Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Side 12
f. m ,/t Sjónmengun Sjónmengun er hugtak sem ekki var til fyrir fáeinum árum og er til dæmis um það breytta viðhorf sem nú er orðið gagnvart óspilltri nátt- úru. Ekki er langt síðan framfara- sinnaðir menn sáu í anda hraðbrautir langsum og þversum yfir hálendið og skóg- ur af háspennumöstrum hefði þeim einung- is þótt tákn um framfarir. En þetta hug- tak, framfarir sem ber í sér að lífíð geti orðið betra, hefur verið tekið til endur- mats. Ekki er það sízt í ljósi þess, að ótelj- andi mannvirki, sem áttu að vera til fram- fara, hafa reynst spilla náttúrunni og menga andrúmsloftið. Menn hafa séð að framfarirnar voru of dýru verði keyptar á stundum. Ekki nóg með það, heldur hefur runnið upp fyrir öllum sem telja sig vera náttúru- unnendur, fagurkerar og umhverfissinnar, að stundum geta mannvirki verið svo for- ljót, eða farið svo illa í óspilltri náttúru þó þau séu ekki út af fyrir sig ljót, að um sjónmengun sé að ræða. Þá verður margt til að reka í augun í bæjum og því miður ekki síður í sveitum.- Vélarhræin út um allt eru sjónmengun og plastið utanum rúllubaggana er á góðri leið með að verða það einnig; ekki síst þar sem baggarnir verða úti og plastið er áð smá-slitna utan af þeim. Svo er að sjá, að fólk í þéttbýli hafi betri skilning á umhverfisþættinum og ótal götur, bæði í Reykjavík og öðrum bæjum landsins, eru hreint augnayndi. Þar annast hver um sinn garð, en heilu hverf- in verða samt að fállegri heild. I sjávar- plássunum vill að því er virðist safnast upp drasl, sem heyrir til útgerð og físk- verkun og þar gæti snyrtimennskan sum- staðar staðið til bóta. Greinilegt er, að sjávarpláss þurfa ekki að vera sóðaleg; það sést bezt í Vestmannaeyjum, sem er þó stærsta verstöð landsins. En Vest- mannaeyingar eru listrænir menn og hafa auga fyrir fegurð. Þeir hafa prýtt bæinn með höggmyndum og skreyta fiskverkun- arhúsin sín með málverkum og það hefur Aðalsteinn Jónsson gert á Eskifirði einnig. Hann er eins og Þorvaldur í Síld og fisk, athafnamaður með listrænan metnað og væri betur að fleiri væru slíkir. ísfirðingar eiga líka heiður skilinn fyrir að hlú að gömlu húsunum á tanganum, sem tengja bæinn við fortíð sína. Borgarnes vekur alltaf athygli og aðdáun fyrir fallegt, •manngert umhverfi, en utan Reykjavíkur eru það þó Akureyringar, sem mest hafa gert í þessa veru og margir telja að Akur- eyri hafi forustu það þessu leyti meðal bæja landsins. Menn eru nokkuð sammála um fegrun- armarkmið í bæjum. Það er hinsvegar nýtt fyrirbæri, að íjallað sé út frá þessu sjónarmiði um mannvirki á öræfunum. Með hverju árinu rennur skýrar upp fyrir okkur, að ósnortin náttúra öræfanna er auðlind út af fyrir sig, enda er sífellt vaxt- andi fjöldi erlendra ferðamanna, sem vill leggja á sig erfiði og borga fyrir aðgang að þessari auðlind. Það sæti sízt á okkur sjálfum að spilla henni, en stundum sjást menn ekki fyrir í framkvæmdagleði sinni; ekki sízt þegar unnið er með reglustikum á skrifborðum og þessi mikilfenglega náttúra er ekki fyrir augum þess, sem á að reikna út hagkvæma kosti, t.d. fyrir raflínur. Landverðir hafa verið einskonar varð- menn, ekki bara gagnvart óprúttnum öku- þórum sem langartil að tætast ájeppunum sínum yfir hvað sem fyrir er - heldur einn- ig gagnvart ásókn sérfræðinga og tækni- manna á vegum stórvirkjana. Fyrir ár- vekni þeirra og annarra, sem unna hálend- inu, hefur nú vonandi verið horfið frá því Háspennulína á Haukadalsheiði þar fyrir handan er allt ennþá allt örfoka. I baksýn sjást Jarlhettur og Langjökull, ef vel er að gáð. Háspennumastrið þarna er út af fyrir sig fallegt mannvirki og minnir á sumt í nútíma skúlptúr. En þarna á þetta mann- virki ekki heima og verður einungis til að spilla útsýninu. Þetta er sjónmengun og stingur hrottalega í stúf við þá mikilfeng- legu náttúru, sem þarna er og raunar víð- ast hvar á hálendinu. GS að leggja háspennulínu þvert yfir Ódáða- hraun og eru aðrir kostir í athugun. Há- spennulína á þessu svæði væri hrikalegt slys, sem bæri einungis vott um skilnings- leysi okkar gagnvart náttúruverðmætum, sem í framtíðinni eiga kannski eftir að draga okkur drýgst. Með þessum línum fylgir mynd af hliðstæðu; þá sjónmengun getur að líta á Haukadalsheiði og línan sú arna liggur austan frá Sigöldu og vest- ur á land. A myndinni sést einnig árangur af starfi landgræðslunnar. Þarna var ger- samlega örfoka land inn að Fari og Sand- vatni, sem sjást í baksýn, - á Skerslunum Land- kynning í Leifs- stöð * Islenzkur markaður rekur myndarlega sölubúð í Leifsstöð og er á flestan hátt vel að því staðið með því að hafa á boðstólum íslenzkar fram- leiðsluvörur. Ekki er það sízt ullin, sem maður sér að vekur athygli erlendra gesta og er sorglegt til þess að vita, að ullariðnaðurinn skuli ekki standa í blóma. I þessari verzlun er margt smálegt til sölu og vegna þess að ég er ævinlega for- vitinn um myndir, fór ég á dögunum að skoða fallega innrammaðar íslandsmyndir af landslagi og dýralífi. Höfundurinn reyndist vera útlendingur, sem hér hefur verið á ferðinni og er vitaskuld ekkert nema gott um það að segja að listamenn annarra þjóða festi á blað það sem þeim þykir athyglisvert á íslandi og bjóði það til sölu. Við nánari athugun fór ég þó að efast um, að sá listamaður sem hér átti hlut að máli, hefði yfirhöfuð komið til Islands. Við hliðina mynd af stóðmeri með folaldi, sem hafði verið sett á svið í nánd við Herðubreið - og látum slíkt skáldaleyfí liggja á milli hluta - var mynd af hvíta- birni, sem horfðist í augu við sel í vök og gerði sig líklegan til að slá hann með hramminum. Allt sést það á myndinni, sem ég tók og hér fylgir með. Þetta er greini- lega unnið eftir ljósmynd og í ljósi þess sem gerst hefur áður, gæti alveg eins ver- ið að þetta sé unnið eftir ljósmyndum aust- ur á Taiwan eða í Kóreu. Ég sá að erlend- ir gestir skoðuðu þetta með athygli og þeir hlutu að kveðja landið með þá hug- mynd, að hvítabimir væru jafn íslenzkur veruleiki og folaldsmerar. Forráðamenn íslenzks markaðar hljóta að hafa einhveija hugmynd um þann varn- ing, sem þar er boðinn til sölu; allavega hefur starfsfólkið hann daglega fyrir augunum. Eða getur hugsast að ráða- mönnum þessa fyrirtækis þyki landkynn- ing af þessu tagi góð og gild, eða jafnvel að myndefnið, hversu vitlaust sem það kann að vera, skipti ekki máli og geri land- ið spennandi fyrir ferðalanginn, sem getur hampað myndinni og sagt: Þarna var ég. Þá mætti kannski auka aðeins við hug- myndina með svo sem einum krókódíl í Þingvallavatni eða tígrisdýri í Þórsmörk? GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.