Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 7
em 32 konur eru hafðar saman í klefa í óupp- ins og fjárhúskofar, er fjögur af 650 þúsund t byggja sem vörn gegn ímynduðum óvinum. Átta manna hestvagn, sem gegnir hlutverki leigubíls. þessum aðgerðum og er þetta ágætt fram- tak, en hversu langt duga slíkar skammtíma- lausnir? Jú þær eru einmitt skammtímalausn- ■ ir. Vegna þess að landsmenn sitja í dag á götum, bekkjum og í görðum og bíða eftir „lýðræðinu”, þá er að geijast baneitrað and- rúmsloft og algjört sprengjuástand. Menn gera brosandi „sigurmerkið” með vonarg- lampa í augum og segja „democracia”, „democracía.” En hvað skeður nú þegar fer að líða á veturinn og „lýðræðið” kemur ekki færandi hendi? Það verður hrikalégt ör- væntingarástand og má búast við að margar stjórnarbyggingar, og lúxusíbúðir fyrrverandi og núverandi valdamanna verði lagðar í rúst. Forsmekkurinn kom þegar í mars á þessu ári þegar æst fólkið réðist á höfuðstöðvar kommúnistaflokksins í borginni Shkoder í Norður-Albaníu og brenndi til grunna hið mikla sex hæða hús. Fjórir mótmælendur voru drepnir og er enn minnismerki um þá á miðjum veginum við rústir hússins. Minnis- merkið er í laginu eins og líkkista hlaðin úr gijóti úr rústum kommúnistaflokksins. Þá var ráðist á veitingastað „Sigurími”, öryggislög- reglunnar í Tírana og hann er rústir einar í dag. Þá heimsótti ég fyrstur vestrænna manna tvö fangelsi í Tírana og fékk leyfi til að ljósmynda og kvikmynda þar, reyndar eft- ir að vandlega hafði verið þrifið og fangar klæddir í hrein föt. Ég snéri mér að konu í einu fangelsinu og fékk túlk, sem með trega túlkaði það sem konan sagði mér. Hennar fangelsisdvöl var þannig til komin að hún stal nokkrum sinnum úr „kjörbúð” í eigu ríkis- ins, einhveiju smáræði af matvælum og fékk fyrir það fimm ára fangelsisdvöl. Hún stal frá ríkinu og skapaði þannig slæmt fordæmi. Það má segja að vissulega sé glæpur að stela úr kjörbúð, en albönsk kjörbúð inniheldur, brauð, sveskjusultur og gamlar sápur, þannig að það er afstætt hvað er að „stela” undir slíkum örvæntingarkringumstæðum. Þá heimsótti ég fyrrverandi pólitíska fanga, sem voru í hungurverkfalli til þess að krefj- ast þess af Ramiz Alia, forseta landsins að hann myndi fá þá dæmda saklausa af glæpum gegn ríkinu. Þessir menn voru dæmdir í tutt- ugu til fjörutíu ára þrælkunai-vinnu fyrir það eitt að láta ljótt orð falla i garð stjórnvalda. Sendir í þrælkunarbúðir og námur og bjuggu í jarðholum. Refsingu var þannig háttað að gerðist maður sekur um „pólitíska glæpi” var öll fjölskylda mannsins orðin samsek. Fjöl- skyldunni var þá smalað saman og henni ekið eitthvað lengst út .á land í svo nefnda „innanlandsútlegð” og hún látin dúsa þar til æviloka og bannað að koma til Tirana. Nú kröfðust þessir fyrrverandi pólitísku fangar, húsaskjóls, vinnu og einhverra bóta fyrir ára- tuga fangelsun og þrælkunarvinnu, með því að vera í hungurverkfalli. Hægt væri að skrifa heilt blað um ástandið í Albaníu, en ég læt brátt staðar numið. íbúar eru í algerlega vonlausri stöðu. Menn setja traust sitt á lýð- ræðisflokkinn undir stjórn Sali Berisha, geð- þekks læknis um fertugt, sem reynir að stokka saman hjálp frá hinum ýmsu löndum og koma í nýtilegt horf, en spurningin er bara hvort ekki sé allt of seint í rassinn gripið, með til- liti til óróans, sem er í nágrannalöndunum. Hluta af efnahagsgrundvelli Albaníu hefur verið kippt undan með því að vöruskiptum hefur verið hætt við nágrannalöndin og ekki bætir stríðsástandið í júgóslavnesku lýðveld- unum tiltrú manna til þessarra svæða. Hinn venjulegi Albani er þrátt fyrir erfiðleikana alltaf tilbúinn að brosa, því hann veit að lýð- ræðið kémur einhvern tímann. ’iarhöfundur ásamt fyrrverandi pólitískum föngum, sem voru í mótmælasvelti í Tirana. Sali Bersiha, formaður Lýðræðisflokks- ins og hugsanlega næsti forsætisráð- herra. Höfundur slóst í för með finnskri sendinefnd, sem fór um Albaníu. I myndatökur höfðu verið leyfðar þar. Glæsihús og rósagarðar alþýðuleiðtogans Envers Hoxha. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. OKTÖBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.