Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Side 14
Bílaleigubíll í viku á Spáni fyr- ir 50.000 krónur Takið ekki bílaleigxibíl á Spáni - bókið bíl í gegnum íslenska ferðaskrifstofu LJÓTAR sögur berast af bílaleigum á Spáni sem reyna að pretta saklausa ferðamenn sem ekki eiga auðvelt með að tjá sig á spönsku. Ein fylgir hér á eftir frá íslenskri stúlku sem segir sínar farir ekki sléttar. Eg gekk inn á bílaleigu í Barc- elona og tók á leigu ódýr- asta bílinn, Fiat Uno. Sölumaður- inn kunni lítið í ensku. Mér skild- ist að hægt væri að leigja bílinn f viku með ótakmörkuðum kíló- metrafjölda, fyrir 15.000 krónur. Og ég fengi auk þess afslátt þar sem bíllinn var óþveginn. Mér fannst þetta verð í samræmi við almennt verð á bílaleigubflum á meginlandinu. Visa-reikningur var útbúinn (án upphæðar.) sem ég skrifaði undir og fékk afrit af. Viku síðar var bílnum skilað á flugvelli í Barcelona. Þá hljóðaði reikningur- inn upp á tæpar 50.000 krónur. Skýringin var sögð að eknir hefðu verið fleiri km en svo að ótak- markaður km-fjöldi borgaði sig. Úr því sem komið var reyndist ekki hægt að gera neitt í málun- um. Umboðsaðili bflaleigunnar hér heima sagðist hafa heyrt um svipuð tilfelli sem komu upp á Spáni í sumar. Lofað hefur verið að athuga málið. En ég hef ekki trú á að reikningurinn fáist lækk- aður.“ Auðvitað á maður aldrei að skrifa undir Visa-reikning með óútfyllta upphæð. Þeir sem eru miður vandir að virðingu sinni geta notfært sér það. Til saman- burðar má nefna að bflaleigubfll í viku með ótakmarkaðan km fjölda og engan tryggingabak- reikning, kostaði frá LUxemborg í sumar um 12.000 kr. * Odýrasta hótelgist- ing í Frakklandi Frakkland er dýrt land. En samt má finna þar ódýra hótel- gistingu. Hótelkeðja sem kallar sig Formula 1 býður her- bergi fyrir þijá á um 1.350 krónur nóttina. Það er erfitt að finna ódýrari gistingu, en hótelkeðjan getur ekki státað af fínni dráttum í herbergisbúnaði eða notalegheitum. Hótelin eru byggð úr ein- ingum sem eru settar saman á staðnum. Her bergin eru öll steypt í sama mótið og ætlað að fullnægja þörfum ferðamannsins. Hljóðein- angruð og loftkæld, með tveggjá manna og eins manns rúmi, fata- skáp, handlaug, skrifborði, stól og sjónvarpi með innbyggðri vekjaraklukku. Eitt baðherbergi með sturtuklefa fýrir hver þrjú herbergi. Og sturtan er með sjálfvirkum hreinsibúnaði eftir hveija notkun. Formula 1-hótelin er að finna TiaiSSgt l'iugvöiium, hraðbrautum og úthverfum. 27 eru í úthverf- um Parísar, en 150 um allt Frakkland, 4 í Belgíu. í áætlun er að reisa þau í Vestur-Þýska- landi og Bretlandi. Á hótelunum er opin móttaka frá kl. 6.30-10 á morgnana og frá 17.00-22.00 á kvöldin. Utan þess tíma nota gestir Visa-kortið sitt til að kom- ast inn. Kortinu er stungið í sjálf- virkan opnara, en Visa-kort er eina greiðslukortið sem tekið er við. Upplýsingar og bæklingar hjá: Chaine des Hótels Formule 1, rp iKA oaifis þJoif.vJ.s.úrs.n.'i France. BAÐSTRENDURNAR A KANARI-EYJUM PALMA LANZAROTE 0Roque Punta del Hidalgo TENERIFE La Arena (Teide) GOMERA HIERRO Las Cuchharas EÍCable 'Playa Blanca-Grande Puerto del Rosario FUERTEVENTURA GRAN CANARIA Playapdel Inglés 'Maspalomas (Tirajana) 'T' Þærbetri Þærsíöri Baðstrendur á Kanaríeyjum Hversvegna að baða sig 1 klóaki ef hreint vatn er í næsta nágrenni? Veljið bestu strendurnar á Kanaríeyjum! Baðstrendur eru tvennskonar eins og flestir vita. Á óska- ströndinni sjáum við hvíta sandbreiðu eins langt og augað eyg- ir. Glæsilegt par að leika sér í blátæru öldufalli. Og pálmatré taka við af strönd. Allt hreint og ósnortið og baðað í sól. Hin ströndin er minna fyrir augað. Olíubrák við landsteina. Klóak- rör liggur út í sjó. Tómar bjórdósir, plastpokar og drasl. Og fólk að viðra hundinn sem gjarnan gerir þarfir sínar í sandinn. Spánveijar hafa verið sofandi fyrir varðveislu helstu útflutn- ingsvöru sinnar, „baðstrandarinnar“, en fóru í mikla hreinsun- arherferð 1988-1989. Nýlega birtist í könnun í tímaritinu E1 Pais um ástand spænskra baðstranda. Margt stuðlar að betra eft- irliti með baðströndum, m.a. viðurkenning Evr ópunefndarinnar, sem útdeilir bláum fánum á þær baðstrendur sem taldar eru hreinar og örugg- ar fyrir sjóböð, að undangeng- inni rannsókn. Spánn fékk flesta bláa fána í fyrra, eða 137, Dan- mörk 128, Frakkland 102, Port- úgal 101, Grikkland 83, írland 48, Stóra-Bretland 29, Ítalía 28, Holland 21, Þýskaland 17 og Belgía 4. Margir stefna á Kanaríeyjar á þessum árstíma, svo við skulum líta á baðstrendur þar. Kanarí- eyjar búa yfir 1.545 km strand- lengju - þar af 256 km löngum sandströndum sem skiptast í 719 baðstrendur. Spánveijar hafa miklar áhyggjur af umhverfís- vemd kanarísku strandanna, þvi baðstrandargestum fjölgar stöð- ugt, en ferðamannaaðstaða og eftirlit er langt frá því að vera nógu gott. Kanarískar strendur eru líkt og afrískar strendur fremur fátækar af gróðri og dýralífí og þess vegna viðkvæm- ari. Hver á að borga hótel- reikning gíslanna? Sú ráðstöfun að breyta hótelum í Kúvæt og írak í fangelsi fyrir vestræna gísla hefur vakið upp alþjóðlegar deilur um hver eigi að borga hótelreikning gíslanna. Skilti við Formula 1-hótel. Ferðaskrifstofur kreíjast þess að hótelreikningar fyrir vestræna ferða menn, sem haldið er nauðugum á Persaflóasvæðinu, verði sendir til íraska ríkisins. „Ef írak neitar að greiða, þá á viðkomandi þjóð- land að borga,“ segir Ottó Schneider, formaður félags þýskra ferðaskrifstofa. í yfírlýsingu frá félagi alþjóð- legra hótelsamtaka segir, að hót- el sem beijist við að hýsa gísla undir erfiðum aðstæðum eigi ekki undir nokkrum kringum- stæðum að bera kostnaðinn. Full- trúi þeirra, Ray Fenelon, segir: „Hótelin verða sjálf að ákveða hvert þau senda reikningana. Ferðaskrifstofur ættu að krefjast tryggingabóta fyrir almenna ferðamenn, en fyrirtæki ættu að bera tapiö ryrir sitt viðskipta- fólk.“ En Ottó Schneider segir það fáránlegt að krefjast greiðslu af gíslunum. Hann segist viss um, að viðkomandi þjóðlönd muni borga. Samt gæti það vandamál komið upp, að gíslunum væri sagt að þeir væru frjálsir ferða sinna - en ekki fyrr en þeir hefðu gengið frá reikningum sínum. Á meðan sitja hótelin í óvissu um hvernig þau eiga að ná upp tapi síðustu vikna. Talsmaður Sheraton-hótelanna lét í ljós áhyggjur um rof á viðskipta- samningum, ef reikningar yrðu sendir til íraska ríkisins. En tals- maður breska utanríkisráðuneyt- isins sagði, að þeir sem þvinga fólkið til dvalar í landinu ættu skilyrðislaust að bera kostnað af því. En hann bætti því við að breska rikisstwnin þjálpa sínum þegnum. Keflavík - g’lug’gi íslands bæinn. Keflavík liggur flöt fyrir októbersólinni. Engin öngstræti sem safna í sig skuggum. Og niðri við höfnina, hjarta Keflavíkur, standa margir bæjarbúar með veiðistöng í hönd og sjá - við landsteinana hoppa stærðarlaxar, sem sloppið hafa úr kvíum. Ódýr- ara að kasta fyrir laxinn hér, en borga tugi þúsunda við árbakka! „í sumar voru hér vænir regn- bogasilungar. Sjóstangaveiði er vinsæl og ég er alltaf með bát til taks, ef einhver vill skreppa á skak. „Nú er í bígerð að samtengja hafnirnar í Keflavík og Njarðvík. Einnig stendur til að leggja sjáv- arbraut meðfram sjónum út að sjósleðaleigu í útjaðri bæjarins, svo innan tíðar má aka í útsýnis- ferðir meðfram sjónum. Og mörg- um fínnst gaman að heimsækja dæmigerð íslensk sjávarþorp eins og Garða og Sandgerði. Við get- um líka státað af einum besta golfvelli á landinu, þar sem stór- mót í golfi hafa verið haldin. Gest- ir okkar geta skroppið á hestbak eða í sund í nýju laugina okkar,“ segir Steinþór með stolti, „og lítið mál að skreppa á ball í Stapann og Glaumberg eða eiga kvöld- stund á góðu veitingahúsi.“ Frá Aðalgötu ber nývígðan minnisvarða af Stjána bláa við hafíð. Og frá efstu hæð Hótel Keflavíkur fá Reykvíkingar nýtt sjónarhorn yfír til Esju og Akra- fjalls handan flóans. Þaðan er líka gott útsýni yfir höfnina og bæinn. Feðgamir Steinþór og Jón láta ekki deigan síga, en áætla að stækka hótelið. I kjallara á að koma líkamsræktarstöð og á efstu hæð veitingahús undir glerþaki eða 400 fm innigarður, einnig notaður sem ráðstefnusalur. Það- an verður gaman að horfa á sólar- lagið yfír Snæfellsjökli. Oddný Sv. Björgvins Úr hótelherbergi. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.