Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 3
E.....----------F i@i@@sææio]sa Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af myndverki listakonunnar Yoko Ono, sem nú stendur yfir í Vestursal Kjarvalsstaða og endar 2. júní. Þetta er konseptlist, eða hugmynda- list, sem listakonan hefur lagt stund á í 30 ár. Það var SÚM-hópurinn sem fyrst kynnti Islend- ingum þessa stefnu um og uppúr 1970. Eftir 1980 virtist hún á hverfanda hveli, en hefur verið að sækja í sig veðrið aftur uppá síðkastið. Oft er unnið með skrifaða texta og það gerir Yoko Ono einnig. Það sem prentað er á fors- íðuna eru „Helmingar", samstilling hluta, sem sagaðir hafa verið í tvennt. borgarstígur er reykvíksk söguslóð og Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, heldur áfram að rifja upp sitt- hvað um húsin þar og fólkið, sem í þeim bjó, t.d merkishjónin Margréti Sveinsdóttur og Hjört Jónsson, sem bjuggu í dálitlum steinbæ, Reyni- mel, ásamt stórum barnahópi. er ein af perlum íslenzkra fornsagna og menn halda áfram að undrast örlögþeirraKjartans ogBolla, svo og giftuleysi Guðrúnar Ósvífursdótt- ur. Þegar farið er um Dalasýslu, minna bæjanöf n eins og Höskulds- staðir og Sælingdalstunga á þetta fólk, sem heldur áfram að lifa með þjóðinni. Um það skrifar Benedikt Benediktsson. arnir mega nú mála næstum eins og þeim sýnist, en fátt merkilegt þykir fæðast í myndlist austur þar og ber þeim mun meira á stælingum á Vestur- landalist. GRIMUR THOMSEN Þorbjörn kólka Á áttæríngi einn hann reri, ávallt sat á dýpstu miðum, seggur hafði ei segl á knerí, seigum treysti hann axlaliðum; enginn fleytu ýtti úr sandi, ef að Þorbjörn sat í landi. Vissu þeir, að veðurglöggur var hann eins og gamall skarfur, hjálparþurfum hjálparsnöggur, í hættum kaldur bæði og djarfur; forustu garpsins fylgdu allir, en - fiesíirreru skemmra en kallinn. Spölur er út að Sporðagrunni, Spákonufell til hálfs þar vatnar, og hverfur sveit í svalar unnir, sækja færri þangað skatnar. Einn þar færi um gildar greipar í góðu veðrí Þorbjörn keipar. Sér hann upp að sorta dregur suður yfir Kaldbakstindi, hankar uppi, heim er vegur helzt til langur móti vindi; tekur Þorbjörn þá til ára, þykknar loft og ýfist bára. Á Olnbogamiðerinn hann kemur, ofsarok af landsynningi sópar loft og sjóinn lemur saman og upp í skafla-bingi; ein þar hrökklast ferðlaus ferja, fyrðar uppgefnir að berja. Tók hann skipið í togi á ettir, tveimur árum hlýddu bæði, fótinn annan fram hann réttir, fleyin óðu á bægslum græði; bólgnar skafl til beggja handa, bognir menn í austri standa. Annað skip með ýta þjáða upp hann tók á Bjargamiði, fram þá rétti hann fætur báða, flutu þrjú með sama sniði. ÖIl þau lentu heil á hófi, en — heldursár varÞorbjörns lófi. Margar fórust fískisnekkjur fyrír Skaga sama daginn, margar konur urðu ekkjur, yndi og stoðþær misstu ísæinn. En —þar var eigi Þorbjörn nærrí, þær hefðu annars veríð færrí. Grímur Thomsen, f. 1820, d. 1896, fæddist á Bessastöðum 09 varð stúdent þaðan 1837. Meistarapróf í samtímabókmenntum tók hann frá Hafnarháskóla 1845 og doktorsgráðu hlaut hann 1854. Hann starfaði um tima f dönsku utanrík- isþjónustunni, en gerðist bóndi á Bessastöðum eftir 1867 og um tíma átti hann sæti á Alþingi. N B yju fötin frambjóðan- dans taka iðulega miklum stakkaskipt- um á einni nóttu - og breytast í gamlan valdsmannsbúning þess sem náð hefur kosningu. Fyrir slíkri breytingu er nánast söguleg hefð og á ekki að koma nokkrum manni á óvart. Samt sem áður finnst mér svolítið gaman að fylgjast með þeim hamskiptum sem ýmsir frambjóð- endur taka eftir að þeim hefur verið tryggð atvinna af stjórnmálum næstu fjögur árin eftir kosningar. Þeir sem ekki ná að tryggja sér öruggt sæti hverfa af sjónarsviðinu eins og dögg fyrir sólu og oftast minnast þeirra fáir fyrr en þeir skjóta upp kollinum á fram- boðslistum fyrir næstu kosningar og reyna enn á ný að klifra upp valdastiga stjórnmál- anna. Frambjóðandinn á framboðsgallanum í kosningabaráttunni síðustu vikurnar fyrir kosningar er hinn alþýðlegi föðurlands- og mannvinur, sem af einskærum náungakær- leik vill hvers manns vanda leysa, til sjávar sem sveita og að sjálfsögðu einnig í öllum þéttbýliskjörnum okkar strjálbýla lands. Frambjóðandinn talar ekki eins og sá sem valdið hefur, enda er hann aðeins að bjóða sig fram til þess að ná langþráðum völdum og áhrifum, eða að fá endurnýjað umboð kjósandans til þess að halda um valdataum- inn í eins og fjögur ár enn. Frambjóðandinn verður því að vera landsföðurlegur, ábyrg- ur, málefnalegur, stefnufastur, skondinn og skemmtilegur þegar það á við. Hann leggur sig líka í líma við að vera vinsamlegur við Að skipta um ham fjölmiðlafólkið, sem er að frambjóðandans mati með þarfari þjóðfélagsþegnum síðustu vikurnar fyrir kosningar. Frambjóðandinn er jafnan reiðubúinn til viðtals, að nóttu sem degi, hvort sem er fyrir dagblöð, tímarit, sjónvarp eða útvarp. Hann er reiðubúinn til þess að leggja á sig nánast hvað sem er, til þess að þjóðin velkist nú ekki í nokkrum vafa um hvers hún fer á mis, ef hún velur ekki einmitt hann á valdastól. Hann gerir sér jafnvel grein fyrir því að hann einn býr yfir lífssannleik sem engum öðrum er kunn- ugt um, og því gerir hann það af hreinni þjónustulund við þjóðina að hafa samband við fjölmiðil eða fjölmiðla, og hvíslar því svona eins og af tilviljun að hann/hún muni á þessum stað og þessari stundu vilja deila sínum lífsins sannleik með þjóðinni og upp- sker að minnsta kosti þakklæti fyrir kurteis- is sakir frá fjölmiðlungnum. Þá er komið að merkum tímamótum í lífi frambjóðendanna, kjósendanna og fjölmiðl- anna - sjálfum kjördegi. Ollum fagurgala er lokið, áróðurinn hættur, formannaslagn- um í sjónvarpinu einnig, sem þjóðin hafði beðið eftir eins og knattspyrnuáhugaþjóð bíður með óþreyju eftir úrslitaleiknum í fót- boltanum. Nú er ekkert eftir nema njóta þess augnabliks, þegar að því kemur að einstaklingurinn trúir því, eitt andartak, að hann, með sínu eigin X-i geti haft áhrif. En hvað svo? Hversu lengi varir sú tilfinn- ing? Örskamma stund hjá flestum, en kannski lengur hjá þeim sem nokkrum klukkustundum síðar komast í sigurvímu við það að heyra að „þeirra flokkur" fór með sigur af hólmi. Auðvitað er það líka túlkunaratriði hver vann, og eðli málsins samkvæmt reyna flestir að túlka niðurstöð- ur sér í hag, því sigur er ávallt sætari en ósigur. Og svo getur viss léttir verið í því fólginn að geta hugsað: „Úff, éggerði rétt!" Það er einmitt að loknum þessum tíma- mótadegi, kjördeginum, sem ákveðinn fjöldi frambjóðenda, einkum þeirra sem ekki fengu hraksmánarlega útreið og þurrkuðust út, skiptir um galla. Sviptir sér úr frambjóð- andagallanum og klæðist á nýjan leik valds- mannsgallanum, sem um nokkurra vikna skeið hefur verið falinn niðri í kistu. En „nota bene", honum var aldrei fleygt, aðeins settur til hliðar um stundarsakir, á meðan reynt var að endurnýja valdaumboðið í nafni okkar dýrmætasta orðs, Iýðræðis. Nú eru valdsmennirnir aftur komnir í uppáhaldsklæðnað sinn, enda fjögur ár í það að þeir þurfi á nýjan leik að villa um fyrir kjósendum. Þeir þurfa nú að fá frið til þess að reka kompaníið ísland hf. og til að svo megi verða, þurfa þeir að fá frið til þess að semja leikreglur hlutafélagsins og ákveða hversu margir og hversu stórir hluthafarnir verða. Þá horfir dæmið náttúrlega öðru vísi við, og engin þörf er á að sinna skyldu, sem margur stjórnmálamaðurinn man einungis eftir í eins og fjórar vikur á fjögurra ára fresti - upplýsingaskyldu. Nú er valdsmað- urinn ekki reiðubúinn til þess að ræða hvað sem er við fjölmiðlana lengur, ekki nema í styttingi, skætingi, útúrsnúningi og af hroka - hroka þess sem valdið hefur. Nú hentar það ekki lengur valdsmanninum að tjá sig um hitt eða þetta, upplýsa hitt eða þetta, vera við og þar fram eftir götum. Valdsmað- urinn hefur fengið umboð sem gildir í fjög- ur ár, og minnugur þess að skammtíma- minni er síður en svo einskorðað við Steingrím Hermannsson getur hann haldið út í kjörtímabilið, vitandi það að hann kemst upp með það eftir tæp fjögur ár að svipta sér úr valdsmannsgallanum og skella sér í frambjóðandapússið í nokkrar vikur, án þess að við á fjölmiðlunum æmtum eða skræmtum. Hann veit líka að ef hann getur dregið nógu girnilegar tertur upp úr kosn- ingakofforti sínu að fjórum árum liðnum, og veifað framan í okkur á fjölmiðlunum, þá komum við hlaupandi, tökum myndir, tökum viðtöl, skrifum fréttir og greinar. Hvað er þá að óttast? Nákvæmlega ekki neitt. Falleg mynd? Nei, hún er ófögur, en sönn, því miður er hún aiveg dagsönn. Ekki eru allir valdsmennirnir á þessari ófögru mynd, sem betur fer! Sumir breytast ekki við það að öðlast völd og áhrif, aðrir eru nýir og ferskir í stjórn landsmálanna og hafa enn ekki tamið sér nýja hlutverkið. Kannski breytast þeir aldrei, en það er nú fremur sagt af óskhyggju en raunsæi. AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAÍ 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.