Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 7
Hjörtur Og MARGRÉT ÁReynimél Steinbærinn Reynimelur á Bræðraborg- arstíg 22 var öllu minni og á honum var ekkert loft. Þar bjuggu hjónin Hjörtur Jóns- son sjómaður og Margrét Sveinsdóttir með 11 böm. Allur bærinn var ein stofa og eld- hús. Ágústa Pétursdóttir Snæland bjó á næstu grösum og hún minntist hjónanna á Reynimel með eftirfarandi hætti: „Á Reynimel bjuggu sæmdarhjónin Hjört- ur Jónsson og Margrét Sveinsdóttir. Mér er í minni þegar þau gengu suður Bræðraborg- arstíginn með tæki til að yrkja jörðina. Þau gengu hlið við hlið gömlu hjónin, bæði ákaf- lega þybbin og þétt á velli. Þau fóru mark- visst áfram, þó að þau gengju hægt, og manni fannst eins og þau væru tákn fyrir allt sem var upprunalegt og gott í lífinu." Árið 1935 áttu þau Hjörtur og Margrét á Reynimel gullbrúðkaup og þá skrifaði vin- ur þeirra grein í blað og lýsing hans á þess- um gömlu hjónum, vinnu þeirra og heimili er lýsing á almúgafólki eins og það gerðist best í Reykjavík fyrri tíma: Ánægju sinnar leituðu þessi hjón í vinnu sinni og þeirri blessun, sem henni fýlgir, sparsemi og ráðdeild. Húsbóndi fór þegar að stunda sjó, fyrst á róðrabátum, þar til þilskip komu, og reyndist hveijum manni fengsælli á færi sitt þau ca. 40 ár sem hann stundaði sjó. Á vetrum sýslaði hann við steinsmíði en þá iðju hafði hann numið af Bald hinum danska, er byggði alþingis- húsið. Varð honum og heimili hans þetta starf mikill búbætir á vetrum, er flestir sjó- menn gengu atvinnulausir. Ég sem þessar línur rita var samskipa Hirti á skútum allmörg ár, og get því ekki látið þess ógetið, hvemig hann hagaði vinnu sinni þar. Þegar fískaðist var Hjörtur alltaf við færið meðan legið var og látið reka. En tæki fisk undan og siglt væri á mið aftur, notaði hann þann tíma til að kinna hausa þá, sem hann hafði fengið, og á þann hátt aflaði hann sínu stóra heimili soðningar. Hann kom því ekki tómhentur af sjónum ef vel aflaðist. Þegar Hjörtur hafði vakað vöku eftir vöku og sólarhring eftir sólar- hring, uns hann tók að syija, virtist hann ekki þurfa annað en skreppa niður í háseta- klefann, fá sér rúgara-sneið og einn fant af kaffi, til þess að ná sínu síglaða og góða skapi. Meðan húsbóndinn var á sjónum var hús- móðirinn ekki iðjulaus, hún hafði 11 barna að gæta, sem þau hjón höfðu eignast á 15 árum, og voru því öll samtímis á ómaga- aldri. En þrátt fyrir þá miklu umönnun, sem börnin þurftu, tók Margrét á hveiju ári fisk til verkunar af skipum Geirs Zoéga, þótt hún þyrfti alloft að sækja fiskinn á báti út að skipssíðu og lenda með hann í Hlíðar- húsasandi, bera fiskinn þar upp, oftast að- eins með hjálp elstu drengjanna, allt frá því að þeir voru 7-10 ára, því að snemma voru bömin vanin við vinnu. En ekki varð Mar- gréti það nóg starf að þvo og taka þann fisk, sem hún fékk til verkunar, heldur stóð hún löngum við fiskþvott hjá G. Zoéga, en um þær mundir var ekki kominn á sá siður að þvo fisk í húsi inni, enda engin þvotta- hús til. Má nærri geta hve kaldsætt hefir verið við verk þetta, þó að vorlagi væri, en Margrét gerði gys að öllum kveifarskap og ef hún var spurð um kulda kvaðst hún herða á hreyfingum eftir því sem kuldinn yrði nærgöngulli, og ánægjubros fylgdi tilsvar- inu. Eitt sinn, er ég kom í land, heyrði ég sögu af Margréti, sem lýsti hreysti hennar og dugnaði. Og þótt sagan nú á tímum kunni að þykja ótrúleg, er hún þó sönn og hljóðar á þessa leið: Margrét hefur ekki komið til þvotta í heila viku. En á áttunda degi var hún aftur byijuð, og er G. Zoéga var spurður hveiju sætti um fjarveru Mar- grétar, sagði hann: „Hún skrapp heim til að ala barn.“ Gaman var að líta inn í litla bæinn á Reynimel, á sunnudegi á sumri, ef ekki var fiskþurrkur, því að ef þurrkur var, þá voru allir við fískbreiðslu, sem vettlingi gátu vald- ið og sjá hve börnin og hin litlu húsakynni voru þrifleg. Lá manni þá við að spyija: Hvenær sefur húsfreyjan?" Já, hvenær svaf húsfreyjan á Reynimel á Bræðraborgarstíg 2? Þegar bömin tóku að stálpást byggðu hjónin sér snoturt íbúð- arhús úr timbri við hlið gamla bæjarins og stendur það enn með góðum blóma en því miður er bærinn horfinn. Þau Hjörtur og Margrét á Reynimel áttu mörg mannvænleg börn, eins og fram hefur komið, og sum þeirra urðu þekktir borgarar í Reykjavík. Þar á meðal voru tveir synir þeirra sem báðir komu við sögu Bræðraborgarstígs. Steinbærinn Reynimelur var ekkert annað en eitt herbergi og eldhús og þar varð öll fjöiskyldan að búa. Síðar reistu þau Hjörtur og Margrét á Reynimel timburhúsið við hliðina á bænum. Lengra sést Bræðraborgarstígur 20 sem Pétur Bjarna- son skipstjóri reisti og þar næst lítið timburhús sem nú er horfið. Þar bjuggu þeir hver eftir annan Þórður Þórðarson, kallaður kæfa, og Guðmundur Guðmundsson, kallaður strolla. Enn lengra sést bakarí Jóns Símonarsonar. Þessi fjölskylda setti mikinn svip á Bræðraborgarstíg á fyrri hluta aldarinnar. Þetta eru hjónin Margrét Sveinsdóttir og Hjörtur Jónsson á Reynimel (Bræðra- borgarstíg 22) 'ásamt börnum sínum. Margrét heldur á Hirti yngra, sem síðar var mjög lengi matvörukaupmaður á Bræðraborgarstíg 1, en Hjörtur heldur á Oddgeiri sölumanni hjá Garðari Gíslasyni og tónlistarmanni. Lengst til hægri situr Ólafur sem lengi var starfsmaður hjá O. Johnson & Kaaber. I efri röð eru Jón Hjartarson kaupmaður í Hafnarstræti 4 og fyrir framan hann Lilja. Þá kem- ur Ingibjörg, kona Tómasar í Ölgerðinni, og loks Sveinn bakari á Bræðraborg- arstíg 1. Sá eldri er Sveinn Hjartarson bakari sem keypti íbúðar- og bökunarhúsið á Bræðra- borgarstíg 1 árið 1910 og rak þar um ára- tugaskeið eitt þekktasta bakarí bæjarins. Það var Sveinsbakarí og svo mikinn svip setti það á umhverfi sitt að litla brekkan upp frá Vesturgötu, byijun Bræðraborg- arstígs, var yfírleitt kölluð Sveinsbrekka. Yngri bróðir Sveins bakara frá Reynimel var svo Hjörtur kaupmaður sem byijaði að versla í pakkhúsi frá bróður sínúm á Bræðraborgarstíg 1 árið 1926 og rak hann þessa verslun allt til ársins 1982 eða í 55 ár. -í fyrri greinum um Bræðraborgarstíg var þess getið að hann væri meðal helstu og gamalgrónustu gatna í gamla Vesturbænum og hefði nú náð rösklega hundrað ára aldri. Rætt var um upphaf götunnar, kotbæina sem stóðu við hana á síðustu öld og fram á þessa og vikið nokkuð að fólki sem bjó við Bræðraborgarstíg, einkum í Hala (á nr. 5), Bræðraborg (á nr. 14), Reynimel (nr. 22) og Miðhúsum (23B). Hér verður haldið áfram og að þessu sinni stiklað á stóru með því að ganga Bræðraborgarstíg frá norðri til suðurs. Á Kr-Slóðum Á Bræðraborgarstíg 4 er snorturt timbur- hús. Það reisti Ellert Schram skipstjóri árið 1900 og bjó í því næstu 15 árin. hann var afí þeirra Bryndísar Schram, Magdalenu Schram, Ellerts Schram ritsjóra, Hrafnhild- ar Schram listfræðings og Gunnars G. Schram prófessors. Seinna ólust upp í þessu húsi Bjarni Felixson íþróttafréttamaður og bræður hans, KR-ingar og íþróttakappar. Á Bræðraborgarstíg 5 er Stóri- og Litli- Hali en í trésmíðaverkstæðinu á Stóra-Hala starfaði og lék Leikfélagið Dúfan á sínum tíma sem íþróttafrömuðurinn alþekkti og KR-leiðtoginn Erlendur Ó. Pétursson var potturinn og pannan í. Hann var þá ungling- ur í Götuhúsum (Vesturgötu 50). Á þessum slóðum stóð vagga KR. Á nr. 7 stóð lengi timburhús sem Habær hét. Það átti Guðmundur Jonsson sem lenti í svokölluðu Kristmannsmáli í Marardal í Henglinum. Þannig var mál með vexti að fólk fór í skemmtiför upp í Hengil og var vín haft um hönd. Fór svo að Kristmann nokkur, sem var með í för, fannst steindauð- ur úti á víðavangi með einhverja áverka en skammt frá fannst Guðmundur í Habæ víndauður og hafði ekki hugmynd um hvað hafði skeð. Rannsókn var hafin á málinu og var Guðmundur grunaður um að hafa myrt Kristmann án þess að nokkuð hald- bært væri því til sönnunar. Ekkert upplýst- ist við yfírheyrslur en þetta svokallaða morð- mál mun hafa fylgt honum það sem eftir var ævinnar. Til gamans má geta þess að Kristmann Guðmundsson rithöfundur var skírður í höfuðið á Kristmanni þeim hinum myrta. Nú er stórhýsi, þar sem Hábær var áður, reist eftir stríð af iðnjöfrinum Magn- úsi Víglundssyni. Rauða húsið Hans Eldeyjar-Hjalta í rauða húsinu á nr. 8 bjó einn af helstu mektarmönnum Bræðraborgarstígs, sjálfur Eldeyjar-Hjalti, en um hann skrifaði Guð- mundur Hagalín mikla ævisögu. Húsið er að vísu byggt af öðrum þekktum skipstjóra, Jafet Ólafssyni, árið 1898 en hann fórst 1906 og mun Hjalti þá hafa keypt húsið. Eftir að Hjalti lét af skipstjórn gerðist hann framkvæmdastjóri og forgöngumaður ýmissa útgerðar- og kaupsýslufyrirtækja m.a. Kola og salts og Vélsmiðjunnar Ham- ars. í afmælisgrein um Hjalta áttræðan í Fijálsri verslun árið 1949 eru þessi orð höfð um hann: „Hjalti Jonsson er í tölu hinna mestu forvígismanna „endurreisnartímabilsins“ á íslandi. Handbrögð hans í hinu unga at- vinnulífi íslendinga eru fullkomlega sam- bærileg við „renaissansinn“ í Rómaríki forð- um, hvorttveggja er jafn glampandi af áræði, bjartsýni, eldmóði og tígulleik, sem ekkert fær staðist gegn, hvorki snarbrattur sjávarhamarinn né kolsvart þursaberg van- ans og úrræðaleysisins." Á bak við Hjaltahús var pínuítill steinbær með áföstu timburhúsi til skamms tíma en sem nú hefur verið rifíð. Hús þetta hét Mörk og þar bjó Jón Eiríksson utanbúðar- maður hjá Geir Zoéga,_ þekktur fyrir trú- mennsku og ráðvendni. Á Bræðraborgarstíg 10 var líka einu sinni lítill steinbær og bjó í hinum lengi Þorlákur Teitsson skútuskip- stjóri. Timburhús stendur enn á lóðinni sem sonur hans, Guðmundur Þorláksson húsa- meistari, reisti. Niðurlag síðar. Höfundur er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAÍ 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.