Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 5
inu, sem ekki er annað en upphlaðið fer- hyrnt moldarkuml, undir limþaki trjánna, enginn kross, enginn legsteinn né grafletur. Mikilmennið sem leið meiri önn fyrir nafn sitt og frægð en nokkur annar hvílir nafn- laus í gröf sinni rétt eins og ótíndur umrenn- ingur eða óþekktur hermaður. Ekkert nema virðing mannkynsins heldur vörð um graf- arró þessa manns sem enga ró fann í lif- anda lífi. Vindurinn þýtur eins og hann þylji orð Guðs yfir moldum hins látna.” Dapurleg Endalok Er Stefan Zweig hafði tekið hina örlaga- ríku ákvörðun í febrúar 1942 ritaði hann vinum sínum og öðrum eftirlifendum kveðju- bréf. Þar segir hann meðal annars: „Áður en ég kveð lífið af fúsum og ftjálsum vilja og með réttu ráði vil ég þakka Brasilíu þessu dásamlega landi fyrir að hafa búið mér og starfi mínu svo góðan griðarstað. Hvergi hefði ég fremur viljað byija nýtt líf eftir að veröld minnar eigin tungu er mér glötuð og andlegt heimkynni mitt, Evrópa, hefur tort- ímt sjálfri sér. En maður yfir sextugt þarf óvenjulegt þrek til að taka upp nýjan þráð enn einu sinni. Eftir hin löngu ár á vega- lausu flakki eru kraftar mínir þrotnir. Eg tel því betra að ljúka í tæka tíð og óbugað- ur því lífi, sem þekkti enga óblandnari gleði en andlegar iðkanir, og engin gæði á jörðu æðri persónulegu frelsi. Eg bið að heilsa öllum vinum mínum. Megi þeim auðnast að sjá roða af nýjum degi eftir þessa löngu nótt. Ég hef enga biðlund og fer því á und- an þeim.” Bréf þetta hefur um áraraðir vakið í hug- um lesenda hryggð og spurningar. Hví gagntók uppgjöfín svo þennan mikla meist- ara hins ritaða máls? Ráðþrota hljota menn að glíma við spyrjandi óvissu innra með sjálfum sér og óleysanlegar ráðgátur taka hugann. En Stefan Zweig, sem var hinn mikli sálnahirðir ungra skálda og setti verkum sínum sem einkennismerki æðraleysi og innri ró, barðist alla ævi við tímabundið þunglyndi, sem setti geð hans úr jafnvægi og ágerðist mjög hin síðari ár. Undir lokin virðist hann hafa freistað þess að sökkva sér í vinnu. Seinni kona hans, sem var fyrrum einkaritari hans, og hann unnu sleitulaust 8-9 tíma -á dag að nýrri bók. Ekki er ólíklegt að þreytan hafi aukið á þunglyndið og uppgjöfina, þegar erfiðu stundirnar komu. í Veröld sem var ræðir Zweig mikið ör- yggi og festu fyrri ára, fyrri tíma, gullöld öryggisins. Þetta öryggi var horfið. Hann saknaði fortíðarinnar, sem aldrei kæmi aftur og taldi framtíðina ekki bera það í skauti sér, sem hann helst óskaði. Veröld sem var var horfin, vinirnir ijar- lægir og horfnir, ættmenni hans einnig. Sjálfur búsettur í Suður-Ameríku, ein- angraður. Samband hans við fyrri konu sína segir og sína sögu. Hann ritaði henni stöðugt og frá haustinu 1941 allt að eitt til tvö bréf á viku. Upphaflega ætlaði hann að kalla bókina Veröld sem var Þtjú líf. Það segir mikið. í ævisögunni freistar hann þess að lýsa sem best menningarstraumum og tíðaranda, og vísvitandi forðast hann að nefna einkalíf sitt, hjónaband og nöfn vina. Þótt ævisagan sé þannig ekki djúp lýsing á Zweig sjálfum, endurspeglar hún persónu- leika hans. Mörgum kann að koma það spánskt fyrir sjónir að hægt sé að rita ævisögu sína upp á 400 bls. án þess að minnast einu orði á konu sína. Og þó Zweig leitaði einveru, flýði hann í skyndi og skipti um dvalarstað, ef hún varð yfirþyrmandi. Áhyggjur sóttu að Zweig. Honum fannst einbeitingarhæfni sín vera að hverfa. Undarlegt er að athuga síðasta verkið, Manntafl. Að slík sköpunargáfa skuli leiftra samfara algjörri uppgjöf. Ósjálfrátt koma í hugann orð Matthíasar Johannessen þegar hann segir: „Höldum áfram í draumi armars manns sem fellur nær um trega við erum aðeins gestir í ráðvilltum huga hans minning um dauðann sem líknsamur neglir augu vor aftur einn dag undir de)jandi sól." llví gat ekki Stefan Zweig þerrað glað- ur svitann af enni sér að loknum löngum vinnudegi og náð sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt, svipað og Egill forðum í Sonatorreki: Skalk þó glaðr með góðan vija og óhryggr heljar bíða Stefan Zweig: Veröld sem var og ýmsar aðrar bækur hans. Frederike Maria Zweig: Stefan Zweig, som jeg kende ham. Höfundur er fyrrverandi aiþingismaður. STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR Einleikurá regnboga II Skuggi minn geymir nú sársauka liðinna tíma kvölin ei lengur í launfylgsnum hugans þó rís á sorgbitnu bjargi hús hamingju minnar. Ég skal segja þér vinur hvernig þetta er allt saman. Gefðu mér fjóluvönd, gefðu mér kinnhest og þú færð mig og missir í einni andrá, hatar mig, en getur ekki gleymt mér vegna þess þú elskar mig. Gættu þess bara að þú getur aldrei eignast mig. Að bera sig átorg Að bera sig á torg er harla sársaukafuilt heyrið þið? spyr ég skynjið þið það sem ég segi? gaspra örvæntingarfullt út í mergðina út í tómið. þrái andsvar þrái viðbrögð þrái eitthvað bara ekki þetta kurteisa skilningsleysi og dapra skvaldur. Mátti ekki seinna vera Það var einn þessara daga þegar líkami og sál virtust aðskilin í dofinni kvöl og ráfuðu um, sitt íhvoru horninu á tilverunni. Jaðraði við uppgjöf, öryggið eins og veikur þráður og þættirnir að bresta hver af öðrum. Þá var það að sást til sólar í miðjum vetrinum og líf kviknaði á ný í áður ándvana augum. Höfundur er ung stúlka i Reykjavík og hef.ur gefið út eina Ijóðabók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. OKTÓBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.