Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Qupperneq 10
Öxin efst til vinstri á borðinu, einangruð stígvél og aðrir gripir, hafa varðveizt furðu vel og hafa verið rannsakaðir nákvæmlega. Fjölskylda hans kvaddi hann og sá hann halda af stað í áttina til íjallanna. Þau höfðu enga ástæðu til þess að óttast öryggi hans: Maðurinn var hiýlega klæddur í fóðruð föt og með tæki sem nauðsynleg » töldust til þess að lifa af svalt Alpalofts- lagið. En þegar vikur liðu án þess að hann kæmi aftur.'hljóta þau að hafa orðið áhyggju- full, síðan kvíðin og loks gefíð upp alla von. Eftir mörg ár voru þeir allir látnir sem þekktu hann og um hann lifðu engar minningar. En svo gerðist það ólíklega, langt fnn í framtíðinni rann upp dagurinn sem hann kom niður af fjallinu. Margt hafði breyst: brons- öldin var liðin og hann varð heimsfrægur. Þegar bráðnandi jökuliinn sleppti herfangi sínu, 4.000 ára gömlu líki, í september var fundurinn talinn einn merkasti fornleifafund- ur á öldinni. Þýsk hjón sem voru í fjallaferð fundu líkið í 10.500 feta hæð yfír sjávarmáli, í itölsku Týról-ÖIpunum skammt frá Ianda- mærum Austurríkis. Líkið, frostþurrt að mestu leyti, var enn klætt leifum af leðurfatn- aði og stígxglum, sem voru fóðruð með heyi til einangrunar. Fjallgöngumennirnir gerðu vísindamönn- um við háskólann í Innsbruck viðvart um fundinn, og þeir komust við nákvæma rann- sókn að því, að maðurinn var húðflúraður á baki og bak við hnéð. Við hlið hans lá skeft bronsexi af gerð, sem var algeng í syðri hluta Mið-Evrópu um 2000 fyrir Krist. I þessari síðustu rannsóknarferð sinni - ef til vill til að rannsaka nýtilega málma, eða í veiðiferð - var hann með steinhníf, bakpoka úr viði, boga og örvamæli, smápoka með eldfærum og tæki í leðurpoka til þess að gera við örvar. ' Slíkur útbúnaður veitir einstaka mynd af lífsmáta manna snemma á bronsöld inni í Evrópu. „Það sem er áhugaverðast er að hér virðum við augljóslega fyrir okkur mann, sem varð fyrir slysi eða óhappi á ósköp venjulegu ferðalagi," segir Jan Kinnes fornleifafræð- ingur við British Museum. „Þetta eru ekki gripir, sem fylgja mönnum í gröfína, heldur nauðsynleg verkfæri í notkun mannsins sem hér var á ferð.“ Ólíkt Egyptum og Mesópótamíumönnum, sem bjuggu við þróaðri menningu og bjuggu í borgum og við miðstjórn, bjó ísmaðurinn og samfélagsmenn hans í samfélagi lítilla þorpseininga, sem voru sjálfum sér nægar. Hann hefur að öllum líkindum talað frum- tungu, sem á sér minjar í þjóðtungum Evr- ópu. Þótt hann byggi í samfélagi sem lifði á : landbúnaði, jarðyrkju og kvikfjárrækt, þá má vel vera að hann hafí verið i veiðiferð þegar hann Iést til þess að afla meiri fæðu. Það má marka af röntgen-rannsókn örva- mælisins, að þar hafa verið 14 örvar. Bakpok- inn var tómur, en nákvæm rannsókn á lægð- inni þar sem hann lá sýndi leyfar af dýrshúð og beinum, einmitt þar sem bakpokinn lá. Einnig fundust leifar áf beijum. Þar er greini- legt að maðurinn dó ekki úr hungri. „Hver var ástæðan fyrir dauða Ismanns- ins? Lægðin eða lágin sem hann lá í veitti honum skjól fyrir vindum' og úrkomu og hann hafði með sér heymottu til að liggja á. Ef veikindi eða brot átti sök á dauða mannsins, þá gæti nákvæm krufning bent til einhverrar meginorsakar dauða hans. Lík- ið og nánasta umhverfí og aðstæður gætu veitt upplýsingar um það sem varð honum að aldurtila, sannanir eru alls ekki ólíklegar. Hann er frostþurr vegna stöðugs kulda allan þennan tíma svo að innyfli hans eru betur varðveitt ásamt vöðvum og vefjum heldur en skrælnaðar egypskar múmíur eða líkin úr dönsku mýrafenjunum, sem fundist hafa á síðustu árum. Colin Renfrew við Cambridge-háskólann hefur þó áhyggjur vegna þess að hann telur að sjónvarpsljósin sem böðuðu líkið þegar það var komið til byggða, kunni að hafa skemmt viðkvæma vefí og'þar með eyðilagt þá möguleika sem menn hefðu haft til þess að afla sér erfðafræðilegra upplýsinga úr litn- ingum mannsins. „Ef þetta hefði ekki gerst hefði mátt fínna kjarnasýrusambönd erfða- eininganna. Þetta hefði verið langmerkasta atriði þessa fundar." Fyrst um sinn hefur öll líffræðileg rann- sókn verið fryst í bókstaflegri merkingu, lík- ið er í ís í háskólanum í Innsbruck, meðan alþjóðleg nefnd sérfræðinga undir forystu Konrads Spindlers reynir að fínna aðferðir til þess að þíða líkið án þess að eyðileggja það. Þótt það hljómi líkast æsifregn, þá á eftir að komast að því hvað ’4.000 ára gam- alt genaefni reynist merkilegt fyrir genarann- sóknir nú á dögum. Robert Sokal við ríkisháskólann ,í New York við Stony Brook segir: „Hér er aðeins um einn einstakling að ræða, til þess að geta dregið fullnægjandi niðurstöður um gen þeirrar þjóðar sem þá lifði, þörfnumst við fleiri dæma.“ Það má eins búast við því, að það geti gerst, að fleiri gestir úr fortíðinni Iosni úr klakaviðjum. Síðastliðið sumar komu í ljós fímm lík fjallgöngumanna, sem fórust á síð- ustu fímmtíu árum í austurrísku Ölpunum. Koma ísmannsins úr fjöllum Týrol sýnir að núverandi hitastig þama er hlýrra en það hefur verið undanfarin 4.000 ár. Hitabreyt- ingarnar til aukins hitastigs geta orsakast af breytingu á veðurfari eða gróðurhúsaáhrif- um, sem menn óttast svo mjög nú á dögum. Hvort heldur er þá eru margir teknir að vænta þess sem bráðnunin muni opinbera næst. Christopher Stringer, mannfræðingur við Natural History-safnið í London, lætur þá skoðun í ljós, „að enginn hafi trúað því að þetta gæti gerst, en sú staðreynd að það hefur gerst einu sinni þýðir að menn telja að það geti endurtekið sig.“ James Shreéve úr Discover. Á víð og dreif Samein- ing sveitar- félaga Sigurður Líndal ritaði grein í vorhefti Skírnis 1989, sem heitir „Vörn fyrir hreppa". í lok greinarinanr segir: „Meg- intilgangurinn með þessu skrifi er að vara eindregið við að fórna þúsund ára gömlu stjórnkerfí, sem er snar þáttur íslenskrar menningar og ímyndar þjóð- arinnar, fyrir nýjungar sem einkennast af skammsýni, hugsunarleysi og hé- gómaskap." Nú bendir flest til þess að tími smærri stjórnunareininga sé að renna upp um allan heim, þótt þær einingar geti átt samstöðu innan stærri eininga, sem taka fullt tillit til sérleika þeirra smærri og leggja áherslu á menningar- legan rétt hverrar þjpðar eða þjóðar- brota, sbr. stefnu EB í menningarmál- um, eins og hún er nú túlkuð af þeim aðilum. Þeirrar áráttu hefur gætt tals- vert hér á landi undanfarið að sameina hreppa, stækka sveitarfélögin, og eru þau rök höfð á oddinum að stjórnun og fjárhagur byggðarlaganna muni verða hagkvæmari og betri, þau geti veitt meiri þjónustu. Þetta þýðir aukna fjarstýringu, aukið skrifræði og óper- sónulegra samband hinna svonefndu „sveitarstjórnarmanna" og íbúa byggð- arlaganna. Hingað til hefur tekist um aldir að sinna hreppsmálum innan hvers hrepps á þann hátt að stjórnunarkostnaður var og er í lágmarki, en með tilkomu skrifstofubáknsins hefur sá hluti (þ.e. stjórnunarkostnaður) aukist, einkum í stærri sveitarfélögum, og þá einkum í þorpum og byggðakjörnum. Hinir fomu hreppar hafa komist hjá þeim kostnaði út um hinar dreifðu byggðir. Með byggðaröskuninni hefur fækkað stórlega fólki í ýmsum hreppsfélögum, svo að til vandræða horfír. Þá verður vart komist hjá því að sameina hreppa, en það ber að gera á þann hátt að heitin haldist. Hinir fornu hreppar eiga sér langa samfellda sögu og þess vegna ber að halda hinum fornu heitum, ekki síst til þess að treysta „vitundarsam- stöðu þjóðarinnar“ sem Sigurður Línd- al minnist á í grein sinni. Það er þesgi vitundarsamstaða sem er einn þáttur þjóðlegrar ímyndar eða kenndar og ef sú kennd slævist er hætta á ferðum. Örnefni eru hluti þessarar samstöðu og eins og aðrar minjar eru þau samof- in þjóðmenningunni. Ahugamenn um sameiningu sveitar- félaga tala mjög um þjónustu í því sámbandi, en nú hagar svo til að ekk- ert er auðveldara minni sveitarfélögum en að hafa beint samband við þjón- ustumiðstöðvar með þeirri þjónustu sem Póstur og sími veita. Þess vegna er óþarfi og til aukins kostnaðarauka að þjappa saman einingum þar sem hver smærri eining getur auðveldlega veitt tilskilda þjónustu með þeirri sam- skipatækni sem er fyrir hendi. Max Weber taldi aukningu skrifræð- isins bera með sér aukna fjarstýringu og ósjálfstæði einstaklinga og samfé- lagshópa og myndi geta leitt til ómenn- skra stjórnarhátta eins og dæmin á tuttugustu öld sýna svart á hvítu. í stað þess að stækka stjórnunareiningar ber að halda þeim í lágmarki. Með auknu skrifræði mótast hagsmunahóp- ar sem stefna að áhrifum og völdum, hagsmunaaðilar sem telja sig geta veitt meðbræðrum sínum forsjá. Þar með stóreykst skrifræði, en því fylgir fjölg- un starfskrafta, byggingarbruðl og margvíslegur flottræfílsháttur. Þau eru alls ekki ófá hreppsfélögin sem búa við góðan efnahag, hófsemi í opinber- um framkvæmdum og hagsýni í öllum aðgerðum án óhóflegs stjórnunar- kostnaðar og meðfylgjandi fordildar. Full nauðsyn er á að tryggja tilveru þessara fornu eininga og hamla algjör- lega gegn þeim óskapnaði sem myndi rjúfa aliar sögulegar hefðir og tengsl manns við mann og hafa í för með sér ósjálfstæði og algjört tillitsleysi við þúsund ára sögu. Siglaugur Brynleifsson í 4.000 ár var hann undir ísnum í Ölpunum, en hefur nú verið tekinn til vísinda- legrar athugunar í háskólanum í Innsbruck. 0 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.