Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Blaðsíða 11
B w 1 L A R . . ■ * i MBBmunuamamm Framtíðarbílar: Efri mynd: Sunraycer frá General Motors, knúinn sólarorku og rafbíllinn Impact. Bflar1991 Þegar aðeins eru níu ár eftir af öld- inni, er bílaframleiðsla heimsins með þeim hætti, að sífellt verður vafasamara að tala til dæmis um japanska bíla eða ameríska sem sérstök fyrirbæri. Sem dæmi má nefna, að General Motors í Bandaríkjunum lætur teikna bíl í Þýzkal- andi, þ.e. hjá Opel, og síðan er hann fram- leiddur hjá Daewoo Motor í Suður-Kóreu og seldur í Bandarikjunum sem Pontiac LeMans. Er hann kóreskur, þýzkur eða amerískur? Ford Probe er byggður á Mazda 626, en var endurhannaðaur hjá Ford. Bíllinn verður framleiddur í verksmiðju Mazda í Michigan í Bandaríkjunum, en Ford selur hann þar og eins í Evrópu .og Japan. Á síðasta ári keypti Ford Jagúar, en General Motors hef- ur keypt Lotus og helminginn í fólksbíla- framleiðslu Saab. Volvo og Renault hafa tekið höndum saman um gagnkvæmt eign- arhald, sem spannar fólksbíla og vörubíla. Bæði Mitsubishi og Honda framleiða bíla í Bandaríkjunum og flytja þá þaðan til Jap- an og bráðlega til Evrópu einnig. Stóru bíla- framleiðendurnir binda sig minna og minna við eitt land; allur heimurinn er markaðs- svæði. Þetta hefur í för með sér að til verð- ur alþjóðlegur staðall og eins hitt, að bílarn- ir líkjast hver öðrum meir og meir. Menn keppa að sömu markmiðum og nota til þess samskonar tækni. Fyrir 10 árum var Audi Quattro fyrsti fólksbíllinn með aldrifi. Á þessum áratugi hefur sú þróun orðið, að margar tegundir fást með aldrifi, sítengdu eða eftir vali. Meðal þess sem framundan er af tækninýj- ungum má nefna þjófavamarkerfi, sem byggir á því að.bíllinn getur „lesið“ fingra- för eiganda síns og opnar ekki fyrir öðrum. Ný gerð bílljósa, sem til dæmis er á hinum nýja Opel Calibra, þykir frarhför. Þau eru auðkennd með HID, sem á ensku stendur fyrir „high-intensity discharge". Þau em varla nema 3 sm á hæð og gera hönnuðum kleift að hafa aðeins rifur í stað mismun- andi stórra glerflata, svo sem tíðkast hefur. Samt verður ljósmagnið frá þessum nýju ljósum mun meira og perarnar eiga að end- ast jafn lengi og bíllinn, svo framarlega sem þær brotna ekki af völdum áreksturs. Það er líka nefnt sem sífellt raunhæfari möguleiki til þess að gera fólki lífið léttara í stórborgarumferð, að bílar verði búnir skjá í mælaborði sem sýnir gatnakerfí í nágrenni við bílinn og þá verði með aðstoð gerfihnatta hægt að fá upplýsingar á skjá- inn um umferðarþungann framundan og þá hugsanlega fljótfarnari leiðir. í Vestur-Evr- ópu hafa 15 bílaframleiðendur og um 100 fyrirtæki í rafeindaiðnaði sameinast um Promeþeus-áætlunina, sem gert er ráð fyrir að kosti um 3,6 milljarða ísl. króna og er ætlað að fínna lausnir í þessa veru. Og Honda NSX Honda NSX - leiðrétting í bílaþætti Lesbókar 22. sept. sl. var grein um sportbíla, sem að mati bandaríska blaðsins Car & Driver eru beztir. Það hef- ur vakið athygli hér eins og annarsstaðar, að hvorki voru gamalkunnir gæðingar eins og Porsehe og Ferrari taldir beztir, heldur nýliðinn í hópnum, Honda NSX. Þessi Honda var talin öllum þeim kostum búin, sem prýtt geta sportbíl í hæsta gæða- og verðfíokki. Að einu leyti höfðu heimildir reynst rangar. Sagt var Honda NSX væri framleidd í Bandaríkjunum, en svo er ekki. Bíllinn er framleiddur í verksmiðjum Honda í Japan og leiðréttist þetta hér með. Og vegna þess að nú hefur okkur áskotnast betri mynd af þessum bíl en sú sem birtist áður, kemur hann aftur fyrir augu lesenda, enda fremur ólíklegt að við fáum að sjá hann á íslandi öðruvísi en á myndum. Opel Calibra, byggður á Opel Vectra, þykir hafa tekizt vel. bæði Subara og Mazda eru meðal framleið- enda, sem nú leitast við að búa til „hugs- andi bíl“, sem stuðlar að öryggi, meðal ann- ars með því að tryggja á sjálfvirkan hátt, að ekki verði aftanákeyrslur. Það yrði gert á þann hátt, að skynjarar nema og ákveða hvað millibil þarf að vera langt milli bíla, hvort sem er á hægri ferð eða miklum hraða. Keppikeflið er þó ekki sízt „Græni bíllinn", sem svo er nefndur í samræmi við alla aðra viðleitni í umhverfisvernd. Sumir sérfræðingar telja, að merkustu framfarir áratugarins muni einmitt felast í að hreinsa útblásturinn frá bílvélum af koltvísýringi og öðra sem mengar andrúmsloftið. Volvo er með í þessu átaki bg ráðgerir ekki síðar en 1993 nýja gerð af Volvo 740, sem á að verða næstum mengunarfrír, enda ætlunin að hann noti aðeins 15% af bensíni á móti 85% af methanóli, sem aðeins skilar ögn af gufu út í andrúmsloftið. Og þegar þessum bíl hefur verið ekið síðasta kílómetrann, ráðgerir Volvo, að allir plasthlutar hans verði aðskildir og endurunnir. í kælikerfum véla og loftkælingarbúnaði, sem mikið er notaður í heitari löndum, hafa verið efni, sem teljast skaðleg fyrir ózón-lagið. Hjá Mitsubishi og Toyota vinna hópar tækni- og vísindamanna að því að leysa málin án þessara efna. Ennþá stendur í mönnum að fínna brúk- lega lausn á rafbíl, sem leyst gæti smábíla af hólmi í borgum. Það nýjasta úr þeirri viðleitni er að Chrysler hefur þróað raf- geyma í þá gerð, sem kölluð er mini-van, með þeim árangri, að hann kemst 176 km eftir hleðslu yfir nótt. Þessum rafbíl er ætl- að að vera á markaðnum 1994. Það er líka aldeilis liðin tíð, að rafbílar séu seinir í við- bragði. Til dæmis má nefna rafbílinn Impact frá General Motors, sem fer í hundraðið úr kyrrstöðu á 8 sek. Nú er mjög horft til þess að ál geti leyst járn og stál af hólmi og þá með það fyrir augum, að bílar verði léttari og sparneytn- ari. Það má heita algild þumalputtaregla, að bensíneyðsla stendur í beinu sambandi við eigin þyngd bílsins; 1000 kílóa bíll eyðir að meðaltali 10 lítrum á hundraðið og 1500 kílóa bíll eyðir 15 lítrum. Honda þykir kom- in einna lengst í því að þróa álbfl, en fleiri, t.d. Audi, er á fullri ferð við það sama í samvinnu stórt álver. Hjá Volvó er þegar búið að smíða ganghæfa vél úr áli, en mei- nið er allsstaðar, að ál er of dýrt; eins og sakir standa geta álbflar ekki orðið sam- keppnishæfir vegna verðsins. Um leið og framleiðendur hafa allan heiminn undir, ef svo mætti segja, þykjast Bílar með þessu lagi hafa farið sigurför um heiminn. Hér er Nissan Axxess. þeir þurfa að huga að svæðisbundnum smekk. Þegar á heildina er litið virðist svo sem smekkur Evrópumanna hafi ráðið ferð- inni; bæði bandarískir og japanskir framleið- endur þylja í auglýsingum sínum, að þeirra. bílar séu „mjög evrópskir". Subaru hefur þá aðferð, að bílum á Evr- ópumarkað er breytt talsvert. Og nú hefur Nissan sett upp verksmiðju í Englandi, þar sem sá nýi Nissan Primera er framleiddur, „hannaður og smíðaður af Evrópumönnum fyrir smekk og staðhætti í Evrópu“ eins og segir í kynningum á bílnum. Það mun hins- vegar óþekkt iyrirbæri, að Evrópumenn fari að breyta sínum bflum til þess að þeir gangi betur í augun á austurlandamönnum og ameríkönum. Tæknin hefur gert framleiðendum fært að framleiða í litlum upplögum sérgerðir; ekki sízt sportútgáfur líkt og Oþel Calibra, sem byggður er á Opel Vectra. Af slíkum sérgerðum verður væntanlega mikil flóra á komandi árum. En hafi eitthvað eitt vaxið umfram annað uppá síðkastið, er það áreið- anlega fyrirbærið „minivan“, sem því miður vantar gott orð yfir á íslenzku. Sú tízka hófst í Bandaríkjunum fyrir áratugi, en í Evrópu tóku Fransmenn forystu með Re- nault Espace. Frá öðrum má nefna Chrysler Voyager, Nissan Axxess og Toyota Previa. Minni útgáfur af sama fyrirbæri era Honda Shuttle og Nissan Prairie. Frá Chevrolet er Astrovan í þessum flokki, en Aerostar frá Ford. Mestri fágun og framúrstefnu hefur þó General Motors náð í þessum flokki bfla með Trans Sport, sem framleiddur er undir merki Pontiac. GS. tók saman eftir ýmsum heimildum, svo sem Auto Motor und Sport, mot, Newsweek og Car & Driver. LESBÓK M0R8UNBLAÐSINS 20. OKTÓBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.