Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 5
á kóriíi fjfe’áfeá, -kð'lhárin kéyþti hkfia fjTÍr I þriggja ambátta verð og flutti hana með sér til íslands. Kona þessi var Melkorka dóttir Mýrkjartans írakonungs. í Laxdælu er meira af lýrík og rómantík en í öðrum Islendingasögum. Segja má að rómantíkin í sögunni hefjist, þegar Höskuld- ur kemur að Melkorku, þar sem hún er að tala við Ólaf son sinn við bæjarlækinn á Höskuldsstöðum, en áður hafði hún látist vera mállaus. Það var vörn hennar gegn því að vera meðhöndluð sem ambátt. Segir Melkorka Höskuldi þá frá ætt sinni og upp- runa. Ekki er hægt að vefengja tilveru Melkorku í Laxárdal. Um það vitnar ör- nefnið Melkorkustaðir, en þar fékk Höskuld- ur henni bústað, þegar ósamkomulag Jór- unnar konu hans og Melkorku keyrði úr hófí. Svo virðist sem sögu Melkorku hafí verið trúað. Ekki er líklegt að svo stórlátur og metnaðargjarn maður og Egill Skalla- Grímsson, hefði gefíð Ólafí dóttur sína Þor- gerði fyrir konu, ef móðurætt hans gæti talist til vansa. Þess má einnig geta, að Ólafur lætur einn son sinn heita eftir Mýr- kjartani afa sínum. Ferð Ólafs páa til írlands, sem hann fer að áeggjan móður sinnar átján vetra gam- all, er í senn rómantísk og ævintýraleg. Með tilstyrk Gunnhildar drottningar og son- ar hennar, Haralds gráfelds konungs í Nor- egi, fær hann skip og skipshöfn til fararinn- ar. Eiga þeir langa og stranga útivist og lenda í hafvillum. Þegar skipshöfnin deilir við Öm stýrimann um hvaða stefnu skuli taka, er málinu skotið til ráða Ólafs. Hann segir þá: „Það vil ég að þeir ráði, sem hyggn- ari eru. Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman.“ Til þessa orðtaks hefur oft verið vitnað síðan. Þegar þeir að lokum ná landi og búast við ófriði frá írum, gengur Ólafur fram í stafn skipsins sem tígulega búinn riddari með skjaldarmerki. Frekar mætti álykta að skipshöfnin væri ekki til stórræðanna eftir slíka hrakninga. Öll frá- sögnin af þessari ferð Ólafs páa er sögð honum til vegsauka og segir í rauninni ekk- ert til um það hvort hann hefur hitt afa sinn Mýrkjartan, sem kann að hafa verið smákonungur en alls ekki hákonungur á írlandi. Af bömum Höskuldar, sem hann átti með konu sinni, var Þorleikur faðir Bolla elstur. Þorleiki er í sögunni lýst þannig: „Hann var mikill maður og sterkur og hinn sýniligsti, (þ.e. ásjálegasti) fálátur og óþýður. Þótti mönnum sá svipur á um hans skaplyndi, sem hann myndi verða engi jafnaðarmað- ur.“ Ekki er hægt að villast á því, að um skaplyndi sitt bregður Þorleiki til móðurætt- ar sinnar, Strandamanna. Hann stendur í skugga Ólafs páa og unir því ekki sem best. Þeir sættast þó heilum sáttum, þegar Ólafur býðst til að fóstra son hans, Bolla. Nefndar em tvær dætur Höskuldar í sög- unni. Önnur þeirra var Hallgerður langbrók, sem miklum örlögum veldur í Njálssögu. Þegar fram liðu stundir keypti Ólafur pái löndin á Hrappsstöðum og í holti einu upp með Laxá að norðanverðu lét hann reisa sér bæ af þeim viðum, er þar voru höggnir í skóginum, en sumt hafði hann af reka- ströndum. Bæ sinn nefndi hann Hjarðar- holt. Þau Ólafur og Þorgerður áttu mörg böm og kemur Kjartan langmest við sögu. Þeir fóstbræðumir Kjartan og Bolli voru mjög jafnaldra. Ekki em lítil drög að lýs- ingu Kjartans í sögunni, en nefna má, að svipuð lýsing er á Þiðranda í samnefndum þætti. Þó er lýsingin á Kjartani öll ýtar- legri og glæsilegri. Þessir tveir, ásamt Ing- ólfí sonarsyni Ingimundar gamla landnáms- manns, hafa verið sagðir þrír fegurstir manna, sem fæðst hafa á íslandi. Um Ing- ólf var kveðið: „Allar vildu meyjamar með Ingólfí ganga." Það merkir, að allar vildu meyjamar eiga hann. Þegar þeir Kjartan og Bolli em fullvaxta, fara þeir oft að Laugum í Sælingsdal. Á góðum degi er það að minnsta kosti tveggja stunda reið eftir greiðfarinni götu. Þar býr Ósvífur með konu sinni og bömum. Guðrún dóttir hans, sem sögð er kvenna vænst á íslandi, hefur verið tvígift, þótt ung sé, og er nú ekkja eftir seinni mann sinn. Auk þess að fá sér bað í heitri uppsprettulaug- inni, er erindi Kjartans að tala við Guðrúnu. í þessum ferðum er Bolli aðeins þögull aðdá- andi Guðrúnar, en hann hugsar sitt. Síðan fara þeir utan Kjartan og Bolli. Ástæðan til þess, að Kjartan dvelur lengur en Bolli í Noregi, er fyrst og fremst sú, að hann er einn í hópi fjögurra höfðingjasona af ís- landi, sem Olafur konungur Tryggvason heldur eftir til að greiðlegar gangi, að koma á kristinni trú í landinu. Bjöm M. Olsen hefur bent á, að Ingibjörg konungssystir hafi gifst Rögnvaldi jarli Úlfssyni á Vestur-Gautlandi einmitt á þeim ámm, sem Laxdæla telur, að samband þeirra Kjartans og Ingibjargar hafí átt sér stað. Frásögnin af vináttu þeirra eykur ró- mantíkina og spennuna í sögunni og verður að lokum til þess, að Guðrún Ósvífursdóttir lætur undan þrábeiðni Bolla að giftast hon- um, enda telur Bolli henni trú um að Kjart- an sé henni afhuga. Samkvæmt tímatali, sem miðast við kristnitökuna, kemur Kjart- an til íslands árið eitt þúsund og eitt. Ári síðar fær hann Hrefnu Ásgeirsdóttur fyrir konu. Eftir það verður atburðarásin hröð og örlagastraumurinn þyngri, þar til þeir Laugamenn vega Kjartan við Hafragil á Svínadal við mikinn liðsmun, eftir frækilega vörn hans. Sá atburður gerðist fímmtudag- inn eftir páska árið eitt þúsund og þrjú. Ástarþríhymingur er nú vinsælt efni hvort heldur sem er í formi kvikmyndar, leikrits eða skáldsögu. Þeir þekktust einnig erlendis á ritunartíma íslendingasagna til dæmis í sögunni af Tristram og ísolde. Af ástarþríhyrningi í öðrum íslendingasögum en Laxdælu má nefna Gunnlaugssögu ormstungu. Þar er þríhymingurinn Helga hin fagra, Gunnlaugur og Hrafn og í Korm- ákssögu eru það Steingerður, Bersi og Kormákur. í þessum tveim sögum hafa konurnar ekki jafnbein áhrif á atburðarásina og í Laxdælu, enda var Guðrún skömngur. Helga og Steingerður virðast aðeins hafa áhrif með tilveru sinni, en Guðrún eggjar til verka eða grípur til þeirra. Mismunur á þríhyrningnum í Laxdælu og Tristramssögu er sá, að í Tristramssögu er ekki raunvem- legur þríhymingur. Tristram og ísolde unn- ast að vísUj en ekki verður séð að konungur- inn, sem Isolde átti að giftast, hafí gert slíkt. Laxdæla gefur í skyn að Guðrún og Kjartan hafí unnað hvort öðm og að Bolli hafí unnað Guðrúnu, áður en hann fékk hennar. Svipað verður uppi á teningnum, ef Laxdæla er borin saman við þýskar hetju- sögur og Eddukvæði. Guðrúnu er oft jafnað til Brynhildar Buðladóttur, Kjartani til Sig- urðar Fáfnisbana og Hrefnu til Guðrúnar Gjúkadóttur og víst er, að Kjartan hlaut sama aldurtila og Sigurður og af sömu or- sök. Sá mismunur er á hinn bóginn aug- ljós, að Sigurður virðist hafa orðið fráhverf- ur Brynhildi, þótt göldmm sé um kennt. Þríhyrningur Laxdælu virðist því standa nær ástarþríhyrningi nútímans en þríhyrningum Tristramssögu og þýskra hetjusagna. Höf- undur Laxdælu hefur að minnsta kosti unn- ið mjög sjálfstætt úr þessum efnivið, ef hann hefur haft þýsk hetjukvæði til hliðsjón- ar. Ég hefí áður minnst á rómantískan og lýrískan stíl sögunnar og fer rómantíkin vaxandi, þegar líður á frásögnina. Af öðmm einkennum sögunnar má nefna að hún er margorð, þegar miðað er við aðrar íslend- ingasögur. Má taka sem dæmi, er Bolli seg- ir Guðrúnu frá vináttu Kjartans og Ingi- bjargar. „Guðrún kvað það góð tíðindi, en því aðeins er Kjartani fullboðið, ef hann fær góða konu, og lét þá þegar falla niður tal- ið, gekk á brott og var allrauð. En aðrir grunuðu hvort henni þætti þessi tíðindi svo góð, sem hún lét vel yfír.“ Höfundur Njáls- sögu hefði vafalítið látið viðbrögð Guðrúnar við fréttinni nægja. í Laxdælu ber mikið á skrautlegum klæðnaði, veislum og gjöfum og á það einkum við um söguhetjurnar. Ekki er verið að lýsa fatnaði íslenskrar al- þýðu þess tíma, heldur klæðnaði úr pelli og silki, sem tíðkaðist við hirðir erlendra þjóð- höfðingja. Mér fínnst sagan gjalda þess fremur en hitt. Þegar Laxdæla er skoðuð í heild má hiklaust segja, að hin erlendu áhrif á efnisþráðinn séu mikil og aukist, þegar kemur fram í söguna. Þeir, sem áhuga hafa á lestri íslendinga- sagna, vilja gjaman gera sér grein fyrir því hve mikinn sannleik sögumar hafa að geyma. Hvað Laxdælu varðar tel ég, að meginþráður sögunnar sé sannsögulegur og enginn vafi er á því, að aðalpersónur sög- unnar vom til. Hins vegar er höfundurinn ekki að skrifa sagnfræði. Hann leitar víða fanga og lætur hið skáldlega og rómantíska fá að njóta sín fram yfír það, sem vant er í flestum öðmm Islendingasögum. Að sjálfsögðu er meginuppistaðan í Lax- dælu munnmælasögur um atburði, sem skeð höfðu í héraði. Einnig má vel hugsa sér að til hafi verið skráðar ættartölur með fróð- leik um persónur frá þeim tíma, sem sagan gerist, svipaðar ævi Snorra goða. Hafi einhver setning, sem höfð er eftir sögupersónu í Laxdælu, komist óbreytt til skila, þá dettur mér í hug svar Guðrúnar til Bolla sonar síns, er hún segir: „Þeim var ek verst, er ek unna mesL“ Svar gamallar og lífsþreyttrar konu til þess sonar, sem henni þótti vænst um. Höfundur er kennari i Reykjavík. INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON LIUUR Hve dauðleg á altari afskorin blómin, sem unnu guðs himni af rótum í jörð; á dýrðlegum páskum mun deyja út ljóminn, ef drottinn ei gefur þeim upprisusvörð. Um sjálfsvitund kirkjunnar klerkurinn ræðir: sú kirkja sem lifir ei einni af náð, hún rís ei með Kristi í himneskar hæðir og heiminum rótlausa verður að bráð. Og blómanna ilmur sem eftirsjá stígur, sinn unaðsreit trúin í frumkristni sér; hvert afskorið blóm sem á altari hnígur til áminnis fórnarilm vitunum ber. Hve erfitt í veraldar viðjum að skilja, að vitni hvert afskorið blómstur um Krist; er kirkjunnar táknmynd í tímanum lilja, sem tilverurétt sinn í jörð hefur misst? Hún hvorki á jörðu né himni á rætur, ef hryggðin sér eingöngu blómstrandi feigð; en blindan sem kirkjunnar gróðurfar grætur í geislandi tárum er birtunni eygð. Á meðan hún ber í sér blómin af völlum, svo bliknar öll Salómons veraldar dýrð: er páskadags sköpun í kirkjunnar köllum, af Kristi hver lilja til upprisu skírð. Hann sagði og hjörð litla, óttastu eigi, sitt eilífa ríki svo höndluðum fól; þótt altarisblómin í dýrðinni deyi, er dauðinn sem regnskúr á upprisu sól. í þjóðkirkju guðs er ei þröngt setinn bekkur, en þrír eða tveir eru Kristi sem safn; og óbrotinn kirkjunnar kynslóða hlekkur, fyrst kyijar eitt stúlkubarn frelsarans nafn. Þó flest séu safnaðar bökin hér bogin, sem birtan þau sligi með kransi og gröf: í stúlkunnar augum er upprisu loginn, og óbomum verður hann náðarrík gjöf. Sjá, gulur við hársrætur bundinn er borði, sem blómin í ummyndun nemi þar svörð; er páskanna sól rís af upprisu orði, í augndjúpið plantað er guðsríkis jörð. Og barnsaugu prestinn í bæninni styrkja, sem biður að þjóðkirkjan eflist af náð; af liljum og stúlkunni ljómar hans kirkja, og lífinu upprisna guð hefur sáð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MAÍ1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.