Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Side 6
Þetta hús á nr. 4 reisti Ellert Schram skipstjóri árið 1900 og bjó þar ásamt
Magdalenu, konu sinni, til ársins 1915. Seinna ólust upp í húsinu Bjarni Felixson
íþróttafréttamaður og bræður hans. Á þessum slóðum er vagga KR.
Timburhúsið að Reynimel, eins og það lítur út nú til dags, en steinbærinn er
horfinn.
Úr sögu Bræðraborgarstígs
Hvenær svaf hús-
freyjan á Reynimel?
2. hluti
byggðinni við Bræðraborgarstíg og þar í grennd
bjuggu yfirleitt vel bjargálna menn á þeirra tíma
mælikvarða og flestir störfuðu við sjávarútveg og
fiskvinnslu framan af öldinni. Þessi byggð var eins
og lítið fiskimannaþorp og æðsta markmið strák-
anna, sem þama ólust upp, var að komast
til sjós. Magnús Runólfsson skipstjóri segir
svo um upphaf ævi sinnar:
„Eg byijaði sjómennsku mína í stóra
vöskunarkarinu sem stóð allan ársins hring
á stéttinni vestan við bæinn okkar í Miðhús-
um á Bræðraborgarstig 21b í Reykjavík.
Við tókum blautan fisk heim, vöskuðum
hann í þessu kari og þurrkuðum á stakk-
stæði við bæinn. Það var á að giska tveggja
metra langt og hálfur metri á breidd og ég
sat í því alla daga, þegar ekki var verið að
vaska og þóttist vera á fleygiferð úti á
rúmsjó.“
Pabbi Magnúsar var verkstjóri hjá Duus
og fiskmatsmaður, eða ragari, eins og það
var kallað í þann tíð. Litli steinbærinn á
Miðhúsum, sem þessi fjölskylda bjó í, var
því kannski dálítið rúmbetri og veglegri en
margir aðrir bæir. Húsbóndinn hafði örlítið
betri afkomu en allur fjöldinn. Niðri vr stofa
og eldhús en uppi baðstofa, eins og á hveij-
um öðrum sveitabæ, með rúmum til beggja
handa þar sem öll fjölskyldan svaf. En litla
stofan niðri, sem börnin máttu helst ekki
koma inn í, var heldur betur stássleg eins
og Magnús lýsir:
„í stofunni var sóffi, 4 stólar, stofuborð,
orgel, skrifbórð, lítill bókaskápur með gleri
fyrir og heljarmikill ofn með emileraðri
umgerð. Sóffinn og stólarnir voru ákaflega
fínir, klæddir með ekta_ plussi, grænu á lit,
og með kögri niður úr. í bókaskápnum voru
nokkrar bækur svo sem íslendingasögur,
skáldsögur eftir vinsælustu höfundana á
Gula húsið uppi í lóðinni er Miðhús á
Bræðraborgarstíg 21b. Það reisti Run-
ólfur Magnússon fiskimatsmaður en
áður hafði hann átt lítinn steinbæ á
sömu lóð. Við götuna til hægri eru Eiðs-
staðir. Þar bjuggu forfeður Þorsteins
Pálssonar alþingismanns.
þeim árum, Jón Trausta og einhveija fleiri,
og tímaritið Eimreiðin. Á veggjum voru fjöl-
skyldumyndir og klukka. Ur Ioftinu hékk
forláta olíulampi. Gluggar voru tveir í stof-
unni, annar á gafli en hinn á vesturhlið. í
þeim ræktaði móðir mín jólarósir."
Af sæmdarhjónunum
Hirti og Margréti með sín
11 börn í steinbænum
Reynimel, af
upprunaslóðum KR og
rauða húsinu hans
Eldeyjar-Hjalta.
Eftir GUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
'A, - fe .
Hús Eldeyjar-Hjalta á nr. 8 stendur enn með sóma. Þar búanú Örnólfur Árnason rithöfundur og Helga Jónsdóttir leikkona.
6