Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Qupperneq 14
í mai. Skógur kemur víða við sögu
eins og nærri má geta, en brautir
eru yfirleitt í breiðara lagi. Í þetta
sinn „prufukeyrði" ég í]óra velli,
sem hægt er að mæla með, en að
sjálfsögðu væri á lengri tíma hægt
að fara hringferð og leika nokkra
af þeim beztu og þekktustu. Þá
væri t.d. hægt að byija á
Rungsted, skammt frá Kaup-
mannahöfn, taka síðan Nyborgar-
völlinn á Fjóni, Randersvöllinn,
sem þykir kannski sá fegursti í
Danmörku og Alaborgarvöllinn,
sem þykir afburða góður alþjóðleg-
ur keppnisvöllur. Þaðan er ekki
ýkja langt norður á Skagen og ef
tími er tii, væri upplagt taka einn
hring á Hvide Klit, sem er langur
sjávarstrandarvöllur, SS-skor 72.
Síðan mætti halda suðurúr og leika
á Himmerland, þar sem eru tveir
18 holu vellir, annar stuttur með
SS-skor 68/69, en hinn með þeim
lengstu, SS-skor 73/74. Þessir
vellir eru á bersvæði, en þar er
talsvert um vötn. Þaðan er fremur
stutt á Viborgar-völlinn, sem er
með SS-skor 71/72 og telst í háum
gæðaflokki með skógi og vötnum.
Þaðan mætti halda vestur á bóginn
á Holstebro-völlinn, sem er lagður
í náttúrulegt heiðlendi og er í miklu
áiiti; af sumum talinn einn af 10
beztu í Evrópu. Sjá nánar um hann
síðar. Síðan Siikiborgarvöllinn,
sem er stórbrotinn, langur og eftir-
minnilegur. Nánar segir einnig af
honum hér. Þaðan mætti renna
suður til Esbjerg, því völlurinn þar
er vel þekktur „linkari", eða stran-
dvöllur og ólíkur skógai’völiunum.
Á leiðinni til baka til Kaupmanna-
hafnar er að sjálfsögðu um marga
velli að ræða, ef þetta þætti ékki
nóg. Áríðandi er að muna eftir
klúbbskírteini að heiman með stað-
festri forgjöf. Ekki er hægt að
segja að miklar kröfur séu gerðar
um getu, því margir vellir miða
við 36 í forgjöf, en sumir 24. í
nýrri skrá yfir golfvelli í Danmörku
er þó ekki hægt að sjá, að nærri
allir vellir setji þessi takmörk.
Á fjórum dögum var ekki hægt
að komast yfir alla þessa, en ég
kom á þijá þeirra, Rungsted, Silki-
borg og Holstebro og þar að auki
á fallegan og krefjandi völl, sem
kenndur er við Furesö og er í Bir-
keröd, einum af útbæjum Kaup-
mannahafnar. í golfferð kjósa
margir að dreifa kröftunum ekki
meira en á 3-4 velli, en að leika
kannski tvisvar eða þrisvar á hveij-
um þeirra. Þá fer maður að þekkja
völlinn, möguleikana og hætturn-
ar, og nýtur leiksins betur. Og
hveijum hring er í rauninni ekki
lokið fyrr en búið er að fá sér „en
öl“ í klúbbhúsinu. Hér á eftir verð-
ur vikið að völlunum fjórum, sem
nefndir voru.
Rungsted - fagur og frægur
í nágrenni
Kaupmannahafnar.
Sé ekið frá Kastrup-flugvelli,
liggur vei í að byija á Rungsted
við Vestre Stationsvej 16. Þótt
þetta sé fínn og dýr einkaklúbbur
með „sögu“ og myndum á veggjum
af Alexandrínu drottningu og öðru
fyrirfólki frá því fyrr á öldinni, er
völlurinn opinn þeim, sem þar vilja
leika og greiða fyrir það 2700 ísl.
krónur. Kylfur er ekki hægt að fá
ieigðar, en kerrur eru til og kostar
300 ísl. kr. að fá eina slíka. Æf-
ingasvæði er aiveg hjá og þar er
vél, sem afgreiðir bolta. Lágmarks-
forgjöf til að fá að leika á vellinum
er 24 og verður að sýna skírteini
því til sönnunar.
Völlinn teiknaði frægur enskur
golfvallaarkitekt, C.A. MeKenzie,
og hann var lagður um 1930 í
útjaðar stórvaxins skógar. Lengdin
af öftustu teigum er 5900m og
SS-skorið er 72, en nokkru munar
á klúbbteigum, svo hann telst ekki
erfiður í lengd af þeim; SS-skorið
þaðan er þó 71. Eins og marga
góða golfvelli einkennir Rungsted,
að maður man vel eftir einstökum
brautum, einkum á fyrri 9, sem
meira eru lagðar inn í skóginn.
Eftirminnilegastar eru 4. braut,
sem er bæði löng, 384m, og liggur
upp í móti. Á þeiri næstu er slegið
af teig blint högg niður í djúpa
dæld með vatni og þamæst kemur
mjög falleg par-3 hola, þar sem
slegið er undan brekku, en milli
Furesö: Klúbbhúsið í gömlum herragarði. Stakir trjálundir og
vötn eru víða um völlinn. Innsett: Teikning af 11. braut, sem er
par-5,460m af klúbbteig, en geysilega margar hættur á leiðinni.
Á Silkiborgarvellinum þar sem bæði er heiðlendi, stórvaxinn skóg-
ur og mishæðótt.
hárra tijáa. Sú 8. er lögð í vinkil
inn í geysilega hávaxinn skóg og
stærð skógarins blekkir augað, svo
vegalengdirnar sýnast aðrar en
þær eru. Á þeirri 12 gefst bónus,
ef maður slær af teig rúmlega 200
metra. Þá nær boltinn niður í
brekku og getur rúilað langleiðina
að flötinni.
Klúbbhúsið var byggt 1937. Það
er virðulegt, en látlaust og á 19.
holunni hittum við formanninn,
sem upplýsti, að 1200 manns væru
í klúbbnum; þar af um 800 virkir
félagar. Þeir sem vilja gerast félag-
ar, verða að bíða í nokkur ár.
Silkiborgarvöllur - í skóg- og
heiðlendi.
Frá Kaupmannahöfn er flogið í
20 mínútur til Aarhus og þaðan
er varla meira en hálftíma akstur
á golfvöllinn, sem Silkeborg Golf
Club hefur lagt í fallegt, ósnortið
land við Sensommervej 15. Þar eru
rauðbrúnir lyngflákar, sem minna
á „heather“, frægt lyng á skozkum
golfvöllum. Ekki þykir gott að
missa boltann út í lyngið; það er
eins og víraflækja. Að öðru ieyti
er landið vaxið stórum skógi og
völlurinh er ekki síður hæðóttur
en Grafarholtsvöllurinn hér. Þetta
er völlur sem gerir miklar kröfur;
lengd af öftustu teigum er 6.204m
og gerist óvíða lengra. SS-skorið
er 72 þaðan. Af klúbbteigum er
lengdin 5.949m og þaðan er-SS-
skorið 71. Vallargjald fyrir full-
orðna er 1600 ísl. kr. á virkum
dögum og 2000 krónur um helgar.
Gestir fá ekki að leika, ef þeir
hafa hærri forgjöf en 36.
í rekstri þessa golfklúbbs er það
til fyrirmyndar, að nýir félagar eru
teknir inn á þann hátt, að fyrstu
þijá mánuðiná eru þeir aðeins á
æfingasvæðinu og þar lætur klúb-
burinn þeim í té 5-kennslustundir
hjá kennara.
Það sést strax á 1. braut, að
hér er engin miskunn hjá Magn-
úsi; lengdin af klúbbteig á flöt er
402 metrar, en á flötu landi og
brautin vel breið. Á 2. er hægt að
anda rólegar; lengdin þar er 325m
og tjörnin framan við teiginn kem-
ur ekki við sögu nema maður missi
höggið alveg. Það heitir „at kikse“
á dönsku og hefur orðið lífseigt í
íslenzku golfmáli. Sú þriðja er vel
viðráðanleg par-3 til að búa mann
undir átökin við þá 4. sem er talin
sú strembnasta, 374m uppímóti
og inn í skóginn, sem verður eins
og veggur á báðar hliðar. Ekki er
ástæða hér til þess að rekja gang-
inn, braut fyrir braut, en það skal
tekið fram, að hér skipta bein teig-
högg gífurlega miklu máli, því
skógurinn er þéttur. Það eru víða
falleg teigstæði, þar sem slegið er
niður eftir löngum brekkum, en
það er líka samsvarandi erfitt upp
í móti. Fyrir utan tvær smá tjarn-
ir við teiga, kemur vatn ekki við
sögu hér. Það er við skóginn að
kljást, ef eitthvað geigar, eða þá
lyngið, sem er ekki auðveldara.
Það er fremur óalgengt, að 14.
og 15. braut eru sameiginlegar á
talsvert löngum kafla, önnur par-5,
hin par-4. Þá eiga þeir sem leika
þá 15. réttinn. Ekki færri en 7
holur geta taiizt langar. Það kynni
að fæla einhvetja frá vellinum, en
ég vil samt mæla með Silkiborgar-
velli. Hann verður að teljast alvöru
golfvöllur. Klúbbhúsið, sem endur-
byggt var eftir bruna, er eins og
við má búast hjá Dönum, heimilis-
legt og skynsamlegt.
Holstebro - einn af 10 beztu
í Evrópu?
Frá Silkiborg er ekið til Herning
og þaðan ti! Holstebro; það eru
um 50 km. Völlurinn sem kenndur
er við Holstebro er langleiðina
vestur undir strönd Norðursjávar-
ins og líkt og hjá Silkiborg hefur
hann verið iagður í villt, ósnortið
heiðlendi, sem ljær honum sérstakt
svipmót. Svo mikið er nú um skóg-
arvelli í heiminum, að það þykir
merkilegra og sérstæðara, ef svo
lítur út sem iítið tiafi þurft að
hrófla við landinu. Einmitt það er
einkenni hinna frægu, skozku golf-
valla.
Þegar einhveijir sérfræðingar
golftímaritanna setjast niður og
komast að niðurstöðu um „10
beztu“ eða jafnvel „100 beztu“
golfvelli í Evrópu eða Ameríku, eru
sjaldnast allir sáttir á niðurstöð-
una. Atvinnumenn hafa til að
mynda önnur sjónarmið en venju-
legir helgargolfarar. í gögnum um
danska golfvelli má sjá, að ein-
hveijir slíkir spekingar hafa hrifist
svo af vellinum í Holstebro, að
þeir hafa dregið hann í úrvalsdilk
10 beztu golfvallanna í Evrópu.
Hvort sem það kann að vera rétt
eða ekki, þá er ánægjulegt að
koma á þennan völl. Þar eru hólar
og hæðir, en ekki verulegar brekk-
ur eins og á Silkiborgarvelli. Stór-
vaxinn skógur á danskan mæli-
kvarða er heldur ekki þarna, held-
ur er hann lágvaxinn og af því
Ekið á milli bænda-
býla í Bretlandi
Svipmyndir frá London og Glasgow eru þekktastar hjá íslensk-
um ferðamönnum. En Bretland geymir sín bestú leyndarmál í
sveitinni. „Farm & Country Tours“ fengu nýlega verðlaun fyrir
skemmtilegar sveitaferðir og í ár kynna þeir fjölbreytt ferðaval,
bæði fyrir þá sem vilja aka á milli bændabýla á eigin vegum og
skipulagðar ferðir fyrir litla hópa með sérstakan áhuga á landbún-
aði.
í skipulögðum hópferðum er
fylgt rómantískri sveitaslóð yfir
endilangt Bretland, en áherslu-
punktar eru eftirfarandi: 1) 30.
maí til 10. júní, breskir garðar í
brennidepli. 2) 13.-26. júní, skosk
iandbúnaðarsýning í Edinborg. 3)
1.-13. júlí, Royal Agricultural
Show í Stoneleigh í Warwickshire.
4) 15.-28. júlí, velsk hestasýning
og bændamarkaður í Austur-Eng-
landi. 5) 7.-20. ágúst, þátttaka í
Edinborgarhátíð. 6) 28. ágúst til
8. september, „viskí-leiðin“ um
skoska hálendið og Edinborgar-
hátíðin. 7) 12.-23. september,
mjólkur- og sauðfjárbú. 8) 7.-16.
október er styttri ferð um vestur-
hluta Englands, osta- og epiavíns-
gerð í brennidepli.
Fyrir einstaklinga er útbúin
ferðaáætlun, bílaleigubíll og bók-
uð gisting (yfirleitt gisting með
morgunverði á bændabýlum,
sveitasetrum eða á litlum fjöl-
skylduhótelum sem eru sérstak-
lega valin). Víða leynast sögufræg
hús, sveitasöfn, listmuna- eða
handiðnaðarmiðstöðvar þar sem
sjá má handverksmenn við störf
og velja sér handunna muni.
Tekið á móti ferðamönnum á
skosku sveitabýli.
Verð í hópferðir er frá 90-
120.000 krónur, miðað við 12
manns og gistingu í tveggja
manna herbergjum. Innifalið er
morgunverður, leiðsögn, aðgang-
ur á sýningar og kvöldverður.
Upplýsingar og bæklingar hjá:
Farm & Country Tours in Great
Britain Ltd., 4 West Stanhope
Place, Edinburgh, EH12 5HQ.
Sími: 031 337 7722.
14