Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Page 8
Vesturbæj ar skóla Skúlptúrar og skipulag eftir Magnús Tómasson Það ber ekki mikið á nýja .Vesturbæjarskólanum við Sólvallagötuna, vestarlega í Vestur- bænum í Reykjavík. En þama hefur Ingimund- ur Sveinsson, arkitekt, teiknað gott hús til síns brúks og ekki er síður athyglisvert, hvem- ig gengið hefur verið frá skólalóðinni. Þar var leitað til Magnúsar Tómassonar mynd- listarmanns og er hvorttveggja, að hann skipulagði og ákvað gerð sjálfrar skólalóð- arinnar, og svo hitt, að hann fékk tæki- færi til að setja svip á verkið með sérkenni- legum skúlptúr, sem fer vel a sínum stað. Þó þetta séu stór og mikil björg, ber samt- lítið á þeim og það er ugglaust hægt að aka þama framhjá án þess að taka eftir neinu sérstöku. Við þá hlið skólans, sem snýr út að götunni verða fyrst fyrir þijú björg, sem Magnús hefur gert hyrnd; tvö þeirra með myndarleg nautshorn, en eitt er einhyrn- ingur, sem Islendingum er að vísu fram- andleg skepna. Á leiksvæði barnanna er rennibraut ofan af stóru bjargi, sem lyft hefur verið uppá stórgrýti og hefur þótt öruggara að hafa handrið á þessu klifur- verki. Önnur klifurverk eru úr staurum, listræn í útfærslu og ágætur skúlptúr út af fyrir sig. Síðast en ekki sízt er stór hluti skólalóðarinnar afmarkaður með misstórum björgum, sem mynda einskonar túngarð og sýna hvað þessi náttúrulegi efniviður, sem oft kemur uppúr húsgrunn- . um, er kjörinn til að skapa tilbreytingar- ríkt umhverfi. GS. Skólalóð við Séð yfir skólalóðina: Klifurverk og fallegt sam og deyja í júnísólinni. Rennibrautin er ofanaf bjargi, sem lyft hefur verið uppá stórgrýti og hellur, sem mynda tröppur. í forgrunni er einn stauraskúlptúrinn. Skólalóðin er afmörkuð að hluta af misstórum björgum, sem mynda nátt- úrulegt umhverfi. Hyrnd björg horfa „eins og naut á ný- virki“ við þá hlið skólans, sem snýr út að Sólvallagöt- unni. Ljósmyndir: Les- bók/GS Stauraskúlptúr á leiksvæði skólans. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.