Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 16
Jeep Wrangler sportbíll fyrir íslenzkar aðstæður Heimsstyrjöldin síðari olli miklum breytingum á högum okkar íslendinga. Nýjungar af öllu tagi flæddu inní landið. Eitt af því, sem banda- ríski herinn flutti með sér hingað til lands, var fjöldinn allur af litlum snaggaralegum Fimmtugur og aldrei frískari, segja þeir hjá Jöfri hf. á Nýbýlaveginum í Kópavogi um jeppann góða. Þetta má til sanns vegar færa því jeppinn er orðinn fimmtugur og sprækur er hann. bílum með drifi á öllum hjólum, sem þeir kölluðu jeep. Orðið jeep mun vera stytting á „General Purpose Vehicle“ eða G.P. og á íslensku fékk þetta farartæki fljótlega nafn- ið jeppi. Að stríðinu loknu og jafnvel fyrr fóru þessi farartæki að koma á markaðinn, allir vildu eignast jeppa. Það voru ekki síst bændur, sem sáu þarna arftaka þarfasta þjónsins og varð jeppinn brátt eitt algeng- asta farartækið á landinu. Nú skunduðu bændasynir fyrirhafnarlítið á sveitaböll eða í heimsókn í sveitina, þar sem gjafvaxta heimasætur tóku á móti þessum vegavíking- um. Flestir jeppanna voru með blæju, sem ekki var nógu gott í norðanhríðinni. Menn hófu þá fljótlega að smíða á þá tréhús, sem mörg hver voru æði skrautleg. Jeep Wrangler: Rúmur og aðgengilegur að framan, en að hætti sportbíla er aftur- sætið nánast aðeins fyrir börn og sé það skipað, verður næsta lítið farangurs- rými. A myndunum má sjá hina voldugu veltigrind. Smáatriði sem lýtirgóðan grip: Pjáturs- leg stefnuljós standa út úr brettunum og verða fyrir vikið viðkvæm fyrir hnjaski. Á framendanum er að mestu haldið gömlu svipmóti og ennþá er vélar- hlifinni læst með klassískum krækjum. Sem strákur í sveit um og uppúr 1960 upplifði ég að sjá þessi farartæki í allri sinni dýrð. Mér er minnisstætt að jeppinn á mínum bæ þótti verulega góður til ballferða í næstu firði vegna þess að hann var lengri en þeir venjuiegu. Þetta var nefnilega vél- byssujeppi og mátti sjá undir gólfinu fyrir aftan framsætin sterklega undirstöðu fyrir þetta vopn. Nei, þeir Jarpur og Skjóni stóðu í túnfætinum, hnakkarnir úti í geymslu og Ellý Vilhjálms söng: „og í jeppa oft vil skreppa". Mikið Breytt Og Bætt Síðan þetta var eru nú liðin allmörg ár og jeppinn eini sanni hefur tekið sínum breyting- um og fengið samkeppni frá mörgum bíla- framleiðendum. Undirritaður eignaðist nýjan Jeppinn hefur verið meðal hinna þörfustu þjóna í næstum hálfa öld, en tekið smá breytingum. Hann er aðeins lengri og breiðari en áður var og línurnar hafa verið mýktar í samræmi við tíðarandann. jeppa eða Jeep seint á áttunda áratugnum þannig að ég hef pokkra viðmiðun hvernig til hefur tekist síðan, þegar sá nýjasti verður tekinn til kostanna. Þegar sest er undir stýri á Jeep Wrangler árgerð 1991 sést strax að miklu hefur verið breytt og margt lagfært á þeim 13 árum, sem skilja að minn gamla og þennan, svo ekki sé nú minnst á vélbyssujeppann. Maður situr hátt og hefur gott útsýni, framsætin eru bóls- truð sportsæti, sem gefa góðan stuðning við bak og til hliðar. Stýrið er leðurklætt, sem gefur gott og öruggt grip og er hægt að stilla hailann á fimm vegu. Gamli stóri mælir- inn í miðju mælaborði er horfinn og í staðinn er komið öllu venjulegra mælaborð. Sitt hvoru megin við stýrissúluna eru hraða- og snún- ingshraðamælar og til hliðar eru síðan mælar fyrir kælivatnshita, bensín, smurolíuþrýsting, volt og klukka. Milli framsætanna er stórt læsanlegt geymsiuhólf og gróf fyrir gosflösk- ur og brauðsamloku eða eitthvað álíka. Al- mennt má segja að umhverfi ökumanns sé þægilegt og spennandi. Veltigrindin hefur verið stórbætt. Hún er ekki einungis klædd á skemmtilegan hátt, heldur hefur verið bætt við hana sverum póst- um, sem ganga yfir dyraop og tengjast efri hornum framglugga. Það er til dæmis ágætt fyrir farþega í framsæti að grípa um póstinn þegar ekið er um vegleysur. Aftursætið er tveggja manna og frekar lítið, þó er ágætt olnbogarými til hliðanna yfir afturbrettunum. Til að komast í aftursætið er hægra fram- sæti fellt fram í heilu lagi og myndast þann- ig ágætis aðgengi afturí. Fyrir aftan aftur- sætið er síðan farangursgeymsla en ekki er hún nú stór. Auðveit er að auka farangurs- rýmið með því að fella fram aftursætið eða hreinlega kippa því úr en með_ því myndast 1500 lítra rými fyrir farangur. A afturrúðuna er nú komin vinnukona með sprautu sem ágæt viðbót og þar fyrir aftan sér í varadekk- ið. Þægilegt er að komast að farangursrými og. er ekkert mál að opna afturendann frá gólfi og uppí þak. NÝ Og Kraftmikil VÉL Og þá er að renna af stað. Vélin í þessum bíl er 4,0 lítrar, 180 hestöfl eða 131 kílówatt og er þetta fyrsta árið sem þessi aflmikla vél er sett í Jeep Wrangler. Það er óhætt að segja að bíllinn er geysilega sprækur og ég skil það vel að framleiðendur hans hafi verið nokkuð hikandi við að senda hann frá sér svona aílmikinn. Gírskipting er lipur og fimm gíra kassinn er mikil breyting frá gamia þriggja -gíra kassanum. Ekkert mál er að renna honum í framdrifið á ferð með léttu handtaki. í gamla daga þurfti að stoppa og grípa báðum höndum um stöngina og rykkja fram og þá var hann kominn í drifið, það er að segja ef framdrifslokurnar voru á. I þess- um jeppa eru þær óþarfar, nútímatækni hefur einnig komið hér við sögu með sjálfvirkar driflokur. Akstur þessa jeppa er að flestu leyti mjög skemmtilegur. Hann er með meiri sporvídd en áður auk þess sem sver og sterk- leg jafnvægisstöng að framan eykur stöðug- leikann. Snúningsradíus er ekki nema 10 metrar þannig að maður snýr honum nánast á punktinum. I innanbæjarakstri er þessi jeppi mjög skemmtilegur, þægilegur að skjótast um þröngar götur, leggja honum við erfiðar aðstæður, auk þess vekur hann talsverða at- hygli. Nokkuð veg- og vélarhijóð berst inn og kunni ég því ekki illa. Ég átti von á að sterklegar blaðíjaðrirnar festar á svera grind- ina myndu gera jeppann talsvert hastan en svo var ekki. Hér hafa framleiðendur þrætt ágætan milliveg. Hvað varðar akstur við erfið skilyrði eins og í snjó og ófærð þá er það þekkt stærð að þar hefur Jeep verið í fararbroddi frá byijun. Nýjasta afrekið er okkur í fersku minni þeg- ar stóri bróðir seiglaðist uppá Hvannadals- hnjúk. Það er ekki hægt að lýsa akstri þessa bíls án þess að minnast á að í hálku er eins gott að fara varlega. Þessi jeppi er frekar stuttur og breiður þannig að hraðakstur í hálku er bannaður. Það er minnt á það skýr- um stöfum inni í bílnum að menn skulu hafa sætisbeltin spennt, alltaf. Fimmtugir Strákar Útlit Jeep Wrangler má segja að sé sígilt. Rimlarnir sex fyrir framan vatnskassann setja sterkan svip á jeppann svo og hjólaumbúnað- ar og vélarhlífin með sínum gömlu festingum. Eitt er það sem. ég sætti mig ekki alveg við. Fremst á frambrettunum eru komin stefnu- ljós, sem mér finnst allklossuð og framstæð. Verð á Jeep Wrangler er um 1.700.000. - Innifalinn er flestur sá búnaður, sem prýða þarf þennan jeppa þannig að litlu er hægt að bæta við. Þegar nágranninn hafði skoðað bílinn og fengið uppgefið verðið var svarið: „Nú, ekki meira?“ Mér lék nokkur forvitni á að vita hver væri kaupendahópur þessa jeppa og sagði sölustjórinn hópinn vera á öllum aldri en strákar milii fertugs og fimmtugs væru þó áhugasamastir. Á.A.R.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.