Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 3
LESBOK ®0[R)@[yj[N!ÍB|[y|Aj®®a]®[8] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Evrópa hefur tortímt sjálfri sér, skrifaði Stefan Zweig, og sjálfur tortímdi þessi frægi höfundur sögunnar Manntafls sér í útlegðinni í Brasilíu 1942, þegar hildarleikur stríðsins stóð sem hæst. Um Stefan Zweig skrifar Guðmundur G. Þórarinsson. Rannsóknir á íslandi hafa m.a. beinst að steinsteypu og veitir ekki af, þvi margir hafa orðið fyrir verulegu tjóni af völdum steypuskemmda. Um þessar rannsóknir skrifar Edda Lilja Sveinsdóttir. Forsídan Sumarið hefur verið fáum öðrum líkt og við kveðj- um það með mynd úr miðbæ Akureyrar, þar sem ágætlega velhefur verið komið fyrir skúlptúr eftir Jón Gunnar Arnason', myndhöggvara; sem nýlega er látinn fyrir aldur fram. Myndin heitir „Sigling” og bregður listrænum svip á svæðið neðan við Skipagötu, en í baksýn sjást m.a. Hótel KEA og Matthíasarkirkjan, sem Guðjón Samúelsson teikn- aði. Albanía er á heljarþröm, þar gengur örvæntingarfullur manngrúi um götur framá nætur og bíður eftir því að lýðræðið komi sem gjöf af himnum. Nýlega var Friðrik Á. Brekkan þar á ferðinni með finnskri sendinefnd og fékk að sjá margt, sem til þessa hefur verið hulið. HJÁLMAR JÓNSSON frá Bólu Hestarnir í harðindum Jarpur fyllir svangan sarp, setur höm í norðanhret, skarpur drifta veikir varp, vetur sig ei buga lét. Hringur lötrar húsin kring, hanga lætur tóman svang, bringhstór með bógnasting bangar fold á uslagang. Hastur fær af hungri köst, hristir af sér élin byrst, kastar hóf um klakaröst, kvistar hjarn af matarlyst. Skjóni jörkum skefur frón, skeinum fiumbrar brædda hiein, hrjónur mylur hófa ljón, hrein í svellum dauðakvein. Fífill skafia kannast kaf, krofið er sem grindahrof, dýfir sér í dauðans haf, dofinn stendur upp í kiof. Rauður klaka rastir hrauð, riðar út á feilis hiið, dauðans vök er orðin auð, iðar fjör við takmarkið. Ljáðu, faðir, iýðum ráð, leiðin bjargar verði greið, gáðu að þörfin brauðs er bráð, breiðist móti landi neyð. Hjálmar Jónsson, löngum kenndurvið Bólu, f. 1796, d. 1875, bjófyrst á nokkrum stöðum í Eyjafirði, síðan lengst af í Bólu og á Minni-Ökrum í Skagafirði við basl og fátækt. Kvæðið um hestana í harðindum er með þeim sem minna eru þekkt eftir Hjálmar, en sýnir vel rímsnilli hans. Heilagar kýr og umhverfisvernd Nú þykir mörgum vegið að heilögum kúm vel- ferðarkerfisins og hindúar kerfisins, ötul- ir vetjendur vitleys- unnar, sem víða við- gengst, spretta fram úr fylgsnum sínum og mótmæla. Hinir og þessir hagsmunahópar andmæla að sjálfsögðu harðlega öllum nið- urskurði opinberrar þjónustu, þrátt fyrir að löngu sé búið að sýna fram á að þjóðin stend- ur ekki undir velferðarkerfínu og útþensla báknsins hranni upp erlendum skuldum, sem uppvaxandi kynslóð þarf að greiða. Það er engu líkara en að þessi röksemda- færsla haft farið framhjá námsmönnum, sem ganga einna harðast fram í þessum velferð- arhindúisma og verja þá heilögu kú að nem- endur eigi alls ekki að borga krónu fyrir þá menntun, sem þeir sækja sér. Þegar rætt er um að leggja á hófleg skólagjöld, 15-25 þúsund krópur, fyrir menntun sem kostar að minnsta kosti tífalt meira, birtast leiðtogar námsmanna á sjónvarpsskermin- um og segja blákalt að líklega myndu þeir og fleiri félagar þeirra hrökklast frá námi, ef af þessum hræðilegu áformum yrði. Sumt af þessu fólki kannast maður einkum við af skemmtistöðum borgarinnar - ætli það söfnuðust ekki fljótlega aurar upp í skóla- gjöldin ef eins og tveimur eða þremur ball- helgum yrði sleppt úr og legið yfir námsbók- unum í staðinn. Einhvers virði hlýtur mennt- unin að vera blessuðu fólkinu. Það er heldur ekki fráleitt að minna á það í þessu sambandi að líkast til vinnur yflr helmingur námsmanna með náminu (þar á meðal undirritaður) og ekki er verið að strita fyrir skólagjöldum, eða hvað? Skyldu peningarnir kannski bara fara í föt og bíla? Ef bílastæðin við Háskóla íslands gætu talað, myndu þau sjálfsagt gefa at- hyglisvert svar við þessari spurningu. Raunar sýna viðbrögð námsmannaleið- toganna og þeirra hundruða eða þúsunda nemenda, sem létu hafa sig í að koma á bílunum sínum niður á Austurvöll til að mótmæla þvi að þeir verði látnir greiða inn- an við tíunda hluta af námskostnaði sínum, aðeins hversu bráðnauðsynlegt er að leggja á skólagjöld til þess að unga fólkið fái ein- hvern snefil af tilfinningu fyrir því hvað menntunin, sem skattgreiðendur gefa því í dag, kostar í raun og veru. Kannski stúdent- ar myndu þá átta sig betur á því að óheft útþensla ríkisútgjaldanna kemur aðeins sjálfum þeim í koll síðar meir, þegar þarf að greiða erlendu skuldirnar. Þessa nauðsyn sannar líka sú þverstæðukennda fullyrðing málglaðra námsmannaleiðtoga að tillögur, sem miða að því að Lánasjóður íslenzkra námsmanna standi undir sér og þurfí ekki að lifa á erlendum lánum eins og verið hef- ur, séu „aðför að LÍN”. Þeir virðast fremur kjósa að deila afborgunum af erlendu lánun- um með öðrum skattgreiðendum í framtíð- inni en að greiða að fullu og á skynsamlega löngum tíma lánin, sem ríkið veitir þeim á vildarkjörum. Það sama á við um menntun og heilbrigð- isþjónustu; að verði notendurnir ekki látnir taka meiri þátt í kostnaðinum er aðeins um tvennt að velja, að skera þjónustuna niður og loka sjúkradeildum og skólum, eða að safna meiri erlendum skuldum. Sú skynsam- lega hugmynd að láta fólk greiða ákveðið lágmarksgjald fyrir að leggjast á spítala, var kveðin niður í fjárlagagerðinni. Hennar heilagleiki, kýrin sú að allir að eigi að fá allt ókeypis, lifir góðu lífi í heilbrigðisþjón- ustunni þrátt fyrir veiklulegar tilraunir nokkurra hugrakkra stjórnmálamanna til að koma henni fyrir kattarnef. Þingmenn stjórnarflokkanna höfðu ekki einu sinni kjark til þess að láta fólk greiða fyrir mat- inn, sem það lætur ofan í sig á spítala og þarf hvort sem er að borða og greiða fullu verði þegar það er fílhraust heima hjá sér. Kemur þá að þriðju heilögu kúnni, sem er nokkuð fjarskyld hinum og hefur lítið verið til umræðu undanfarið. Það kann þó að breytast á næstunni. Það er sú hugmynd flestra íslendinga (og útlendinga líka), að þeir geti valsað um náttúru landsins eins og þeim sýnist, barið helztu náttúruundur augum, troðið niður gróður, kastað frá sér rusli ef þeir eru þannig þenkjandi og tjaldað hér og þar, án þess að greiða krónu fyrir. Sá raunveruleiki, sem menn _ horfast í augu við í umhverfismálum á íslandi, er sýnu alvarlegri en í menntamálum og heil- brigðismálum. Gróðureyðingin er hrikaleg og ekki eru til nógir peningar tii að hefta jarðvegsfokið. Ýmsar helztu náttúruperlur landsins, á borð við Gullfoss og Dimmuborg- ir, hafa orðið átroðningi ferðamanna að bráð og vegna fjárskorts er ekki gert við gróðurskemmdir eða komið í veg fyrir þær með nauðsynlegri stígagerð, gæzlu og þjón- ustu. Jeppamenn, sem halda að þeir séu sniðugir ef þeir geta spólað upp nógu mikið af viðkvæmum gróðri hálendisins, rassa- kastast um fjöll og firnindi eftirlitslausir, af því að peninga skortir til að borga gæzlu- mönnum laun fyrir að halda í skottið á þeim. Utlendingar losa sig við rusl og úrgang í árnar (íslenzkt vatn, bezt í heimi!) og þann- ig mætti lengi telja. Það er ekki hægt að ætlast til að lausn þessara vandamála verði lögð á byrðum hlaðinn ríkissjóð. Eina leiðin til að spyrna við fótum er að láta þá, sem „nota” ís- lenzka náttúru, greiða þjónustugjöld, rétt eins og stefnt er að í mennta- og heilbrigðis- málum. Margir hafa lagt til að ferðamenn greiði aðgangseyri að náttúruvinjum á borð við Gullfoss, hverasvæðið í Haukadal og Dimmuborgir. Slíkt gjald má svo nota til þess að bæta aðstöðu og þjónustu og herða eftirlit. Verði það úr að gera allt miðhálend- ið að þjóðgarði, eins og nú er rætt um, skapast grundvöllur fyrir því að innheimta þjónustugjald af öllum þeim, sem fara um þetta viðkvæma svæði og efla landgræðslu og landvörzlu. Ég á ekki von á að þessar hugmyndir hljóti blíðar viðtökur fyrst um sinn. Lengi hafa stjórnvöld haft það í hendi sér að inn- heimta aðgangseyri á nokkrum þeim stöð- um, sem að ofan eru nefndir, án þess að þora. Einhveijir verða án efa til þess að rausa um „helgan rétt til landsins, sem ekki á að greiða peninga fyrir” o.s.frv., eitt- hvað í sama dúr og við þekkjum úr umræð- um um skóla- og spítalagjöld. En við stönd- um frammi fyrir sams konar vali í umhverf- ismálum og í fyrrnefndu málunum. Armað hvort spjallast íslenzk náttúra þannig að fyrir það verður ekki bætt, eða að menn neyðast einfáldlega til þess að loka hálend- inu fyrir allri umferð til þess að reyna að klóra í bakkann. Eiður umhverfisráðherra hefur hingað til sloppið við mest af skammaregninu, sem sumir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa fengið fyrir að vilja koma á hinum hræði- legu þjónustugjöldum. Ég spái því að það komi í ljós á næstu misserum hvort hann hefur kjark til að ganga gegn úrtölumönn- unum, sem leggjast gegn þjónustugjöldun- um án þess að benda á hvernig fá megi peninga á annan hátt til þess að vernda náttúru landsins. Ef mönnum er náttúra íslands nokkurs virði, hljóta þeir að vera tilbúnir að greiða hóflegt gjald fyrir að njóta hennar eins óspilltrar og kostur er. Og þótt komið yrði á umhverfisgjöldum gæti Olafur Ragnar Grímsson ekki með nokkrum rétti skrækt að hér væri komin enn ein dulbúin skattahækkunin á íslenzkan almúga, vegna þess að útlendingar myndu væntanlega greiða þar ríflegan skerf. Og af því að náttúruvernd er hér til umræðu, skal skýrt tekið fram að heilagar kýr af ofangreindu tagi eru dýrastofn, sem gjarnan má útrýma mín vegna. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. OKTÓBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.