Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Síða 11
maðurinn Richard Leacock og Kanadamað-
urinn Pierre Perrault. Þeirra markmið var
að forðast þrælatök kvikmyndatækninnar
líkt og tíðkast í leiknum kvikmyndum, þar
sem hver maður hefur ákveðnu hlutverki
að gegna og honum lagðar fyrir athafnir
og orð í munn. Á margan hátt höfðu heim-
ildarkvikmyndir fyrir dága þessara manna
verið undir sterkum áhrifum þessara þræla-
hugmynda og þar með beygt aðstæður og
viðfangsefnin undir vilja sinn og tækninnar
sem þeir höfðu yfir að ráða. Þetta breyttist
með cinema direct og um leið blésu þeir
nýju lífi í orðið heimildarkvikmyndagerð og
ekki síst sannleikshugtakið tengt kvikmynd-
um.
Aðferð þeirra við kvikmyndatökur fólst í
því að þeir reyndu á engan hátt að hafa
áhrif á það sem fyrir auga kvikmyndavélar-
innar kom. í því sambandi talaði Rouch um
algeran samruna manns og kvikmyndavél-
ar, þar sem vélin var orðin óijúfanlegur hluti
af manninum og Leacock dró upp líkinguna
af flugu á vegg sem fylgist með atburðum.
Með þessu móti tókst að gera heimildarkvik-
myndir sem áhrifaríka upplifun, en ekki sem
áhiaup staðreynda frá sjónarhóli almættis-
ins. Að nokkru leyti var þetta endurvakning
frá fyrri tíð, sbr. mynd Roberts Flahertys,
Nanook of the North (1922), sem lýsir lífs-
baráttu inúíta á Norðurhjara og var sýnd
við fádæma vinsældir meðal hins almenna
áhorfanda víða um heim.
Það sem kemur flestum á óvart við áhorf-
un þessara mynda Rouch, Leacocks og Perr-
aults, er hve nálægt þeir komast kviku at-
burða og hugmynda fólks og jafnframt
hvesu áhugavert myndefni hversdagslífið
getur verið. Þessi afstaða til myndefnis fól
einnig í sér tilraun til að leysa eitt af grund-
vallaravandamáli heimildarkvikmynda og er
tengt sannleiksgildi þeirra. En fræjum efa-
semda hafði verið sáð í huga manna eftir
síðari heimsstyijöldina með frekari skoðun
á áróðursmyndum stríðsaðila. Til lausnar á
þeim vanda horfði cinema direct einna helst
til langra myndskeiða líkt og Buster Keaton
gerði í myndum sínum, en af ýmsum ástæð-
um misheppnast slík tilraun og m.a. vegna
vitneskju fólks um óendanlega möguleika
kvikmyndarinnar til blekkinga og ekki síst
til yfirlýsinga um að myndin sé heimildar-
kvikmynd. Hvað síðara atriðið varðar, er
annað uppi á teningnum þegar um yfirlýsta
upplifun kvikmyndagerðarmanns er að ræða
og virðist sú lausn reynast einna best vilji
þeir greina frá sannleikanum.
Þessi stutta kynning á aðferð áðurtaldra
manna felur hið óhjákvæmilega í sér, að
kvikmyndir þeirra verða mjög persónuiegar
og bera þess merki hvaða menningarlegu
einkenni verið er að fást við í uppbyggingu
myndanna. Af þessu leiðir að myndir Rouch,
Leacocks og Perraults verða mjög ólíkar
innbyrðist og ræðst það af áðurtöldum þátt-
um. Kvikmyndaskólinn Varan, sem starf-
ræktur er í París, er eftirtektarverður í þessu
samhengi og einn af fáum skólum í heimin-
um sem beinlínis leitast við að ýta undir
þessa grunnþætti sem fyrrnefndir herra-
menn vinna út frá og vinnur einvörðungu
undir merkjum cinema direct.
Varan hefur verið starfræktur í rúmlega
tíu ár og hafa yfir þijúhundruð manns stund-
að nám við skólann. Nemendurnir koma víðs-
vegar að, frá Norðurlöndunum, Evrópu,
Mið-Ameríku, Suður-Ameríku, Afríku, Aust-
urlöndum og Asíu og er bakgrunnur þeirra
álíka misjafn og þjóðernið. Varan lítur á
kvikmyndafræðin, stíl kvikmynda og fagur-
fræðilega strauma í kvikmyndagerð í ljósi
cinema direct, þar sem viðmiðunin er menn-
ingariegur bakgrunnur nemandans og mark-
miðið að skerpa vitund nemenda um menn-
ingarleg sérkenni þess umhverfis sem hann
á rætur í. Á þann hátt telja leiðbeinendur
skólans að einna helst megi vænta heimildar-
kvikmynda með sterkum þjóðlegum einkenn-
um, en leiðbeinendurnir eru þeirrar skoðunar
að mikill meirihluti þeirra heimildarkvik-
mynda, sem framleiddar eru í heiminum, sé
að meira eða minna leyti nákvæmlega eins
og þar með oftast snauðar af þjóðlegri nálg-
un á efninu. Af þeim sökum leggja þeir
áherslu á að nemendur frá ólíkum menning-
arsvæðum vinni saman, bæði til að nemend-
ur geri sér betur grein fyrir ólíkum sjónar-
miðum sem hægt er að hafa til lausnar
ákveðins verkefnis og að þeir leiði hugann
að eigin bakgrunni og þeim forsendum sem
þeir hafa úr sínum heimi menningar.
Árangurinn af þessu starfi sést víða um
heim og hafa leiðbenendur skólans, sem er
undir stjórn Pierre Baudry, farið víða þar
sem þeir hafa kynnt þessi sjónarmið og cin-
ema direct í vinnuhópum. Fyrir marga er
þessi persónulega nálgun nýr heimur og
ferskur, en ávinningurinn er ekki bara skjót-
ari leið að haldgóðri þekkingu á miðlinum,
heldur einnig þjóðhagslegur. Myndmálinu
er fundinn vegur í gegnum menningarleg
einkenni og því sterkur leikur fyrir smáþjóð-
ir á tímum vaxandi heimsmenningar.
í ljósi þess er vert að staldra við og leiða
hugann að því hvort þessar fyrirmyndir, ci-
nema direct og Varan, séu vænlegur kostur
fyrir eflingu íslenskrar menningar. Að
minnsta kosti tvær leiðir eru færar — og
ódýrar, annars vegar ríkuleg umræða um
gerð heimildarkvikmynda á íslandi út frá
ýmsum sjónarhornum og hins vegar með
skipulagningu vinnuhópa þar sem íslenskir
kvikmyndagerðarmenn yrðu leiðbeinendur.
Þannig er án efa skotið styrkari stoðum
undir íslenska þjóðmenningu og sjálfsímynd
þjóðarinnar, en bergmálið eitt aftan úr öld-
um.
Hliðsjónarrit: Cinema Verité in America:
Studies in uncontrolled documentary. Step-
han Mamber. MIT Press, Cambridge, 1974;
The Cuban Image. Michael Chanan. British
Film Institute, London, 1985; Living Ci-
nema. Louis Marcorelles. George Allon og
Unwin Ltd., London, 1973; Varan, Intyck
fr&n ett besök pá en filmskola i Paris 22.
mars - 2. apríl 1987. Madaleine Bergh (fjöl-
rit).
Höfundur stundar nám við Háskóla íslands og
hefur sótt námskeið hjá Dramatiska Institutet.
Úr kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Maðurinn semn vissi of mikið.f1934). Hér sjáum
við sviðsettar aðstæður, sem oft er gert í heimildarkvikmyndum. Cinema direct
hafnar slíkum vinnubrögðum, en leitast við að kvikmynda raunverulegt fólk við
raunverulegar aðstæður. Kvikmyndagerðarmaðurinn fer því ekki fram á neitt,
nema að fá að kvikmynda. Endanleg útkoma myndarinnar ræðst af því hvernig
atburðir sem kvikmyndaðir eru hafa æxlast fyrir framan kvikmyndavélina og
hvaða merkingu þeir hafa fyrir fólkið, sem var kvikmyndað.
SVANUR GISLI ÞORKELSSON
Enginn
sagði neitt
Allt í einu
var hún alls staðar
eins og sólin og grasið.
I hvert sinn
sem ég leit upp
sá ég hana
dansandi um flekkinn
við stuttskefta hrífu
í of litlum skokk.
Kvöldsólin þakti
hár hennar kossum,
allir fuglarnir þögnuðu um stund.
Svo héldum við áfram
hljóð upp að bænum.
Þar beið móðir sem kyssti
hana og mig
og tíndi um leið
stráin úr hári okkar.
Ég þerraði svitann,
brýndi Ijáinn,
enginn sagði neitt.
Kunnugleg lyktin
af hörundi hennar,
blönduð svita og fíflamjólk,
var orðin að framandi ilmi,
sem vakti með mér
óskýrar myndir
af föður og barni,
konu og manni.
Ég brosti
en leit svo í grasið,
beit saman tönnum
og um stund
varð eðlilegur hrynjandi
heysláttumannsins
að rykkjóttum sveiflum.
Dagurinn varð lengri
og heitari
en nokkru sinni fyrr.
Loks héldum við heim á leið
og skildum eftir að baki
daginn og engið.
í hvarfi frá bænum
í gróinni lautu
rétti ég henni höndina.
Enginn sagði neitt.
Snjóblóm
Einhvers staðar
í hijóstrinu,
á hörðu gráu gijótinu,
getur þú fundið þau
þar sem þau spretta án róta.
Það stirnir á þau,
geislar af þeim,
og af þeim drýpur
safi lífsins
í stórum hunangssætum
dropum.
Þau heita kannski ekki neitt
en ég kalla þau
Snjóblóm.
Einhvern tíma
þegar síst varir,
rekst þú á svona blóm,
og þú veist
að þú hefur fundið
Snjóblóm.
Þessi Ijóð og [leiri munu verða flutt á fyrsta Ijóða-
kvöldi S.Í.L. á Hótel Borg finvntudagskvöldið
10. október, þar sem og önnur ljóðskáld, hreyfi-
listamenn og tónlisiarmenn, munu koma fram.
„Öll grimmd frá þinni
ströndu styggð66
Stundum festast vissar ljóðlínur í
huga manns öðrum fremur. Þær
skera sig úr og láta mann ekki
í friði, ef svo má segja. Mér finnst
oft að ákveðið ljóð eigi sér tilverurétt, ef
þar má finna einhveija þá hugsýn, sem
lætur mann ekki í friði, en heldur áfram
að búa í huganum. Því er þannig varið
um mörg ljóð, sem ég hefi lesið. Ein setn-
ing hefur borið þau uppi. Flest ljóð eru
marklítil orð, sem gleymast um leið og
þau eru lesin. Rímið eitt hjálpar okkur
oft til að muna eitthvað úr þeim.
Ég legg það ekki í vana minn að skrifa
um ljóð annarra. Mun hafa gert það einu
sinni hér í Lesbók, er ég tók til meðferðar
Ijóð Steins Steinars: Verkamaður. Það er
vel ort ljóð, en ég fann þó að því. Fannst
hugsunin ekki rökrétt á einu sviði. Hægt
væri að eiga sér helgidóm, þótt ytri hagur
væri ekki glæstur.
Lýðveldishátíðin 1944 er enn mörgum
í fersku minni. Efnt var til verðlaunasam-
keppni um ljóð, er flytja skyldi á hátíð-
inni, og tónskáldum heitið verðlaunum
fyrir að gera lög við þau. Mörg ljóð bárust
í keppni þessa. Eins og kunnugt er hlutu
tvö ljóð 1. verðlaun. Annað eftir Jóhannes
Jónasson úr Kötlum, en hitt eftir Huldu,
eða Unni Benediktsdóttur Bjarklind. Bæði
voru ljóð þessi lipurlega kveðin og lærð-
ust fljótt. Lögin við þau eru hljómfögur.
Höfundar þeirra eru Þórarínn Guðmunds-
son og Emil Thoroddsen. Ég, sem þessar
línur rita, var rétt tvítugur að aldri, á
þessu merkisári. Ljóðin og lögin lærði ég
strax, þar eð þau hrifu huga minn.
Ljóð Huldu tek ég smávegis til meðferð-
ar í grein þessari, og þó ekki nema eina
línu úr því. Hún er mér lang-minnisstæð-
ust, og hefur lengi búið i huga mínum,
vegna þess hversu innihaldsrík hún er og
í tíma töluð, ekki síst nú þegar við höfum
horft á grimmilegt stríð daglega í sjón-
varpinu og heyrt frá því sagt í útvarpi.
Hér er grimmdin að verki grímulaus og
nakin.
í ljóði sínu lofar Hulda það hlutskipti
okkar að þekkja hvorki sverð né blóð og
búa við friðsæld og þann auð sem hún
skapi. Þá er henni ofarlega í huga hátign
jökla, hinn blái sær og hin ómengaða og
óspillta náttúra. Allt er þetta ómetanlegt.
Sagt er að skáldin segi það upphátt sem
almenningur hugsar, en kemurekki orðum
að.
í þriðja erindinu í fyrsta þætti úr lýð-
veldisljóðum sínum segir hún:
„Ó, ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.“
Víst er þetta vel sagt og fagrar óskir
fram bornar, en ein lína er mér hugstæð-
ust: Öllgrimmd frá þinni ströndu styggð.
Islendingar eru friðelskandi þjóð, sem
ekki hefur borið vopn síðan á Sturlunga-
öld. Allt vopnaskak er okkur andstyggð.
En grimmd á sér víðar stað en á vígvöll-
um, þar sem menn týna lífi. Ég er hand-
viss um, að Hulda hefur hér átt við hvers
konar grimmd. Allt dráp sér til gamans
og dægrastyttingar.
Lítill vafi mun á því leika, að styijalda-
rástandið muni hafa blásið þessari ljóðl-
ínu í bijóst skáldkonunni. Þegar hún
orti ljóðið geisaði heimsstyijöld. Barist
var af heift mikilli í Evrópu og víðar.
Og eitthvað mun hildarleikurinn hafa
borist upp að ströndum þessa lands, þar
sem skipum var sökkt. Grimmdin er hið
frumstæðasta í manninum. Þegar öll rök
þrýtur er grimmdin hið nærtækasta. Hún
er örþrifaráðið. Glöggt má sjá, að Hulda
muni hafa verið friðelskandi kona, fyrst
hún tekur það beinlínis fram í lýðveldis-
ljóði sínu, að grimmdin skuli útlæg frá
Islands ströndum, já, frá allri landsins
byggð. Það les ég milli línanna.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. OKTÓBER 1991 11