Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 9
var og hét að flutt yrði inn í skáldskapinn með allt sitt pút og plagg, eins og fræði- menn reyna í seinni tíð með sitt bókmennta- fræðilega málfar um hlutlægni og ámóta tali um „skáldsöguna”, „ljóðið” o.s.frv. „Bókmenntir” voru ekki til, ekki fremur en „menningin”, í vitund þess fólks sem skóp og viðhélt íslenskri skáldskapar- og sagn- fræðihefð gegnum aldirnar. Af Steingrími var þess ekki að vænta að maðurinn yrði skilinn frá æviverkinu nema þá með hastar- legum hætti. Það sem staðið hefur því fyrir þrifum að æviverk Steingríms geti komist í hvers manns hendur er ekki hversu ófullburðugt það sé, brotkennt eða óaðgengilegt, heldur hitt að persónudýrkun og vanmáttarkennd kynslóðar fræðimanna í bókmenntum hefur sett því skorður að æviverkið verði litið í réttu ljósi. Það stóð aldrei til að prófessor- inn saumaði fyrir hveija glufu, að hann breiddi úr sjálfum sér yfir hvern stafkrók sem „viðfangsefni” hans höfðu dregið, að aðferð hans byggði útí -skapandi tilþrifum þess eða þeirra sem afskipti hefðu af textum hans. Rétt eins og Steingrímur mat sem sjálfsagðan hlut að óskalesandi hvers höf- undar glæddi líf með textunum, þannig má ætla að hann hafi vænt þess að lesendum sínum að þeir blésu lífi í texta hans sjálfs, bæru út orð hans, legðu í jörð af því bænda- hugarfari sem var Steingrími, það orð sem hann hafði sáð til, og sinntu uppskerunni af alúð. Hefði honum enst aldur til að búa fyrirlestra sína til prentunar sjálfur þá hefði hann áreiðanlega ekki lokið þeim í neinum skilningi, aldrei að honum hvarflað að hann segði síðasta orðið um neitt þeirra flölmörgu atriða sem þeir standa saman af, að höfund- arsjálfið yrði hans eins um ókomna tíð svo að fræðilega séð að orði kveðið. Hvert eitt orð hans var upphafsorð ófyrirséðrar orð- ræðu sem fléttast mundi saman við ævi arftaka, ófrágreinanlega og án annarra skil- yrða af hálfu Steingríms en um ræktarsemi við þjóðarsögu og ást á því sem best hefur verið gert skáldskaparkyns á liðinni tíð. Kynslóð vísindahyggju vænti útgáfu á ævi- verki Steingríms, en lagði jafnframt óyf- irstíganlegar hindranir í veginn fyrir slíka framkvæmd. Tíminn vann með fyrirlestrum Stein- gríms, þar með tæknin. Alit fræðimanna á möguleikum á útgáfu fyrirlestranna ^Mþtist í tvö horn. Margir hinna eldri höfðu numið hjá prófessornum í lengri eða skemmri tíma. Þeir sem mest höfðu sótt til hans og höfðu minnst til brunns að bera sjálfir gátu ekki sætt sig við að nokkrir aðrir en þeir sjálfir kæmust að minningunni um meistarann og það sem hann hafði miðlað þeim. Þetta voru menn hinnar kórréttu útgáfu. Hvar sem hróflað yrði við frágangi Steingríms bar að vísa til neðanmáls- eða eftirmálsgreina þar sem slíkt yrði rökstutt og heimfært við pósi- tíviska sérvisku, helst að þau orð sem vikið væri við, yrðu prentuð aukreitis svo að ekk- ert færi milli mála. Sjónarmið þetta, hið egypska, nýtur sín helst ef komið er að rit- verkinu útgefnu eins og ávalri, letur- greyptri kistu úr eðalmálmi með konungs- bornum smurningi inniluktri í grófara stein- bákni, í egypsku jarðhýsu dauðra. Miðalda- menn sem átt hafa minningu sína lifandi með þjóðinni hafa hlotið slíkan umbúnað af hálfu Árnastofnunar en ekki margir sem betur, enda vinna og kostnaður í hámarki vi hvert slíkt stafrétt rit. Hitt sjónarmiðið við útgáfu á annarra manna textum,- hið skapandi og lífgefandi, gerir ráð fyrir viðhorfsáhrifum á framsetn- ingu hins ritaða máls, lesið er í málið og bilin brúuð milli árangurs og væntinga, millli þess sem fyrir lá og hins sem vænta mátti. Aðferðin er óneitanlega fyrri tíða og það var Steingrímur Þorsteinsson h'ka. Frá þessu sjónarmiði hljóta fortíð og nútíð að mætast í fijósemi svo að markinu verði náð. Aldarijórðungi eftir fráfall Steingríms var fjármögnuð rannsókn á fyrirlestrunum með útgáfu fyrir augum. Og þá með því fororði að framsetning efnis yrði að ein- hvetju leyti endurskoðuð. Langmest af efn- inu reyndist handskrifað og mjög mismun- andi langt á veg komið eins og búist hafði verið við. Steingrímur sagði sögur sínar af útvöldum skáldum og fræðimönnum en byggði frásögnunum sameiginlegan bak- grunn með ágripum af þjóðarsögu og hug- myndasögu samtíðar þessara manna. Allir helstu ritmenntamenn, að hefðbundum skilningi, um 170 ára skeið voru tíundaðar í þessum rituðu nótum og raunar miklu fleiri, til samans mynduðu frásagnirnar samfellt mál án þess að skarast að ráði. Og ljóst varð þeim sem lásu blöð hans að Steingrím- ur hafði um langt árabil hugsað efnið í bóklegu samhengi. Hann samdi bókmennta- sögu sína um leið og hann lifði hana, ef svo má segja. Eins og við er að búast af rituðu máli sem einkum miðast við að vera munn- lega fram borin í kennslustundum eru heim- ildir nostursamlega skráðar en skrifin sjálf ekki þrautunnin að sama skapi. Öll áhersla er á efnisatriði, ekki stíl, stundum svo að hugsunin er hreint ekki færð í búning. Oft- ar en ekki ber meginmálið með sér að ætlað er að mótast í samskiptum við vökula nem- endur. Og skýrir þá væntanlega hversu eftir- minnilegur Steingrímur varð nemendum sín- um, að hann hélt texta sínum opnum til að auðvelda nemendum þátttöku og sjálfum sér útúrdúra og tilþrif. Umsjónarmenn staðfestu heimildartil- vísanir Steingríms. Nákvæmur lestur vakti tilfinningu fyrir stíl hans og stíllinn var slíp- aður. Hér er ekki verið að ræða um vankunn- áttu á meðferð íslensks máls heldur óklárað- ar líkingar, myndmál sem skarast af því að hreinskrift skortir, ófullkomnar setningar vegna þess að aðeins hefur verið hirt um að forma efniskjarna þeira í orð. Staglkennt málfar af sömu ástæðu. Efnisgreinar sem augljóslega er ekki lokið er bera með sér, við athugun, hvað koma skal, í setningu eða tveimur, svo að lokið verði og ekki krefjast sömu yfirlegu. Við frumgerð hins flutta máls má vænta tilfinningasemi, orðáfars sem ekkert gildi hefur út fyrir stundina sem framsetning þess tekur, og er þétt til mik- illa muna við hreinskrift. Hálf síða verður að setningu eða tveimur sem bera með sér merkingu hins léngi'a máls. Þannig var texti Steingríms oftsinnis „þéttur” og þó án þess að hann glataði merkingu heldur þvert á móti skerptist hún. En kistan gullgerða og leturprýdd er ekki fjarri, hún er það aldrei. Jafnvel tvöfald- ur kostnaður — ríkisfé auðvitað — hindrar menn hins egypska hugarfars ekki í að tjá ást sína með deyðandi faðmlagi. Kunnáttu- maður fornrar samræðulistar, aðdáandi Jón- asar og annarra lífbera, prófessor Stein- grímur J. Þorsteinsson, var kistulagðu öðru sinni af forráðamönnum hins Islenska bók- menntafélags eftir alúðarvinnu tveggja manna í ár. í fyrra var sjöhundruð síðna mótvægi við bókmenntasögu Kristins E. Andréssonar stungið undir stól og þar með hefð þeirra Sigurðar, Einars og Steingríms. Höfundur er rithöfundur Brýrnar í Leningrad 5 TRJÁGARÐAR HEIMSINS Marína Tsvetajéva orti stórfenglegt ljóð tileink- að austurríska skáldinu Rainer María Rilke, sem þá var nýlátinn. Ljóðið heitir „Nýárs- bréf’ og er ort í febrúar 1927. í þessu ljóði koma allir kostir ljóðlistar Marínu í ljós, hugmyndaauðgi, einlægni, undarlegt sam- band orða og hugsana, ómstríð hrynjandi og hæfileiki til að draga upp einfaídar en sterkar ljóðmyndir. Hún spyr hvetju krónur tijánna eigi ekki að lúta, ef ekki þeim, skáld- systkinunum, og fullyrðir að söngur næturg- alans næði ekki einu sinni að ljósta sam- fundi þeirra óeiningu; en segir síðar í kvæð- inu: Eftir ÞORVARÐ HJÁLMARSSON I augum þínum var allt hlutir: Ástriðurnar, jafnvel vinimir einnig. Gleðilegan nýjan hljóm, bergmál! Gleðilegt nýtt bergmál, bljóm! Og hún biður englana að færa Rainer María bréf sitt. Rainer dvaldist í Rússlandi aldamótaárið 1900 og tók þar m.a. hús á stórskáldinu Leo Tolstoj. Hann hreifst mjög af íkonunum, rússnesku helgimyndunum, sem hann kaliaði „vegvísa Guðs”. Það var ekki listgildi myndanna eitt sem skáldið heillaðist af, hann mun hafa séð í tilvist þeirra í ótal sveitakotum, sem hann sótti heim í för sinni, merkilegt samband hins óbrotna manns við Guð. Það samband sótti alla tíð rnikið á Rainer María Rilke og skila tveggja heima, hins sýnilega og þess ósýnilega, leitaði hann án afláts á eit'ðarlausu flakki sínu um Evrópu og aftur voru það ekki skilin sjálf sem heill- uðu hann, heldur það sem bjó á mörkum þeirra: Guðdómurinn sjálfur! Veröld engl- anna! Aðspurður um hvað hefði ráðið mestu um skáldskap hans, svaraði hann: „Hvað hefur haft mesta þýðingu? Hvað hefur ekki haft sína þýðingu? Rússarnir stóru, Céz- anne, einsemdin frjóa og einnig það hvernig lífið leikur okkur.” Einsemdin, ókunnugleiki staðarins opnaði honum dyrnar að horfa á hvern heim sem heild og á sérhvern hlut, tilfinningu eða tré, sem heitn. Rainer unni mjög bréfaskrift- um og skrifaðist hann á við fjölda fólks, þar á meðal Mat'ínu Tsvetajévu og Boris Pasternak. Ástarbréf hans til konu sinnar, Klöru Westhoff Rilke, málara og rnyndhöggvara, hafa vet'ið gefin út á bók, sem og fleiri bréf hans og fylla þau tvö stór bindi er út komu í Weimar árið 1950. Bréf hans til Klöru, sem hann reit í Par- ís 1907, verða einkum til umræðu hér. Þau eru að mestu helguð lotningarfullri til- beiðslu skáldsins á verkum málarans Pauls Cézanne, en í honum sá Rainer síðasta stóra rnálara Evrópu, í raun guðspjallamann myndlistarinnar á þessari öld. „Meistari raunveruleikans” voru orð er skáldið valdi málaranum og hrifning skálds- ins á hversu óskiptur og ótruflaður af utan- aðkomandi áreiti heimsins Paul Cézanne sinnti köllun sinni, er fölskvalaus. í bréfi frá 1916 orðar Rainer María hugs- un sína svo: „Ég get ekki varist því að líta á hann sem spámann, því að þeir eru allir horfnir, gömlu mennirnir, sem haft hefðu styrk til þess að gráta frammi fyrir þjóðum yorra daga.” Myndir Pauls Cézannes af Sainte-Victor- ire fjalli hrifu Rainer mjög og um þær lét hann falla: „Aldrei hefur nokkur maður, allt frá dögum Móses, séð fjall á jafn stór- kostlegan hátt.” Ályktun skáldsins var: „Einungis dýrling- ut' getur verið jafn bundinn Guði og Céz- anne vinnu sinni.” í raun var ljóðlistin Rainer Mat'ía Rilke það sem lífið er öðru fólki. Ljóðið var lífið, ekki fráhvarf frá lífinu eins og oft er hent á lofti, heldur fer inn í innsta kjarna þess, ómur, afhjúpun, opinberun á smæstu eigind- um þess. Á milli ljóðsins og hugsunarinnar, leitarinnar og lífsins, voru eingin skil. Það huglæga og það hlutlæga, skilin á milli þessara tveggja heima, sem í sameiningu mynda einn, þau voru viðfangsefni Rainers María Rilkes, stríddu á hann stöðugt, ertu hann, auðguðu hann, einangruðu og efldu mystíska lífssýn hans. Guð hans er ekki guð stofnana, ekki guð skurðgoðadýrkunar eða hentiseminnar. Guð Rainers María er ailt og býr í öllu, sjálfut' andardráttur lífsins, Rainer Maria Rilke, 1875-1926. einingin að baki hlutanna. Kaþólskir helgisiðir barnæskunnar, sem voru eins og ferð frá einni spurningu til annarrar, frá hyldýpi, kvalafull námsdvöl við herskóla á unglingsárunum og reglu- festa þjóðfélags, sem Rainer María skynjaði að var að falli komið, allt varð þetta til þess að hann gat ekki beint huga sínum að boðun sem honum fannst ekki samræm- ast orðum Krists. Þetta var áður en guðfræðingurinn Paul Tillich kom fram með kenningar sínar um efa Krist og þjóðfélagslega boðun orða hans og kollegi hans, Dietrich Bonhoeffer, hjó í svipaðan knérunn og benti á að í Kristi hefðu orð Guðs opinberast mönnunum auk þess sem breytni hans væri mikilvægt sið- ferðilegt fordæmi. Efinn, siðferðið, þjóðfélagslegt afl boðun- arinnar, sjálf endurlausn aldarinnat'. Rainer María Rilke lagði þeirri baráttu lið með ljóð- um sínum. Æði það er á hann rann í febrú- ar 1922 í Cáteau de Muzot í Sviss, er einn af hátindum evrópskrat' bókmenntasögu. Þar gafst honum loks, sjúkum og mæddum, næði til að ljúka við samningu Duino Elígí- anna, sem hann hóf að yrkja 1912 og samdi hann þar að auki á þriggja vikna skeiði nýtt verk, flokk fimmtíu og fimm frábærra ljóða: Sonnettui' til Orfeusar. Það var um líkt leyti sem vinum hans barst í bréfi, hin dularfullu, mystísku rilkeísku skilaboð: „All- ir tijágarðar heimsins heilsa hver öðrum.” Höfundur er rithöfundur í Kópavogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. OKTÓBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.