem þar störfuðu. Þeir
voru íhaldssamir í efnisvali og heilluðu
áheyrendur með hæfileikum sínum. Og Vín-
arborg breyttist í yndisiega endurminningu
— háborg tónlistar horfinnar tíðar. Nú, eft-
ir marga áratugi, er nýsköpunin, sem þar
átti sér stað á fyrri hluta aldarinnar, seinni
Vínarskólinn, líka orðinn hefðbundinn.
A síðustu íjórum árum hafa Vínarbúar
loksins tekið höndum saman og horfst í
augu við þessa tilhneigingu til hnignunar
4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. OKTÖBER 1990 9