Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1991, Blaðsíða 8
Raunasaga af óbirtum skrifum Steingríms J. Þorsteinssonar H Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON austið 1972 lést sviplega einn helstur bók- menntafræðinga íslensku þjóðarinnar, Stein- grímur J. Þorstéinsson. Eftir Steingrím lágu í handritum fyrirlestrar hans frá löngum starfsferli við Háskóla íslands þar sem hann hafði einkum kennt bókmenntasögu, og var Steingrímur við fráfall sitt löngu orðinn einskonar stofnun innan Háskólans, burða- rás í samhengi íslenskra bókmennta, að áliti fræðimanna, milli þeirra tíðar sem við lifum og fyrri kynslóða. Prófessorinn var gæddur helstu einkennum sígilds bókmenntamanns á íslenska vísu, minnugur á staðreyndir og næmur á manngerðir, ekki síst hinar sér- kennilegri, fjöllesinn og forvitinn, hrifnæm- ur og tilfinningaríkur. Mörgum var ljóst að við fráfall Steingríms var genginn siðasti fjölfræðingurinn á íslenska þjóðarsögu. Þau tíðindi bárust að marklaus hending hafði orðið Steingrími Þorsteinssyni að fjör- tjóni. Hann hafi einu sinni sem marg oftar átt leið yfir Hringbraut í námunda við Há- skólann og orðið fyrir bifreið. Við svo búið þótti mörgum menntamanninum er numið hafði við nægtarbrunna prófessorsins sem strengur slitnaði í brjósti sér og mistraðist útsýn til fortíðar og fyrri kynslóða. Með Steingrími horfnum breyttust i óljósar kyrralífsmyndir síkvik mannlífsiðan sem lærifaðirinn hafði opnað innsýn í. Og bijóst- vit og galdur sem þurfti til að sigrast á nútímaiegri efahyggju virtist ekki mundu eiga afturkvæmt úr björgum þjóðarsögunn- ar. Víst er að í vissum skiiningi var missir- inn óbætanlegur. Heistir merkisberar 19. aldar í bókmennt- afræðum á þeirri öld sem nú er að renna sitt skeið, þeir Einar Ólafur Sveinsson, Sigurður Nordal og Steingrímur J. Þor- steinsson vorú allir snillingar samræðulistar og hins talaða orðs, ritað mál þeirra gefur því ekki nema ófullkomna mynd af aðferðum þeirra við að miðla þekkingu sinni. Menn þessir allir bjuggu yfir víðsýni og þeim styrka persónuleika sem þarf svo að frið- samleg sambúð megi ríkja með einum manni, milli svo ólíkra lifnaðarhátta sem fornrar alþýðuvisku á íslenska vísu og vísindalegrar hreintrúarstefnú sem ein- kenndi menntir á framanverðri 20. öld. Þess- ir þrír heiðursmenn komust mislangt á veg með að gera eftirkomendum sínum lífsstíl sinn og aðferðir aðgengilegar, Til skrifa Sigurðar Nordals þekkja -flestir, Sigurður náði þegar í lifanda lífi langt út fyrir raðir fræðimanna með ritum sínum og útvarps- lestrum; persónutöfrum og rósemd hugarins sem svo glögglega má rekja af yfirvegðum útleggingum hans á fræðigrein sinni og ályktunum um æviverk mætra manna og skálda — enda alkunna að Sigurður hóf rit- ferill sinn með uppgjöri við ríkulega skáld- gáfu sína á tímamótum í íslenskri bók- menntasögu. Það fer minna fyrir skáldleg- um tilþrifum Einars Ólafs en ljóð eru þó til eftir hann og njóta virðingar. Tærleiki fræði- mannsskrifa hans er hins agaða sannleiks- leitandi sem kann sér hóf frammi fyrir ótæmandi viðfangsefni og hefur orðið mörg- um menntamanni leið til að endurnýja fijáls- ræði sitt og tilfinningu fyrir skáldlegri sköp- unarþörf. Steingrímur Þorsteinsson átti sín ritstörf að miklu leyti óunnin við hið sviplega frá- fall sitt. Af bókum verður ekki annað talið en úttekt hans á ævi og skrifum Jóns Thor- oddsens skálds sem hann vann upp úr dokt- orsritgerð sinni og ber einkum vitni aðferð- um Steingríms, sem m.a. fólust í að lesa hvert verk niður í kjölinn og rekja sig í tvær andstæðar áttir, staðreynda- og skáldskap- argildis svo iangt sem víðlesinn maður gat komist, gæddur í senn greinandi skynsemi og góðri innsæisgáfu. Markmiðið var að varpa ljósi á verkin með höfundarsögunni og er óumdeilanlega mikilvægur matsháttur þótt ekki sé allra að virða skáld út frá af- urð þess. Steingrími var ósýnna en mörgum öðrum að skilja að málefni og málflytjanda En kistan gullgerða og leturprýdda er ekki íjarri, hún er það aldrei. Jafnvel tvöfaldur kostnaður - ríkisfé auðvitað - hindrar menn hins egypska hugarfars ekki í að tjá ást sína með deyðandi faðmlagi. og gilti um líf hans sjálfs sem fræðimanns. Sjálfur bar hann uppi boðun sína og metnað- armál með lífi sínu og persónu. Steingrímur var snaggaralegur maður í framkomu svo að eftirminnilegt varð eftir stundarkynni, snyrtimennska tók til mannsins alls, viðmót- ið vitnaði jafnan um hófsama glaðværð og forvitni um hvað eina sem til bar. Og viljinn var sívökull til að greiða götu þess sem á vegi hans varð. Steingrímur var miðlungs- maður á hæð og samsvaraði sér vel, sterk- byggður og beinn í baki, kvikur á i'æti og barst hratt á, blaðbeittur á svip. Ásýndin fríð og augnaráðið sérkennilegt, kallaði þeg- ar á athygli þess sem fyrir því varð, sjónin dökk og djúp, barnsleg, og svo stutt á milli augnanna að sérstaklega virtust ætluð til bókrýni. Steingrímur var áheyrilegur fyrirlestra- haldari, röddin blæbrigðarík, grunnt á kvik- unni en oftast héldu sagnfræðilegar stað- reyndir málfari hans í horfi. Sá sem fyrir- lestra hans sótti hafði ekki lengi dvalið.við nægtarbrunnanna þegar hann sann- færðist um að maður- inn hefði lesið allt sem lesið yrði af íslensk- um fyrri tíða skrifum, birtum og óbirtum, og jafnvel flest eða allt sem þau varðaði á erlendum tungum. Og þarf mikla elju til að halda til hagá öllu sem ævisögulega bó- krýni varðar. Stein- grímur hafði fyrir sér laus blöð við fyrir- lestrarhaldið, hand- skrifuð með blýanti, og studdist við skrif sín í kennslustundun- um en tók hliðarspor sem augljóslega voru ekki runnin eftir fyr- irfram markaðri slóð. Margt af því sem mælt var varð nem- endum hans minnis- stætt. Þannig vann Steingrímur sig upp í þann heiðurssess sem hann skipaði við menntasetrið. En svo einn gráan haustdag varð málflutningur hans allur í þágu íslenskrar menningar að minnisefni misviturra lærisveina. Nótur og skissur vísuðu veg til horfínnar tíðar, leið- sögumaðurinn horfinn bak við leiti og ekki þess að vænta að hann birtist á ný. Steingrímur Þorsteinsson átti að baki áratuga starf við Háskóla íslands þegar yfir lauk. Auk kennslunnar hafði hann sinnt marghátta stjórnsýslustörfum við skólann og miklu víðar þar sem unnið var að mál- rækt og viðgangi íslenskra bókmennta. Mörgum fyrrverandi nemendum hans var persónan minnisstæð og höfðu að einhverju leyti tekið sér persónuna til fyrirmyndar. Ljóst var að fyrirlestrar Steingríms hlutu að vera burðarásinn í ævistarfi hans, og þá til muna frekar en sérfræðinga sem studd- ust við ópersónuleg hugtök rannsóknarlík- ana sem algengast er. Steingrímur var óska- lesandi rithöfundarins í þeim skilningi að hann lagði textanum til líf sem skáldskapur jafnan væntir svo hann megi kvikna af síð- um prentmáls eða handrits, þessi orðspor gegninnar tíðar. Slíkur maður meðal ann- arra bókmenntafræðinga er aflögufær um lífskraft og kann að beina honum í faiveg í gagnrýnu samlyndi við höfund, það er ein- stakling sem hann metur á þá vísu. Mörgum sem fræðin þekkja er sýnna um að þiggja enda atorkan lítii hvað sem bókviti líður. Á þeim árum sem liðin eru frá láti Stein- gríms J. Þorsteinssonar hefur mörgum bók- menntafræðingum innan háskólans og utan verið ljós þörfin fyrir að fyrirlestrar hans yrðu gefnir út á prenti. Einkum hafa kennar- ar í bókmenntafræðum við háskólann skilið hver missir er að því að hafa ekki við að styðjast þann heimildaauð sem lærimeist- arinn bjó yfir og pappírar hans hlutu að varðveita í miklum mæli. Kennsluefnið var einkum bókmenntasaga upplýsingaaldar, það er frá miðri 18. öld, og fram til nútíma- bókmennta, um 1920. Meðan á kennsluferl- inum stóð jók Steingrímur ár frá ári við heimildagildi fyrirlestranna, endurritaði og bætti inn í en eftir því sem ætla má einkum í því tilliti að um munnlegan flutning hans sjálfs á efninu yrði að ræða og hann við fyrirlestrana ekki bundnari af hinu ritaða máli en því næmi, við fyrirlestrarhaldið yrði hann sjálfur til að brúa bilin, bæta í skörð- in, útskýra og móta efnið í beinum samskipt- um við nemendur sína. Menn þóttust þó vita að Steingrímur hefði alla tíð stefnt að því að gera af fyrirlestrunum útgefna bók- menntasögu. Mikil þörf hefur lengi verið fyrir bókmenntasögu síðari alda þar sem talist geti að-kafað sé í efnið jafnframt því að veitt sé heildarsýn. Slík rit hafa ekki verið til útgefin, nema brot eða ágrip. Og það vissu menn að Steingrímur var fær um að gera miklu ítarlegri úttekt en nokkur annar um bókmenntir upplýsingaaldar. En sú krafa sem gera verður til útgefins máls er að sjálfsögðu næsta ólík því sem helst má vænta af ræðuflutningi. Prentaður texti er farinn að heiman, slíkt mál verður að bera með sér allt sem til þarf svo að merk- ing verði numin, það býr ekki yfir neinu öðru en viðurkenndur lesháttur getur ráðið úr máli og texta. Menn seilast til ritaðs verks með öðrum ritverkum, skýra það og vinda en sjálft á það sér engan aðstandanda lengur. Það var því mjög úr vöndu að ráða að hversu miklu leyti ætti að telja eftirliggj- andi handrit Steingríms drög, og að hversu miklu leyti fullunnið verk. Einnig stóð að- ferðarfræði fagmanna, sem könnuðu fyrir- lestrana með tilliti til útgáfu, því fyrir þrif- um að úr verkinu yrði þar sem ásetningur að hafa engin áhrif á rannsóknarandlagið, nefnilega textann, dæmdi fyrirfram alla við- leitni til að koma nytsemisgildi þeirra í gagn- ið. Til að fyila í þá eyðu sem skyndilegt fráfall Steingríms hafði skilið eftir varð ein- hver að koma til og taka sér stöðu einmitt þar, taka upp viðhorf Steingríms þótt slíkt háttalag sé óvísindalegt, búa textana til prentunar út frá tilgangssjónarmiði öllu fremur en í minningu við læriföðurinn, en þó án þess að skyggja á verk Steingríms. Slíkt hlaut að vera mikið vandaverk og ósamræmanlegt viðhorfum bókstafstrúar- manna. Sjónarmiðið varð ásamt öðrum vafa- atriðum óyfirstíganleg hindrun þeim sem töldu minningu Steingríms ginnhelga og siðferðisbrest að birta ekki hvern bókstaf sem hann hafði ritað á blöð sín ef búa átti þau á annað borð til útgáfu. Steingrímur sjálfur lét aldrei ritað mál taka af sér ráð og vit heldur orti skáldskapinn með höf- undi, viðmótið til viðfangsefnisins tilfinning- alegs eðlis. Sama hefur raunar verið gild alþýðuviska á íslandi fram á þá rímlausu skeggöld sem við nú lifum. Það var ást ís- lenskrar bændaalþýðu á skáldskap sem gerði að hún lifði ævinlega við skáldskap af blendnum hug, og hvarflaði þó ekki að nokkrum heilvita manni meðan sú alþýða 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.