Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 10
B i r L A R Forvitnilegur ZX frá Citroén -■ ■■ .............................................. Citroen ZX er forvitnilegur og áiitlegur bíll - og ekki spillir fagurt umhverfi í Suður-Frakklandi. Citroén ZX heitir nýjasta afkvæmi Citro- én verksmiðjanna í Frakklandi en hann var formlega kynntur um miðjan mars þar í landi. Síðustu vikurnar hefur hann verið kynntur fyrir blaðamönnum og gafst okkur frá Islandi kostur á að skoða gripinn og aka 250 km um Suður Frakk- land fyrr í vikunni. Citroén ZX fyllir ákveðið bil sem verið hefur hjá verk- smiðjunum, er stærri en AX en minni en BX. Með þessu er verið að bjóða nýj- an valkost fyrir þá sem hafa þurft að Ieita annað en til Citroén eftir bíl í þess- um stærðarflokki. Nú státa verksmiðj- urnar af því að bjóða bíla af öllum stærð- um og hver gerð býður upp á talsvert mismunandi búnað. ZX er fáanlegur í fjórum megin gerðum með mismunandi vélarstærðum. Ekki er á þessari stundu unnt að segja nákvæmlega til um verðið en fyrstu bílarnir á erlendan markað frá verksmiðjunum verða afhentir um miðj- an maí. V Citroén ZX kemur til með að keppa við ýmsa evrópska bíla, svo sem Renault 19, Volkswagen Golf, Peugeot 309, Ford Escort og Fiat Tipo svo nokkrir séu nefndir. í svo- nefndum M1 stærðarflokki sem þessir bílar falla undir seldust í fyrra tæplega 4 milljón- ir bfla í Evrópu. Af mest seldu einstöku bflunum hefur Golf verið með 18,5% mark- aðarins, Kadett með 15,3%, Escort með 12,7% og Renault 19 með 10,9%. Hér er Citroén því að ráðst inn á mjög fjörugan markað en forráðamenn verksmiðjanna segjast staðaráðnir í að hasla sér þar völl með ZX bílnum. Ráðgert er að framleiða um liðlega 230 þúsund bfla á þessu ári og mun dagsframleiðslan verða 1.450 bílar þegar hún nær hámarki. Alls hefur verið fjárfest fyrir sem svarar um 60 milljörðum króna til undirbúnings framleiðslunni. Ósvikinn Citroén Citroén ZX er ósvikinn Citroé n í útliti. Honum svipar til AX, er með sama niðurhall- andi framendann, en er greinilega stærri. Þetta er rennilegur bfll en hann er samt í raun ósköp venjulegur. Auk hliðarglugga í hurðum er þriðji hliðarglugginn aftast ein- kennandi og þannig minnir hann til dæmis á Fiat Tipo en að öðru leyti má segja að ZX skeri sig lítið úr enda er honum ætlað að keppa á markaði nokkuð „venjulegra" bflakaupenda ef svo má að orði komast, þeirra sem vilja notadijúgan bfl á skaplegu verði og þurfa ekkert ptjál. Með dýrustu gerðinni er þó líka komið til móts við þá sem vilja snöggan og kraftmikinn bíl. ZX er allvel búinn að innan og þar virkar allur frágangur mjög vandaður. Sætin eru sterkleg og ökumannssæti með stilianlegan stuðning við mjóbak og hliðar auk hinna venjulegu stillinga. Rými er gott í framsæt- um og þokkalegt í aftursætum en sitji menn stífir og uppréttir þar stijúkast menn fljótt upp undir. Bfllinn er búinn veltistýri og hæð á festingu öryggisbeltis er einnig stillanleg. Mælaborðið er með nokkuð hefðbundnu sniði og með venjulegum mælum en nokkuð er misjafnt milli gerða hvort það er búið snúningshraðamæli, hvar klukka er staðsett og hvort hanskahólfíð er með loki eða ekki. Bíllinn er hins vegar vel búinn smáhólfum, í hurðum og milli framsæta. Útsýni er gott fram og til hliða, svo og aftur fyrir með baksýnisspegli og tveimur útispeglum sem stillanlegir eru innan frá. Framrúðuvindur eru rafdrifnar og læsingar sömuleiðis og með fjarstýringu á dýrari gerðunum. Skott- rými er í meðallagi og hægt að leggja fram bak aftursætis. Einnig er hægt að renna aftursætinu alveg fram að framsætum og næst á góð stækkun á farangursrými. Má ímynda sér að þetta henti til dæmis þeim sem ferðast með smábörn og kerrur eðg. aðra fyrirferðamikla fylgihluti þeirra. Þrjár gerðir A þessari kynningu í Suður-Frakklandi gafst kostur á að aka þremur gerðum: Reflex sem er með 1,3 lítra og 75 hestafla vél, Aura með 1,6 lítra og 89 hestafla vél og Volcane með 1,9 lítra vél sem gefur 130 hestöfl og allar eru þessar vélar fjögurra strokka. Allir eru bílarnir búnir fimm gíra handskiptingu. Sjálfskipting verður væntan- lega ekki í boði fyrr en á næsta ári. Þessar gerðir eru svo til eins að ytri gerð, hliðar- listi er mismunandi og stuðari er ýmist grár Með ZX hyggjast Citroen verksmiðjurnar hasla sér völl á bílamarkaði í Evrópu sem þeir hafa ekki getað sinnt til þessa. eða í sama lit og bíllinn og sama gildir um handföng og útispegla. ZX er 4,07 metra langur, 1,7 metrar á breidd og 1,4 á hæð. Bíllinn er því lágur og breiður og virðist þannig stór sérstaklega þegar horft er framan á hann. Bfllinn vegur 1030 til 1150 kg eftir gerðum og hann getur borið milli 500 og 600 kg. Bensíntank- ur tekur 56 lítra og eyðsla í borgarakstri er á bílnum með minni vélinni sögð vera um 7 lítrar á hundraðið. Eftir að aka Citroén ZX samtals liðlega 250 km vegalengd á rerinisléttu malbiki, slitnu og ósléttu malbiki, á beinum brautum, hraðbrautum og mjög mjóum og krókóttum vegum í hæðóttu landslagi verður umsögnin þessi: Gott viðbragð Allar gerðimar eiga það sammerkt að vera viðbragðsgóðar og skemmtilegar í ' akstri. ZX er sérlega hljóðlátur bíll og skipt- ir litlu máli hversu slétt og gott yfirborð vegarins er, það verður aldrei vart við háv- aða. Þegar ekið er lengi á miklum hraða í fimmta gír verður helst vart vélarhávaða eða hvins og þá er eins og ökumaður eigi eftir að skipta í einn gír til viðbótar. Gírskiptingin er mjúk og þægileg og stöng- in vel staðsett og ekki varð vart við annað en að auðvelt væri að skipta hratt niður þegar þess var þörf. ZX með minnstu vélinni er ekki með vökvastýri eða léttistýri en það eru hinar gerðirnar og vissulega mætti það vera fyrir hendi í þeim öllum. Þeir sem eru vanir vökva- stýri myndu strax sakna þess en aðrir ekki því bíllinn er alls ekki þungur í stýri. Sem fyrr segir er viðbragðið gott og vinnslan og gildir það jafnt um þann með minnstu Óhætt er að gefa ZX góða einkunn fyrir gott rými og góðan frágang að innan og hann er líka vel búinn. vélinni sem Volcane sem hefur auðvitað ákveðna yfirburði á þessu sviði með 130 hestafla vél. Það var eini bíllinn sem gafst tækifæri á að þeyta eftir hraðbraut og virð- ist 130 km hámarkshraði á hinum frönsku hraðbrautum hvergi nærri duga. Á þeim hraða getur ökumaður setið afslappaður og finnur lítið fyrir hraða og er það ekki fyrr en á 150 og þar yfir sem finnst verulega fyrir hraða. Fjöðrun er McPherson gormar að framan og snerilfjöðrun að aftan. Nákvæmt stýri og nokkuð stíf fjöðrunin gera það að verkum að bíllinn liggur mjög vel og kom það ekki síst í ljós í kröppum beygjum á mjóum veg- um þar sem menn aka furðu greitt miðað við aðstæður á hvers konar bflum. Góð samkeppnisstaða Sem fyrr segir er Citroén ZX líklegur keppinautur nokkurra evrópskra bíla sem þegar eiga vinsældum að fagna. Ljóst er að verðið mun ráða miklu um viðtökur þessa bfls hér á landi. Takist að halda því undir einni milljón króna til dæmis fyrir bílinn með 1,6 lítra vélinni ætti hann að hafa góða samkeppnisstöðu. Fulltrúar Globus, sem hefur Citroén umboðið hérlendis eru að semja um verðið fyrir íslenskan markað og verður þar tekið nákvæmt mið af helstu keppinautunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.