Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Qupperneq 16
>
R A N N S O K N I R
I S L A N D I
Umsjón: Sigurður H. Richter
íslenska mjólkurkúakynið er ennþá hið upprunalega.
Prógesterón cm 3
I
c: — o
Formúla hormónsins prógesteróns sem
myndast í gulbúi.
MJÓLKURKÝR OG FRJÓSEMI
slenska mjólkurkýrin er upprunnin í Noregi og kem-
ur hingað með landnámsmönnum. Sáralítill innflutn-
ingur hefur verið frá öðrum löndum og má segja
að íslenska mjólkurkúakynið sé ennþá hið uppruna-
lega.
Árstíðabundnar breytingar á fjölda daga frá því að kýrin ber og þar til eggja-
stokkar fara að starfa. Rauða línan táknar meðaltal og bláu línurnar tákna stað-
alfrávik.
Frjósemi mjólkurkúa er
háð aðbúnaði og
umhirðu auk þess að vera
árstíðabundin.
EftirJÓN ELDON
Mjólkurframíeiðsla hefur ætíð verið önnur
helsta undirstaða íslensks landbúnaðar. Eitt
mjólkurskeið. eftir burð stendur í 10—11
mánuði. Því er æskilegt að ekki líði meira
en 12 mánuðir á milli burða svo að mjólkur-
framleiðslan verði sem stöðugust. Til að ná
því markmiði þurfa kýrnar að vera sæddar
og festa fang eigi síðar en 60—70 dögum
eftir burð, þar sem lengd meðgöngu er ná-
lægt 287 dögum. Því lengri tími sem líður
frá því að kýrin ber og þar til hún festir
fang á ný, þeim mun lengri tími líður á
milli burða, en það þýðir skerta mjólkur-
framleiðslu.
Upphaf Rannsókna
Fijósemi kúnna skiptir höfuðmáli fyrir
afkomu þeirra bænda sem stunda nautgripa-
rækt til mjólkurframleiðslu. Árið 1982 hóf-
ust á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
að Keldum, rannsóknir á frjósemi mjólkurkúa
í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands,
Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins. Þessar rannsóknir
voru fyrstar sinnar tegundar hér á landi og
beindust einkum að starfsemi eggjastokka
kúa á tímabilinu frá burði og þar til kýrin
festi fang á ný. Rannsakaðar hafa verið 680
kýr á 17 bæjum á Súður- og Norðurlandi.
Hormónið prógesterón hefur verið mælt í um
15 þúsund mjólkursýnum og ýmis efni, eink-
um glúkósi, þvagefni, kalsíum og magnesíum
hafa verið mæld í um 4 þúsund blóðsýnum.
Þekking á ákveðnum þáttum í starfsemi
æxlunarfæra íslensku mjólkurkýrinnar er
orðin allnokkur.
þroskast eggbú (oftast eitt) í öðrum eggja-
stokknum. I eggbúinu myndast egg sem losn-
ar þegar það erfullþroskað. Eftir egglos
breytist eggbúið í svonefnt gullbú. Gulbúið
framleiðir hormónið prógesterón. Þetta horm-
ón framleiðir kýrin og flest önnur spendýr
til undirbúnings og viðhalds þungunar. Pró-
gesterón er það hormón sem hvað mikilvæg-
ast er að mæla í rannsóknum á fijósemi
dýra og manna.
HVÍLD EGGJASTOKKA
Þegar að loknum burði hvílast eggjastokk-
ar kúnna í allt frá viku og upp í tvo mánuði
ef kýrin er heilbrigð. Lengra hvíldartímabil
er talið óeðlilegt. Að hvíldarskeiðinu loknu
taka eggjastokkarnir til starfa á ný að mynda
eggbú og egg og að því loknu gulbú auk
ýmissa hormóna.
Það er mikið álag á öll efnaskipti kýrinnar
að mjólka á meðan hún er að ná sér eftir
meðgöngu og burð. Til að hindra ótímabæra
þungun strax eftir burð, dregur kýrin úr
starfsemi eggjastokka um tíma, eða þar til
efna- og orkubúskapur segir til um að óhætt
sé að hefja starfsemi á ný. Þetta er augljóst
ef litið er á að holdanautakýr sem fá að
hafa kálfana hjá sér, hafa að öllu jöfnu ekki
egglos meðan kálfur gengur undir þeim. Af
sömu orsökúm festa kýr mun síður fang ef
þær eru sæddar skömmu eftir burð.
FyrstaEgglos
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna
hér á landi líða að jafnaði um það bil 40
dagar frá burði þar til fyrsta egglos verður
í íslenskum mjólkurkúm. Til samanburðar
er þetta tímabil 27 dagar í sænskum rauð-
skjöldóttum mjólkurkúm og 24 dagar í bresk-
um Holstein kúm. Talsverður munur er á
milli bæja hér á landi. Á sumum bæjum liða
að jafnaði aðeins 20 dagar þar til fyrsta
egglos hefst en á öðrum 50 dagar sem sýnir
að talsvert langur tími getur liðið á milli
burða hjá hluta kúnna.
ÁRSTÍÐ ABUNDN AR
BREYTINGAR
Rannsóknirnar sýndu að greinilegur mun-
ur er á starfsemi eggjastokka milli árstíða.
Egglos verður mun fyrr eftir burð í kúm sem
bera seinni hluta sumars en í kúm er bera
seinni hluta vetrar.
Helsta orsökin er eflaust fóðrun kúnna.
Kýrnar eru á beit sumarlangt, ýmist á út-
haga eða á ræktuðu landi. Þar safna þær
forða næringarefna sem endist þeim fram
eftir vetri. Vetrarfóður er aftur á móti mis-
gott og seinni part vetrar er næringarástand
kúnna því ekki eins gott og á sumrin til að
þroska eggjastokka né ala fóstur, auk þess
að framleiða mjólk. Því lengist dvalatími
eggjastokka eftir burð. Þetta má sjá ef litið
er á árstíðabundnar breytingar á næringar-
efnum í blóði, en magn næringarefna er
mest seinni part sumars en minnst snemma
vors.
Hreyfing
Það gildir hið sama um mjólkurkýrnar og
mannfólkið, að hreyfing er holl en kyrrseta
óholl. Rannsóknirnar sýndu að kýr, bundnar
á bás vetrarlangt, hafa ekki sömu ftjósemi
og kýr sem á einhvem hátt fá daglega hreyf-
ingu, til dæmis í lausagöngufjósi eða eru
leystar um mjaltir eða milli mjalta. Kýr sem
ganga lausar í fjósi snerta hver aðra og
sleikja hver aðra og þannig örvast eðlilegt
atferli kúnna.
Eitt vandamál, sem fylgir kúm bundnum
á bás, er svokallað dulbeiðsli; það er að bónd-
inn verður ekki var við þegar kýrin beiðir
og hægt er að sæða hana. Beiðsliseinkennin
eru óljós þegar kýrnar eru bundnar á bás
og hafa síður möguieika á að sýna rétt beiðsl-
isatferli til dæmis að riðlast hver á annarri
og þefa af og sleikja ytri kynfæri þeirrar kýr
sem er að beiða.
UMÖNNUN
Hýsing, umhirða og fóðrun skipta miklu
máli varðandi fijósemi mjólkurkúa. Ef kýrnar
eru hýstar í þurrum, hlýjum björtum og rúm-
góðum húsum, fá daglega hreyfingu og njóta
góðrar umhirðu, eru meiri líkur á að þeim
heilsist vel og að starfsemi æxlunarfæra
þeirra og þar með mjólkurframleiðslan verði
með eðlilegum hætti. Öll vanlíðan og óhófleg-
ar kröfur um afurðir minnka fijósemi allra
dýra.
Höfundur er líffræðingur og starfar á Tilrauna-
stöð Háskólans í meinafræði á Keldum.
nmol
I lltra
30t
20-•
10- •
Starfsemi Eggjastokka
Lengd tímabilsins milli egglosa kýrinnar
er um það bil 21 dagur. A þessu tímabili
EÐLILEGAR BREYTINGAR Á MAGNI PRÓGESTERÓNS
1 MJÓLK
10
20
30 40 50
Fjöldi daga frá burði
Eðlilegar breytingar á magni hormónsins prógesterón í mjólk frá því kýrin ber
og þar til hún er orðin þunguð á ný eftir sæðingu. E táknar egglos; B beiðsli;
S sæðingu og F táknar fang.
16