Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Qupperneq 5
er fylgt kenningu Snorra um þjóðflutninga
frá Tyrklandi til Norðurlanda. En með því
að Snorri þekkti enga nýta bók um íslensk-
ar orðsifjar, þá hætti honum til að lenda á
villigötum þegar hann fór að skýra uppruna
nafna. Samheiti fomra goða Æsir minnir á
Asíu og þótti karli slíkt ærin ástæða til að
tengja þessi nöfn saman. Vitaskuld fór hug-
mynd hans um þjóðflutninga norður í álfu
nærri sanni, þótt uppruni þeirra væri ekki
jafn suðrænn og hann vill vera láta. Hauk-
ur Erlendsson lögmaður hlítir kenningum
Snorra um feril norrænna þjóða og kemst
þó öllu skýrar að orði. Hann víkur stuttlega
að Tyrklandi og segir svo: „Það er og mjög
margra manna mál, að því er fomar bækur
vísa til, að af því landi byggðist Svíþjóð,
en Noregur af Svíþjóð, en Island af Noregi
en Grænland af íslandi." Hér em þjóðir á
vesturleið, og lenda sumar sunnar en aðrar.
Ummæli Hervarar sögu um þá frum-
byggja á norðurslóðum sem kallaðir eru
risar og hálfrisar minna rækilega á Sama,
sem íslendingar forðum kölluðu raunar
Finna og Finnmörk var kennd við; orðið
Lappar er nú horfið úr tísku, enda þykir
það ekki sama svo kurteisu fólki. Víða
bregður fyrir nokkurri andúð í garð þessar-
ar norðlægu þjóðar sem talar annarlega
tungu og eltir hreindýr um fjöll og fírnindi.
Norður á Hálogalandi og Finnmörku blönd-
uðust Samar við Norðmenn, og slíkir blend-
ingar vom kallaðir hálftröll og öðrum nöfn-
um sem lítill vegur þótti að. Hér skal minna
á Hallbjörn hálftröll sem átti heima í Hrafn-
istu og íslendingar röktu ættir sínar til.
Egla getur um Björgólf nokkurn í Torgum
á Hálogalandi, en hann var „hálfbergrisi
að afli og vexti og kynferð“. Landnáma
getur ýmissa manna sem kynnu að vera
samískir að einhveiju leyti. Ljótólfur á Ljót-
ólfsstöðum „var n'sa-ættar að móðerni".
Þorsteinn þurs hét faðir tveggja landnáms-
man'na. Þó er skylt að gera þess að Samar
((Finnar, Lappar) voru ekki eini annarlegi
þjóðflokkurinn sem Norðmenn komust í
tæri við að fomu. í Landnámu segir að
Hjör konungur Hálfsson af Hörðalandi herj-
aði á Bjarmaland og tók þar að herfangi
dóttur Bjarmakonungs. Þau eignuðust
tvíbura: „Hét annar Geirmundur en annar
Hámundur. Þeir voru svartir mjög“ og hlutu
raunar viðumefnið heljarskinn, enda má
ætla að þeir hafi verið bláir sem hel á hör-
und. Þeir juku kyn sitt á íslandi, en engar
fréttir fara af litarapti niðja þeirra.
Samar guldu þess að þeir vom miklu
fmmstæðari en Norðmenn, en á hinn bóginn
stóð mikill ótti af þeim galdri og seið sem
Samar stunduðu löngum. Gunnhildur kon-
ungamóðir, sem gerist ástkona Hrúts Her-
jólfssonar eftir að sonur hennar er tekinn
við völdum, þótti einna fjölkunnust allra
norskra kvenna í fomum sið. Telja fróðir
menn að Gunnhildur hafi beitt Hrút þeim
römmu ástarbrögðum sem hún nam ung
norður á Finnmörku, en þá var fátt um
góða kvennaskóla í Noregi. Eiríkur blóðöx
fann hana í gamma einum (en svo nefndust
kofar Sama) á Finnmörku, en faðir hennar
var bóndi á Hálogalandi. „Hefi eg hér verið
að nema kunnustu að Finnum þessum, sem
fróðastir era hér á mörkinni. [...] Þeir
rekja spor sem hundar, bæði á þá [þ.e. þíðu]
og hjarni. Þeir era svo vel skíðfærir að ekki
dýr fær þá forðast. Þar hæfa hvarvetna það
er þeir skjóta til. Svo hafa þeir fyrirkomið
hverjum manni þeim sem hér hafa farið í
nándir. En ef þeir reiðast, þá springur jörð-
in, og ef þá verður nokkuð kvikt fyrir sjón-
um þeirra, deyr það skjótt.“ Með hjálp Gunn-
hildar tekst þeim Eireki og félögum hans
að koma galdrameisturam fyrir kattarnef,
og síðan verður hún eiginkona Eiríks og
tryggur föranautur. Honum varð raunar
mikill styrkur að fjölkynngi hennar, eins og
alkunnugt er af fornum ritum. Einhver
frægasta Sama-kona að fornu var Snæfríð-
ur dóttir Svása konungs, en hún kunni
margt fyrir sér. Svási bauð Haraldi hárfagra
heim í gamma sinn, og getur Snorri Sturlu-
son ekki orða bundist um þá kventöfra sem
birtust konungi þar inni. „Þar stóð upp
Snæfríður dóttir Svása, kvenna fríðust, og
byrlaði konungi ker fullt mjaðar, en hann
tók allt saman og hönd hennar, og þegar
var sem eldshiti kvæmi í hörund hans og
vildi þegar hafa hana á þeirri nótt. En Svási
sagði að það myndi eigi vera nema að hon-
um nauðgum, nema konungur festi hana
og fengi að lögum, en konungur festi
Snæfríði og fékk og unni svo með ærslum
að ríki sitt og allt það er honum byijaði,
þá fyrirlét hann.“ Eins og ætla mætti þá
lauk Snæfríðarþætti með miklum ósköpum.
Niðurlag birtist í næsta blaði.
Höfundurerfyrrverandi prófessorviö Edinborg-
arháskóla.
Hálsbrotið Stalínstíkneski. í tilefni dagsins haíði því verið komið fyrir á vinnupöllum á Karlsbrúnni, en fyrir aftan það sést
í róðukross, sem búinn er að vera þarna í meira en 200 ár.
VOR Á SÍÐ-
SUMRI í PRAG
A
því viðburðaríka ári 1968 fengu Tékkar lítillega
að snerta á því sem við Vesturlandabúar köll-
um frelsi og erum ævin lega stolt af, og þó
einkanlega þegar við tölum um það í margra
áheyrn. A þessu við burðaríka ári voru stúd ent
ar í Frakklandi barðir fyrir ólæti á almanna
færi en austur í Tékkóslóvakíu gerðust þeir
atburðir sem síðar voru kallaðir „Vorið í
Prag“, eins og það væri dásamlegt málverk
af gróandanum í þeirri fögru borg. En þau
fyrirheit um fagurt sumar enduðu með
ósköpum og 22 ára vetri.
Það er einkennilegt að hafa haft sögu-
sagnir af hörðum heimi austan járntjalds
og fá svo tækifæri til að skyggnast um
gáttir í þeirri veröld. í Prag, þessari perlu
borga, var ljúft að leika ferðamann í þægi-
lega svalanum, virða fýrir sér skreyttar
byggingar og styttur, og setjast niður með
spaklegan svip og súpa bjór eins og íslend-
inga er háttur í útlöndum.
Þetta höfðum við dundað okkur við í tvo
daga og alltaf jafn gáttuð á byggingunum
og skrautinu og skildum loksins hugmynda-
fátækt íslenskrar byggingarlistar, þegar
Tatjana, sérleg leiðsögukona okkar ákvað
að sýna okkur Karlsbrú sem hún, alvön
manneskjan, sagði að væri einstaklega fal-
leg. Berlitzinn fullyrti einnig að Karlsbrú
væri sú fegursta brú sem við ættum nokkra
sinni eftir að ganga yfir, hvert svo sem
okkar leiðir lægju. Mér ógnaði vitanlega
tilhugsunin um að ef ég skoðaði brúna ætti
ég aldrei eftir að sjá neina fegurri, en aftur
á móti var jafn óþægilegt til þess að hugsa,
að ef ég ekki sæi þessa brú þá skipti engu
máli hversu margar og heillandi brýr ég
sæi, sú fegursta væri enn óséð. En sem
ferðamenn í útlandi var skylda okkar að
skoða og mynda hvaðeina sem fyrir augu
bam og sjá allt; svo leiðin lá yfir Karlsbrú.
Moidá lætur lítið yfir sér þar sem hún
seytlar í rólegheitum undir fímm alda gamla
Karlsbrúna og þegar maður hugsar til þess,
að ort hafí verið heimsfrægt tónverk um
þessa rólegu á, er erfitt að ímynda sér
hversu óendanlega frægt verk og stórkost-
legt megi yrkja um Dettifoss og Jökulsár-
gljúfur. Kannski verður það gert, einhvern
tíma seinna, en þótt Moldá sé lítil og eflaust
Seinnipartinn í ágúst
síðastliðnum var
höfundurinn á ferð um
Tékkóslóvakíu ásamt
tveimur félögum sínum.
Bróðurpartinum af
tímanum eyddu þeir í
Prag, þar sem gist var hjá
kunningjafólki og notið
einstakrar gestrisni og
skemmtilegheita. Og á
meðan gerðist sá
atburður, að minnst var
í fyrsta sinn í 22 ár þess
sorglega atburðar, þegar
Rússarnir komu og stálu
„vorinu í Prag“.
Eftir ÓLAF PÁL JÓNSSON
mætti týna stykki eins og Karlsbrú niðri í
Jökulsárgljúfri urðum við enn á ný alveg
gáttuð. Eg stóð lengi í sömu sporam og
mændi framfyrir mig, steinhissa, eins og
styttumar sem þama héldu með sér ráð-
stefnur í stóram hópum. Þennan dag voru
það þó ekki einungis byggingar og styttur
sem gerðu okkur gáttuð, heldur virtist hvert
útileikhúsið reka annað svo okkur féll allur
ketill í eld, en þegar við spurðum Tatjönu
hvemig í ósköpunum stæði á öllum þessum
útileikhúsum, hvort hér væri einhvers konar
leikhúsmót eða eitthvað þvíumlíkt, þá svarði
hún:
„Nei, það er 21. ágúst“ og hélt göngunni
fram eins og ekkert væri sjálfsagðara, en
við flýttum okkur að elta hana áður en hún
hyrfí inn í mannfjöldann.
21. ágúst þótti mér frekar þunn útskýr-
ing. Fyrst datt mér í hug að þetta væri ein-
hver kirkjulegaheilagur dagur en heldur
fannst mér að það væri almættinu lítið til
dýrðarauka að klæðast hermannabúningum
og malla gúllas úti á götu eða koma Stalín
fyrir á krossi frelsarans og bijóta af honum
hausinn. Úr því dagurinn gat ekki haft neitt
með Guð og frelsarann að gera, spurði ég
hvort 21. ágúst væri þjóðhátíðardagur
Tékka, eins og eðlilegt væri að halda slíkan
dag hátíðlegan með því að afhausa löngu
dauða útlendinga og koma þeim fyrir á al-
mannafæri. Þá gat Tatjana ekki varist
hlátri og þegar ég uppgötvaði hvað ég hafði
sagt, gat ég ekki annað en hlegið með. Svo
sagði Tatjana okkur allt af létta um 21.
ágúst, daginn sem Rússarnir komu og stálu
„vorinu". Það var fyrir 22 áram og nú mátti
í fyrsta skipti minnast þeirra atburða og
svo sannarlega var þeirra minnst. Hvert sem
litið var vora stúdentar með uppákómur af
öllu mögulegu tagi og klukkan tvö ætlaði
Havel að ávarpa þjóðina.
Við skeyttum þó ekki mikið um þetta
umstang en héldum ferðinni áfram, skoðuð-
um eina kirkju í viðbót og lítið klaustur og
héldum svo upp brekkurnar að Pragkastala
sem nú gegndi hlutverki stjómarráðs. í
kastalagarðinum litum við fyrst inn í tilheyr-
andi kirkju en svo spurðist að Havel væri
í Kastalanum og ef við tækjum okkur stöðu
við aðaldyrnar gætum við jafnvel orðið svo
heppin að sjá hann, þegar hann færi niður
í bæ að ávarpa þjóðina. Við ákváðum að
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1990 5