Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 2
George Steiner
Hugsuður sem skilgreinir vestrænan menningarheim
George Steiner fæddist í París 1929. Hann lauk
námi í frönskum menntaskóla, stundaði há-
skólanám á Englandi og víðar og hef ur starf-
að sem fyrirlesari og prófessor við háskóla
vestan hafs og austan og hefur lengi kennt
George Steiner
Viðfangsefni Steiners er
tungumálið og þar með
umQöllun um stjórnmál,
bókmenntir, heimspeki,
sálfræði og listir.
Eftir SIGLAUG
BRYNLEIFSSON
við háskólann í Genf. Steiner er kunnur sem
hugsuður. Fyrstu bækur hans komu út á
sjötta áratug aldarinnar og síðasta ritið birt-
ist 1989.
Viðfangsefni hans er tungumálið og þar
með umfjöllun um stjórnmál, bókmenntir,
heimspeki, sálfræði, listir. Margar bækur
hans eru safn greina og ritgerða, sem ritað-
ar voru að gefnu tilefni, aðrar um ákveðin
efni, stefnur eða bókmenntir en öll ritin eiga
tungumálið og notkun þess sem kveikju.
Heimur Steiners er vestrænn menningar-
heimur. Hann var alinn upp í Frakklandi,
er af austurrískum gyðingaættum, móðurmál
hans var þýska og franska, hann skrifar rit
sín á ensku og aðrir málheimar hans eru
ítalska og spænska. Fyrstu bækur hans,
„Tolstoj and Dostojevsky" og „The Death
of Tragedy" voru umQallanir um tengsl Guðs
og tungumáls. Deyr tungan með dauða kris-
tinnar guðshugmyndar? Tragedían deyr
áreiðanlega með dauða Guðs, harmleikurinn
er harmleikur þar sem öll von er dauð og
Guð er íjarri. Verk Sófóklesar „Ödipus" og
„Antígóna", „Bakkynjur" Evrípídesar og
leikrit Racine ásamt „Wozzeck" Búchners
lýsa manninum sem óvelkomnum gesti í köld-
um heimi. Guðirnir hafa yfirgefið manninn.
„Áköllin heyrast ekki lengur..í harm-
leiknum gin við sú hryllilega staðreynd að
svið skynsemi, reglu og réttlætis er ákaflega
takmörkuð. Framfarir og aukin þekking í
vísindum og tækni verða síður en svo til að
víkka þessi svið, sem eru undirstaða siðaðra
mennskra samskipta. „Utan mannsins og í
sál hans sjálfs er [það sem Steiner nefnir]
„l’autre", annar heimur. Það má nefna það
„X“, illviijaðan guð, blind örlög, freistingu
illra afla eða blindar girndir og heipt mann-
dýrsins. Þessi öfl liggja í leyni og á krossgöt-
um hæða þau oss og eyðileggja." (Úr The
Death of Tragedy.) Barátta hetjunnar við
óviðráðanleg öfl er inntak harmleiksins og í
þjáningum hennar nær hún fullri reisn. Mað-
urinn rís upp gegn ranglæti guðanna. Rang-
lætið sýknar hann ekki, en það hreinsar hann.
Því lýkur harmleikjum hvort heldur forn-
grískum, leikritum Shakespeares eða harm-
leikjum franskrar klassíkur með sorg og
gleði, harmi yfir falli mannsins og lofsöng
um reisn mannsins, reisn mennsks anda.
„Engin grein bókmennta nær þeim áhrifum
sem gera harmleiki Racines og Shakespeares
ásamt Sófóklesi að mestu afrekum mennsks
anda.“ Með fjörrun guðanna glatast úr hug-
arheimi mannsins nálægðin við uppsprettuna,
upphaf „orðsins" og lífsins sjálfs. Fjörrun
guðdómsins og nálægð er inntak áhrifamestu
verka mannsandans, harmleikjanna og skáld-
sagna Dostojevskys og Tolstojs að skoðun
Steiners. Þegar þessi fjörrun er altæk er tími
harmleiksins allur.
Talsverður hluti ritgerða Steiners fjalla
um nasismann og eyðileggingu gyðingdóms-
ins í Evrópu. Ástæðan er að Steiner taldi sig
hafa lifað af. Hann er af þeirri þjóð og af-
sprengi þeirrar menningar sem var einmitt
mjög mörkuð áhrifum Marx, Freuds og Ein-
steins ásamt skáldsögum Kafka og heim-
speki Wittgensteins. Hann telur að bækurnar
„Language and Silence“, „Extraterritorial",
„Bluebeard’s Castle" og „After Babel“ eigi
sér uppruna og kveikju í ritum Adornos,
Walters Benjamins, Ernst Blochs og hins
vegar í málkenningum Romans Jakobsons,
Karls Kraus og Noams Chomskys. Heimur
Weimar-lýðveldisins, trúin á útópíuna og
skynsemi og mátt mannsins var erfð frá re-
nesansanum og skynsemisstefnu upplýsing-
arinnar. „Hið óskiljanlega gerðist, þessir
heimar eru nú (skrifað 1965) allir og hver
dagur grefur þá dýpra og dýpra. Hryllingur
stytjaldarinnar og hólókastsins gleymist
einnig.“ Þess vegna hefur Steiner verið
óþreytandi við að minna heiminn á hve djúpt
menn gátu hrapað í skipulögðum morðum
heilla þjóða og stétta. Og það er ekki fyrr
en eftir að hulunni var svipt af vilpunni aust-
an múrs, sem öll hryllingssaga þessarar ald-
ar kemur í ljós.
I formála að „Language and Silence"
(skrifaður 1966) skrifar Steiner, að ritið sé
safn greina sem fjalli einkum um tunguna
og einnig um stjórnmál, en fyrst og fremst
um tunguna og framtíð bókmennta og lista.
Tungumálið var undirlagt gjörræðislegri hug-
myndafræði nasisma og kommúnisma.
Nasískur jargon (merkingarlaust hrogna-
mál), dauðramál, stóð þó ekki lengur en
nasistar réðu löndum, í 13 ár, en marxískur
jargon var iðkaður í 40-70 ár og er það enn-
þá, þótt hann hljómi fremur undarlega í eyr-
um flestra. Mál morðingjanna, falsara og
lygara og á Vesturlöndum, niðurkoðnun
málsins í fjölneyslusamfélögum. „Lifir tungu-
málið af? Erum við á leiðinni út úr mál-
heimi, út úr tíma sem vissi merkingu orða
inn í heim ómáls, hljóða og merkingarlauss
orðagrauts? Eða þögn? Þetta er efni þeirra
ritgerða sem hér birtast.“ (Formáli.)
Viðamesta verk Steiners er „After Babel“
sem kom út hjá Oxford-útgáfunni 1975.
Höfundur segist hafa verið mörg ár að vinna
þessa bók. Höfundur leitast við að skilgreina
inntak merkinga orða og hugtaka og umsköp-
un eða þýðingu þeirra á aðrar tungur. Lesinn
texti á þjóðtungunni er skilinn af lesandan-
um. Hann reynir að komast sem næst því
að skilja það sem höfundur textans skrifar.
Viss umsköpun eða þýðing á sér því stað á
textanum og hún mótast af þýðandanum.
Þýðing texta úr einu tungumáli á annað og
athugun þess er tilefni til skilgreiningar á
eðli og notkun tungunnar. Tugir þúsunda
tungumála hafa verið töluð og eru töluð.
Höfundur telur að sú staðreynd sýni sérleika
hvers einasta einstaklings og sé sönnun fyr-
ir því að engir tveir einstaklingar séu ná-
kvæmlega eins. Sagan af Babelsturninum
staðfesti sundurgreiningu og sérleika hvers
tungumálahóps og hvers einstaklings.
Frumástæðan fyrir íjölbreytileika tungumála
er að áliti höfundar meðfædd og innri krafa
um sérleika og einkalíf hvers og eins, „hver
maður er eyland", en einnig hluti heildar sem
tengist saman með tungumáli sem er fljótt
á litið þjóðtunga en hver einstaklingur hefur
í rauninni sína tungu, sem mótar viðhorf
hans til annarra og enginn getur án verið.
Hér á skilningurinn uppruna sinn. Steiner
vitnar í orð Heideggers: Maðurinn telur sig
herra tungunnar, en tungan er drottning
mannsins. Tungan er oftast talin vera tæki
til tjáningar, þar með koðnar tungan niður
í prent(svertu). Þar sem slíkt tíðkast (víðast
hvar) skyldu menn vanda mál sitt. Þetta
skyldi þó ekki hyija hið sanna. í rauninni
mælir tungan. Maðurinn talar tunguna og
tungan ræður orðum hans. Tungumálið er
ekki á valdi mannanna ...“
Samkvæmt kabbalískum fræðum, kenn-
ingum Jakobs Boehme (þýskur dulspekingur)
og Heideggers er „orðið“ eða „logos“ upphaf
alls og í því býr sköpunarkrafturinn. Getur
„orðið" þá ekki einnig eytt og afmáð?
Síðasta bók Steiners er „Real Presences"
frá 1989. „Hafa orð okkar einhverja merk-
ingu?“ er undirtitill ritgerðarinnar. Steiner
lýsir andlegum viðfangsefnum og stefnu bók-
menntafræðinga, strúktúralista og póst-
strúktúralista og deconstructionaiista. Hug-
tökin eru fljótandi og orðin hafa glatað merk-
ingu. Heimspekingar elta uppi merkingar í
merkingarlausum hugtökum. Bækur um
bækur hafa komið í stað bókanna. Enda-
lausar ritskýringar í stað lestrar á því rit-
skýrða og síðan ritskýringar ritskýringanna.
Steiner dregur upp dapurlega mynd af
bókmenntarannsóknum þar sem gengið er
framhjá ljóðinu sjálfu, inntak þess gert óvirkt
með ritskýringum og textaskýringum sem
falla að kröfum um samfélagslegan og fre-
udískan skilning og útlistun bókmennta.
Steiner skrifar: „Við hirðina í Býsanz störf-
uðu voldugir geldingar, sem stjórnuðu í nafni
keisarans eins og bókmenntafræðingar og
deconstructionalistar starfa að því að afmá
líf ljóðs og listaverka. En grundvallarmunur
hins gelta og hins lifandi blífur."
Steiner staðhæfir að Descartes, Kant, öll
skáld, listamenn og tónskáld finni fyrir ná-
lægð raunveruleika innan máls og forms.
Þessi nálægð gerir mun þýðingar og þýðing-
arleysis og sá munur er, „að Guð er“.
Steiner fjallar um tunguna í þessari bók
eins og í flestum bókum sínum og ritgerðum,
en í þessari verða kenningar hans tímabær-
ari þar sem hann gagnrýnir þær viðteknu
skoðanir um listir, bókmenntir og tungu sem
hneigjast til níhílisma.
George Steiner: Real Presences — Is there anything
in what we say? Faber and Faber 1989.
löfundur er fyrrverandi kennari.
----i4_---------
JENNA JENSDÓTTIR
Hughrif
Þú varst mér góður vinur
þú varst mér stoð í háska
gafst ró með þinni röddu
þótt reifuð væri hún gáska.
Þitt augnaráð oft brenndi
og óró vakti í sinni
ég kvöl í vitund kenndi
af kærleikssemi þinni.
Við áttum aldrei stundir
sem öðrum voru frelsi
og allir okkar fundir
því einkenndust af helsi.
Þótt bundnum sé ei bannað
að blanda saman geði
þá er nú sýnt og sannað
að sjaldan Ijær það gleði.
Svo eyddust bestu árin
að orð mér dóu á vörum
þín burtför byrgði sárin
og brátt er ég á förum.
Höfundur er rithöfundur í Reykjavík.
JENS ELÍASSON
Vorþrá
Eftir vetrarins
langa svefn
þú mig vaktir
eftir vetrarins
hvíta regn
með hlýju þaktir
þú vorblíðan
vinalega angan
nú byijar þín
vinsæla vorgangan
og þá vaknar
í dökkum hjörtum
verður einsog
í sölum bjöi-tum
eftir vetrarins
langa svefn
er mörgum var
um megn
vorið mitt blíða
ég var lengi
búinn að bíða
eftir þér
og nú eitu hér
þú með þinn
unaðs vorsins ilm
er gefur lífinu lit
og bætir sálarslit
hafðu þökk
mitt vorið bjarta
þú átt mitt hjarta.
Höfundur starfar á dekkjaverkstæði í
Reykjavík.
Leiðrétting
í höfundarkynningu á Rósu Guðmundsdótt-
ur - Vatnsenda-Rósu- í Lesbók 20. apríl,
var hún ranglega sögð upprunnin úr Öxnad-
al. Var Rósa sögð fædd í Fornhaga, svo sem
stendur í æviágripi í Ljóðasafni AB, en það
er einnig rangt. Landskunnur Hörgdæling-
ur, Páll Arason, er nú fluttur aftur í heima-
hagana og upplýsti, að Rósa væri fædd á
Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Faðir hennar
fluttist hinsvegar að Fornhaga árið 1802,
þegar Rósa var 7 ára og þar ólst hún upp.