Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Qupperneq 16
R A N N s Ó K N 1 R (íor IAM H A Co\ L k —0 — 0 L Á n i S L Á N D S Umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Efni eftir karla/konur 6,60% 93,40% Bókmenntaskrá Bókmenntafræðistofnunar Háskóla íslands öngu er ljóst, að mikill skortur er á efnisskrám og efnislyklum í öllum efnisflokkum hér á landi. Víða háir það beinlínis rannsóknarvinnu. Á vegum Bókmenntafræðistofnunar, sem er ein af stofnunum Heimspekideildar Háskóla íslands, var haustið 1983 hafin vinna við geysiviðamikið verkefni, sem er söfnun alls bókmenntalegs efnis í einn gagnagrunn. Skrá þessi er ennþá á vinnslustigi en mark- miðið er að allt, sem lýtur að fagurbók- menntum, verði með tímanum tiltækt á sama stað. Sambærilegt verk hafði ekki áður verið unnið á íslandi, að minnsta kosti ekki í tölvutæku formi. Fyrstu árin styrkti Vísindasjóður verkið, en síðustu árin hefur Rannsóknarsjóður Háskóla íslands lagt fé til þess. Bókmenntafræðistofnun hefur látið í té tækjabúnað og húsnæði. Bókmenntaskráin er tölvuunnið . bókfræðiverk, sem nær yflr íslenskar bókmenntir, erlendar bókmenntir þýddar á íslensku, og það sem um þessar bókmenntir hefur verið rannsakað og ritað. Eftir KRISTÍNU BRAGADÓTTUR HVAÐ ER í G AGN AGRUNNINUM? Öllu bókmenntalegu efni þ.e.a.s. sjálfum fagurbókmenntunum auk hliðarefnis svo sem greinum um bókmenntir, ritdómum, bókmenntasögu, umfjöllun um ævi höfunda, er ætlað rými í þessu gagnasafni. Allt frumsamið efni íslenskt og þýðingar af öðr- um málum á íslensku er tekið með. Jaðar- efni er vitaskuld stór efnisflokkur, en það eru skrif um bókmenntir. Eru ritdómar þar lang stærsti flokkurinn, en greinar um ævi- söguleg atriði skálda eru sívinsæl og dregur ekki úr þeim nú á seinni árum nema síður sé. Fram að þessu hefur aðaláhersla verið lögð á að rittaka efni úr blöðum og tímarit- um og eru nú um 30.000 færslur til í safn- inu. Stærsti hluti efnis þess, sem nú er í gagnasafninu, er frá fyrri helmingi þessarar aldar og ræður því tilviljun ein. Með tíman- Bókmenntaform 1,10% 4,00% 4,90% 2,50% 23,20% 63,40% 0,70% um er skránni ætlaði að verða tæmandi, og er því geysimikið óunnið. Efnisskrá þessari er ætlað að ná yfir allt efni, sem flokka má sem bókmenntir, eins og áður er sagt, en auk þess eru notuð efnis- orð, sem kveða enn nánar á um hvað tiltek- ið efni fjallar. Við val efnisorða er notaður efnisorðalisti, sem að mestu var saminn upp úr uppsláttarritinu „Hugtök og heiti í bók- menntafræði“, sem Bókmenntafræðistofnun gaf út árið 1977. Þessi hluti verksins reyn- ist oft þungur í vöfum, en er tvímælalaust kostur við efnisskrá sem þessa. Efnisorða- listinn er staðlaður til að gera beina leit aðgengilegri og markvissari. Hvaða Upplýsingar Eru Skráðar? Skráðar eru hefðbundnar bókfræðilegar upplýsingar. Með því er átt við höfundar- nafn, fæðingar- og dánarár höfundar, titil verksins og undirtitil, þýðendur ef um er- lent efni er að ræða, heimildina sem skráð er úr og tegund útgáfu. Síðan koma upplýs- ingar, sem stjórn Bókmenntafræðistofnunar óskaði sérstaklega eftir þ.e. bókmennta- form, tímabil, efnisfærsla og efnisorð. Höfundar efnis eru einnig kyngreindir. Þannig er hægt að sundurliða og draga úr efni eftir konur eingöngu eða efni einungis eftir karlmenn. Unnt er á þann hátt að draga út ljóð eftir konur frá ákveðnu tímabili og skoða sérstaklega, svo dæmi sé nefnt. At- hyglisvert er að líta á hlutfall karla og kvenna. (Sjá mynd 1.) En karlar eru í mikl- um meirihluta höfunda, eða 93,4% tilfella. TÚLKUNARMÖGULEIKAR Margt má lesa út úr gagnasafninu sér til fróðleiks og skemmtunar. Ef litið er á bókmenntaformið, má sjá breytilegt hlutfall milli ljóða, leikrita, smásagna, skáldsagna, ritgerða af ýmsu tagi og bréfa eftir tímabil- um. (Sjá mynd 2.) Ljóð eru í yfirgnæfandi meirihluta, frá þessu tímabili. Myndin liti öðru vísi út yfir síðustu tíu árin. Mjög mikið munar um, að erfiljóð eru nú almennt ekki ort og birt í dagblöðunum eins og áður, en það var al- gengasta formið við að minnast látinna ættingja eða vina á síðum dagblaðanna. Ennfremur voru yrkingar lausavísna mjög algengar og nánast þjóðaríþrótt. Smásögur eru líka fyrirferðarmiklar, en skáldsögur fáar þar sem eingöngu er um að-ræða fram- haldssögur. Leikrit eru lítill hluti og annað efni er ekki mikið. Þar er meðal annars um að ræða teiknimyndasögur. Út úr skránni má lesa ýmsa tískustrauma í bókmenntunum. Það eru t.d. miklar sveifl- ur í birtingu smásagna milli áratuga og jafnvel skemmri tímabila. Ef tekið er úrtak fárra ára úr einu blaði, í þessu tilviki Tímanum, má sjá að smásög- ur eiga ekki uppá pallborðið á árunum 1956-1959, en þá verður sannarlega upp- sveifla. (Sjá mynd 3.) Segja má, að ljóð hafi frekar haldið sínu striki á sömu árum með þó dálitlum sveifl- um. (Sjá mynd 4.) Margt fleira athyglisvert má lesa út úr gagnasafninu t.d. að svokallað jólabókaflóð er sannarlega ekki nýtt af nálinni. Greini- legt er, að fljótlega eftir seinni heimsstyrj- öldina færist bókaútgáfan og þá einnig umfjöllun um hana á síðustu mánuði ársins. Framtíð Skrárinnar Bókmenntaskráin er safn upplýsinga, fyrst og fremst ætluð fyrir beina leit á tölvu eftir ýmsu leitarsviðum, en úr henni má gera prentaðar sérstakar sérskrár eftir svið- um. Hún er mjög sveigjanleg og auðvelt er að draga út einstakar skrár og steypa sam- an skrám. Leitir má gera með svokallaðri Boo/ean-uppsetningu og þrengja leitir ,með orðunum, og, eða, ekki. Við upphaf vinnunn- ar var vinnuaðferðin aðlöguð MARC-sniði og þeim hugmyndum, sem unnið var með á þessum tíma um tölvukerfi íslenskra bóka- safna. Það var afar mikilvægt, tii þess að bókmenntaskráin yrði felld að sameiginlegu tölvuneti bókasafnanna. Vonir standa til, að skráin verði flutt yfir á stærra kerfi, áður en langt um líður. Verður þá lærðum og leikum kleyft að leita í henni eftir fjöl- mörgum leitarleiðum. 16 Höfundur er ritstjóri Bókmenntaskrárinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.