Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 12
Gpsr- R A N N S O K N I R j8C>Tj{i|. i: r?>é-3i: A I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Steinsteypa gæða- eftirlit og rannsóknir teinsteypa er efni sem við þekkjum öll — yfir 90% húsa á landinu eru byggð úr henni og flest okk- ar eyða mestum hluta ævinnar innan um stein- steypu. Auk þess er mikill hluti þjóðarauðsins bundinn í steinsteypu. Því er brýnt að vandað sé til þessa mikilvæga byggingarefnis. Á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins á Keldnaholti er unnið að rannsóknum á mörg- um þáttum er snerta steinsteypu. Flestar þessara rannsókna eru unnar í samstarfi við steypuframleiðendur, Sementsverksmiðjuna og fulltrúa neytenda. Með því að skoða harðnaða steinsteypu í sr0,2.2,sjá er hægt að segja til um samsetningu hennar og ástand. Eftir EDDU SVEINSDÓTTUR Mikilvægir Eiginleikar Steinsteypu Árangur rannsókna á steinsteypu er sá að menn telja sig geta sagt til um hvernig fyrirmyndarsteypa á að vera. Steypan á að vera samsett úr vel dreifðum og góðum fylli- efnum í þéttri, vel hvarfaðri sementsefju. Steypan á að vera einsleit í alla staði. Yfir- leitt á hún að innihalda íblandaðar loftbólur með fyrirfram ákveðna eiginleika og eftir að steypan er komin í mannvirkið á hún að vera sprungulaus og án óæskilegra efna- áhrifa. Þá skal.hún vera vel þjöppuð. Gæði Steinsteypu Til að tryggja að steinsteypa uppfylli þessi skilyrði, hafa á undanförnum árum verið settar reglur og kröfur um blöndun stein- steypu til mannvirkjagerðar. Má segja að menn hafi vaknað til vitundar um gæði efna sem notuð voru í steinsteypu hér á landi eftir að uppvíst varð um skemmdir í steypu af völdum alkalívirkni á sjöunda áratuginum. Síðan hafa verið settar fram kröfur um gæði fylliefna (sandur og möl), sementið er kísilrykblandað (kemur í veg fyrir alkalí- virkni), loftblöndun verður að ná einhverju lágmarki (frostþol), magn sements sem notað er á að ná lágniarki (styrkur), eftir því hvar > byggingunni steypan skal notuð og skilyrði eru einnig sett um notkun þjálniefna. Mikil þekking er fyrir hendi um það hvernig skuli blanda og leggja niður steypu þannig að gæði hennar séu tryggð. Hitt er annað mál hvernig staðið er að framkvæmd þessa. Um það vitnar íjöldi húsa sem bera steypu- skemmdir. í harðnaðri steinsteypu má finna upplýs- ingar um hráefnin sem notuð voru, vinnu- brögðin sem voru viðhöfð, svo og þætti sem hafa haft áhrif á steypuna við hörðnun og síðar. Með ýmsum rannsóknum er unnt að lýsa samsetningu steypunnar, segja frá því hvernig hún var framieidd og rekja atburði sem hafa átt sér stað á hörðnunartíma og eftir að hörðnun lauk. Ein þessara aðferða er gæðaeftirlit og rannsóknir á steypu með smásjá, sem hér verður greint frá. Greiningartæknin Fyrir um þrem árum síðan var byijað á að koma upp aðstöðu til að skoða steinsteypu í smásjá á Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins. Var það gert í samvinnu við Vega- gerð ríkisins, Borgarverkfræðinginn í Reykjavík, Sementsverksmiðju ríkisins, Landsvirkjun, Vita- og hafnarmálaskrifstof- una, Steypustöðina hf., Björgun hf. og BM Vallá. Verkefnið var styrkt af rannsókna- sjóði Rannsóknaráðs ríkisins. Ekki eru mörg ár síðan farið var að beita smásjá í verulegum mæli við greiningu og rannsóknir á steinsteypu. Smásjárgreiningin byggir á því að boraður Þunnsneiðar til greiningar í smásjá Sýni til loft- talningar Sýni rann- sakað með ber- um augum Hlutirn borkjarna fyrir sýnatöku. Sprungur eru flokkaðar í örsprungur (grennri en 0,01 mm), fínar sprungur (0,01-0,1 mm) og grófar sprungur (breiðari en 0,1 mm). Únnt er að meta hvers eðlis þær eru, því hægt er að mæla stærð þeirra og stefnu og athuga afstöðu þeirra til fylliefna- korna, loftbóla og sementsefju. Með þjálfun er unnt að meta orsakir mismunandi sprungna, þ.e. vegna þurrks, frosts o.s.frv. Yfirborðsáhrif er unnt að greina í steypu sem tekin er úr yfirborði. Hér er aðallega um að ræða sk. kolsýringsáhrif. Athugað er hvort þau séu til staðar og hve djúpt þau ná — t.d. það djúpt að járnbending sé í ryðhættu. Loftbólureru kannaðar, þ.e. hvort þær séu jafnt dreifðar um sementseíjuna, eða hvort þær myndi loftbóluklasa sem er óæskilegt. Blöndun steypunnar er metin í flúrljómun og er mikilvægt að sjá hvort hlutfall vatns Smásjármynd af steinsteypu. Efri myndin erlýstmeð venjulegu Ijósi en sú neðri erflúr- Ijómuð. Gulu, kringlóttu flekk- irnir eru Ioftbólur oggrænleita, upp- lýsta svæðiðá neðri myndinni er sementsefja. Unnt erað meta hlutfall vatns og sements í efjunni eftirþví hve sterk flúrljó- munin er. Því vatnsríkari sem efjan er, þvísterk- ari er flúrljómun- in. Breiddmynd- anna samsvarar 2.7mm. « FyUieíni íjt ip'. v’ *$****<&£■ VRmXi Loftbóla Þversnið í gegnum harðnaða steinsteypu. Breidd myndarinnar samsvarar um 4 sm. 1 k.*». ' /«»*y •:>*% h & er kjarni úr steypunni og hann hlutaður nið- ur í búta sem gerðar eru úr þunnsneiðar. Teikningin lýsir þessu, en þar má sjá hvern- ig kjaminn er hlutaður niður. Sýnið er steypt í lím sem inniheldur flúrljómandi litarefni, og slípað niður þar til þunnsneiðin verður að lokum um 0,002 m á þykkt. Sjálf greining þunnsneiðarinnar er gerð með bergfræðismásjá, með og án flúrljómun- ar. Þannig er hægt -að fá upplýsingar um marga þætti varðandi gerð steypunnar. Helstu Þæt tir Sem Eru Skoðaðir Og Metnir í Smá- SJÁ Blöndunarhlutföll eru metin, þannig að unnt er að sjá hvort farið hafi verið eftir uppgefinni uppskrift við steypuframleiðslunai Fylliefnakorn og loftbólur eru taldar og hlut- fall fylliefnis, sements, vatns og ldfts í steyp- unni er reiknað. Sementsgerð er unnt að greina að vissu marki og þá hvort sementið er blandað kís- ilryki eða öðrum íblöndunarefnum. Hlutfall vatns og sements er ákvarðað með flúrljómun. Þegar sýnið er útbúið, fyll- ast öll holrými af litaða líminu og flúrljómun verður því sterkari sem meira holrými er í steypunni. Oþétt sementsefja, loftbólur og sprungur koma þá .fram sem ljósir fletir á þunnsneiðinni. og sements sé það sama í öllu sýninu, eða hvort um ójafna blöndun sé að ræða. Alkalívirk korn eða önnur merki um alkalívirkni í steypunni er unnt að greina I smásjánni. Hér getur verið um að ræða alkalí-kísil hlaup í holum og sprungum, eða aðrar útfellingar. Dreifing kísilryks í sementsefjunni sést vel í smásjá, en jöfn dreifing kísilryksins er for- senda þess að það nái tilætluðum árangri sem vörn gegn alkalíefnahvörfum í steypunni. Niðurstöður Og Túlkun Eiginleikar steypunnar, sem skoðaðir eru í smásjánni, eru ýmist magngreindir eða eðlisgreindir og er steypunni gefin einkunn eftir þeim upplýsingum. Til dæmis myndi steypa sem hefur of hátt hlutfall vatns flokk- ast í lélegan gæðaflokk. Þegar næg reynsla hefur aflast af notkun þessarar aðferðar, verður unnt að nota að- ferðina til að flokka steypuna í gæðaflokka. Slík flokkunarkerfi eru þegar til erlendis en ekki er hægt að nota þau á íslenska steypu, án aðlögunar. Hins vegar er þegar farið að nota aðferðina til rannsókna og þannig fæst reynsla og þekking á smásjárskoðun á ís- lenskri steypu, sem verður hægt að nýta við smíði gæðaflokkunarkerfis seinna meir. Höfundur er mannvirkjajarðfræðingur á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.