Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Side 9
#
luð tækni.
er: Ars Brevis, 1989. blönduð tækni.
sín til Vesturlanda, en hefur þótt það um-
stang erfitt. Einn sagði svo í viðtali:
„Margir okkar eru að springa áður en
komið er að aðalréttinum, ef svo mætti
segja. Allar þessar ferðir uppá síðkastið
hafa dengt á sovézka listamenn slíku upplýs-
ingaflóði og orsakað þvílíka streytu vegna
peninga, tíma og alls annars, að persónu-
lega er ég að niðurlotum kominn. Mér finnst
ég úttroðinn uppí háls, ekki bara af list, en
líka af samræðum og veizlumat. Nú er tími
til að koma sér heim í hornið sitt. Það er
brýn nauðsyn að eiga sér stað, þar sem
hægt er í rólegheitum að meta allt sem
gerst hefur - og slíka staði er ómögulegt
að finna á Vesturlöndum “.
Nú eru leyfðar í Sovétríkjunum sýning-
ar, sem eiga að heita utan við Kerfið.
Allt er nú leyfilegt nema það sem kann
að vera skilgreint sem klám, svo og árásir
á valdamenn þjóðfélagsins. Sýningar
frægra erlendra myndlistarmanna eru lika
farnar að eiga sér stað og meðal þeirra
sem sýnt hafa verk sýn austur þar er
Robert Rauschenberg og Leroy Nieman, -
hvorttveggja fyrir atbeina Rússavinarins
ameríska, Armand Hammer, sem nú er
nýlega látinn. Þar fyrir utan má nefna
fræga menn eins og Julian Schnabel og
Gilbert & George og Rússarnir tveir, sem
vinna saman að myndum sínum í New
York: Komar & Melamid, munu einnig
vera búnir að sýna þar ásamt nýfrægum
Könum eins og David Salle og glingurlist-
armanninum Jeff Koons.
Heimildum ber saman um, að sovézkir
listamenn hafi nú æði margir glýju dollara
og þýzkra marka í augum og að metnaður-
inn stefni allur í þá átt í stað þess að vinna
upp athygliverða stöðu heima fyrir. Af því
sem sést hefur í blöðum og tímaritum af
nýlegri sovétlist, vekur fátt athygli. Eins
og sakir standa virðast margir hafa tekið
konsept, eða hugmyndalist, uppá sína
arma, en mest af því virkar gamalt vegna
þess að ekki tekst nægilega að finna sér-
sovézkan flöt til að vinna á. Kannski er
það vanmetakenndin sem hamlar iíkt og
hér á norðurslóðum og er þá illa komið,
ef heimurinn á bara að fylgjast með því
sem gerist innan þríhyrningsins New York
- Róm -Berlín.
Gísli Sigurðsson
tók saman.
Sverre Wyller: sjónarhorn skipuleggjendanna, 1989, akrýl á léreft.
í dempuðu ljósi
Sverre Wyller í Norræna Húsinu
Það er góðra gjalda vert,
að Norræna Húsið kynnir
annað veifið listamenn
frá Norðurlöndum. Að
vísu kveður ekki mikið
að Norðurlandamönnum
á alþjóðavísu í myndlist,
sem svo er nefnd, þegar
í rauninni er átt við örfáar þjóðir: Banda-
ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu og í mesta
lagi Bretland, Niðurlöndin og Spán að auki.
Þessar þjóðir telja sig geta einokað heimslist-
ina; þar gerist listaagan og hvað kann að
vera gert á útkjálkum eins og Norðurlöndum,
skiptir að því er virðist ekki máli.
Að einhvetju leyti eiga Norðurlandamenn
sök á því sjálfir, að svo er komið. Hvað sem
Norðurlandaráði líður og norrænni samvinnu
yfirleitt, hefur þessum þjóðum ekki tekizt sem
skyldi að standa saman sem ein menningar-
leg heild, sem gæti átt frumkvæði og skapað
sér sérstöðu, til dæmis með sínum eigin
tvíæringi. Við látum aðra um slíkt, bíðum
eftir frumkvæði annarra og síðan verður
myndlistin aðeins bergmál þess, sem mynd-
listarstórveldin eru búin að gera frægt.
Draumur framsækinna, norrænna lista-
manna, snýst um að búa og starfa í New
York eða Frankfurt eða París eða Rómaborg.
Einn þeirra sem hefur látið þann draum
rætast er Sverre Wyller, norskur málari, sem
nú sýnir verk sín í Norræna Húsinu. Hann
hlaut menntun sína heima í Noregi, fyrst í
arkitektaskólanum, síðan í Handíða- og lis-
tiðnaðarskóla ríkisins og í Norska akademíinu
í Osló. Námi sínu lauk hann í Hochschule
der Kúnste í Berlín 1982 og hefur síðan
búið og starfað utan heimalandsins, fyrst í
fimm ár í Þýzkalandi , en síðan 1987 hefur
hann verið í New York. Hann hefur þó hald-
ið sambandi við fósturjörðina með sýningar-
haldi, en að myndir hans fjalli um Noreg
eins og Asmund Thorkildsen, forstöðumaður
Kunstnernes Hus í Ósló, skrifar í sýningar-
'skrá, þarf góðan vilja til að ímynda sér. Eft-
ir því sem séð verður, til dæmis af myndun-
um sem hér eru prentaðar, gæti myndlist
Sverre Wyllers verið amerísk, eða frá hvaða
Vestur-Evrópulandi sem er. Við það er út
af fyrir sig ekkert að athuga; mikill fjöldi
listamanna vinnur á þeim nótum og telja
ekki nauðsynlegt að listin hafi einhver sérein-
kenni eftir löndum og menningarsvæðum.
Thorkildsen segir einnig í sýningarskrá,
að verulegar breytingar hafi orðið í list Wyll-
ers, þegar hann flutti frá Berlín til New
York með viðkomu í Rómaborg. Hann hvarf
frá dökkum, leyndardómsfullum myndum til
mun ljósari innanhússmótífa með dauft lamp-
askin sem birtugjafa; einnig málaði hann
landslagsmyndir með sama jafna ljósinu.
Eins og mjög margir þýzkir máiarar og aðr-
ir sem voru undir áhrifum frá ný-expressjón-
ismanum um og uppúr 1980, málaði Sverre
Wyller á tímabili stórar og litsterkar myndir
með kröftugri pensilskrift. Áherzlan var á
grófgerða fígúruteikningu og hráa, hvella
liti. En síðar hefur Wyller eins og margir
aðrir horfið frá þessu grófa taki, sem einnig
hefur verið nefnt „innsæislist". Segja má,
að hann hafi horfið frá þessari málunarað-
ferð næstum svo langt sem verða mátti.
Hann fór að leggja stund á fígúratíft flatar-
málverk eins og meðfylgjandi myndir bera
með sér, þar sem fletirnir eru „dauðmálaðir"
í daufum grátónum.
„Rýmið er grunnt og aflokað í þröngu
plani. Hér er sótt í myndrými kúbismans og
það er sama hvort myndimar eru skoðaðar
sem landslagsmyndir eða kyralífsmyndir
(innimyndir): það er yfir þeim einhver blær
innilokunar. Ljósið er þar að auki dempað",
segir Thorkildsen í grein sinni.
Sýningin á verkum Sverre Wyllers stendur
fram til 26. mai.
GS.
Sverre Wyller: Tveir stólar, 1989, akrýl á léreft,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAÍ 1991 9