Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Side 11
FUJGLEIDIR S0
FEREHBMÐ
LESBÓKAR
Staðarskáli með Tröllakirkju í baksýn.
Kötlugljúfur í Víðidalsá.
Staldrað við
í Staðarskála
í leit að sögu og
náttúruvættum
ÞJÓÐBRAUTIN Reykjavík-
Akureyri er framundan. - Og
við setjumst upp í bílinn, lítum
á klukkuna og hefjum akstur
yfir holt og heiðar. Tíminn
ræður. Klukkan sljórnar. -
Hvað verðum við Iengi? -
Fimm tíma? Já, við höfðum
viðdvöl í Staðarskála og feng-
um okkur smáhressingu.
Streitan er förunautur. Hrað-
inn er fylgifiskur. Og bóndinn
við þjóðveginn hristir höfuðið
yfir hröðum akstri. - En við
skulum nema staðar um stund
í sýslu sem einkennist af gegn-
Á Arnarvatnsheiði upp úr Miðfirði.
umakstri; - skynja hvað
Vestur-Húnavatnssýsla býður
upp á.
Fornihvammur hefur jafnast
við jörðu. Og bíllinn þýtur
eina dagleið yfir margar dagleiðir
landpósta á hestbaki. í raun ótrú-
legt hvað hringvegur íslands hef-
ur malbikast á skömmum tíma.
Og á ferð í góðviðrinu um daginn
sannfærðist ég um, að ekkert land
er fegurra eða gefur meiri mögu-
leika til náttúrudýrkunar og af-
þreyingar en sólbjart ísland! -
Eitt fótmál frá þjóðbraut bíður
ósnortinn friðarlundur, eftir þér.
- Sagan leynist í örnefni, á vega-
slóða, í gömlu bæjarstæði eða
húsi. - Og við ættum að eiga
meiri tíma NÚNA á hveijum stað,
þegar við þjótum eftir malbikaðri
hraðbraut!
Fjarlægðir dragast saman
Já, ennþá er viðdvöl á Stað í
Hrútafirði; aldagömlu póststöð-
inni og gististaðnum. A dögum
landpóstanna þótti fjölmennt,
þegar 10-15 hestamenn í hópferð
gistu. Nú streymir manpfjöldi
daglega inn í Staðarskála. Áning-
arstaður landpóstanna hefur þan-
ist út. Söluskúr frá 1954, seldi
bensín og smávarning, - breyttist
í 120 fermetra veitingabúð 1960,
- í 600 fermetra veitingasal 1971.
Nú biðja flestir um hraðrétti (allir
að flýta sér) af matseðli eða panta
með fyrirvara og fá dúkað borð.
Staður, áður í dagleiða ijarlægð
frá höfuðborg, nú 2-3 tíma akst-
ursleið og færist enn nær, ef
Hvalfjarðargöng verða byggð.
SJÁNÆSTU SÍÐU
íUúnivæUi sýshmnar. $