Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 6
j Albanía er á heljarþröm Eg átti þess kost að ferðast um Albaníu í lok september. Flug frá Belgrad í Serbíu til Ti- tógrad, höfuðborgar Svartfjallalands. Þegar til Títógrad var komið sögðum við sem ferðuð- umst saman, að Títógrad væri nú ekki merki- í búðunum fæst ekki annað en brauð, sveskjusulta og gamlar sápur og fáir hafa efni á að kaupa föt í fataverzlununum tveimur í Tirana. Þúsundir manna ganga um göturnar fram á nætur í vonleysi og bíða þess að lýðræðið komi eins og sending af himni. Eftir FRIÐRIK Á. BREKKAN leg borg, lítið vöruúrval og döpur lýsing í búðargluggum. Þessi skoðun okkar átti eftir að gjörbreytast efir þriggja daga dvöl í Alba- níu, þar sem vöruskortur er algjör. Þegar við snérum aftur til Títógrad vorum við í óða önn að bera hana saman við París eða London í glæsileik, svo mikið var áfallið eftir Albaníu- dvöiina. Efnahagsöngþveitið og vonleysið í landinu er auðvitað til komið vegna margra áratuga „fangelsun” kommúnistastjórnarinnar á þegnum. Alræðisvaldið undir stjórn Envers Hoxha og konu hans með aðstoð „Sigurími”, leyniþjónustunnar, sem hafði og hefur enn eyru í hvers manns íbúð réðu öilu í landinu. Ráðamenn bjuggu í afmörkuðum reit í Tír- ana, en þangað fékk enginn að fara, nema erlendir sendimenn og aðrir, sem voru í náð- inni. Ástæðan er einföld. Hér bjuggu „vernd- arar öreiganna” í glæsihýsum og er hús En- vers heitins Hoxha um 2.000 fermetrar að grunnfleti og státar af 27 litasjónvörpum í álíka mörgum herbergjum hússins. í garðinum er stórt gróðurhús, þar sem „hinn mikli leiðtogi” ræktaði rósir og að sögn hafði hann þróað mörg skemmtileg afbrigði. Það hlýtur að hafa verið mikill léttir fyrir þegnana að fá þá vitneskju nú eftir á að, hinn mikli leiðtogi þeirra hafí þá gert eitt- hvað af viti, þ.e. allavega í rósaræktinni. Ég sá nýverið grein í Morgunblaðinu um Alba- níu, sem rituð var fyrir rúmum einum mánuði og var þá allt á leið í algjört vonleysi. Ég get staðfest það að ástandið er komið niður fyrir hið algjöra vonieysi og er að nálgast það að öll þjóðin er nánast að missa vitið af vonleysi. Menn ganga um götur þúsundum saman allan daginn, fram á blánótt, enda ekkert annað við að vera. Það sem til er í matvörubúðum er, brauð, sveskjusulta og eldgamlar sprungnar sápur. Búið er að' stofnsetja tvær fataverslanir í Tírana og er úrvalið sæmilegt, en fáir hafa efni á að kaupa. Þessar tvær búðir eru troð- fullar af fólki sem langar að kaupa en getur ekki og finnst mér það að mörgu leyti meiri glæpur að hafa slíkar búðir heldur en engar. Háttsettur deildarstjóri í utanríkisráðuneyti landsins er með 75 bandaríkjadollara á mánuði í laun, eða um 1400 Lek, sem er þeirra gjaldmiðill. Mánaðarlaunin eru sem sagt um 5.000 íslenskar krónur. Af þessum tekjum þurfa menn að greiða húsaleigu. Flestir búa í tveggja herbergja íbúðum í ópússuðum blokkum. Rennandi vatn er aðeins ,jStundum” og salernisaðstæður hryllilegar. í tveggja herbergja íbúðum búa yfirleitt foreldrar með tvö til þijú börn og oft einhver aldraður ættingi með, þannig að sex til sjö manns búa í 45 til 50 fermetra íbúð- um. Tilhugalíf unglinga er erfiður kapítuli og það er helst að fólk hittist á götum á kvöldin, sitji á bekkjum og stingi saman nefj- um, en ekki þýðir að hugleiða leigu- eða kaupsíbúð, því ekki eru til peningar í land- inu, né tækifæri til þess að eignast þá með útsjónarsemi, því uppgjöfin á öllum sviðum er algjör. Allstaðar eru erfiðieikar. Innan hersins er allt í kaldakoli, veikindi meðal her- manna vegna lyfjaskorts, og fara um 40% af fjármagni hersins og tími í að reyna að brauðfæða hann. Sumar herdeildir hafa eigin geitahjarðir og smala á sínum vegum og fá þannig einhvem mat. Albanir eiga fjóra kaf- báta, sem smíðaðir voru um 1957, en þeir þora ekki að fara með þá í kaf, því óvíst er að þeir kæmu upp á ný. Hið sama er með flugflota þeirra, aðeins örfáar vélar em í flug- færu ástandi og bílaflotinn samanstendur af eldgömlum kínverskum vörubílum af ýmsum stærðum. Vopn eru úrelt og aginn lítill, nema hjá varðliðum í landamærahéruðum. Til þess að ná enn betri stjórn á landsmönnum ákvað Enver heitinn rósaræktari og forseti að búa til ímyndaða óvini. Ovinur þessi kæmi auðvit- að að utan og því var iandslýður settur í það að smíða 650.000 neðanjarðarskotbyrgi. Byrgi, sem myndu getað rúmað alla þjóðina á hættutímum, tímum sem aldrei komu. Nú standa þessi byrgi eins og gorkúlur út um allt land, allir akrar fullir af þessu og inni í borgunum eru þúsundir byrgja á bak við öll íbúðarhús og í Tírana meðfram ánni, sem rennur í gegnum bæinn. Ég heimsótti sjúkrahús, þar sem tugir ný- fæddra barna iágu með alls kyns magakveis- ur og næringarskortssjúkdóma, því engin lyf eru til í landinu þegar þetta er skrifað. Von var á tveimur flugvélum fullum af lyfjum frá Bandaríkjunum. Bandaríkin munu opna sendiráð sitt í þessari viku en hafa haft skrif- stofu til bráðabirgða á Hótel Dajte, sem er eina hóteiið sem í raun hægt er að gista á í Tírana. ítalir hafa skipulagt mikið hjálpastarf til sveita og eru með 500 hermenn í þannig störfum. Þeim fylgja sjö stórir vörubílar og nokkrir smærri hjálparbílar. Það er mikill borðalagður ítalskur herhöfðingi sem stjórnar Efri mynd: í kvennafangelsinu í Tírana, þar s hituðu húsi. Neðri mynd: Það sem lítur út e. neðanjarðarbyrgjum, sem foringinn Hoxha lé Þessi Albani hafði verið í fangelsi í tæp Greii 40 ár vegna pólitískra skoðana sinna. Frá miðborg Tirana. Fangelsið í Tirana. Þetta var í fyrsta sinn aó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.