Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 2
ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR Heimkoma Hlýtt straukst regnið um kinn mína. Gott að þú komst. Hljótt bærðist golan í hári mínu. Gott að þú komst. Heitur var faðmur þinn þegar þú sagðir. Það var gott að þú komst. Landamæri Mjúka myrkrið í augunum á þér er myrkrið mitt. Ég elti þetta mjúka myrkur að landamærum ljóssins. Þar sný ég við. Blíða myrkur. Ljóðið er úr þriðju Ijóðabók höfundar- ins, sem nýlega er komin út og heitir „Blíða myrkur". Bókina prýða vatnslita- myndir eftir Mússu. KARLÍNA HÓLM Sálmur Handan við þögnina liggur afstæð fegurðin, sölnuð Ijóð; króna á stilk. Leið til útgöngu, fjallhár tími. Tilbeiðsla Fyrir þig hníga haustlauf, leika preludiu og fúgu eftir Bach, hafa utanbókar síðasta stefið. Senn dregur slæðuhjúp svalinn, yfir marmara og mold. Höfundur er í listnámi í Fjölbrautaskó- lanum í Breiðholti. RÓSA JÓHANNSDÓTTIR ÁCafé Speglast í glugganum andlitin hlæjandi speglast íglerinu hlæjandi andlitin dofin í bláu mistrinu bláu gráu skímunni andlitin grá speglast í glerinu andlitin hlæjandi grátandi grá Úr sögu skáklistarinnar á íslandi Fyrstu skákdálkar í blöðum engi hefur það verið tíðkað að hafa skákdálka í blöð- um og tímaritum. Nóorðið eru þeir misl.angir en fyrr á tímum voru þeir yfir- leitt stuttir og stundum lítið annað en ein eða tvær skákþrautir. Fyrsti skákdálkur í íslensku blaði var af því tagi. Hann kom í Fjallkonunni árið 1888 en Valdimar Ásmundsson ritstýrði henni þá og gaf út. Ekki stóð sú dýrð lengi því að- eins komu fjórar þrautir áður en dálkurinn lognaðist út af. Þess er getið í blaðinu að nokkrir menn yrðu .til að ráða þrautirnar. Sú fyrsta birtist þann 10. janúar og er svona: Hvítur á að máta í þriðja leik. Þau mistök áttu sér stað í prentuninni að svarti hrókurinn á a4 var hafður hvítur en það verður að teijast fyrirgefanlegt í fyrstu tilraun til að prenta stöðumyndir. Lausnin er 1. Re6 — d4. Þessi leikur hefur það til ágætis sér að svarta kónginum opnast nýjar flóttaleiðir en að vísu lokast honum leiðin til e6. Hvítur hótar nú að máta með því að leika biskup til e7 svo svartur er tilneyddur að leika 1. — Kxc5 (ef 1. - Rf5, kemur 2. Hd5+ - Kc7, 3. H5xd7 og svartur er mát). En nú kemur 2. Hc8+ og þótt svarti kóngurinn eigi þijá reiti að fara á (b4, d4 og d6) mátar hvíti biskupinn hann alltaf (Bel, Bf6 eða Bg3. Nú liðu mörg ár en í skákáhugabylgjunni sem gekk yfir eftir aldamótin var á nýjan leik tekið að birta skákdálka í blöðum. Enn reið Fjallkonan á vaðið veturinn 1901 en að vísu birtust aldrei nema tvær skákþraut- ir að því sinni. Er þar tekið fram að lausn- um skuli skila til ritstjórans eða Péturs Zóphóníassonar en hann var þá kominn heim frá námi og potturinn og pannan í skáklífinu. EftirJÓN TORFASON Önnur þrautin er eftir íslenskan mann, Björn Pálsson námspilt í lærða skólanum, og lítur þannig út: Hvítur á að máta í þriðja leik. Lausn: 1. Ha5 — Bb5. Hvítur hótaði að máta á e5. Nú gæti hann leikið peðinu upp í borð og vakið upp drottningu og þá má svartur ekki dfepa hana með biskupnum vegna mátsins á e5. En það hótar bara engu. Lausnin er að vekja upp riddara,' 2. e8R, og nú verður svartur að leika öðrum hvorum riddaranum en þá mátar hvítur hann annaðhvort á d6 eða f6. Þetta er býsna smellin þraut og alls ekki svo einföid því upphafsstaðan leiðir hugann að ýmsum öðr- um möguleikum en þeim rétta. Björn var sonur Páls Ólafssonar skálds og Ragnhildar Björnsdóttur. Hann lauk lög- fræðiprófi og tók sér síðar ættarnafnið Kalman. Hann var meðal keppenda í fyrsta skákmótinu sem haldið var hér á landi en það fór fram veturinn 1901 og segir síðar af því. Pétur Zóphóníasson var ekki af baki dott- inn þótt lát yrði á skák í Fjalikonunni því eftir áramótin 1902 er hann á nýjan leik komipn með skákdálk, nú í Þjóðólfi. Alls skrifaði hann þar átta dálka sem birtust óreglulega fram á mitt ár 1903 en þá logn- uðust þeir útaf. Pétri segist svo frá að erf- itt hafi verið að koma þáttunum að og að þeir hafi oft verið styttir. í Þjóðólfsdálkunum kennir ýmissa grasa. Þar eru erlendar skákir og þrautir sem les- endur eiga að ráða en einnig nokkrar skák- ir tefldar innanlands og svo eru fréttir af stofnun skákfélaga vítt og breitt um landið. Pétur reynir m.a. að fræða lesendur um leikreglur, táknmálið sem skákir eru ritaðar á, og laumar að einföldustu taflreglum. Hann á það líka til að segja löndum sínum til syndanna, notar t.d. tækifærið þegar bandaríski skákmaðurinn William Napier kom hér við á ferðalagi. Napier þessi gat sé allgott orð á skákmótum um og eftir aldamótin, vann m.a. sigur á meistaramóti Breta 1904. Hann dvaldi í Evrópu nokkur ár við tónlistarnám en eyddi víst mestum tímanum í tafl. Þegar heim kom til Banda- ríkjanna gerðist hann umsvifamikill trygg- ingasali og andaðist árið 1952. Meðan hann dvaldi hér tefldi hann við alia bestu skák- mennina í Reykjavík og fóru þeir ófarir fyrir honum þótt hann tapaði örfáum skák- um. Um þetta segir Pétur: Aðalorsökin til þess, að vér fáum þessar hrakfarir, er að vér kunnum ekki skák, þ.e.a.s. byijanirnar, nema hvað við lærum af að tefla. Hér líta engir í skákbók til þess að læra hveiju eigi að leika í þessu tilfelli eða hinu, en slíkt er nauðsyn, til þess að verða ágætur taflmaður. Ættum vér að leggja meiri áherslu á það, að læra hveiju á að leika (Þjóðólfur 1902, nr. 49). Öðru sinni birtir Pétur skák sem hann tefldi við Indriða Einarsson leikskáld á þjóð- hátíð Reykjavikur 1902 en þá var teflt með lifandi mönnum og er það líklega fyrsta skák af því tagi á Islandi. Þar afsakar hann að ekki sé vel teflt: „Skák þessi er tefld á þjóðhátíð Reykjavíkur 2. ágúst síðastliðinn (lifandi skák), og er því ekki að búast við því, að hún sé vel tefld frá taflfræðilegu sjónarmiði, enda efasamt hvort vér íslend- ingar teflum svo vel, að nokkur skák vor verðskuldi það að vera birt sökum þess. Ýmsir leikar í skákinni eru miðlungi góðir.” (Þjóðólfur 1902, nr. 36.) Pétur undanskilur sjálfan sig ekki þegar hann segir löndum sínum til syndanna. Þó var hann tvímælalaust fremstur íslenskra skákmanna um þessar mundir og lengi síð- an. Fyrir utan skákina við Indriða þá birtir hann aðeins eina skák eftir sig og er hún mjög stutt því andstæðingurinn fellur í al- þekkta byijunargildru sem kennd er við franska átjándu aldar skákmeistarann Lég- al: Hvítt: Pétur Zóphóníasson, Svart: N.N. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bc4 - d6, 4. Rc3 - Bg4?, 5. Rxe5 - Bxdl?, 6. Bxf7+ — Ke7, 7. Rd5 mát. Um þetta segir Pétur: „Það einkennilega tilfelli hefur komið fyrir, að eg hef teflt þessa skák tvisvar í ár, í bæði skiptin við góða taflmenn. Þessar skákir ættu að heita heimskingjaskákir.” (Þjóðólfur 1902, nr. 45.) Ekki eru miklar frásagnir af skákviðburð- um hér á landi en í síðustu dálkunum er náið greint frá viðureign íslendinga í Kaup- mannahöfn við danska skákmenn. Skákfé- lag íslendinga þar tefldi við gamaigróið skákfélag í borginni og bar tvívegis hærri hlut. Kann hér að brydda á því viðhorfi að jafnan sé mest undir því komið að sigra Dani og gildir þá einu í hveiju keppt er. Lokin í 'skák Lárusar Fjeldsted síðar hæstaréttarlögmanns með meiru og Danans Nielsens, sem var fremstur í flokki sinna manna, voru á þessa leið: Lárus hefur svart og stendur höllum fæti en mikið var búið að ganga á í skák- inni er þarna var komið sögu. Nú bítur hann frá sér: 1. - Hxd6, 2. Dcl - Rxf4, 3. Hc8+ - Kh7, 4. e5 - Rxh3+, 5. gxh3 - Dg3+, 6. Khl - Dxh3+ Fjórði leikur hvíts var ekki nákvæmur því þá gafst svarti færi á að fórna riddaran- um. Nú var samið jafntefli því svartur á örugga þráskák. Líklega hefur Lárus verið með allan hugann við að þráskáka því hann sér ekki að hann á vinning á örfáum leikj- um: 7/ Kgl - Hg6+, 8. Kf2 - Hg2, 9. Kgl — Dhl mát. Þar með lýkur skákdálkum í íslenskum biöðum að sinni. Svo virðist sem dregið hafi úr skákiðkun landsmanna á árunum 1906-8 því þá verður lítilla skákhræringa vart í þeim heimildum sem tiltækar eru nú. Pétur lét ekki merkið falla í skákfræðsl- unni þótt skákdálkarnir yrðu ekki fleiri því árið 1906 gaf hann úr Kennslubók í skák sem er brautryðjandaverk á sínu sviði. Er þar kenndur gangur mannanna og helstu reglur um miðtafl og endatöfl en einnig nokkrar skákir. Er bókin í fullu gildi enn þann dag í dag. Pétur Zóphóníasson fæddist árið 1879, varð gagnfræðingur frá Möðruvöllum og nam í verslunarskóla í Kaupmannahöfn en kom til íslands aldamótaárið. Hann starfaði í Landsbankanum um hríð en lengst af á Hagstofu íslands. Hann lést 1946. Áhuga- mál hans voru ekki aðeins bundin við skák- ina því hann var kunnur ættfræðingur og bindindisfrömuður og ritaði mikið um þau efni. Skákáhuginn erfðist til afkomenda hans og má nefna þá Sturlu, sem var í fremstu röð skákmeistara hér á stríðsárun- um og teflir enn, og Áka sem var liðtækur skákmaður og einn fárra Islendinga sem fengist hefur við skákþrautagerð. Áki er eimíig höfundur svonefndra Ákastiga sem voru lengi notuð til að meta framfarir skák- manna. Pétur varð fyrstur manna til að hljóta titilinn Skákmeistari íslands árið 1913 og hélt honum til 1917. Hann var kjörinn heið- ursfélagi Skáksambands íslands og Taflfé- Iags Reykjavíkur enda er hann brautryðj- andinn í skákhreyfingu íslendinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.